Dagblaðið - 04.07.1980, Síða 13

Dagblaðið - 04.07.1980, Síða 13
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR4. JÚLÍ1980. c Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir FrammætirVíkingi í gær var dregið um þafl, hvaða lið leika saman i 8-liða úrslitum i bikarkeppni KSÍ og varð niður- staðan þessi: Vikingur - fram Fylkir — KSeðaUBK FH — Þróttur, Nk. ÍBK — ÍBV. Ágæturárangur hjá Filbert Bayi Fyrrum heimsmethafi i 1500 m hlaupi, Filbert Bayi, sigraði með yfirburðum i þeirri grein ú frjáls- iþróttamóti i Gautaborg f gærkvöldi. Timi hans var 3:36,97 min. í 2. sæti varð Bronlslaw Malinowski frá Póllandi á 3:40,86 og þriðji Phil Kane, Banda- ríkjunum 3:43,37 min. Nýbakaður heimsmethafi í 1500 m hlaupi, Steve Ovett frá Englandi, keppti i 800 m hlaupl og sigraði á 1:48,16 mín. Annar varð Bandarikjamaðurinn Billy Martin á 1:48,64 min. og þriðji John Walker, N-Sjálandi á 1:48,82 mín. Átta nýliðar ílandsliðinu Landsliðsnefnd tilkynnti i gær val 15 leikmanna sem mæta eiga Græniendingum á Húsavikurvelli i kvöld í þriggja landa keppninni. Eftirtaldir lelkmenn skipa hópinn: Diðrik Ólafsson, Lárus Guðmunds- son og Hinrik ÞórhaUsson úr Vlkingi, Trausti Har- aldsson, Marteinn Geirsson, Jón Pétursson, Simon Kristjánsson, Guðmundur Steinsson og Pétur Ormslev úr Fram, Agúst Hauksson, Jóhann Hreiðarsson og PáU Ólafsson úr Þrótti, Stefán Jóhannsson, Ottó Guðmundsson og Elias Guð- mundsson úr KR. f þessum hópi eru alls átta nýUðar og er meglnástæðan fyrir þvi, að 1. deUdarfélögin FH, ÍBV, ÍA, UBK, Valur og ÍBK vildu ekki láta sina menn af hendi við landsliðið þar sem þessi félög eiga að leika á laugardag. Þrátt fyrir þetta ætti stór sigur að vinnast á Grænlendingum sem þarna leika sinn annan landslelk, sá fyrsti tapaðist gegn Færey- ingum, 0—6. Meistaramótinu frestað „vegna veðurs”í blíðskaparveðri Þrátt fyrir bUðskaparveður i gærkvöldi var fslandsmeistaramótinu, sem þá átti að halda á LaugardalsveUi, „frestað vegna veðurs”. Óneitan- lega kom þessi ákvörðun mönnum mjög á óvart þvi oft hafa frjáisiþróttamót verið haldin I afskaplega slæmu veðri. Astæðan mun vera sú, að vallarstarfsmönnum hafði ekld tekizt að merkja hlaupabrautirnar á aðal- leikvanginum vegna rigningarinnar sem var um miðjan dag i gær. Ekki var unnt að halda mótið á frjálsiþróttaveUinum vegna viðgerða sem þar hafa staðið yfir að undanförnu. Ef ekkert óvænt kemur upp á hefst meistaramóUð á Laugardalsvellinum kl. 19,30 i kvöld. -GAJ. Borg kominn í úrslit Svíinn Björn Borg nálgast fimmta Wimbledon sigurinn i tennis skref fyrir skref. f gær tryggði hann sér rétt til að leika úrslitaleikinn i keppninni þegar hann sigraði Bandarikjamanninn Brian Gottfried með 6—2, 4—6, 6—2 og 6—0. t kvennaflokkinum varð hins vegar núverandi Wimbledon-meistari Martina Mavratilova að sætta sig viö tap i undan- úrslitum fyrir bandarisku stúlkunni Chris Evert Lloyd, 4—6, 6—4 og 6—2. Lloyd mætlr áströlsku stúlkunni Eonne Goolagong i úrsiitaleiknum i dag og verður það sjötti úrslltaleikur hennar á átta árum i Wimbledon-keppninni.Það ræðst f dag hver verður andstæðingur Borgs i úrslitaleiknum en þá leiða saman hesta sina i undanúrslitum örvhentu Banda- ríkjamennirnir John McEnroe og Jimmy Connors. Borg þótti mjög sannfærandi i leik sínum gegn Gott- fried og eflaust hefur það háð hinum siðarnefnda að hann hafði keppt i tviliðaleik kvöldiö áður. Frábært heimsmet ígrindahlaupi Bandarfski hlauparinn Edwin Moses ólympiu- meistari i 400 metra grindahlaupi á síðustu ólympíu- leikum setti i gær frábært heimsmet i þessari aðal- keppnisgrein slnni. Metið setti hann á frjálsiþrótta- móti i Milanó á ftaliu og tlmi hans reyndist ótrúlega góður eða 47,13 sek. Eldra heimsmetið átti hann sjálfur og var það 47,45 sekúndur, sett árið 1977. Fimmtíu ár f rá síð- asta Þingvallahlaupi — Haukur Einarsson og Magnús Guðbjörnsson, báðir KR-ingar, hlupu Þingvallahlaup 6. júlí1930.,, Ferþrautin var skemmtilegust,” segir Haukur Einarsson íviðtali við DB en íhenni var keppt í1000 m hlaupi, 1000 m hjólreiðum, 1000 m róðri og 1000 m sundi. Allt í einni lotu Það lék mikill ævintýraljómi um nafn Hauks Einarssonar hjá okkur strákunum i vesturbænum áratuginn fyrir siðari heimsstyrjöldina. Haukur prentari Einarsson frá Miðdai var einn af þessum mönnum sem allt gat i iþróttum — synti, gekk, hljóp, hjólaði og það heyrði til algjörra undantekn- inga ef Haukur kom ekki fyrstur f mark. íslandsmeistaratitlar hans eru margir. Nýlega hitti undirritaður Hauk á götu, stæltan og hressan og 71 árs að aldri ber hann enn öll einkenni iþrótta- mannsins. Æfir lika daglega göngu og sund. Haukur gat þess að nú á sunnu- dag, 6. júlf, væru fimmtfu ár frá því siðasta Þingvallahlaupið var háð og við báðum hann að segja okkur frá þvf og stikluðum um leiö á þvi helzta á iþróttaferli hans. Haukur er einn hinna kunnu Miðdals-systkina, fæddur 19. febrúar 1909. Einn fjölhæfasti fþrótta- maður fslands fyrr og siðar. ,,Það var mikið rætt um það fyrir þjóðhátiðina á Þingvöllum 1930 að efna til boðhlaups frá Reykjavik austur i sambandi við hátiðina með nokkrum hlaupurum eftir gamla Þingvallavegin- um. Hins vegar töldu forráðamenn hátíðarinnar og lögreglan það ekki ráð- legt — og báru við mikilli umferð. „Mangi hlaupari” — Magnús Guð- björnsson, sem þá var fremstur íslenzkra langhlaupara, vildi ekki við það una — vildi endilega hlaupa Þing- vailahlaup. Eg var þá 21 árs og hafði æft hlaup nokkuð þó líkamsbygging min gæfi ekki beint tilefni til þess. Stór og nokkuð þungur. Magnús lagði hart að mér að hlaupa með sér en ég var tregur til. Þetta var löng vegalengd, 50 kílómetrar. Kristján L. Gestsson, sá mikli iþróttamaður og íþróttafrömuður, m.a. formaður KR, lagði einnig að mér að hlaupa með Magnúsi. Sagði að ég gæti hætt við Rauðavatn eftir að hafa hlaupið maraþonvegalengdina, 42,6 km. Ég lét því tilleiðast, þó ég hefði lagt miklu meira kapp á að æfa göngu. Synd að hún skuli ekki vera keppnis- grein á íslandi nú. Það var þvi úr að Þingvallahlaup var háð í sambandi við þjóðhátíðina,” sagði Haukur. Lagtaf stað úr Almannagjá „Við Magnús lögðum af stað i Þing- vallahlaupið kl. tvö 6. júlí 1930 en Kristján L. Gestsson og fleiri komu í humátt á eftir í bíl. Við Magnús hlup- um samsiða fyrstu fimm kílómetrana en síðan tók Magnús forustuna. Tals- vert eldri og miklu reyndari hlaupari en ég. Það var allt á fótinn upp á Háamel og ekki sá ég alltaf til Magnúsar. Frá Þingvöllum niður i Miðdal voru 33 km og við hlupum þá vegalengd á um 2 klst. og 30 mínútum. Þar dró ég mikið á Magnús enda þar á heimaslóðum og þekkti vel til. Það var um tíma orðið stutt á milli okkar en síðan fór að draga sundur með okkur á ný. Magnús mjög sterkur langhlaupari. Við komum niður á Suðurlandsveginn við Geitháls og höfðum þá lítið orðið varir við um- ferð. Hins vegar fylgdust margir með hlaupinu eftir að komið var vestur fyrir Elliðaárnar. Nú, ég sagði víst i byrjun að talað hefði verið um að ég hætti við Rauða- vatn. Kristján var á því að ég hætti þar ,en mér fannst þá vera stutt eftir og ekki svo mjög þreyttur. Ákvað þvi að hlaupa til loka — og vissulega léttu áhorfendur undir. Var þó talsvert þreyttur í Sogamýrinni og á Laugaveg- inum. Hins vegar spretti ég úr spori niður Bakarabrekkuna og inn í Lækjargötu, þar sem hlaupinu lauk. Þar var fjöldi manns. Magnús var þá fyrir nokkru kominn i mark og hljóp þessa rúmu 50 km á fjórum klukku- stundum og tíu mínútum. Ég var um 15—20 mín. á eftir honum. Þetta var talsvert erfitt —- mér fannst það miklu erfiðara en þegar ég synti nokkrum árum síðar Drangeyjarsund. Þetta var nú fyrir 50 árum og síðan hafa Þing- vallahlaup ekki verið háð. Mér finnst sjálfsagt að endurvekja þau,” sagði Haukur. Þekktastur sem göngumaður Þó Haukur Einarsson hafi komið víða við sem íþróttamaður er hann ef- laust þekktastur sem göngumaður. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var ganga vinsæl íþróttagrein hér á landi en síðan hefur verið litil rækt lögð við hana sem keppnisgrein nema hvað Sverrir Magnússon var sterkur göngumaður um 1950. Fyrir strið var keppt igöngu á Meistaramótinu i frjálsum íþróttum, svo og Allsherjarmótinu. Haukur Einarsson var ósigraður i göngukeppni frá 1928 til 1941 að hann hætti keppni. „Ég keppti aldrei erlendis á iþrót'a- ferli minum. Það voru langar ferðir og dýrar að fara til útlanda í keppni, þegar ég var upp á mitt bezta. Ég hafði náð ólympíulágmarkinu í 50 km göngu fyrir ólympiuleikana i Berlin 1936, en tognaði illa nokkru fyrir leikana og gat ekki farið. Brezkur göngumaður sigraði með miklum yfirburðum í 50 km göngunni f Berlín. Gekk á um 20 mín. betri tíma en ég átti þá bezt. Það er ekki mikið í 50 km kappgöngu,” sagði Haukur Einarsson. Nokkrir íslendingar tóku þátt í ólympíuleikun- um í Berlín við sæmilegan orðstir en margir eldri íþróttamenn hafa látið þau orð falla við undirritaðan að Haukur hefði þar átt mesta möguleika að verða framarlega. Meiðsli Hauks komu í veg fyrir að hann gæti þar keppt við beztu göngumenn heims. Ferþrautin skemmtilegust Auk þess sem Haukur Einarsson varð íslandsmeistari í kappgöngu og hlaupum sigraði hann sex sinnum i fer- þraut eða frá 1929 til 1935 að læknar lögðu til að hætt yrði að keppa í fer- þrautinni hér á landi. Að þeirra mati var hún allt of'erfið fyrir keppendur. „Mér fannst ferþrautin skemmti- legust og æfði sérstaklega fyrir hana. Fyrst voru hlaupnir 1000 m frá Hlemmi niður Hverfisgötu og i Hafnarstræti. Þar beið manns hjól og hjólað vestur í Selsvör — einnig 1000 metrar. Þá tók við 1000 metra róður. Róið var úr Sels- vörinni út í Örfirisey. Þar var lagzt til sunds. Syntir 1000 metrar í sjónum við örfirisey og í höfninni. Þetta var allt tekið i einni striklotu og ég náði beztum tima 34 minútum og 12 sekúndum i þessari 4 km ferþraut. Ég varð að viðurkenna að þetta langa sjósund í lokin var mjög erfitt — og það var aðallega vegna þess, sem læknar lögðu til að hætt yrði að keppa í ferþraut- inni.” Drangeyjarsund Haukur kom mjög viða við á íþrótta- ferli sínum. Auk þess, sem hann keppti Haukur Finarsson eftir Viöeyjarsund 1931 — Jón Pálsson, íþróttakennari, til vinstri. Kristján L. Gestsson, formaöur KR, til hægri. Haukur Einarsson hleypur niöur Bakarabrekkuna (Bankastræti) i Þingvallahlaupinu 1930. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1980. 17 2 íþróttir Iþróttir Iþróttír Iþróttir Haukur Einarsson 1930 meö ýmsa verðlaunagripi. Ferþrautarbikarinn til vinstri á borðinu, Þingvallahlaupsbikarinn sá stærri. á hlaupabrautum, tók hann þátt í mörgum víðavangshlaupum, t.d. Ála- foss- og Hafnarfjarðarhlaupum. ,,Ég hafði mjög sterka fætur og mikið lungnaþol en hlaup lágu þó aldrei vel fyrir mér vegna líkamsbyggingar minnar — var of þungur. Ég hafði þó gaman af því að taka þátt í þessum hlaupum — en gangan var fyrst og síðast mín helzta keppnisgrein. Synti þóeinnig mikið þó ég hefði ekki gaman af því — ekkert hrifinn af sjósundum,” sagði Haukur. MikiII ljómi lék þá um Drangeyjar- sund. Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn hafði fyrstur synt Drangeyjar- sund 1927 — Pétur Eiríksson siðan 1936. Haukur Einarsson synti Drang- eyjarsund 1939 og náði mun betri tíma en áður hafði náðst í því sundi. Nokkru síðar hófst heimsstyrjöldin síðari og hún batt enda á íþróttaferil Hauks Einarssonar. Hann var á togur- um öll stríðsárin og sigldi mikið. ,,Ég hef mikinn áhuga á að keppni i hjólreiðum verði tekin upp hér á landi. Það mætti keppa á Keflavíkurveginum á sunnudagsmorgnum. Hjóla frá Hafnarfirði að veginum viðKeflavíkur- flugvöll og til baka aftur. Þá er umferð þar litil og vel hægt að korria þar á skemmtilegri hjólreiðakeppni,” sagði Haukur Einarsson í lok viðtals okkar. Hann hjólar enn, syndir og gengur — um tvær og hálfa klukkustund á dag. - „Sunnudagarnir eru hvað beztir. Þá geng ég rösklega 12 km fyrir hádegi — og yfírleitt syndi ég rösklega 300—400 metra á hverjum degi. Þetta er mitt bezta tómstundagaman síðan ég komst á eftirlaun.” Kannski ekki mikið fyrir mann, sem eitt sinn fór 50 hringi á gamla Melavellinum i keppni á einum og sama deginum. Tók fyrst þátt í 10 km kappgöngu — og hljóp síðan 10 km hlaup „til að fylla töluna, svo hlaupið félli ekki niður”. - hsim. DB-mynd Þorri.' „Byst við mjög haröri keppni í kvöld” —segir Ólafur Unnsteinsson, frjálsíþróttaþjátfari um meistaramótið í friálsum íþróttum sem hefst íkvöld Ólafur Unnsteinsson frjálsiþrótta- þjálfari er manna bezt að sér um árangur frjálsiþróttamanna hér á iandi. Hér fer á eftir stutt grein sem hann hefur ritað i tilefni meistaramótsins i frjálsum iþróttum sem hefst á Laugar- dalsvelli í kvöld. Frjálsíþróttafólkið er nú að komast í góða æfingu og má búast við mjög harðri keppni á íslandsmeistaramótinu sem hefst í kvöld. f spretthlaupunum mun nýbakaður methafi i 400 m hlaupi láta mikið að sér kveða. Væntanlega mun hann eiga sinn stóra þátt í því að sveit KA mun sigra í boðhlaupum, bæði í 4x100 m og .4 x 400 m. Vilmundur Vilhjálmsson, methafinn í 100 m og 200 m, er nú að ná sér af meiðslum í baki en verður lítið með í sumar. Þorvaldur Þórsson og Aðalsteinn Bernharðsson eru á fram- faraleið . Jón Diðriksson er nú í met- formi í millivegalengdahlaupum og lík- legur til stórafreka. Gunnar Páll Jóa- kimsson hefur aukið hraða sinn í 400 m í 49,82 sek. og á möguleika á því að fara niður fyrir 1:50,0 mín. í 800 m. Guðmundur Sigurðsson UMSE er nýr „sputnik” í hlaupum og er þegar kominn í fremstu röð. Brynjólfur Hilmarsson UÍA dvelst í Gautaborg, kornungur hlaupari sem er á leið með að verða bezti langhlaupari landsins. Stefán Hallgrímsson og Valbjörn Þor- láksson eru sem fyrr beztu grinda- hlauparar landsins. Friðrik Þór Óskarsson er beztur i lang- og þrístökki en hinn 16 ára gamli Kristján Harðarson, hinn 16 ára gamli langstökkvari, er mesta efni sem hefur komið fram siðan Vilhjálmur Einarsson hætti keppni, segir Ólafur Unnsteinsson frjálsiþróttaþjálfari. DB-mynd: S. Kristján Harðarson HSH er mesta efni sem fram hefur komið síðan Vilhjálm- ur Einarsson var með í keppni. Hörku- keppni er í hástökki og geta einir 6 menn barizt um sigurinn. Guðmundur R. Guðmundsson FH fær harða keppni í sumar frá þeim Stefáni Friðlei fssyni, Unnari Vilhjálmssyni, Karli West og Stefáni Stefánssyni. f stangarstökki er Kristján Gissurarson orðinn bezti stökkvari landsins og mun örugglega nálgast metið í sumar. Met- hafinn Sigurður T. Sigurðsson KR mun ekki keppa í sumar vegna meiðsla. Val- björn sýnir ennþá ótrúlega getu 46 ára. í kúluvarpi eru Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson á heimsmæiikvarða og vekja alls staðar athygli. Guðni Halldórsson, Pétur Pétursson og Vésteinn Hafsteinsson eru orðnir kast- arar á Norðurlandamælikvarða. í kringlukasti mun íslandsmetið 64,32 m trúlega verða bætt í sumar. Óskar Jakobsson og jafnvel Erlendur Valdimarsson munu eiga þar hlut að máli. 1 spjótkasti eiga fslendingar nú þrjá 70 m kastara, þá Óskar Jakobsson methafann með 76,32 m, Sigurð Einarsson Ármanni sem kastað hefur yfir 74 m i sumar og Einar Vilhjálms- son UMSB méð 70,08 m. Allir geta þeir bætt metið í sumar. Hver verður fyrstur? Erlendur Valdimarsson er einráður í sleggjukasti eins og áður. Stórátak þarf að gera i þeirri grein i framtiðinni. Frjálsíþróttakonur eru nú i stórsókn hér á landi og margar eru á leið á norðurlandamælikvarða i sinum greinum. Þar má nefna Helgu Halldórsdóttur KR, Sigríði Kjartans- dóttur KA, Rut og Ragnheiði Ólafs- dætur FH, Lilju Guðmundsdóttur, Þórdísi Gísladóttur ÍR, Guðrúnu Ingólfsdóttur Á og spjótkastarana Dýr- finnu Torfadóttur KA og fris Grönfeld UMSB. Því miðurer fjölhæfasta frjáls- iþróttakonan, Ingunn Einarsdóttir KA, ekki með í fremstu röð í sumar Vegna meiðsla. KR-INGAR SLEGNIR ÚT í EYJUM — ÍBV vann KR með 2-1 Vestmannaeyingar sigruðu KR i Eyj- um í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn einu og hafa þar með tryggl sér sæti í átta liða úrslitum þar sem þeir mæta Keflvikingum. Lið ÍBV var mun sterkari aðilinn i leiknum og veröskuld- aði sigurinn fyllilega. Fyrsta mark leiksins kom þegar á 16. mínútu. Grétar Norðfjörð dómari dæmdi þá hornspyrnu sem heimamenn töldu raunar rangan dóm og töldu að um útspark hefði átt aö vera að ræða. Upp úr hornspyrnunni fékk Elías Guð- mundsson boltann frá einum varnar- manni ÍBV og skoraði örugglega af stuttu færi. Vestmannaeyingar Iétu ekki bugast við mótlætið, þvert á móti var eins og markið virkaði sem vítamínsprauta á þá og sóttu þeir mjög fram að leikhléi en allt kom fyrir ekki og KR-ingar leiddu því í hálfleik með einu marki gegn engu. Eyjamenn komu mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og þegar á 1. mínútu hálf- leiksins skoraði Sigurlás eftir að hafa fengið sendingu frá Tómasi en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 49. minútu kom loks jöfnunarmarkið sem legið hafði í loftinu. Það var Kári Þor- leifsson sem skoraði markið eftir fyrir- gjöf fráÓmari Jóhannssyni, 1—1. Á 71. minútu kom sigurmarkið. Sigurlás fékk þá stungubolta inn fyrir vörn KR, lék á einn varnarmann KR og þegar markvörður KR-inga kom út á móti honum vippaði Sigurlás yfir hann af miklu öryggi. Var mjög vel að þessu Sigurlás Þorleifsson skoraöi annaö mark ÍBV gegn KR i gærkvöldi. Myndin er tekin i leik Islands og Færeyinga á dögunum og þaö er Sigurlás sem þarna á i höggi viö markvörö Færeyinga. í kvöld mæta tslendingar Grænlendingum og hefst leikurinn kl. 20 á Húsavik. DB-mynd: G.Sv., Akureyri. marki staðið hjá Sigurlási. Eftir þetta var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn mundi lenda og Vestmannaeyingar héldu áfram sókn sinni alveg til leiksloka án þess þó að bæta við fleiri mörkum. ( Elías Guömundsson var beztur KR- inga, mjög ógnandi og fljótur. Aö öðru leyti var liö KR mjög jafnt. f liöi Eyja- manna áttu bræðurnir Sigurlás og Kári Þorleifsson ásamt Tómasi Pálssyni allir imjög góöan leik í sókninni og Sig- hvatur Bjarnason var sem klettur í vörninni. Dómari var Grétar Norðfjörð og þóttu margir dóma hans orka mjög tví- 'mælis svo ekki sé.meira sagt. -GAJ/RS, Vestm. Haukur Einarsson i dag.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.