Dagblaðið - 09.08.1980, Side 1
6. ÁRG. — LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980. — 179. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Sovézka flóttamanninum
veitt dvalarieyfi hér
—sem pólitískum f lóttamanni. Sendiráð Sovétríkjanna óskar eftir því að maðurinn verði fluttur
til skipsins
Sovézki sjómaðurinn Viktor
Kovalenko, 24 ára gamall skipverji á
botnvörpungnum Kharovski frá
Murmansk, hefur beiðzi hælis hér á
íslandi sem pólitískur flóttamaður.
Dómsmálaráðherra hefur veitt hon-
um dvalarleyfi hér á landi til að byrja
með á meðan málið er í athugun.
Þessi ákvörðun var tekin eftir að
hinn sovézki sjómaður hafði verið
a.m.k. tvívegis til viðtals i Útlend-
ingaeftirlitinu. Að sögn Baldurs
Möller, ráðuneytisstjóra dómsmála-
ráðuneytisins, er talin ástæða til þess
að greina ekki frekar frá málinu á
þessu stigi, meðal annars ekki þeim
ástæðum, sem sjómaðurinn hefur
fært fram fyrir beiðni sinni.
Samkvæmt heimildum, sem DB
telur réttar, hefur sendiráð Sovétrikj-
anna hér í Reykjavík snúið sér til
íslenzka utanríkisráðuneytisins og
óskað eftir milligöngu þess við dóms-
málaráðuneytið í því skyni að maður-
inn verði færður til skipsins. Var
sendiráðsmanni gefinn kostur á að
ræða við Kovalenko i gær.
Skipstjóri togarans Kharovski
hafði gert boð eftir hafnsögumönn-
um vegna brottferðar, þegar Ijóst
varð, að einn skipverja hafði ekki
mætt til skips. Hafði hanaekki sýnt á
sér fararsnið kl. 19 í gærkvöld, þrátt
fyrir ákvörðun dómsmálaráðherra
um dvalarleyfi fyrir Kovalenko.
Samkvæmt framansögðu er þvi
fátt vitað um ástæður fyrir beiðni
Kovalenkos um að fá hér hæli sem
póhtískur flóttamaður. Hann hefur
gegnt herþjónustuskyldu í heima-
landi sínu og talar einungis
úkraínsku.
- BS
Hitnaði í
skólastjóra-
íbuðinm a
Grundarfirði
— er f ulltrúar mennta-
málaráðuneytisins
hugðust leysa
„skólastjóramálid”
Litlu munaði, að illa færi er
öryggisventill á miðstöðvarkatli gaf
sig i skólastjóraíbúðinni á Grundar-
firði síðastliðiö fimmtudagskvöld.
íbúðin var orðin full af gufu þegar
að var komið og töldu kunnugir, að
ekki hefði miklu mátt muna að
ketiliinn spryngi i loft upp, þar sem
hiti á honum var oröinn 120°C.
Skólastjóraíbúðin var mannlaus er
þetta atvik átti sér stað enda skóla-
stjórinn, örn Forberg, staddur er-
lendis. Eins og fram hefur komið í
Dagblaðinu hafa flestir kennarar
skólans sagt upp störfum, sumir
þeirra a.m.k. í mótmælaskyni við
skólastjórann, og höfðu fulltrúar
frá menntamálaráðuneytinu einmitt
verið á fundi með skólanefnd -á
Grundarfirði vegna þessa máls sama
dag og umrætt atvik átti sér stað i
skólastjóraíbúðinni.
DB hefur ekki tekizt að fá upp-
lýsingar um niðurstöður fundarins,
sem sagðareru trúnaðarmál. Að sögn
Garðars Eiríkssonar, formanns
skólanefndar, er reiknað með að
málinskýristum helgina.
íbúar Grundarfjarðar munu vera
orðnir langeygir eftir lausn þessa
máls og óttast að skólinn geti ekki
tekið tii starfa á réttum tíma í haust
vegna kennaraskorts. -GAJ.
Vísitölufjöl-
skyldan notar
litasjónvarp
„Visitölufjölskyldan kaupir
núorðið einungis litasjónvörp,”
sagði Hrólfur Ástvaldsson á Hagstof-
unni i samtali við DB. „Fjölskyldan
fylgist að þessu leyti alveg með
timanum, þó svo að hún eigi ekki
alveg heilt tæki, heldur einungis um
90% af sjónvarpstæki,” sagði
Hrólfur. Fjölskyldan greiðir auk þess
nokkurs konar milliverð milli svart-
hvíts sjónvarpstækis og litatækis í af-
notagjöld árlega eins og hver önnur
hciðarleg og grandvör fjölskylda
þessalands. -HH.
Forseti tslands, Vigdis Finnbogadóttir, hefur nú verið viku I
hinu háa embœtti, en hún var sett I embœttið á fóstudag l
slðustu viku. Ljósmyndari DB tók litmyndir af innsetningu
forsetans og njóta hinir fallegu litir sin óneitanlega betur þar
en á þeim svart/hvítu myndum sem birtar voru strax eftir emb-
œttistöku. Litirnir I myndinni eru þjóðlegir og mynda réttan
ramma um hina hátlðlegu athöfh. Blái liturinn á kjólforsetans,
hvlt blómin og I grunni rautt og blátt teppLAð baki forsetan-
um eru Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, Björn Svein-
björnsson forseti Hœstaréttar og að baki honum Jón Helga-
son forseti sameinaðs þings. Þeir eru sem kunnugt er hand-
hafar forseta valds.___DB-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson.
Flairi litmyndir eru 1 DB í dag. Sumarmyndir DB eru
birtar ó bls. 13 og baksfðu.
Samkeppni um
hönnun strætis-
vagnabiðskýla
Strætisvagnar Reykjavikur eru um
þessar mundir að fara í gang meö
samkeppni um hönnun á gangstéttar-
biðskýlum, en þau hafa hingað til
engin verið i Reykjavik. Heimild til
þátttöku hafa allir þeir, er rétt hafa
til að leggja uppdrátt að húsum fyrir
hyggingarnefnd Reykjavikur, en til-
lögum skal skilað fyrir 12. nóvember.
Gert cr ráð fyrir að verðlauna þrjár
beztu tillögurnar, og verða fyrstu
vcrðlaun ekki undir 1,5 milljón
króna, en verðlaunaféð allt nemur
fjórum milljónum.
Að sögn Ciuðrúnar Ágústsdóttur,
formanns stjórnar SVR, er tilgangur-
inn með keppninni að fá fram til-
lögur um gangstéttarbiðskýli, sem
koma megi fyrir við hinar margvís-
legustu aðstæður. Þau mega ekki
hindra eðlilega umferð um gang-
stéttir, verða að falla vel inn í um-
hverfiö og vera einföld í uppsetningu.
Biðskýli þau, sem nú eru i notkun,
standa yfirleitt á víðavangi og gætu
með engu móti staöið á venjulegum
ganéstéttum. Þau eru flest úr járni,
nokkur eru steypt og eitt er úr plasti.
Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur eru
þau dýr, þannig kostar eitt járnskýli í
dag milljón krónur, og er aðalkostn-
aðurinn efniskostnaður.
Skipuð hefur verið sex manna
dómnefnd. Finnur Björgvinsson
arkitekt, Hjörtur Kalsöe vagnstjóri
og Guðrún Ágústsdóttir skipa dóm-
nefndina af hálfu SVR. Fyrir hönd
arkitektafélagsins eiga sæti f henni
Reynir Adamsson og örn Sigurðs-
son, sem báðir eru arkitektar, og
Ólafur Jensson framkvæmdastjórL
sem er trúnaðarmaður arkitekta.
-SA
Þaðvarþrítugur
Akurnesingur
semfórst
Slysið á Norðurá í fyrradag bar til
með þeim hætti að bát, sem i voru
tveir laxveiðimenn, hvolfdi. Náði
annar þeirra landi, en Atli Þór
Helgason, þrítugur Akurnesingur, lét
lífið í ánni. Hann lætur eftir sig konu
og þrjú börn.
Mennirnir tveir voru við laxveiðar
á svæðinu milli Laxfoss og Glanna.
Þar eru bátar til reiðu fyrir veiöimenn
og voru þeir félagar í slíkum báti.
Einn af stjórnarmönnum SVFR
bað DB að leiðrétta, að báturinn var
ekki í eigu SVFR eins og fram kom I
DB í gær, heldur í eigu bændanna
eins og allt við Norðurá. -ASt.