Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 ----------------------------- RIS YLRÆKTARVERI GERÐIINNAN FÁRRA HVERA- ÁRA? Athygli vekur að framkvæmdastjóri olíufélags er í undirbúningsnefnd með garðyrkju- og vísindamönnum Fullur skriður er nú aftur kominn á undirbúning að byggingu ylræktar- vers. Landbúnaðarráðherra hefur skipað 5 manna nefnd og sett henni fyrir fimm verkefni. í þeim lista er hið síðasttalda að undirbúa frumvarp til laga um ylræktarver og undirbúa stofnun félags um rekstur fyrirtækis- ins, ef niðurstöður hagkvæmnikönn- unar reynast jákvæðar. Formaður nefndarinnar er skipaður Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikisins og með hon- um eru skipaðir 3 garðyjkju- og land- búnaðarmenn og loks Árni Lárusson framkvæmdastjóri olíufélagsins Skeljungs. Er það óráðin gáta hvar armar olíufélaga blandast græðlinga- ræktun í gróðurhúsi við jarðhita, en sami maður er einnig i stjórn riýlega stofnaös fiskiræktarfélags. • Pálmi Jónsson ráðherra sagði i við- tali við DB að skapazt hefðu ný við- horf varöandi byggingu ylræktarvers hér á landi. Hollendingar, sem hann kvað aðalkaupendur framleiðslu væntanlegs ylræktarvers á íslandi hefðu misst græðlingaekrur sínar í Afriku vegna sýkingar. Við þetta hefði skapazt eyða eða lag sem at- hyglisvert væri fyrir íslendinga að nýta sér. Sagði ráðherrann að ef Hol- lendingar fengju ekki chrysantemum- græðlinga hér yrðu þeir sér úti um þá annars staðar. Nýju nefndinni er ætlað að kanna áhuga aðila á þátttöku í fyrirtækinu, einnig að gera markaðskönnun fyrir afurðirnar og hagkvæmnikönnun á byggingu og rekstri fyrirtækisins og loks að gera tillögu um staðarval. Ef eitthvað má ráða af skipun manna i nefndina þykir Ijóst fyrir- fram að Hveragerði er ofarlega á baugi. í nefndinni eru auk Vilhjálms formanns Grétar Unnsteinsson skóla- stjóri í Hveragerði og Hans Gústafs- son garðyrkjumaður í Hveragerði. Þar er og dr. Björn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri RALA og lo'ks áðurnefndur framkvæmdastjóri Skeljungs hf. Ráðherrann sagði í viðtali við DB að ekki væri gert ráð fyrir eignaraðild útlendinga í fyrirlækinu, en hins vegar væri dæmið reiknað út frá því að samið yrði við Hollendinga um kaup á framleiðslunni sem aðallega yrðu chrysantemumgræðlingar. - A.St. Snarfari: Stangveiðimót um helgina Snarfari, félag smábátaeigenda sem frægt er orðið fyrir þátttöku sina með DB og FR í sjóralli gerir það ekki enda- sleppt og hyggst efna til sjóstangaveiði- móts um næstu helgi. Hefur verið tals- vert öflugt starf hjá þeim félögum undanfarið, m.a. héldu þeir fjölskyldu- hátið í Viðey um verzlunarmannahelg- ina. Var þar gert margt sér til skemmt- unar og yndisauka, farið í gönguferðir, leikinn fótbolti og golf, auk varðelds á kvöldin. Hafa Snarfaramenn fjárfest i húsi og það sett niður á svæði Snarfara við Elliðavog auk þess sem sett var þar út flotbryggja. Þegar fjölskyldumótið var haldið í Viðey gerðu þeir sér einnig litið fyrir og drógu flotbryggju þangað út svo hægara yrði að athafna sig þar. -R.Th./BH Verndartollur á kex og sælgæti í bígerð? Kex- og sælgætis- iðnaður f ékk aldrei aðlögunartíma — segir Valur Valsson hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda „Strax i apríl sl. fórum við fram á aðgerðir til að styðja við bakið á kex- og sælgætisiðnaðinum,” sagði Valur Valsson hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda í samtali við DB í gær þegar hann var inntur eftir því hvort hugmyndin um 35—40% verndartoll á innflutt kex og sælgæti væri komin frá félagi iðnrekenda. „Meðal þeirra aðgerða er við gátum fallizt á voru aðgerðir er fælu i sér tímabundna verðaðlögun á sælgæti og kexi, sam- hliða öðrum aðgerðum,” sagði Valur. Eftir inngöngu íslands í EFTA 1970 og seinna eftir samningagerðina við Evrópubandalagið lækkuðu tollar í áföngum á innfluttum iðnaðarvörum, öðrum en kexi og sælgæti. Var þá afráðið að kex- og sælgætisiðnaðurinn keypti mjólkur- duft á innlendu verði en ekki heims- markaðsverði sem er allt að sex sinnum ódýrara. Var afráðið sérstakt kvótakerfi á innflutning á kexi og sælgæti, innlendum framleiðendum skyldi endurgreiddur mismunur heimsmarkaðsverðs og heimaverðs á mjólkurdufti. Siðan gerist það í desember 1979 að skyndilega er afráðið að gefa innflulninginn á kexi og sælgæti með öllu frjálsan enda fái innlendir kex- og sælgætis- framleiíendur mjólkurduftið á heimsmarkaðsverði. Þýðir þetta i raun að kex- og sælgætisiðnaðurinn fékk i raun ekkert aðlögunartímabil eins og aðrar iðnaðarvöru, þar sem tollur lækkaði í áföngum, heldur stóð hann frammi fyrir því að geta loksins keypt hráefnið til framleiðslu sinnar á heimsmarkaðsverði, en um leið og það var, féll öll vernd niður. -BH. Annirhjá Þú ogég: Gefa út plötur í sjö löndum —og taka þátt í söngvakeppni í Póllandi Gunnar, Helga og Jóhann leggja á mánudag land undir fót og halda til Póllands til þátttöku I mikilli söngvakeppni þar i landi. „Við fengum telexskeyti í morgun frá CBS í Japan, þar sem þeir lýstu yfir miklum áhuga á að gefa út plötu með fjórum lögum með Þú og ég. Lögin eru Ljúfa líf, Þú og ég, í Reykjavíkurborg og Dans, dans, dans, en við létum CBS fá spólu með þessum lögum á MIDEM ráðstefnunni í fyrra,” sagði Gunnar Þórðarson i samtali við DB i fyrra- dag. „Ráðamenn CBS telja tónlistina alveg rétta fyrir Japansmarkað, en við vitum ekkert hvað platan verður gefin út i stóru upplagi.” Japan er einn stærsti markaður heims fyrir poppplötur, og það væri vissulega mikilsverður áfangi ef Þú og ég næði fótfestu þar. En fleira er svo í bígerð hjá Þú og ég, en plötuútgáfa í Japan. Á mánudag heldur dúettinn ásamt Gunnari Þórðarsyni til Póllands, þar sem hann mun keppa í sönglaga- keppni. Lítið er vitað um keppnina, nema hvað meðal keppenda í henni á undanförnum árum hafa verið hljómsveitir á borð við ABBA og Boney M. Þá munu um 100 milljónir manna fylgjast með keppninni í sjón- varpi, aðallega íbúar Austur-Evrópu- landa. Þú og ég flytja tvö lög í keppninni, Dans, dans, dans og pólsxt lag. Fyrir keppnina var dúettinum send spóla með fjórum pólskum lögum og þau beðin að æfa eitt iag upp, sem þau og gerðu. Sigurlaun í keppninni eru 80.000 zloty, eða jafnvirði 1,3 milljóna króna. Þá má geta þess að eftir keppnina er gefin út breiðskífa með öllum helztu lögum keppninnar. En Þú og ég láta ekki þar við sitja, heldur kemur einnig út með þeim tveggja laga plata í Póllandi, sem á reyndar að vera komin út núna. I Póllandi verðurdvalið I lOdaga, en að þvi loknu halda Gunnar, Helga og Jóhann til Stokkhólms, þar sem gerður verður fjögurra daga stanz. Seinna í þessum mánuði, nánar tiltekið 25. ágúst, kemur út tveggja laga plata á Norðurlöndunum, og kemur hún samtímis út i Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Aðallag hennar verður í Reykjavíkurborg, en það vérður flutt á ensku og nefnist á því máli, In my home town. Fyrir jól er síðan ætlunin að út komi á Norðurlöndunum breiðskífa með lögum af báðum plötum Þú og ég, Ljúfa líf og Sprengisandur. Loks má geta þess, að Steinar Berg er nú nýkominn úr ferð til London, þar sem hann gekk frá samningum varðandi útgáfu á tveggja laga plötu með Þú og ég I Bretlandi og Hollandi í haust. Kynnti Steinar lagið í útilegu af plötunni Sprengisandur, en það nefnist á ensku Shady’s in Love og hlaut það góðar viðtökur ytra. Þá lét Steinar Berg skrásetja vörumerkið Hot lce I höfuðborg Bretaveldis og verður litla platan gefin út á því merki. Hins veg- ar mun fyrirtækið Pinacle sjá um dreifingu og kynningu á plötunni i áðurnefndum tveimur löndum. -SA. <£lKOMIN til hveragerðis j STORT URVAL AF LEIKFÖNGUM OG GJAFAVÖRUM HAGSTÆTT VERÐ Á POTTABLÓMUM Burknar á kr. 2000. Blómstrandi pelargóníur á kr. 3000. Munið veiðivörurnar frá ABU. önnumst allar blómaskreytingar. BLOMABORG S/F Breíðumörk 12 - Sími 4225 (Áður Blómaskáli Michelsen)

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.