Dagblaðið - 09.08.1980, Side 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
7
Hart sótt í hafnaraðstöðu:
Hafskip og Eimskipafélagið
vilja bæði í Kleppsskaf tið
„Bæði Hafskip og Eimskip eru
óánægð með a.m.k. vissa þætti í tillög-
um mínum um aðstöðu þeirra í Reykja-
víkurhöfn,” sagði Gunnar B. Guð-
mundsson hafnarstjóri í viðtali við DB.
Eimskipafélag íslands hf. og Haf-
skip hf. eru í harðri samkeppni á vöru-
flutningamarkaðnum, eins og kunnugt
er. Þýðingarmikið atriði í rekstri þeirra
er vitanlega aðstaðan í Reykjavikur-
höfn.
„Höfnin keppir að því að láta báða
þessa aðila hafa þá aðstöðu sem þeim
nægir,” sagði Gunnar. Hann sagði, að
nýlega hefði verið lokið byggingu á við-
leguplássi í Sundahöfn, sem nefnt er
Kleppsskaft eða Kleppsbakki. Á sínum
tíma fékk Eimskipafélagið fyrirheit
hafnarstjórnar um skipalægi þar. Sam-
hliða eru reistar eða fyrirhugaðar bygg-
ingar á vegum fyrirtækisins á nærliggj-
andi lóð, sem það hefur fengið úthlut-
að.
Hafskip hf. hefur lýst áhuga sínum á
þessu nýja hafnarsvæði og aðstöðu-
uppbyggingu þar. Bæði fyrirtækin
hafa í huga framtíðaraðstöðu á þessum
stað. Þegar á allt er litið virðist það
samdóma álit þeirra sem DB hefur rætt
við að bezta aðstaðan sé til frambúðar í
Sundahöfninni á þessum stað.
Hafskip hefur rutt brautina hérlendis
með nýtízku gámaflutningaskipum.
Eimskipafélagið hefur nú ákveðið að
taka á leigu a.m.k. tvö stór skip af hlið-
stæðri gerð. Bæði fyrirtækin miða að-
stöðuþörf sína við þessa þróun.
Markmið hafnarstjórnarinnar hefur
verið að losa vöruflutninga úr Vestur-
höfninni. Eimskipafélagið stefnir að
því að flytja alla aðstöðu sína inn í
Sundahöfn. Hugur forráðamanna Haf-
skips stefnir í sömu átt. Hins vegar eru
hugmyndir uppi um að Hafskip fái
aðstöðu Eimskipafélagsins í Austur-
höfninni. Meðal annars fengi það þá
Faxaskála til sinna nota. Kæmi þá til
greina að Hafskip keypti hann af Eim-
skip eða þá að Reykjavikurhöfn eign-
aðist hann og leigði hann Hafskip eða
seldi, efhentara þætti.
Loks er ekki til fulls kannað hvort
bæði skipafélögin gætu rúmazt með
aðstöðu sína í Sundahöfn og þá ef til
vill með sameiginleg not af Klepps-
skaftinu nýja.
Enda þótt nú sé reynt að ná sam-
komulagi um lausn þessa máls með
milligöngu hafnarstjóra að tilmælum
hafnarstjórnar Reykjavíkur er langt frá
því að úrslit þess liggi fyrir. Samkvæmt
heimildum, sem DB telur áreiðanlegar,
verður mikið kapp lagt á það af hálfu
beggja skipafélaganna að þau fái
aðstöðu til frambúðar sem skapi þeim
sem jafnasta aðstöðu af hálfu Reykja-
víkurhafnar og borgarstjórnar. -BS
Kynningargudsþjónusta
vegna væntanlegra prestskosninga í Seljapresta-
kalli fer fram í Bústaðakirkju þann 10. ágúst kl.
11. Séra Valgeir Ástráðsson, annar umsækjandi
Seljaprestakalls, predikar. Guðsþjónustunni
verður útvarpað á miðbylgju 1412 KHZ 210
metrar.
Safnadarnefnd.
„Þriðji kom og bætti um betur”
Þau eru fljót að ske óhöppin sem þó
geta valdið hundruða þúsunda eða
milljóna tjóni. Eitt slíkt varð á Miklu-
brautinni á fimmtudag, við Grensás-
veginn. Þar nam ökumaður bíls staðar
vegna einhverrar bilunar I bensíngjöf.
Tveir næstu á eftir stöðvuðu eðlilega,
en sá þriðji, sem á eftir kom, veitti ekki
kyrrstæðu bílunum athygli fyrr en
of seint og skellti öllum hinum
þremur saman. Engin slys urðu á fólki
en að sjálfsögðu miklar skemmdir á bíl-
unum, m.a. tveimur í báða enda.
- A.St. / DB-mynd R.Th. Sig.
HELMINGIMEIRA ATVINNU-
LEYSI í JÚLÍ EN í JÚNÍ
- Ráðuneytið telur kreppuna ífiskvinnslunni einu ástæðuna
Síðasta dag júlimánaðar voru 544
íslendingar á atvinnuleysisskrá og
hafði þeim fjölgað um nálega helm-
ing (úr 287) frá þvi á siðasta degi
júnímánaðar. Heildartalan skiptist
svo að í henni teljast 158 atvinnu-
lausir karlmenn og 386 atvinnulausar
konur.
Fjöldi atvinnulausra kvenna hafði
aukizt um 220 í júlímánuði en at-
vinnulausum körlum hafði fjölgað
um 31.
í skýrslu félagsmálaráðuneytisins
segir að ástæður fyrir ' auknu at-
vinnuleysi sé eingöngu að rekja til
rekstrarstöðvunar frystihúsa víða um
land. Segir ennfremur að meira sé nú
en áður um samræmd sumarleyfi í
fiskvinnslunni og þeir sem á atvinnu-
leysisskrá eru séu því aðallega þeir
sem tóku sumarleyfi á öðrum tíma
svo og lausafólk.
Höfuðborgarsvæðið var það eina
þar sem atvinnuleysi minnkaði milli
mánaða. Voru 139 skráðir atvinnu-
lausir í júlilok en voru 160 í júnílok.
Á Vesturlandi voru 70 atvinnulausir í
júlilok en voru 8 í júnilok, á Vest-
fjörðum 14 móti 3 í júní, á Norður-
landi vestra 79 móti 44 í júní, á
Norðurlandi eystra 104 móti 45, á
Austurlandi 50 á móti 4 í júní, á
Suðurlandi 41 á móti 13 og á Reykja-
nesi (sunnan Hafnarfjarðar) 47 móti
10 í júní.
Skráðir atvinnuleysisdagar i júlí
voru 7239 á móti 3610 í júni. Aukn-
ingin er þvi rúmlega 100%. Fjöldi at-
vinnuleysisdaga svarar til þess að 344
hafi verið atvinnulausir allan mán-
uðinn á móti 167 i júni.
- A.St.
Islandsmet slegið
á Vindheimamelum
Svínakjöt
hækkar
„Nú sjáum við okkur ekki fært að
biða lengur og hækkum verðið á
kjötinu um 15%,” sagði Kristinn
Sveinsson formaður svinaræktarfélags
íslands i samtali við DB. „Vildum við
draga hækkunina á langinn eins og
hægt var en eftir hina miklu hækkun
fóðurbætisskattsins getum við ekki
beðið lengur þó svo að skatturinn sé nú
kominn i 40%. Við vonumst auðvitað
til að fólk kaupi eftir sem áður svína-
kjöt þó svo, eins og gefur að skilja, sé
erfitt að standast samkeppni við annað
stórlega niðurgreitt kjöt.”
- BH
Hestamót Skagfirðinga var haldið
um siðustu helgi og sótti það fjöl-
menni. Veður var þó heldur leiðinlegt
á mótsstað, Vindheimamelum.
Helztu úrslit urðu þessi:
í 150 metra skeiði sigraði Lyfting á
nýju íslandsmeti, 14,9 sekúndum.
Eigandi og knapi var Ingimar Ingi-
marsson Sauðárkróki. í 250 metra
skeiði sigraði Skjóni á 22,5 sekúnd-
um. Eigandi er Helgi Valmundarson
og knapi Albert Jónsson.
í 250 metra folahlaupi sigraði
Haukur á 18,5 sekúndum. Eigandi er
Sigurbjörn Bárðarson og knapi
Hörður Þ. Harðarson. í 350 metra
stökki sigraði Stormur á 24,7 sekúnd-
um. Eigandi er Hafþór Hafdal og
knapi Sigurður Sigurðsson.
í 800 metra stökki sigraði Cesar á
57,3 sekúndum. Eigandi er Herbert
Ólason og knapi Harpa Karlsdóttir. í
800 metra brokki sigraði Faxi á 1,40
mín. Eigandi er Eggert Hvanndal en
knapi Sigurbjörn Bárðarson.
- SS, Steintúni.
||U^IFERÐAR
Nei takk ...
ég er ábílnum
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga
við
barnadeild,
heilsugæzlu í skólum,
kynfræðsludeild (nokkrar klst. f viku) og
berklapróf f skólum (nokkra mánuði).
Umsóknir berist hjúkrunarforstjóra, sem jafn-
framt gefur nánari upplýsingar í síma 22400.
Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar.
LgKURDAU^!S
fjCHTOH
íknnu*
í niM „
pbooucuon
XGOCOtN
„monochow
Enginn jafnaðist á við karate-meistarann
Bruce Lee. Hans síðasta og bezta mynd. Tek-
in í Panavision og litum.
íslenzkur texti.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5,7,9og11.