Dagblaðið - 09.08.1980, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. ÁGOST 1980
9
\
NOFN FRAMTWARRMAR
AÐ FINNA í LE HAVRE
—þar sem f ram fer heimsmeistaramót sveina í skák
Elvar Guðmundsson stendur í
ströngu þessa dagana í Le Havre í
Frakklandi, þar sem fram fer heims-
meistaramót sveina í skák. j byrjun
mótsins átti hann frekar erfitt upp-
dráttar, en hefur sótt sig mjög nú í
síðustu umferðum, enn alls verða
þær 11 á mótinu.
Þátttökurétt eiga skákmenn sem
ekki hafa náð 17 ára aldri og eru
flestir keppenda rétt innan við þau
mörk. Nokkrir eru þó mun yngri og
er sérstaklega eftir þeim tekið. Sá
yngsti er aðeins 12 ára gamall, Rizvi
að nafni, og er kominn alla leið frá
Pakistan.
Ein meyja tekur þátt í mótinu,
Helen Clare Watkins frá Wales.
„Sveinamótin” hafa yfirleitt skartað
einni slíkri skrautfjöður og í Wales
virðist vera að finna óvenju mikla
kvenskörunga. Eini kvenkyns þátt-
takandinn á heimsmeistaramótinu
1977 í Cagnes sur mer, var einmitt frá
Wales. Á síðasta ári hélt Pia Craml-
ing frá Svíþjóð uppi heiðri kynsystra
sinna og var hún ekki ein um að
standa sig með prýði.
Sigurstranglegastur á mótinu er án
efa sovéski þátttakandinn, Salov.
Þeir sem fletta sovéskum skákblöð-
um að staðaldri kannast við nafnið,
enda hefur hann nú um skeið verið
fremstur meðal ungherja austan-
tjalds. Þetta er nafn, sem vert er að
leggja á minnið.
Bandaríkjamenn binda eflaust
rniklar vonir við sinn mann, Joel
Benjamin, sem þrátt fyrir ungan
aldur er orðinn velþekktur utan síns
heimalands. Mikill uppgangur hefur
verið í skáklistinni i Bandaríkjunum
nú síðari ár og fæðist hvert efnið
öðru efnilegra. Piltarnir „westra”
keppast við að slá met Fischers, sem
náði meistaragráðu aðeins 13 ára og 5
mánaða gamall. Benjamin sló metið
fyrstur og komst þá í heimsfréttirnar.
Það var 1977 og var hann tveimur
mánuðum yngri en Fischer. Nýjasta
stjarnan er hinn rússnesk ættaði John
Litvinchuk, sem náði meistaraár-
angri (jafngildir um 2200 Eló-skák-
stigum) í nóvember í fyrra, aðeins 12
ára og sjö mánaða gamall!
Af öðrum keppendum mótsins má
nefna Englendinginn lan Wells,
Greenfeld frá ísrael og Milos frá
Brasilíu. Auk þess binda Danirnir
miklar vonir við Curt Hansen, sem
aðeins er 15 ára gamall.
Hansen verðureinnig fulltrúi Dan-
merkur á heimsmeistaramóti ungl-
inga 20 ára og yngri, sem fram fer í
Dortmund siðar i mánuðinum.
Helsta áhyggjuefni Dananna er að
hann hafi teflt of mikið að undan-
förnu og búast þeir fastlega við því
að hann fái skell á öðru hvoru þess-
ara móta. Það kemur a.m.k. fram í
Politiken.
Á alþjóðlegu skákmóti í Esbjerg
sem lauk fyrir stuttu náði Hansen
FlDE-meistaraárangri og þótti tefla
mjög vel á köflum. Ein skáka hans
hlaut næstflest atkvæði í kosningu
um fegurðarverðlaun og er ekki úr
vegi að renna yfir hana. Andstæðing-
ur hans er Englendingurinn Wicker,
sem hafði nýlokið við að rita bók um
það afbrigði sem uppi varð á teningn-
um.
Hvitl: Wicker (England)
Svart: Hansen (Danmörk)
Esbjerg 1980
Drottningarbragð.
I. c4 eð 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. Bg5
Rbd7 5. cxd5 exd5 6. e3 c6 7. Bd3 Be7
8. Dc2 0-0 9. Rge2h6
í bók Wickers er þessi leikur talinn
vafasamur vegna 10. Bf4, 11. 0-0-0
ásamt framrás g-peðsins. Þessa áætl-
un velur Wicker auðvitað í skákinni,
en hún leiðir ekki til neins. Hugleiða
mátti 10. Bh4.
10. Bf4 Rh5 11.0-0-0 Rxf4 12.exf4?
Sjálfsagt er 12. Rxf4 . Textaleikur-
inn veikir aðstöðu hvíts á miðborðinu
og framrás svarts, — c6-c5, eykst þvt
að gæðum.
12, —Rb6
Fyrirbyggjandi aðgerðir. Svartur
tefur fyrir g2-g4
13. f5Bd7 14.g4Hc8 15.h4c5
Með hótuninni 16. — c4. Hvítur
hefur ekki hugað sem skyldi að
aðgerðum andstæðingsins og á nú úr
vöndu að ráða. Hann grípur til þess
ráðs að fórna peði, en fellur á sjálfs
sin bragði.
16. f6 Bxf6 17. g5 cxd4!
Ekki 17. — hxg5 18. hxg5 Bxg5 +
19. f4 dxc3 20. Bh7 + Kh8 21. Bg8 + !
og 22. Dh7 mát.
18. gxf6 dxc3 19. Bh7 + Kh8 20.
fxg7+ Kxg7 21. Hdgl + Kh8 22.b3
Aðstaða hvíts er allt annað en
þægileg eftir 22. — bxc3, en engu að
síður er það skárri kostur.
22. — Df6 23. Rg3 Df4+ 24. Kbl f5
25. Bg6 26. Hdl Bb5 27. Rh5 Dg4 28.
Hhgl d3!
Staðan sem alla skákmenn dreymir
um að fá!
29. Dcl c2+ 30. Kb2 Dd4+ 31. Ka3
Dc5 + 32. Kb2 Dc3+ 33. Ka3 Rc4
mát.
22. ágúst hefst i Reykjavík Norður-
landamót grunnskóla. Tvær íslenskar
sveitir munu taka þátt — frá Álfta-
mýrarskóla og Æfingadeild Kennara-
skólans. Slegið var upp æfingamóti í
húsakynnum TR við Grensásveg og
lauk því með sigri Lárusar Jóhannes-
sonar, sem hlaut 7 1/2 v. af 9 mögu-
legum. Hrafn Loftsson varð annar,
með 6 v. (á einni skák ólokið) og
þriðji varð Sveinn I. Sveinsson, með
5 1/2 v.
Frá TR er það annars að frétta, að
mæting á æfingar í sumar hefur verið
mjög góð og sterkir skákmenn orðið
efstir á 10 og 15 mínútna mótunum
vinsælu. Síðustu þrjú fimmtudags-
kvöld hafa unnið 10 mínútna mótin,
Ingi R. Jóhannsson og Ásgeir Ás-
björnsson tvisvar, en 15 mínútna
mótin á þriðjudagskvöldum hafa
unnið: Ingi R., Ásgeir og Guð-
mundur Pálmason. Mótin hefjast
stundvíslega kl. 20 báða dagana.
Fyrir þá sem heldur vilja tefla á
miðvikudagskvöldum, má minna á
sameiginlega skákæfingu Skákfélags-
ins Mjölnis og Taflfélagsins Nóa, í
Garðsbúð við Hringbraut (Stúdenta-
kjallaranum) kl. 20. Upp með taflið!
JÓN L. ÁRNAS0N
SKRIFAR UM SKÁK
ráð fyrir að i framtíðinni verði hægt að
koma fyrir fleiri og stærri munum ef
reist verður húsnæði fyrir slíkt utan við
Gömlubúðina sjálfa. Þar i kjallaranum
er einnig geymdur einn forláta bátur
auk ýmissa annarra forvitnilegra
muna.
Mun óhætt að segja að minjasafn
Austur-Skaftfellinga sé í alla staði hið
forvitnilegasta og vert fyrir ferðamenn,
jafnt sem heimamenn, að leggja agnár-
litla lykkju á leið sína til að koma við i
Gömlubúð.
-BH.
Gisli Arason stendur hér við bátana tvo i
túni Gömlubúðar sem sést f baksýn.
Skál! Gisli býst til að hella úr brennivinslegli I tinstaup. Vafalaust ekki óþekkt fyrir-
brigði I Gömlubúð áður, er bxndurnir staupuðu sig I kaupstaðarferðunum.
fluttur þaðan til Hafnar laust fyrir
síðustu aldamót.
Gísli Arason er safnvörður í
Gömlubúð og hefur unnið að því að
koma byggðasafninu á laggirnar. ,,Við
fengum úthlutað hérna rétt í bæjar-
jaðrinum allstórri lóð sem er prýðis-
framtíðarsvæði fyrir byggðasafnið,”
sagði Gísli í samtali við DB.
,,Að vísu hafði þjóðminjavörður
mælzt til þess að húsið yrði varðveitt á
þeim stað sem það stóð á Höfn, en því
varð ekki við komið”. Utan við
Gömlubúð standa tveir bátar og er gert
Heimagerður rugguhestur er meðal muna I Gömlubúð. Vafalaust hefur hann skemmt
mörgu barninu um dagana áður en hann hætti að gegna upphaflegu hlutverki sfnu og
varð til sýnis á minjasafni.
1 Gömlubúð er byggðasafn þeirra
Austur-Skaftfellinga, skammt fyrir
utan Höfn í Hornafirði. Var
byggðasafnið nýlega opnað, vígsla þess
fór fram snemma i sumar. Húsið sem
safnið er í er gömul skemma sem stóð
lengst af á Höfn og var notuð sem slík
allt til ársins 1972. Hefur húsið alla tíð
'verið kallað Gamlabúð og er hús á
Höfn í Hornafirði.
Að stofni til er húsið gert úr viðum
forns verzlunarhúss er stóð við Papós,
en Papós má kalla forvera Hafnar í
Hornafirði, því verzlunarstaður var
Minjasaf n Austur-Skaftfellinga: í ftfÍMI III l|jn
1 VVlTILUI —elzta hús Hornf irðinga 1UV