Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 24

Dagblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 24
Sannkölluð sumarstemmning Það ar mikil kyrrð oy fegurð yfir þessum svani, þar sem hann linnur á hreiðri slnu. Sannkiilluð sumarstemmning. Myndin er send inn í sumarmyndakeppni DB 1980. Gðð þátttaka er í keppninni en hún stendur til 31. ágúst. Vegleg verðlaun eru veitr fyrir þrjár heztu myndirnar I keppninni. Takið þvi fram myndavélarnar og sendið inn sumarmyndir. Fleiri sumarmyndir eru hirtar á bls. 13 í dag og einnig greint frá verðlaununum. Höfundur sumarmyndar: Sveinhjörn Gizurarson. VERKFALLSHEIM- ILDIN SAMÞYKKT Sumarmyndakeppni DB í f ullum gangi: „Menn þurfa ekkert 200 þúsund í visitölubætur hvort sem þeir eru ráð- herrar eða eitthvað annað, ekki éta þeir meira ket fyrir það,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, vara- formaður Dagsbrúnar á félagsfundi i gær. Var hann að flytja framsögu með tillögu stjórnar félagsins um verkfallsheimild til handa stjórn Dagsbrúnar. Tillagan um verkfalls- heimildina var eina málið á dagskrá fundarins. Fundinn sóttu eitthvað á þriðja hundrað manns og var verkfalls- heimildin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn fimm. Var 1» Guðmundur J. Guðmundsson, vara- formaður Dagsbrúnar, flytur hér framsöguræðu slna á fundinum I Iðnó í gærdag. l)B-mynd Ragnar Th. hugur slíkur í mönnum á fundinum að vart lék vafi á að tillagan næði fram að ganga, er fundurinn hófst klukkan rúmlega fimm í gærdag. f framsögu sinni skýrði Guðmundur J. frá gangi samninga- viðræðnanna að undanförnu, ýmsum tilbrigðum þeirra og hugmyndum sem settar hafa verið fram. Veitti ekki af enda ekki á færi alls almenn- ings að fylgjast með hinum flókna gangi samningaviðræðnanna og hvaða hlutir þar eru til umræðu. -BH. KJOTIÐ SEM LÆKKAR VISI- TÖLUNA HVERGIFÁANLEGT Dilkakjötsskortur í Reykjavík í ágúst en tæp 5000 tonn hafa verið flutt út með uppbótum ,,Það kjöt sem sagt er að til sé i landinu er hreinlega ekki til og ég er fullviss um að a.m.k. sjö af hverjum tíu kjötkaupmönnum i Reykjavík fá ekkert kjöt til sölu í ágústmánuði fyrr en nýja kjötið kemur,” sagði Hrafn Backmann í Kjötmiðstöðinni i spjalli við ÐB. „Það er búið að tala um það siðan um miðjan júlí að til stæði að auka niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum til lækkunar vísitölu. Slíkt umtal hefur auðvitað sin áhrif og hafi þess- ar kjötbirgðir sem til eru á pappírun- um einhvern tíma verið til, þá hafa þær hreinlega horfið og eru hvergi til kaups. Auðvitað eiga kaupfélög úti á landi eitthvað af kjöti en þær kjöt- birgðir láta félögin ekki í munn Reyk- víkinga fyrr en tryggt er að þeirra við- skiptavinir séu búnir að fá sínum óskum fullnægt. Það kunna að koma í Ijós einhverjar birgðir af gömlu kjöti þegar hið nýja — á hærra verði — er komið á markaðinn. En þetta kjöt fæst ekki í dag,” sagði Hrafn. „Það eru ýmis rök sem hníga í þá átt að um fullkominn leikaraskap sé að ræða með þessum auknu niður- greiðslum nú til að lækka vísitöluna. Það er fullyrt að birgðir séu til — en af þeim er ekkert hægt að fá. Freist- andi er að trúa því að verið sé að spila með allt kerfið. Einn liður í kjötverði er „geymslukostnaður”. Séu birgðir til leggst geymslukostnaður á þær kjötbirgðir og hækkar kjötverð eftir á. En það er ljótur leikur ef verið er að reikna geymslukostnað á birgðir sem ekki eru fáanlegar. Slíkt minnir á frægt dæmi úr birgðasöfnun sjávar- útvegs og afurðalán út á tómt yfir- tjaldað rými,” sagði Hrafn. Hrafn tjáði okkur að önnur skuggaleg hlið afurðalána tengd kjöt- birgðum væri að um leið og kjöt væri selt væri afurðalán út á birgðir gjald- fallið. Slíkt kann að vera freisting einhverra — kaupfélaga eða annarra — til að gefa upp meiri birgðir en i raun eru fyrir hendi. Slíkt frestar gjalddaga lána. Hrafn var þeirrar skoðunar að af- skipti rikisvaldsins að söluaðilum væri mesti skaðvaldurinn. Aldrei væri vitað upp á hverju yrði næst tekið af ráðamönnum. „En nú er svo komið að enginn kaupmaður getur selt I. eða II. flokks dilkakjöt í heilu út úr búð sinni. Það kjöt verður að skiptast í sneiðum milli viðskiptavina sem vilja grilla og elda á sérstakan máta. í heilu fæst aðeins 3. flokks kjöt, sem ekki er hægt að ná úr lærissneiðum eða grill- kjöti. Út hafa hins vegar verið flutt tæp 5000 tonn af 1. og 2. fl. kjöti,” sagðiHrafn. -A.St. Dagsbrúnar- fundur ígær: frýálst, nháð daghlað LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980. Lúðvík hamast á ráðherrunum Styrr stendur í Alþýðubandalaginu vegna harðrar gagnrýni Lúðvíks Jósepssonar, formanns flokksins, á ráðherra Alþýðubandalagsins og stefnu rikisstjórnarinnar. Lúðvik hefur í vikunni, í innsta hring alþýðubandalagsmanna, beint geiri sínum gegn þremur ráðherrum flokksins. Alþýðubandalagsmenn skilja mál hans helzt svo að Lúðvík vilji slíta stjórnarsamstarfinu. En í þvi efni hefur formaðurinn til þessa fengið litið fylgi í flokknum. Lúðvík er einkum andvigur stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, „niðurtalningarleiðinni” svonefndu. -HH. 6. riðill hæfileikakeppninnar: Söngur og gítarleikur Gítarleikur og söngur setur mjög svip sinn á 6. riðil hæfileikakeppni Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar, sem haldinn verður i Súlnasal Hótel Söga annað kvöld. Kvöldið hefst klukkan 21.30 með sýningu á Evitu og tekur flutningur hennar um klukkustund. Að þvi loknu hefst hæfileikakeppnin. Fyrstur kemur fram Ágúst ísfjörð, sigurvegari síðasta riðils. Þá hefst keppni í 6. riðli, og kemur fyrstur fram Garðar Harðarson frá Stöðvarfirði, sem leikur frumsamin lög á gítar. Hilmar Hlíðberg tekur þá við og syngur eigin lög og leikur undir á gitar. Þá standa vonir til að þriðji keppandinn komi fram, en frá því er þó ekki fullgengið. -SA. HM sveina ískák: Elvaríhópi hinna efstu Elvar Guðmundsson gerði jafntefli við „undrabarnið” Benjamin frá Bandaríkjunum í 8. umferð Heims- meistaramóts sveina í skák, sem haldið er í Le Havre í Frakklandi. Skák þeirra, sem var hörkufjörug, varð rúmir 40 leikir. I 9. umferð sem tefld var í gær sigraði Elvar Coffey frá írlandi örugg- lega í rúmum 30 leikjum. Að loknum 9 umferðum er Rússinn Saloff með örugga forystu, 7 vinninga og biðskák. Greenfeld, ísrael er í 2. sæti með 6,5 vinninga. Staðan er annars mjög óljós vegna fjölda biðskáka en Elvar, sem hefur 6 vinninga mun vera i 3. eða 4. sæti. Hann mun líklega tefla við Rúss- ann Saloff í dag og mótinu lýkur á morgun. -GAJ. Dagblaðsbíó: Hér koma tígrarnir Í Dagblaðsbiói á morgun verður myndin Hér koma tígrarnir. Þetta er gamanmynd i lit með íslenzkum texta. Myndin er sýnd i Hafnarbíói að vanda kl. 3. LUKKUDAGAR: 9. ÁGÚST: 15914 Sjónvarpsspil.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.