Dagblaðið - 18.09.1980, Side 8

Dagblaðið - 18.09.1980, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980. hArgreiðslustofan OESIREE Laugavegi 19 - Simi 12274 Tízkuklippingar Tízkupermanett Blástur Litanir • Næringarkúrar o.fl. Opið alla virka 9-6 Laugardaga frá 9-2 • Pantanir í sima 12274 Pípulagningamenn Óskum eftir að ráða vana pípulagningamenn sem fyrst. Mikil vinna, gott kaup. Uppiýsingar í síma 94-3298. Rörverk hf.r Isafirðl. SANDGERÐI Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðs- mann í Sandgerði frá 1. okt. Upplýsingar í síma 91-22078 og 92-7484. wuaiÐ BODDÍ-HLUTIR Eigum fyrírliggjandi bretti i eftirtaldar bifreiöar: VW1300 Peugeot504 Mini Volvo '69-78 Audi '80 Saab 96 og 99 Passat Opel R. 72-77 Flat 127-132 Lada 1200 Datsun 120 Y M. Banz Renault 4 og 5 Simca 1100 og 1307 og fieiri. Ármúla 24 - Sími36510. MÁLASKÓLI______________26908. • Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spœnska og íslenzka fyrir útlendinga. • Innritun daglega kl. 1—7 e.h. • Kennsla hefst 22. september. • Skírteini afhent föstud. 19. sept. kl. 3—7 e.h. SÍÐASTA INNRITUNARVIKA .26908________HALLDÓRS. 1X2 1X2 1X2 4. leikvika — leikir 13. sept. 1980. Vinningsröð: 12X — 2X1 — 111 — 222 1. vinningur: 12 réttir — kr. 2.643.500.- 9027 (Reykjavik) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 113.200.- 1326 33897 41242 2040+ 33905 41550 8736 + 40644 41855(2/11) + Kærufrestur er til 6. október kl. 12 á há- degi. Kærur skulu vera skriflegar. Kæru- eyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Get- rauna fyrir lok kæruf rests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK 152 milljarða styrkur til norska fisk- veiðiflotans og beðið um meira í formi millifærslu frá olíugróðanum Rekstrarkostnaður vegna norskra fiskveiða hefur vaxið mikið á siðustu árum og stendur atvinnugreinin nú mjög höllum fæti. Er það þrátt fyrir verulega rekstrar- og stofnstyrki sem norskt ríkisvald veitir bæði til fisk- veiða og vinnslu. Á landsfundi Norsk Fiskarlag, samtaka norskra útgerðar- og sjómanna á fiskibátum, fjallaði formaður samtakanna, Johan J. Toft, sérstaklega um aukinn rekstrar- kostnað fiskiskipaflotans. Sagði hann að þessi þróun hefði valdið miklum vanda innan atvinnugreinar- innar. Erfitt væri hins vegar að skilja hvers vegna slíkt þyrfti að verða hjá olíuvinnsluríki eins og Noregur væri orðinn. Formaðurinn spurði hvers vegna ekki væri hægt að koma upp kerfi niðurgreiðslna á rekstrarkostn- aði fiskibátanna. Ætti þetta sérstak- lega við um þá því að vaxandi olíu- vinnsla á hafinu hefði haft alvarlegri afleiðingar fyrir norska fiskimenn en nokkra aðra atvinnustétt í Noregi. Sagði formaðurinn að nú þegar hreinn rekstrarkostnaður færi upp i um það bil 30% af brúttó aflaverð- mæti væri ekki erfitt að rökstyðja slikar kröfur. Norðmenn eru einn okkar helzti samkeppnisaðili í sölu fiskafurða. Einkum á þetta við um saltfisk og skreið. Þar er norskur og islenzkur fiskur að stórum hluta á sömu mörk- uðum og samkeppnin oft hörð. Hug- leiðingar Norðmanna um rekstrar- styrki til norskrar útgerðar og niður- greiðslu á slofnkostnaði eða sölu- verði afurðanna eru því mjög áhuga- verðar. Johan J. Toft minnti á að styrkur norskra stjórnvalda til fiskveiða væri nú 1,4 milljarðar norskra króna á þessu ári. Væri það meiri styrkur en nokkru sinni fyrr. 1,4 milljarðar norskra króna eru jafnvirði rétt 152 milljarða íslenzkra króna. Af þessum fjármunum sem veittir eru í styrk er 320 milljónum (ca 34 milljarðar ísl. kr.) varið til ýmiss konar aðstoðar við fiskiðnaðinn í heild. Nokkru af því fé var varið til aðgerða sem bæði fulltrúar rikis- valdsins og samtök útvegsmanna höfðu mælt á móti. Johan J. Toft formaður Norsk Fiskarlag nefndi til dæmis að norskur skipasmíðaiðn- aður hefði fengið nokkurt fé til að' bjarga ýmsum málum. Hefði það verið gert þvert ofan í ráðleggingar útvegsmanna og æðstu manna i norskum fiskveiðimálum. Formaðurinn sagði að norskir út- vegsmenn væru þakklátir fyrir þann stuðning og skilning sem vandi þeirra hefði notið í seinni tíð. Hefði það meðal annars komið fram í sam- komulagi sem gert var um fiskveiðar á timabilinu frá I. mai siðastliðnum lil loka þessa árs. Einnig lýsti hann ánægju sinni yfir því að fengizt hefðu heimildir til að beina styrkjunum þannig út að fært væri að jafna tekj- unum sem mest út. Johan J. Toft tók þó fram að enn væri nokkuð óunnið þar til norskir útvegsmenn teldu sig hafa náð þvi sem þörf væri á af opinberri aðstoð en vissulega hefði þokazt verulega áleiðis. Sagði hann að stjórn Norsk Fiskarlag teldi að vinna yrði áfram að þessu máli. Hvernig vinna ætti að þessu máli mundi að sjálfsögðu fara eftir skilningi yfirvalda á málinu. Taldi formaðurinn að fyrst norsk stjórnvöld væru á annað borð farin að viðurkenna þá stefnu að veita opinberu fé til fiskveiðanna við hina reglubundnu fiskverðs- og fiskveiði- samninga þá yrði ekki hjá því komizt að taka tillit til þeirrar miklu hækk- unar á rekstrarkostnaði sem orðið hefði á síðari árum. Einkum ætti þetta þó við um rekstrarvörur fyrir fiskiskipaflotann. Sagði hann að þær hefðu að meðal- tali hækkað i verði um 52% það sem af væri þessu ári. Hlyti hver maður að skilja að þá væri allur rekstrar- grundvöllur brostinn. í þessu sam- bandi skipti hækkað olíuverð miklu máli. Olían væri verulegur liður i rekstrarkostnaði fiskiskipanna. Formaðurinn fyrir Norsk Fiskarlag sagði ennfremur: „Ég verð að viður- kenna að ég á erfitt með að skilja hvers vegna ekki er hægt að koma því svo fyrir að hluti rekstrarkostnaðar fiskiskipanna sé greiddur niður í olíu- vinnslulandi eins og Noregi.” Hann sagðist ekki vilja draga úr þeim vanda sem hækkanir á olíuverði yllu í öðrum atvinnugreinum i Noregi. Þó væri það varla önnur grein sem svo illa hefði orðið úti í hækkuðu olíu- verði og fiskveiðarnar. Þegar hreinn rekstrarkostnaður væri kominn upp fyrir 30% af brúttó aflavirði þá ætti ekki að vera erfitt fyrir neinn að sjá að lengra verður ekki gengið. Johan J. Toft sagði að lokum að þegar haft væri í huga hve kostnaður hefði almennt aukizt á öllum sviðum undanfarin ár þá ætti öllum einnig að vera ljóst að til einhverra ráða yrði að grípa. Norskur fiskiðnaður hefði auk þess einnig orðið að taka á sig ýmiss konar erfiðleika vegna þess hve stór hluti afurða hans færi til útflutnings. Hefði hann því auk erfiðleikanna heima fyrir orðið að axla ýmiss konar byrðar sem komið hefðu til vegna efnahags- og viðskiptaerfiðleika víðs vegar um heiminn. Formaður Norsk Fiskarlag segist ekki skilja annað en oliurtkið Noregur geti greitt niður oliukostnað fiskiskipaflota sins en fiskveiðar hafi orðið einna verst úti allra atvinnugreina I oliuverðhækkunum undanfarinna ára.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.