Dagblaðið - 25.09.1980, Síða 1
Föstudagur
26. september
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Stjörnuprýdd knattspyrna.
Vegur knattspyrnunnar fer hrað-
vaxandi fyrir vestan haf, og
áköfustu fylgismenn hennar þar
heita því, að Bandaríkjamenn
vinni heimsmeistarakeppnina,
áður en langt um líður. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
21.05 Rauði keisarinn. Fimmti og
síðasti þáttur. (1945—53 og eftir-
leikurinn). Að heimsstyrjöldinni
lokinni stóð Stalín á hátindi
valda sinna. Hann drottnaði yfir
Sovétríkjunum og ríkjum Aust-
ur-Evrópu með harðri hendi og
kæfði allar vonir manna um lýð-
ræðisþróun í þessum löndum.
Stalín lést árið 1953. innan
þriggja ára höfðu arftakar hans
rúið hann æru og orðstír, en
þjóðskipulagið, sem hann studdi
til sigurs, er enn við lýði. Þýð-
andi og þulur Gylfi Pálsson.
21.50 Stalín. Umræðuþáttur um
Stalínstímabilið og framvindu
kommúnismans eftir daga hans.
Stjórnandi Bogi Ágústsson
fréttamaður.
22.35 Alltaf til í tuskið (A Fine
Madness). Bandarísk gaman-
mynd frá árinu 1966. Aðalhlut-
verk Sean Connery, Joanne
Woodward og Jean Seberg. Sam-
son er ljóðskáld í fremur litlum
metum. Hann er kvensamur,
skuldum vafinn og ekki eins og
fólk er flest, en hann á góða
konu, sem stendur með honum í
blíðu og stríðu. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
00.15 Dagskrárlok.
Laugardagur
27. september
16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Að gæta bróður síns. Mynd
um strák, sem þarf að gæta
bróður síns meðan móðir hans
vinnur úti og getur ekki alltaf
gert hvað sem hann vill. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nord-
vision — Danska sjónvarpið)
18.50 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Shelley. Lokaþáttur. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.00 1 minningu Peters Sellers.
Viðtal, sem sjónvarpsmaðurinn
Alan Whickers átti við hinn
heimskunna gamanleikara, Peter
Sellers, skömmu fyrir andlát
hans. i þættinum eru einnig
sýndir kaflar úr nokkrum mynda
Sellers. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
21.25 Sammi á suðurleið (A Boy
Ten Feet Tall). Bresk bíómynd
frá árinu 1965. Aðalhlutverk Ed-
ward G. Robinson og Fergus Mc-
Clelland. Sammi er tíu ára gam-
all. Foreldrar hans láta lífið i
loftárás á Port Said í Egypta-
landi, og drengurinn heldur af
stað að finna frænku sina, sem
búsett er í Suður-Afríku. Þýð-
andi Ingi Karl Jóhannesson.
23.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur
28. september
18.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Ólafur Oddur Jónsson, prestur í
Keflavík, flytur hugvekjuna.
18.10 Fyrirmyndarframkoma.
Ólund. Þýðandi Kristín Mantylá.
Sögumaður Tinna Gunnlaugs-
dóttir.
18.15 Óvæntur gestur. Níundi
þáttur. Þýðandi Jón Gunnars-
son.
18.40 Apar í Afríku. Norsk dýra-
Iífsmynd. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson. (Nordvision
— Norska sjónvarpið).
19.05 Hlé.
20.00 Ftéttir og veður.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
20.30 ,,Ó, mín flaskan fríða”.
Fyrri þáttur um drykkjusýki og
drykkjusjúklinga. Rætt er við
alkóhólista og aðstandendur
þeirra, sérfræðinga á sviði áfeng-
ismála og fólk á förnum vegi.
Umsjónarmenn Helga Ágústs-
dóttir félagsráðgjafi og Magnús
Bjarnfreðsson. Stjórn upptöku
Valdimar Leifsson. Síðari þáttur
verður sýndur mánudagskvöldið
29. september kl. 21.10.
21.30 Dýrin mín stór og smá. Átt-
undi þáttur. Stoltir eigendur.
Efni sjöunda þáttar: Siegfried er
i slæmu skapi. Það líður að
greiðsludegi viðskiptavinanna,
og þeir eru ekki allir lambið að
leika sér við, þegar á að borga,
Sérstaklega er Dennis Pratt af-
leitur. Hingað til hefur enginn
getað séð við honum, en nú skal
hann ekki sleppa. James leitar til
læknis í öðrum bæ, þegar gera
þarf hættirlegan uppskurð á tík
einni. Honum kemur á óvart hve
allt er fullkomið þarna, gerólíkt
því sem hann á að venjast heima í
Darrowby. Greiðsludagurinn
rennur upp og Pratt er mættur,
auðvitað ekki til að borga reikn-
inga sína, því fer fjarri. Honum
tekst ekki aðeins að snúa á Sieg-
fried; Tristan og James verða
líka að bita í súrt epli. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
22.25 Stórborgin Róm. Rómaborg
er eitt af höfuðbólum vestrænnar
menningar, og fáar borgir eiga
sér jafn-stórkostlega sögu. Það
er Anthony Burgess, hinn kunni,
breski rithöfundur, sem er leið-
sögumaður okkar í Róm. Þýð-
andi Dóra Háfsteinsdóttir.
Mánudagur
29. september
|20.00 Fréttir og veöur.
|20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tommiog Jenni.
Bjami Falixson sór um iþröttaþétlinn á
mánudagskvöld.
20.40 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
21.10 „Ó, mína flaskan friða.”
Síðari þáttur um drykkjusýki og
drykkjusjúklinga. Umsiónar-
menn Helga Ágústsdóttir og
Magnús Bjarnfreðsson. Stjórn
upptöku Valdimar Leifsson.
22.10 Nýsjálenskt sjónvarpsleikrit.
22 ;r- Dagskrárlok.
Þriðjudagur
30. september
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingarog dagskrá.
20.35 Tommi og Jenni.
20.40 Prýðum landið, plöntum
trjám. Fræðsluþáttur um haust-
vinnu í görðum. Áður sýndur í
maímánuði síðastliðnum.
20.45 Dýrðardagar kvikmynd-
anna. Elskcndurnir. Þýðandi
Jón O. Edwald.
Lögfrœðingurínn Kazinski varður á sinum
stað i dagskránni á þríðjudagskvöld.
21.20 Sýkn eða sekur. Morðmál.
Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
22.05 I lausu lofti. Umræðuþáttur
um vandamál Flugleiða hf. og
óvissuna í flugmálum. Stjórn-
andi Sigrún Stefánsdóttir frétta-
maður.
22.55 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
1. október
18.00 Fyrirmyndarframkoma.
Fljótfæmi. Þýðandi Kristín
Mántylá. Sögumaður Tinna
Gunnlaugsdóttir.
18.05 Óvæntur gestur. Tíundi
þáttur. Þýðandi Jón Gunnars-
son.
En þú verður nú að viðurkenna að rigningin er miklu hlýrri en heima.
í LAUSU L0FTI — sjónvarp þriðjudag kl. 22,05:
MEIRIVANDIEN
BÚIZT VAR VIÐ?
— Umræðuþáttur um óvissuna í flugmálum
Flugleiðamálið hefur verið á hvers
manns vörum að undanförnu enda
ekki að undra þar sem hér er um að
ræða mikið hagsmunamál þjóðar-
innar allrar. Þegar hefur stórum
hluta starfsmanna fyrirtækisins verið
sagt upp störfum. Óþarft ætti að vera
að rekja þá sögu. Hún er allri
þjóðinni kunn.
För Steingríms Hermannssonar
samgönguráðherra til Luxemborgar
og fréttir og umræður í kjölfar
hennar hafa leitt i ljós að ástandið
hjá Flugleiðum var ennþá verra en
flestir höfðu talið. Luxemborgurum
þykir íslendingar hafa verið svifa-
seinir i málinu, gert sér of seint ljóst i
hvert óefni stefndi. Á meðan hafi
rekstri Flugleiða á Atlantshafs-
leiðinni farið síhrakandi. Komið
hefur i ljós að langflest flugfélögin
fljúga .með tapi á Atlantshafsleiðinni.
Hvort birtir til á þessari leið á næstu
árum eru talið með öllu óvíst og ljóst
má vera að stórt og sameiginlegt átak
stjórnenda, starfsfólks og ríkisvalds
þarf að koma til ef málefnum
Flugleiða á að koma í viðunandi horf
og tryggja þar með öryggi í sam-
göngumálum þjóðarinnar. Um það
virðast menn sammála. Um fátt
annað í þessu mikla hagsmunamáli
virðast menn sammála og má því
búast við snörpum umræðum í
þætti Sigrúnar Stefánsdóttur um
þessi mál á þriðjudagskvöldið. -GAJ.
Samgönguráóherra og þingmenn ræða um ríkisábyrgó á láni Fluglcióa.
DB-invnd Kagnar Tli.