Dagblaðið - 25.09.1980, Page 2
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980.
Siónvarp næstuvika • •I
■lacqucliiu' Bisscl lcr með hlutvcrk uni>u hlai'lakiinunnar scin fcr til hciinabæjar
síns í cfnislcit.
SVONA MARGAR - sjónvarp
kl. 22,10 föstudaginn 3. okt.:
ÆTLAR AD SKRIFA
UM MANNRÉITINDI
— og verður margs visari er hun kemur á
heimaslóðir — ágætis afþreyingarmynd
sem allir ættu að hafa gaman af
Svona margar nefnist bandarísk
bíómynd, sem sjónvarpið sýnir okkur
föstudaginn 3. október kl. 22.10.
Myndin gerist i Denver í
Coloradofylki í Bandaríkjunum og
aðalsöguhetja myndarinnar er ung og
efnileg blaðakona. Með hlutverk
hennar fer engin önnur en Jacqueline
Bisset. Blaðakonunni er falið það
verkefni að skrifa um jafnréttisbar-
áttu kvenna og í efnisleit fer hún til
heimabæjar sins — sem er Denver.
í Denver er jafnréttið meira en
hún hafði þorað að vona og bæði
móðir hennar og systir eru á kafi í
kvenréttindum. Systir hennar stýrir
rauðsokkufundum og móðir hennar
er með í félagi roskinna rauðsokka.
Þær hafa m.a. það starf með
höndum að safna í sektarsjóð fyrir
gleðikonur.
Myndin er ekki háalvarlegt
sýnishorn af kvenréttindabaráttu
heldur ágætis afþreytingarmynd sem
allir ættu að hafa gaman af. Þarna er
líka fylgzt með margs konar kven-
mönnum, allt frá róttækustu
rauðsokkum upp í skylduræknar
eiginkonur og mæður. Þá kemur lika
til sögunnar auðug dóttir verk-
smiðjueiganda sem ekkert þarf fyrir
lífinu að hafa, nema aðvera sæt.
Ástamálin koma líka við sögu og
unga blaðkonan hittir á heimaslóðum
gamlan kærasta sem ólmur vill
endurnýja gömul kynni og fá hana í
hjónabandið. Myndin, sem nefnist á
frummálinu Stand up and be
counted, er frá árinu 1972. Hún er i
léttum dúr og með aðalhlutverk fyrir
utan Bisset fara: Stella Stevens, Steve
Lawrence og Gary Lockwood. Kvik-
myndahandbókin okkar góða gefur
myndinni tvær og hálfa stjörnu og
þýðandi myndarinnar er Dóra Haf-
steinsdóttir. -ELA.
criena iræosiu-
18.30 Hjartað.
mynd.
18.55 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
1» f'* « ** _
,***■**'* *«
•*«,»<**»«»•
..n«*»«»»<„
..»*******«*♦»
•Ié**** *♦*#:***»
mm****té*&
%!##♦**** # ******
^**** **** ******
i','******* * «»*«>•*
V** *. * á % * * » * « * * <t
Adam Trenton virflist hafa meiri áhuga á
bilum an konu ainni. í þríflja þestti framhalds-
þáttarins Hjöl kynnist hann ungri konu og
tekst mefl þeim náin vinátta.
20.35 Nýjasta tækni og visindi.
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
21.05 Hjól. Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Þriðji
þáttur. Efni annars þáttar: Erica
Trenton slæst i för með kapp-
aksturshetjunni Peter Floden-
dale, sem er á keppnisferð um
Evrópu. Adam, eiginmaður
hennar, vinnur öllum stundum
að því að endurbæta nýja bílinn,
en flest gengur honum í óhag.
Hann kynnist ungri konu,
Barböru, sem starfar á aug-
lýsingastofu, og með þeim tekst
náin vinátta. Greg, yngri sonur
Trenton-hjónanna, er stokkinn
að heiman, en gerir vart við sig
öðru hverju. Þýðandi Jón O.
Edwald.
22.40 Ný, erlend fréttamynd.
22.55 Dagskrárlok.
Föstudagur
3. október
20.00 Fréttirog veður.
20.30 Auglýsingarogdagskrá.
20.40 Á döfinni. Stutt kynning á
því, sem er á döfinni i landinu í
lista- og útgáfustarfsemi.
Umsjónarmaður Karl Sigtryggs-
son.
Froskurinn Kermit mntir til leiks i hflpi
Prúflu leikaranna á föstudagskvöld.
20.55 Prúðu leikararnir. Gestur i
þessum þætti er gamanleikarinn
Jonathan Winters. Þýðandi
Þránflur Thoroddsen.
21.15 Fólgið fé. Mexíkó er eitt
af fátækustu rikjum heims, en er
í þann veginn að verða eitt af
þeim ríkustu. Ástæðan er sú, að
þar hefur fundist gífurlega mikið
af oliu, næstum tvöfalt meira en
allur olíuforði Saudi-Arabíu. En
tekst þjóðinni að nýta sér þessar
auðlindir til giftu og vel-
megunar? Þýðandi. Þrándur
Thoroddsen.
22.10 Svona margar. (Stand up
and Be Counted). Bandarísk bíó-
mynd frá árinu 1972. Aðalhlut-
verk Jacquline Bisset og Stella
Stevens. Ungri blaðakonu er
falið að skrifa um jafnréttisbar-
áttu kvenna, og fer til fæðingar-
bæjar síns i efnisleit. Hún kemst
að því sér til undrunar, að móðir
hennar og yngri systir taka báðar
virkan þátt í baráttunni. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
23.35 Dagskrárlok.
Bandarfski gamanmyndaþátturinn Löflur
hefur göngu alna á nýjan laik á laugardaginn.
Þar fer þjónninn Benson mefl stórt hkitvsrk.
20.35 Löður. Hér hefur að nýju
bandaríska gamanmyndaflokk-
inn, sem frá var horfið i vor.
Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Fjölin. Breskur gamanþátt-
ur, gerður af Erik Sykes . Hér
segir frá tveimur mönnum, sem
sendir eru bæjarleið eftir gólf-
boröi. í þættinum kemur við
sögu fjöldi gamalkunnra leikara.
21.30 Rio Bravo. Bandarískur
vestri frá árinu 1959. Leikstjóri
Howard Hawks. Aðalhlutverk
John Wayne, Dean Martin og
Ricky Nelson. Lögreglustjórinn í
Rio Bravo, lítilli borg á landa-
mærum Texas, kemst í hann
krappan, þegar hann handtekur
morðingja nokkurn, sem er
bróðir helsta stórbóndans þar
um slóðir. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
23.45 Dagskrárlok.
Laugardagur
4. október
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.20 Ég verð að sigra. Finnsk
mynd um Jarí, sextán ára pilt,
sem hefur æft skíðastökk frá
blautu barnsbeini og stefnir að
þvi að komast í fremstu röð
skíðastökkvara. Þýðandi Kristin
Mantylá..(Nordvision — Finnska
sjónvarpið).
18.55 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir ogveður.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
Sí BÆJARINS
Friðríksson Mpravn i
oglngolfur DtL I U
Hjörleifsson
Frú Robinson
Leikstjóri: Mike Nichols, gerfl f USA 1967.
Sýningarstaflur: Tónabfó
Tónabíó hefur orðið sér út um nýtt eintak af óskarsverðlauna-
myndinni The Graduate eftir Mike Nichols. Þetta var mynd sem
vakti feikiathygli á sínum tíma og hlaut mikla aðsókn um allan
heim. Dustin Hoffman steig sin fyrstu spor á framabrautinni í
þessari mynd. Hann leikur ungan pilt sem er að útskrifast úr skóla.
Þetta er ungur og leitandi maður og eftir að hann verður meðvit-
aður um að menntun han's er aðeins stöðutákn hjá smáborgaralegri
fjölskyldu gerir hann uppreisn. Myndin kom fram á réttum tima,
þegar æskan reis upp svo hrikti i undirstöðum vestræns þjóðskipu-
lags og hámarki náðu þessar þjóðfélagshræringar árið eftir að
myndin var frumsýnd eða 1968. Leikstjórinn Mike Nichols hafði
aðeins gert eina mynd áður eða Hver er hrædddur við Virgínu
Woolf? en eftir Frú Robinson varð hann hæst launaði leikstjóri
veraldar.
Matargat
Leikstjóri: Anne Bancroft.
Sýningarstaflur: Nýja bfó.
Þessi mynd fjallar um feitan mann sem áí baráttu við aukakílóin.
Eftir að frændi hans deyr úr ofáti og fitu ákveður systir hans að
gera eitthvað i málunum. En ameriska neysluþjóðfélagið er fullt af
freistingum svo að manngreyið springur hvað eftir annað á limm-
inu. Það er ekki fyrr en hann verður ástfanginn að eitthvað fer að
ganga á spikið. Myndin er full af mannlegri hlýju og nokkuð fyndin
á köflum. Dom DeLuise leikur matargatið mjög sannfærandi og
Anne Bancroft leikur sjálfa systur hans auk þess að leikstýra og
handritið er einnig eftir hana sjálfa. Þetta er ágæt mynd fyrir alla
fjölskylduna en slikar myndir eru orðnar sjaldséðar nú á dögum.
1900
Leikstjófi: Bemandi Bertolucci, gerflá ítalfei 1976.
Sýningarstaflur: Fjalakötturinn (Regnboganum).
Fjalakötturinn hefur starfsemi sína að þessu sinni með því að
sýna eitt stórbrotnasta kvikmyndaverk síðasta áratugs. Það er kvik-
myndahúseigendum til háborinnar skammar að hafa ekki pantað
þessa kvikmynd hingað til lands fyrr. Þetta er alveg pottþétt
metaðsóknarmynd þvi ekki vantar stjörnurnar. Þarna eru mættir,
til leiks Robert de Niro, Donald Sutherland, Gerard Lepardieu,
Burt Lancasterog Dominique Sanda svo einhver nöfn séu nefnd.
Myndin segir frá miklu umbrotatímabili í mannkynssögunni eða frá
aldamótum til loka síðustu heimsstyrjaldar. Söguþráðurinn er
spunninn um ævi tveggja manna sem báðir fæðast um aldamótin.
Annar fæðist inn í verkamannafjölskyldu en hinn inn i land-
eigendafjölskyldu. Þrátt fyrir ólíkan stéttarbakgrunn tekst mikil
vinátta með þeim. Áhorfandinn er leiddur gegnum sögunaááhrifa-
mikinn hátt. Við kynnumst stéttarbaráttu verkalýðsins gegn land-
eigendum og síðar strengbrúðum þeirra fasistunum. Allur sósía-
lismi er brotinn á bak aftur með miklu ofbeldi. Síðan endar myndin
á falli fasismans. Örlög fólksins endurspegla örlög ítölsku þjóðar-
innar. Bertolucci mun hafa ætlað sér mun stærra verksvið, eða að
segja sögu Evrópu á þessu tímabili en það tekst honum ekki nema
að litlu leyti. Myndinni er skipt í tvo hluta og er fyrri hlutinn 129
mín. en sá seinni 117 mín. Myndin er dubbuð, þ.e.a.s. að talað
hefur verið inn á hana á ensku. Þetta rýrir myndina mikið og það
ætti að vera stefna klúbbsins að panta ekki inn dubbaðar myndir.
Þá er enska útgáfa myndarinnar klukkustund styttri ensúítalska.
Þrátt fyrir þessa vankanta er mikill fengur i þessari mynd og ætti
fólk því að flykkjast í kvikmyndaklúbbinn því þetta er langbesta
kvikmyndin sem boðið er upp á um þessa helgi.