Dagblaðið - 25.09.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980.
19
Hvað er á seyöium helgina?
Ilslendingar og Norðmenn hafa margoft att kappi saman i handbolta, og hér sést
lAxel Axelsson í harðri baráttu við norska varnarmenn. Axel er ekki með í leikj-
unum við Norðmenn um helgina.
Handknattleikur:
Tveir landsleikir við
Norðmenn um helgina
íslendingar og Norðmenn leika tvo
landsleiki í handbolta um helgina.
Verður fyrri leikurinn á laugardag og
hefst klukkan 15 og sá seinni á
sunnudag kl. 20. Báðir leikirnir verða
í Laugardalshöll.
íslenzki landsliðshópurinn var
valinn i vikunni, en hann skipa:
Markverðir: Ólafur Benediktsson,
Val, og Kristján Sigmundsson, Vik-
ingi. Aðrir leikmenn eru: Steindór
Gunnarsson, Val, Árni Indriðason,
Víkingi, Ólafur H. Jónsson, Þrótti,
Bjarni Guðmundsson, Val, Ólafur
Jónsson, Vikingi, Gunnar Lúðvíks-
son, Val, Þorbjörn Guðmundsson,
Val, Þorbergur Aðalsteinsson, Vík-
ingi, Sigurður Sveinsson, Þrótti,
Alfreð Gíslason, KR, Atli Hilmars-
son, Fram og Kristján Arason, FH.
Þar sem handboltavertiðin er ný-
farin af stað er lítið hægt að spá fyrir
um úrslit landsleikjanna, en i Noregi
hafa verið leiknar fjórar umferðir í 1.
deildarkeppninni í handbolta, svo
þeir ættu að vera á svipuðu stigi og
íslendingar. Norðmenn búa sig nú af
kappi undir B-keppnina í handbolta,
sem haldin verður í Frakklandi i
febrúar. Án efa verður fróðlegt að
sjá hvernig íslenzka liðinu tekst upp á
móti frændum okkar Norðmönnum,
og ekki er hægt að vona annað en að
íslenzku áhorfendurnir styðji vel við
bakið á sinum mönnum, rétt eins og
þeir hvöttu Val til dáða í Evrópu-
keppni meistaraliða i handboitanum i
fyrra.
-SA.
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar
og Bessastaðahrepps
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn i Kirkjuhvoli
(Safnaðarheimilinu Hofsstaöahæðl fimmtudaginn
25. sept. nk. kl. 20.30. Fundarefni: Stjórnmála-
viðhorfin og hvað er framundan. Framsögumaður
Geir Hallgrimsson formaöur Sjálfstæðisflokksins.
Kaffiveitingar.
Framsóknarfélag Reykja-
víkur
boðar til almenns fundar
um Flugleiðamálið
Fundurinn verður haldinn á Hótel Heklu, kjallara,
fimmtudaginn 25. september og hefst kl. 20.30.
Frummælendur verða: Steingrimur Hermannsson,
samgönguráðherra og Guðmundur G. Þórarinsson,
alþingismaður.
Athugið: Fundurinn er öllum opinn.
Útivist með haustlitaferð í Húsafell um helgina:
ÞAR KVAÐ SNORRIPREST-
UR NIÐUR 8 TUGIDRAUGA
— og glfmdi við níðþungar hraunhellur
Séð yfír Bolungarvik. A laugardag hefur Bolvikinga-félagið i Reykjavik opið hús i Lindarbx. DB-mynd Forri.
„Í Húsafellsferðinni er boðið upp
á gönguferðir við allra hæfi i fallegu
umhverfi og gistingu í ágætum hús-
um Kristleifs Þorsteinssonar,” sagði
Einar Guðjohnsen framkvæmda-
stjóri Útivistar þegar DB spurði um
..Haustlitaferð i Húsafell” sem Úti-
visl skipuleggur nú um helgina. Lagt
verður af stað frá Reykjavik á föstu-
dagskvöldið og komið til baka á
sunnudagskvöld.
Gist er í húsum eins og fyrr segir. Á
staðnunt er sundlaug og saunabað.
Farseðlar og nánari upplýsingar fást
á skrifstofunni Lækjargötu 6a, simi
14606. Ferðin kostar kr. 23.000 fyrir
félagsmenn en kr. 24.000 fyrir utan-
félagsmenn
,,Við bjóðum upp á gönguferðir
bæði á laugardag og sunnudag allt
eftir veðri, ástæðum og vilja fólks-
ins,” sagði Einar.
„Möguleikarnir eru margir. Hægt
er að ganga meðfram Norðlinga-
fljóti, að Barnafossum og Hraun-
fossum. Einnig er möguleiki að
ganga á Strút og koma í bæði Surts-
helli og Stefánshelli. Og ef menn eru
sérstaklega sprækir göngumenn er
hægt að fara alla leið inn að
Eiriksjökli. Til þess þarf þó gott
gönguþrek.”
Tvö kunn rimnaskáld eru kennd
við Húsafell, Bjarni Jónsson d. 1655
og Snorri Bjömsson prestur d. 1807.
Snorri var talinn hinn mesti krafta-
karl og reyndi afl sitt á steintakinu
Kvíahellu sem enn sést við Húsafells-
tún. Vegur hún 180 kg. Átti amlóði
að lyfta henni á hné, hálfsterkur að
taka upp í magahæð og fullsterkur að
taka hana á brjóst og bera i kringum
á Akureyri
Almennur félagsfundur Alþýðubandalagsins á
Akurcyri verður haldinn fímmtudaginn 25. sept. kl.
20.30 i Lárusarhúsi.
Dagskrá:
1. Stofnun verkalýðsmálaráðs. Frummælendur
Sigriður Stefánsdóttir og Torfi Sigtryggsson.
2. Tijlögur stjórnar um fundaröð fyrir landsfund 20.-
23. nóvember.
3. Tillögur fræðslunefndar.
4. Önnur mál.
kviarnar. Teljast flestir sem glimt
hafa við Kvíahelluna tilheyra am-
lóðaflokknum.
Snorra presti var fleira til lista lagt
en að glima við níðþung björg. Ör-
nefnið Draugarétt i Húsafellstúni
minnir á það að prestur kvað niður
81 draug, allt sendingar vestan al'
Hornströndum! Segja má þvi með
sanni að prestar í gamla daga hafi
mæðzt i mörgu.
Útivist er með fleiri ferðir á dag-
skrá um helgina. Á sunnudagsmorg-
uninn er Þórsmerkurferð og kl. 13
sama dag er lagt-upp í ferð i Botnsda!
sem gengur inn úr Hvalfirði. Eru
möguleikarnir í ferðinni tveir, annars
vegar er hægt að fara að Glym, hæsta
fossi landsins (198 metrar), eða ganga
á Hvalfell. Hvalfjarðarferðin kostar
kr. 5.000 en Þórsmerkurferðin kr.
,10.000.
- ARH
öpið á Surtshelli i Hallmundarhrauni. Þátttakendum i
fell um helgina gefst kosturá að berja augum þennan frægasta helli á Islandi.
Fundir
Fræðslufundur
um umferðarslys
Fræðslufundur verður haldinn fimmiudagskvöldið
hinn 25. seplember 1980 kl. 20.30 i Norræna húsinu
á vegum landlæknis, borgarlæknis, Læknafélags
Islands og ALFA-nefndadr.
Efni: Aukin tiöni umferðarslysa. Heilsuvá. Hvaðer til
varnar?
Inngangsorð: Friðjón Þórðarson dómsmálaráðhcrra
Erindi: Rune Andréasson ráögjafi Alþjóðaheilbrigöis
stofnunarinnar. VarnaraðKerðir gegn umferðar
slysum, örygglsbelti.
Hringborðsumræður og fyrirspurnuin svararö.
Skúli Johnsen, borgarlæknir.
Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umlerðarráðs.
óskar ólason yfirlögregluþjónn,
Ómar Ragnarsson fréttamaður,
Haraldur Henrýsson borgardómari,
Leifur Jónsson læknir, slysadeiid Borgarspilalans.
Fundarstjóri: Ólafur Ólafsson landlæknir.
Fyrirlestrar
Almennur fyririestur
um Mössbauer-hrif
og hagnýtíngu þeirra
Dr. Hugo Keller, Univ. of lllinois, Urbana og Univer-
sity of Zárich talar um Mössbauer hrif og hagnýtingu
þeirra föstudaginn 26. september kl. 16.30 i stofu 158 i
húsi verkfræði og raunvisindadeiklar við Hjarðar
haga.
Rudolph Mössbauer varð fyrstur tii þess, áriö 1958.
að uppgötva lilveru gammageislunar án bakslagsorku.
Þessi uppgötvun hefur siðan verið lengd nafni lians og
kölluð Mössbauer hrif. Þetta færði visindaheiminum
nýja aðferð til rannsókna á innri gerðefnisins og hlaut
hann eðlisfræðiverðlaun Nóbels árið 1961. Möss
bauer tæknin hefur siðan verið noluð með miklum
árangri innan eðlisfræði, efnafræði og lífeðlisfræði svo
Kvenfélag Bústaðasóknar
hyggst hakla markað sunnudaginn 5. oklóber nk. i
Safnaðarheimilinu.
Vonazl er til að félagskonur og aðrir ibúar
sóknarinnar leggi eitlhvað af mörkum, t.d. kökur.
grænmeti og alls konar basarmuni.
Hafið samband við Hönnu, simi 32297 Sillu, sima
86989 og Helgu i sima 38863.
Rauðsokkar halda
rökkurfagnað
Rauðsokkahreyfingin ællar aðbyrja vetrarslarfíð meö
rökkurfagnaði annað kvöld. föstudagskvökl 26.
september. Fagnaðurinn hefsl kl. 21. Margt verður til
skemmtunar. — Dans. Allir eru velkonmir á meðan
húsrúm leyfir. Aðgangur verður þrjú þúsund kr.
Kynningarfundur
Al-Anon
AI-Anon aðstandendur drykkjusjúkra. Opinn
kynningarfundur verður lialdinn i safnaöarheimili
Langholtskirkju laugardaginn 27. seplcmnber kl.
13.30.
Allir velkomnir.
Vestmannaeyingar —
Lundaball
Lundaveizlan verður haldin i samkomuhúsinu Garði
laugardaginn 27. september og hefst með borðhaldi kl.
19.
Hljómsveitin Qmen 7 frá Vestmannaeyjum leikur
fyrir dansi.
Náruiri upplýsingar veittar i sima 92 3689.
Vesimanna- yingarj nmennið og takið mcð ykkur
gesti.
Stefán Snævarr
les Ijóð sín
Stefán Snævarr les upp úr nýúlkominni Ijóðabók sinni
Sjálfssalanum, klukkan 21 á sunnudagskvöldið. i
Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut.
Matsölustaðir
RKYKJAVlK
ASKUR: Laugavegi 28 B. Simar 18385 og 29355.
göngu á Hvalfell eða að Glym, 198 m, hæsta foss
landsins. Verð 5000 kr. Fritt f. börn m. fullorðnum.
Farið frá BSl vestanverðu.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir:
1. 26.—28. seplember Landmannalaugar — Loð
mundur (1074 m).
2. 27.-28. september Þórsmörk — haustlitaferð.
Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni, Öklu
götu 3.
Stjornmálafundir
Alþýðubandalag Hafnar-
fjarðar — Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalags Hafnarfjarðar verður
haldinn fimmtudaginn 25.9. að Strandgötu 41.
Skálanum.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
að nokkur dæmi séu nefnd.
Dr. Keller mun í fyrirlestri sinum fjalla mjög al
mennl um eðlisfræðilcga undirstöðu |x:ssa fyrirbæris
og lýsa nokkrum dæmum um hagnýtingu þess viðt.
rannsóknirá ýmsumsviðum náttúruvisinda.
Tilkynningar
Opið hús Bolvíkinga-
f élagsins í Reykjavík
Vetrarstarf Bolvikingafélagsins i Reykjavik hefst með
opnu húsi i Lindarbæ laugardaginn 27. september frá
kl. 14—18. Þar verður á boðstólum veizlukaffí og
sýndar vcrða myndir frá Bolungarvik. Bolvikinga
félagið væntir þess aðallir félagar og velunnarar ungir
scm aldnir komi og fái sér kaffi og spjalli saman.