Dagblaðið - 08.11.1980, Page 2
2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980.
Kven-og
herrafata verzlun
á góðum stað í bænum til sölu. Verzlunin gefur vel af sér
og gæti gert mun betur. Góð erlend umboð. Til greina
kemur að taka bíl upp í greiðslu. Þeir sem áhuga hafa
vinsamlegast leggi nafn og símanúmer inn á augl. DB,
sími 27022 eftir kl. 13 virka daga. H—1005
G.O. bí/aréttingar og viðgerðir
Tangarhöföa 7,
sími 84125
Smlða, sel og
festi sílsalista
(stállista) á allar
gerðir bifreiða.
Stokkseyringar
Árnesingar
□ Vandlátir verzla hjá okkur.
□ Vorum að taka upp mikið úrval leik-
fanga og annarrar gjafavöru á góðu
verði.
□ Tilboð okkar \ nóvember er
20% afsláttur af öllum
kjötvörum í kæliborði.
□ Nýjar kjötvörur daglega.
□ Verzlið í jólamatinn tímanlega.
□ Opið alla daga til kl. 22, laugardaga
og sunnudaga líka.
□ Þið pantið. — Við sendum heim, eða
komið og sannfærizt.
VkJ biöðum ykkur velkomin.
Kaupmenn
Innkaupa
stjórar!
Mikið úrval a
gjafavörum,
leikföngum,
snyrtivörum,
jólatrés
skrauti og
loftskrauti
heildverzlun,
Suðurgötu 14
Símar21020 og 25101
Pétur Pétursson
Má búast við háhýsavegg
meðfram strandlengjunni?
Ragnhildur Þórarinsdóttir skrifar:
Þessar línur eru skrifaðar vegna
fyrirhugaðra breytinga á skipulagi
inni við Sundin en þar er nú mikið
rætt um byggingu háhýsis. Það
skipulag, sem hér er verið að breyta,
er ekki gamalt og engar nýjar eða
óvæntar forsendur komnar fram sem
taka þarf tillit ti). Því vekur það
furðu að hægt sé á örskömmum tíma
að kollvarpa skipulaginu eins og hér
er raunin á. Þar sem áður var gert ráð
fyrir mjög lágri byggð er nú fyrirhug-
að að reisa 10 hæða háhýsi — 11.000
m1 aðgrunnfleti.
Hvernig mun byggð í næsta ná-
grenni þróast? Varla verður hún tvo
metrayfirgötuhæð!
Eigum við borgarbúar von á að há-
hýsaveggur rísi meðfram Elliðavogn-
um og kannski víðar við strandlengju
borgarinnar? Hvers vegna er lögð
vinna í skipulag sem ekki er unnið
eftir í grundvallaratriðum?
Ég hvet borgarbúa til að mæta á
borgarafund sem haldinn verður um
þessi mál í Laugarásbíói laugardag-
inn 8. nóvember kl. 2 e.h.
Banna ætti um-
ferð vinnuvéla
—á mesta umf erðartímanum
Áhugamaður um bætta umferðar-
menningu skrifar:
Það sem ég ætla að gera að um-
ræðuefni er það hve hvimleiður, að
jég tali nú ekki um hættulegur, akstur
jhægfara vélknúinna ökutækja er að
verða um götur Reykjavikur. Með
hægfara ökutæki á ég við í fyrsta lagi
dráttarvélar. Ökumenn þeirra finna
hjá sér hvöt til að vera á ferð um um-
ferðarþyngstu götur bæjarins og þá
jhelzt á háannatima hinnar stirðbusa-
legu umferðar okkar. Það er örugg-
lega einsdæmi að mönnum skuli vera
liðið að aka á 25—30 km hraða á
sama tima og götur borgarinnar eru
jtroðfullar af ökutækjum þegar menn
eru á leið í og úr vinnu.
En það er að finna skýringu á
þessu séríslenzka fyrirbrigði. Hún er
sú að stjórnendur þessara dráttarvéla
eru að gera nákvæmlega það sama og
aðrir ökumenn í umferðinni þá
stundina. Þeir eru á leið til vinnu
sinnar. Þeir hafa af sérstöku tillits-
leysi við aðra vegfarendur tekið upp á
því að aka á tækjum þessum frá
vinnustað heim til sín, bara til þess að
aka svo til baka að morgni og oft
beint á sama stað og þeir koniu frá
um kvöldið.
Meðan aðilar þessir drolla (oft á
akbrautum með eina akrein i hvora
átt) sína leið verða aðrir menn að
þola það að aka á nær gangandi
manns hraða og geta ekki fyrir nokk-
urn mun ekið fram úr tækinu því þá
er viðbúið að þeir aki bifreiðum sín-
um beint framan á traktor eða lyftara
sem er að drolla, Ijóslaus og kolólög-
legur með bílalestina sína í gagn-
stæða átt.
Hvað er til ráða? Eg get náttúrlega
ekki gagnrýnt án þess að benda á úr-
bót. Hún er sú helzt að fyrrgreindir
stjórnendur skilji vinnutækin eftir á
vinnustað yfir nótt eða taki upp á því
öðrum kosti að vera ekki á ferli á há-
annatímanum. Mér skilst að ferðalög
sem þessi séu bönnuð á háannatímum
erlendis og menn sem þurfa nauðsyn-
lega að aka slíkum tækjum eru skyld-
aðir til að gera það þegar umferðar-
þungi er hvað minnstur.
Ég minnist þess ekki að hafa séð
lögreglumenn reka slík farartæki út
af vegi svo önnur umferð geti haldið
sínu striki. Það getur svo sem vel
verið að löggan hafi ekki heimild til
að skipta sér af akstri þessara snill-
inga. Væri ekki ráð að þeir sem eru
að segja okkur að aka um götur með
bros á vör gerðu sér ferð t.d. um
Reykjanesbraut eða Bústaðaveg svo
maður tali nú ekki um Suðurlands-
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Ég er mikið búinn að hugsa um
jafnréttismál sem mér finnast stutt á
veg komin. Margir karlmenn segja að
kvenmaðurinn eigi að vera undirgef-
inn. Karlmenn, þetta er rangt! Ef
réttlæti á að koma réttlátlega fram á
karlmaðurinn að sinna heimilisstörf-
unum til helminga á móti konunni,
fyrr er ekki réttlætið frá hendi karl-
mannsins, enda er hann ekki of
góður til að sinna störfum á móti
konunni.
Annað er það að ég sendi öllum
konum, hvar sem er á landinu,
kveðju mína með ósk um að þær fari
meira út í stjórnmálin en hingað til
hefur orðið raun á. Þær geta bæði
verið ráðherrar, oddvitar, banka-
stjórar og fleira.
Ég skora á frammámenn allra
flokka að hafa konur í öruggu sæti.
Geri þeir það ekki ættu þeir ekki að
fá sér konu sér við hlið. Munið þetta
næst þegar kosið verður, hvenær sem
það verður. Með þetta í huga sendi ég
öllu kvenfólki kærar kveðjur. Ég vil
fá 8—10 konur á þing næst þegar
kosið verður. Það er til stórskammar
braut t.d. kl. 7.55 á venjulegum
morgni? Ef svo vill til að maður er í
bíl nr. 22 á eftir dráttarvélinni er al-
veg pottþétt að brosið er annaðhvort
frosið eða þurrkað út og góða skapið
og tillitssemin fokin út í veður og
vind. Svo er alveg viðbúið að lestin
aki inn i radar lögreglunnar.
Ég vil fullyrða að svona dráttar-
vélalestamyndanir eru hættulegar, og
sízt til þess fallnar að hleypa tillits-
semi og góðvilja í garð annarra öku-
manna í brjóst okkar.
að á alþingi skuli aðeins vera 3 konur
af 60 kjörnum fulltrúum, þegar það
er haft í huga að helmingur þjóðar-
innar er kvenfólk. Konur, rísið nú
upp!
Til stórskammar!
—að aðeins 3 konur skuli vera
áþingi