Dagblaðið - 08.11.1980, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980.
AMERiSK VÖRUBiLA- 0G JEPPADEKK
frá Armstrong Rubber Co.
Svarað í síma á kvöldin
og um helgar
Upplýsingar 92-2348
í símum 92-2495
10x61/2
\ kr. 108.700
'11 x 15 kr. 118.100
700 x 15 kr. 73.400
1100x20,
kr. 328.100
1000x20, framd.,
kr. 242.600
,/1400x24
;v'kr. 535.800
I
Faðir.okkar, tengdafaðir og afi
Ólafur Sigurjónsson
Dvergasteini Reyðarfirfli
verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn
8. nóvember kl. 14.00 Maria öiafsdóttir
Vigfús Ólafsson, Sigrún Guflnadóttir
og bamabörn.
EIGUM REIÐHJÓL
en vantar röskan sendisvein á það, helzt allan
daginn. Uppl. á skrifstofunni við Brautarholt.
Hampiðjan h/f.
KVIKMYNDIR
8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr-
vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með
htjóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla,
m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki
Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep,
Grease', Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og
skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla
K vikmy ndamarkaöurinn dagajki. 1—7.
iSími 36521!
Guttfattegur Vo/vo245
stationárg. 1978
ekin 52 þús. km. Orange, útvarp, segulband, sjálfskiptur,
sumar- og vetrarhjólbarðar, dráttarbeisli. Skipti möguleg
upplýsingar í síma 75135 og 40081.
FráÁrmúlaskó/a,
fjölbrautaskólanum
viðÁrmúla
Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn er til 24.
nóvember. Eldri umsóknir þarf aðstaðfesta.
í skólanum eru þrjú námsvið: heilbrigðissvið, uppeldissvið
og viðskiptasvið.
Skólastjóri.
Prentaradeilan:
Atvinnurekendur
biðja Þjóðhags-
stofnun um úrskurð
Félag islenzka prentiðnaðarins
biður Þjóðhagsstofnun að kanna og
úrskurða, hve háum hundraðshluta
þær launahækkanir muni nema, sem
almennt var samið um 27. október.
Þetta er innlegg í prentaradeiluna,
þar sem sitt sýnist hverjum um, hve
háar almennu kauphækkanirnar hafi
verið.
Félag prentiðnaðarins sendi Ólafi
Davíðssyni forstjóra Þjóðhags-
stofnunar bréf með þessari beiðni í
gær. Þar er minnt á, að deilan sé í
höndum sáttasemjara. Síðan segir:
,,Er gengið hafði verið frá sérkröfum
og byrjað var að ræða um hugsan-
legar hækkanir launaliða, var staðan
sú, að atvinnurekendur tjáðu sig
reiðubúna að ganga til samninga um
hækkanir er voru i samræmi við það,
sem önnur sambærileg launþegafélög
hefðu fengið er samið var á grund-
velli sáttatillögu ríkissáttasemjara og
sáttanefndar milli VSÍ og ASÍ hinn
27. október. Fram hefur komið,
meðal annars hjá formanni Bók-
bindarafélags íslands i Þjóðviljanum
í dag, 7. nóvember, að bókagerðar-
menn hafi ekki farið fram á meira en
önnur stéttarfélög hefðu þegar
fengið. Virðist þvi mikil nauðsyn á
því að fá úr skorið af hlutlausum
aðila, hve hár sá hundraðshluti sé er
önnur sambærileg stéltarfélög hafi
fengið I launahækkun með samning-
unum 27. október. Förum við þvi
fram á það við Þjóðhagsstofnun, að
hún láti nú þegar gera þessa könnun
og sendi ríkissáttasemjara niðurstöð-
una, þannig að staðreyndir í málinu
geti greitl fyrir lausn vinnudeil-
unnar. ” -HH.
Kvikmyndataka að hefjast á myndinni Leit að eldi:
DÝRAATRIÐIN EKKI
TEKIN HÉR Á LANDI
— of dýrt að þjálfa dýrin f ram til næsta vors
Kvikmyndin Leit að eldi, The
Quest for Fire, sem 20th Century
Fox hugðist taka hér á landi í fyrra-
sumar er nú aftur komin í hendur
þess kvikmyndafyrirtækis. Er Ijóst
varð að bandarískir leikarar gátu
ekki starfað hjá bandarísku kvik-
myndafyrirtæki vegna verkfalls tóku
fransk-kanadískir framleiðendur við
rekstrinum. 20th Century Fox fékk
síðan að taka við aftur er verkfallið
leystist.
Einhverjar breytingar kunna að
verða á myndinni þar sem ófram-
kvæmanlegt er að flytja þau dýr sem
hingað áttu að koma til landsins.
Lagt hefur verið í gífurlegan kostnað
við að þjálfa dýrin frá áramótum svo
ekki þykir ráðlegt að halda því áfram
fram á næsta vor.
Framleiðendurnir hafa þvi þurft að
leita að stað sem líkist því hrikalega
umhverfi sem þeir höfðu fundið á
íslandi. Líklegt er að það atriði verði
tekið upp í Skotlandi. Myndin verður
að einhverju leyti tekin upp í Kenýa í
vetur og siðan verður gert hlé fram á
vor þegar kvikmyndatökur geta
hafizt hérá landi.
„Öll áætlun hefur farið mjög úr
skorðum, bæði vegna verkfallsins og
eins vegna þess að aðrir framleið-
endur höfðu tekið við myndinni,”
sagði Gísli Gestsson umboðsmaður
20th Century Fox hér á landi í sam-
tali við DB. „Þetta hafa verið óskap-
legar tafir og mikill tími farið í
pappírsvinnu. Það er ekki vitað enn
hvort þeir leikarar sem voru ráðnir i
myndina hér á landi halda hlut-
verkum sínum. Mörg atriði, sem átti
að taka hér, verða tekin annars
staðar og öll plön hafa farið úr
skorðum,” sagði Gísli.
Leit að eldi verður einnig kvik-
mynduð í Kenýa, Frakklandi,
Kanada og í Skotlandi.
-ELA.
Magnús og lóhann með sínu fyrstu
sjálfstæðu tónleika í Keflavík
„Við ætlum að leika nokkur lög af nokkur af þeirri nýju og blanda saman
fyrstu plötunni sem við gerðum saman, við þau efni sem við höfum verið að
VÖRUMARKADUR----------------
/ Breiðfirðingabúð
Höfum mjög gott úrval af ungbarnafatnaði í gjafa-
settum, barnabuxum, leikföngum og margt f leira.
Komið og gerið göð kaup.
Opið daglega frá 1—6.
ttt 10 og laugardaga 10—12.
vinna að að undanförnu,” sagði
Magnús Sigmundsson er hann var
inntur eftir því hvað hann og Jóhann
Helgason ætluðu að bjóða upp á á tón-
leikum sínum í Keflavík í kvöld.
Magnús og Jóhann eru báðir frá
Keflavík, en hafa ekki komið þar áður
fram á sjálfstæðum tónleikum. Með
þeim verður að þessu sinni Graham
Smith fiðluleikari.
Á næstunni er væntanleg á markað
með Magnúsi Sigmundssyni plata sem
ber nafnið Gatan og sólin. Magnús
sagði að vel gæti farið svo að þeir
bættu við nokkrum lögum af þeirri
plötu ef stemmningin gæfi tilefni til.
Tónleikar Magnúsar, Jóhanns og
Grahams Smith verða i Félagsbíói í
Keflavik.