Dagblaðið - 08.11.1980, Side 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980.
!MBIAÐIÐ
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblafliö hf.
Framkvnmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. RKstjóri: Jónas Kristjánssonf
Afletoflarrhstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsuon.
Skrifstofustjórf ritstjómar: Jóhannas Reykdal.
(þróttir: Hallur Sfmonarson.Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Afletoflarfrétfastjóri: Jónas Haralduson.
Handrit: Asgrfmur Pálsson. Hönnun: HHmar Karisson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Haddórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig-
urfleson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir,
ólafur Geksson, Slgurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: BjamleHur BjamleHsson, Einar ólason, Ragnar Th. Slgurfleson, Slgurflur Þorri Sigurflsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halidórs-
son. DreHingarstjórí: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
RKstjóm: Slflumúla 12. AfgreiAsia, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11.
Aflalslmi blafleins er 27022 (10 Ifnur).
Setnlng og umbrot: Dagbtaflifl hf., Slflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., SIAumúla 12. Prentun
Arvakur hf., Skeffunni 10.
Askriftarverfl á mánufli kr. 5.600. Verfl f lausasöki 300 kr. eintakifl.
Hertað eggjabændum
Landbúnaðarforystan reynir nú á /j
mörgum vígstöðvum að knýja eggja-
framleiðendur inn i ,,kerfið” og stöðva
frelsi ísölu eggja.
Reynt er að fá eggjaframleiðendur til
að samþykkja dreifingarmiðstöð, sem
yrði upphaf að eggjasölueinokun.
Stefnt er að því, að Osta- og smjörsalan taki við
dreifingunni.
Slíkar tilraunir einokunarsinna hafa staðið árum
saman.
Nú gera þeir sér meiri vonir en fyrr um, að eggja
framleiðendur dragist inn i einokunarkerfið, kannski
ekki í einu vetfangi en í áföngum.
Landbúnaðarforystan beitir öðrum aðferðum í
þessu skyni, eins konar fjárkúgun.
Sem kunnugt er var í sumar tekið upp á vegum
Pálma Jónssonar landbúnaðarráðherra það kerfi, að
eggjaframleiðendur framvísuðu fóðurkortum til að
losna við að greiða að fullu hækkaðan fóðurskatt.
Fóðurkortin miðuðust við, að eggjabændur legðu
fram gögn um fóðurkaup sín í fyrra, og var undanþág-
an frá fullu fóðurgjaldi við þau kaup miðuð.
Þetta kerfi nýtir landbúnaðarforystan sér nú á þann
veg, að hún setur frekari skilyrði fyrir afhendingu
fóðurkorta.
Eggjabændur eiga nú að greiða sjóðagjöld til bún-
aðarkerfisins, eigi þeir að fá kortin.
Þetta eru gjöld til Stofnlánasjóðs landbúnaðarins og
Búnaðarmálasjóðs.
Hingað til hafa eggjabændur yfirleitt komizt hjá að
greiða þessi gjöld. Allt bendir til, að lög um sjóðina,
svo sem um Stofnlánadeild, hafi verið miðuð við hefð-
bundnu búgreinarnar eingöngu.
Bændur með aukabúgreinar, svokallaðar, munu
ekki skyldaðir til að greiða gjöldin, samkvæmt anda
þessara laga.
Búnaðarforystan, sem er skipuð fulltrúum hinna
„hefðbundnu” greina, reynir að setja alla framleiðsl-
una undir einn hatt.
Takmarkið er alger einokun á eggjasölu.
Eggjaverðið hefur þegar hækkað mikið vegna til-
komu fóðurskattsins.
Verðið var 12—1500 krónur fyrir skattinn en er nú
nær 2200 krónur kílóið.
Einokun mundi keyra verðið enn upp. Eggjaverðið
hefur undanfarin ár hækkað minna en verðbólgunni
nemur. Einokunarsinnar freista eggjabænda með fyrir-
heitum um, að með einokun megi hækka verðið til
neytenda til mikilla muna.
Þá hyrfi aðhald hins frjálsa markaðar.
Einokunarmenn hyggjast útrýma frelsinu í eggjasöl-
unni, takmarka framboðið og keyra upp verðið.
Einokun yrði eggjaframleiðendum lítill hagur, þegar
til lengdar léti.
Það eru talsmenn hefðbundnu greinanna, sem stýra
forystu landbúnaðarkerfisins. Þeir telja framleiðslu
eggja vera í samkeppni við framleiðslu sauðfjár- og
mjólkurafurða og vilja því gera hlut eggjabænda sem
minnstan.
í bæði skiptin, sem eggjasölusamlag hefur verið
reynt, hafa þau haft slæmar afleiðingar, fyrir framleið-
endur sem neytendur.
Eggin hækkuðu í verði, birgðir söfnuðust upp og
eldri, skemmdum, eggjum var ýtt út á markaðinn.
Viturlegast er fyrir eggjabændur að bægja frá sér
þeim kaleik, sem forysta landbúnaðarkerfisins réttir
þeim.
r
r
\
Það er ekki bara að verðbólgan
hafi slæm áhrif á efnahagslíf þjóðar-
innar á fjölmörgum sviðum. Verð-
bólgan hefur líka slæm áhrif á stjórn
iandsins á fjölmörgum sviðum. Orka
stjórnmálamanna fer i að reyna að
upphugsa leiðir í baráttunni gegn
verðbólgunni og limi þeirra fer að
miklu leyti i karp um verðbólguna.
Hagfræðingar hafa sett fram
ntargar fræðikenningar um orsakir
og eðli verðbólgu. Því miður greinir
hagfræðinga mjög á. Það sem sumir
lelja frumorsök og hreyfiafl verð-
bólgunnar telja aðrir jafnvel áhrifa-
litla afleiðingu.
Algengt er að telja verðbólgu
afleiðingu af eftirspurnarþenslu þó
eins og áður segir geti verið um aðrar
skýringar að ræða.
Hér á landi höfum við búið við
mikla verðbólgu á ákveðnum tímum,
þó eftirspurn hafi ekki verið (il baga.
Þá hafa menn búið til orðið „vél-
gengisverðbólga”. Það er verðbólga
sem lifir sínu eigin lífi án tillits til efna-
hagsstærða þjóðlífsins en á rætur
sínar i reglugerðum og lögum, sem
kveða á um að sérhver hagsmuna-
hópur þjóðfélagsins skuli fá bætta
skerðingu sem kann að koma fram á
kjörum hans af ýmsum orsökum.
Verðlag hækkar af einhverjum or-
sökum. Afleiðingin er sú að laun
hækka, búvöruverð hækkar og fisk-
verð hækkar. Þetta veldur þvi að
verð vöru og þjónustu hækkar sem á
ný veldur hækkun á launum, búvöru-
verði og fiskverði og þannig koll af
kolli.
Við gætum kallað þetta „reglu-
gerðarverðbólgu ”.
Hjólið snýst hraðar og hraðar. Ein
verðhækkun leiðir aðra af sér og
erfitt getur stundum verið að greina
hvað er orsök og hvað er afleiðing.
Kerfið er sjálfvirkt og lifir sínu
eigin lífi.
Við lifum í „automat”.
Sjálfvirkni
í svonefndum Ólafslögum er
kveðið á um að reikna skuli verð-
bætur á laun á 3ja mánaða fresti.
Verðbætur skal reikna samkv.
framfærsluvísitölu, þó að frádregn-
um ákveðnum liðum, svo sem verði á
áfengi og tóbaki, launalið bónda og
taka skal tillit til breytinga á
viðskiptakjörum að 30%.
Ákvæðunum um viðskiptakjör er
ætlað að koma launþegum til góða ef
viðskiptakjör batna en lækka verð-
bætur ef viðskiptakjör versna.
Nú hafa mál skipazt þannig á
undanförnum árum að viðskiptakjör
íslendinga hafa farið versnandi vegna
gífurlegra olíuhækkana og hækkandi
innflutningsverðlags meðan verðlag
útflutningsvara okkar hefur lítið
hækkað eða staðið í stað.
Viðskiptakjör íslendinga versnuðu
um 10% á síðasta ári og eru talin
munu versna um nálægt 6% í viðbót
á þessu ári. Skv. lögum fá þó laun-
þegar 70% þessara erlendu hækkana
bættar í launum sínum.
Auðvitað hlýtur þetta að kalla
fram spurninguna um hvort íslend-
ingar geti varið lífskjör sín með
lögum óháð utanaðkomandi áföllum
og óháð helztu efnahagsstærðum.
Ef svo er væri galdurinn leystur.
Því miður er málið ekki svona
einfalt.
í lögum um Framleiðsluráð land-
búnaðarins er kveðið á um sexmannai-
nefnd sem kemur sér saman um
hækkanir á búvöru. Ef ég man réll
getur rikisstjórn ekki breytt
ákvörðun sexmannanefndar ef álit
hennar er samhljóða.
Heimilt er i lögum að breyta bú-
vöruverði ársfjórðungslega. Þá er
tekið tillit til almennra launahækk-
ana, rekstrarkostnaðar búsins,
vinnslu- ogdreifingarkostnaðar.
f lögum um Verðlagsráð sjávarút-
vegsins er kveðið á um að verðlagsráð
ákveði fiskverð og þar með laun sjó-
manna og hlut útgerðar.
Sú venja hefur skapazt með svo-
nefnt almennt fiskverð að ákveða
það þrisvar á ári.
Reyndin hefur orðið sú að undan-
förnu að við fiskverðsákvörðun er
tekið mið af síðustu launahækkun þó
fiskverð hafi að undanförnu hækkað
nokkru minna en laun i landi, enda
vinna sjómenn ekki á timavinnutaxta
heldur eru laun þeirra háð veiði-
magni.
Fiskverðsákvarðanir hafa farið
fram 1. jan., I. júni og 1. okt. ár
hvert en verðbætur á laun og hækkun
búvöruverðs 1. marz, 1. júní, 1. sept.
og 1. des. ár hvert.
Aðrar innlendar verðákvarðanir,
s.s. verð á vöru og þjónustu, hafa að
mestu fylgt tímasetningu á verð-
bótum launa og erlendar hækkanir
koma yfirleitt nær strax inn i verðlag.
Þannig eru verðhækkanir i gletti-
lega föstum skorðum. Þær fara fram
á ákveðnum tímum og hækkun á
einu sviði kemur fram á öllum
hinum innan ákveðins tínia. Hækki
einhvers staðar reyna allir hags-
munahópar að gæta þess að þeir fái
hækkun sem bætir þeim fyrri
hækkunina upp.
Allt er þetta eðlilegl. En hvernig á
að stoppa hjólið?
í flestum tilvikum er kveðið á í
lögum um hversu þessar hækkunar-
ákvarðanir skulu teknar og hvenær.
Það er allra hagur að hægja á
hjólinu. En hvar á að byrja og
hvernig á að gæta þess að hraða-
minnkunin komi jafnt niður á öllum?
Ýmsar veigamestu ákvarðanir
þjóðfélagsins eru bundnar við þessar
verðákvarðanir, s.s. kjarasamningar
sem falla úr gildi ef gripið er í hjólið.
Hlutverk
stjórnmálamanna
Almenningur telur gjarnan að
ríkisstjórn og alþingismenn séu
ábyrgir fyrir þróun verðlagsmála.
Stjórnmálamenn eru sakaðir um
dugleysi i baráltunni við verðbólg-
una.
Þá vaknar sú spurning hvört
stjórnmálamenn hafi vald til þess að
stöðva verðbólguna. Það hefur oft
gerzt að stjórnmálamenn hafa beitt
löggjafarvaldinu til þess að hægja á
hjólinu. Oft hefur það lika gerzt að
fjölmenn hagsmunasamtök hafa nær
lamað atvinnulífið með verkföllum i
mótmælaskyni. Ákvarðanir og að-
gerðir stjórnmálamanna eru þannig
gerðar að engu.
Menn virðast vilja hafa stjórn-
málamennina til þess að kenna þeim
um hversu illa gengur, láta þá bera
ábyrgðina, en fyrir alla muni mega
þeir í engu neinu breyta.
Stjórnarskrá okkar gerir aðeins ráð
fyrir þeirri valdskiptingu í þjóðfélag-
inu að um sé að ræða löggjafarvald,
framkvæmdavald og dómsvald.
En við búum við vald ýmissa hags-
munahópa sem geta hæglega yfir-
^ „Stjórnmálamenn sem kosnir eru af þjóð-
inni allri í almennum kosningum geta oft
ekki stjórnað vegna lítilla hagsmunahópa sem
hafa fáein hundruð manna á bak við sig.”
V