Dagblaðið - 08.11.1980, Síða 11
Kjallarinn
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980.
GuðmundurG.
Þórarirfsson
gnæft vald þessara aðila og gera það
stundum.
Stjórnmálamenn sem kosnir eru af
þjóðinni allri í almennum kosningum
geta oft ekki stjórnað vegna lítilla
hagsmunahópa sem hafa fáein
hundruð manna á bak við sig.
En máliðer flóknara.
■ Stjómarandstaða á íslandi hefur
lengi verið óábyrg.
Stjórnarandstaðan hefur oftast
reynt að ota hagsmunahópum gegn
ríkjandi rikisstjórn.
Dæmigerð er frammistaða
Morgunblaðsins nú. Blaðið er allt
útbíað i kröfupólitík og birtir hvert
viðtalið við verkalýðsforingja á fætur
öðru.
Verkalýðsforingjarnir sem flestir
eiga mikið undir lýðhylli á komandi
alþýðusambandsþingi eru síðan látnir
vitna um að þeir muni beita sér af
alefli gegn breytingum ríkisstjórnar á
nokkru er að þeirra samtökum lýtur.
Við búum við yfir 50% verðbólgu
núna. Þjóðartekjur fara minnkandi á
mann á þessu ári og líklega lika
næsta. Viðskiptakjör þjóðarinnay
versnuðu um 10% á síðasta ári og um
6% i viðbót á þessu.
Gifurleg óvissa ríkir i efnahags-
málum landanna i kringum okkur,
óvissa sem óhjákvæmilega hefur
áhrif á afkomu okkar. Atvinnuleysi
eykst hjá löndunum i kringumokkur,
hagvöxtur minnkar, viðskiptahalli
eykst og það dregur úr millirikjavið-
skiptum.
Á sama tíma standa íslendingar al-
mennt frammi fyrir því að fá 20—
22% hækkun launa sinna, þ.e.
grunnkaupshækkun og verðbætur.
Að baki þessari hækkun er engin
verðmætaaukning. Margt bendir til
að þessar launahækkanir fari beint út
í verðlagið og verðbólga muni enn
magnast.
Útreikningar benda til að verð-
bólga á næsta ári geti komizl í 70—
80% ef ekkert er að gert.
Menn skamma stjórnmálamenn
fyrir að ekkert sé að gert.
Á sama tíma lýsir hver forystu-
maður hagsmunasamtaka á fætur
öðrum yfir að hann muni berjast af
alefli gegn því að nokkuð sé snert á
því er lýtur að hans samtökum.
Á sama tíma keppist stjórnarand-
staðan við að reyna að tryggja að
ríkisstjórninni verði ekki kleift að
grípa til aðgerða. Þó vita allir að
óbreytt þróun er þjóðinni óbærileg
og mun leggja í rúst iífskjör þeirra
sem minnst hafa.
Verkalýðsforingjarnir hafa meiri
metnað fyrir hönd umbjóðenda sinna
en umbjóðendunum er fyrir beztu.
Hvað á svo ríkisstjórnin að gera?
Enginn getur borið ábyrgð á stöðu
sem hann hefur ekki vald til að
breyta.
Ég held að nauðsynlegt sé að hefja
umræðu í þjóðfélagi okkar um það
hver ræður i raun gangi mála. Hver
hefur vald og hver ber ábyrgð.
Gott' og vel. Við skulum segja að
stjórnmálamennirnir beri ábyrgðina.
En þá verðum við að láta þá hafa
vald til þess að gera það sem þeir telja
þjóðinni fyrir beztu.
Eðli lýðræðisins er síðan að þeir
standi reikningsskap gerða sinna í
næstu kosningum.
Skipað gæti ég, væri mér hlýtt.
Ella skulum við gera okkur grein
fyrir hverjir hafa valdið í reynd og
bera þá ábyrgðina í reynd.
Ættu þeir sem slíkt vald hafa þá
ekki að vera kosnir af þjóðinni í heild
en ekki af fámennum þröngum
hópum?
GuðmundurG. Þórarinsson
alþingismaður.
Árið 1976 var áædað að fiskveiðar sovézka fiskiskipaflotans hefðu aukizt um nærri þriðjung árið 1980. Raunin hefur orðið sú að aflinn hefúr staðiö í stað.
Áframhaldandi
matvælahörmungar
—þriggja ára uppskerubrestur á korni mun leiða til sívaxandi kjötskorts
Biðraðirnar lengjast við kjötbúð-
irnar og óþolinmæði fólks í Sovét-
ríkjunum eykst þessar vikurnar.
Komið er að lokum annars ársins í
röð þar sem landbúnaðaruppskeran
hefur brugðizt. Fregnirnar um að
kornuppskeran í ár yrði litlu betri en í
fyrra voru lagðar fyrir fund æðsta
ráðsins á lítt áberandi hátt. Gripið
var til tölfræðinnar og samanburður
gerður á tveim síðustu fimm ára áætl-
unum. Svo vel voru þessar fregnir
faldar að venjuleg manneskja hefði
þurft að hafa við höndina hagtöluár-
bók og reiknivél til að finna sannleik-
ann i talnaflóðinu. Hvort tveggja er
erfitt að fáí Sovétríkjunum.
Staðreyndirnar tala þó sínu máli.
Sá sem var að verzla við Gorkystræti
í Moskvu í vikunni þurfti ekki annað
en að virða fyrir sér þriggja klukku-
stunda biðraðirnar sem hann varð að
fara í til að geta keypt sér eitthvert
kjötmeti eins og pylsur tii að vita
sannleikann.
Svo virðist sem skortur á landbún-
aðarafurðum í sovézkum borgum
fari vaxandi og leiðtogar kommún-
istaflokksins hafa viðurkennt að ekki
megi vænta neinna verulegra bóta í
þeim efnum á næstunni.
Hvað varðar matvælaúrval þá
njóta nokkrar stórborganna eins og
Moskva og Leningrad forréttinda.
Tekjur almennings þar eru lika vel
yfir sovézkt meðallag.
Nú er svo komið að jafnvel hinni
hefðbundnu rússnesku þolinmæði
virðist brugðið. Moskvubúar kvarta
nú yfir matarskortinum á svo hrein-
skilinn hátt að slíkt hefði ekki verið
hugsanlegt á fyrri hluta áttunda ára-
tugarins. Sovézkur embættismaður,
sem dvalizt hefur í nokkur ár á
Vesturlöndum, lét eftirfarandi orð
falla við erlendan mann í Moskvu:
,,Ég er hættur að fara inn i verzlanir
hérna lengur, það er svo niðurdrep-
andi.”
Húsmæður í úthverfum Moskvu
kvarta nú yfir siendurteknum skorti á
sykurvörum og makkarónum, sem
hingað til hafa yfirleitt verið til í
verzlunum. Húsmæðurnar í mið-
borginni kvarta hins vegar yfir alls
konar utanborgarfólki sem þyrpist í
hundruða þúsunda tali i verzlanirnar
og í leit að matvörum. Þetta fólk snýr
siðan aftur til sins heima með hlaðna
sekki og bakpoka fulla af niður-
soðinni mjólk og sardínum, jafnvel
brauði. Sannarlega erftður innkaupa-
máti þegar haft er í huga að með
birgðirnar verður oftast að ferðast
langa leið í járnbrautarlestum.
í stórum hlutum Sovétríkjanna
eru þó engar biðraðir við ríkisverzl-
anirnar með fólki sem ætlar að reyna
að krækja sér í kjötbita. Ástæðan er
sú að verzlanirnar selja ekki kjöt af
neinu tagi. Nýmjólk og aðrar
mjólkurafurðir eins og smjör eru
jafnfáséðar vörur víða um Sovétrík-
in. Þar sem slíkt er að fá er það
skammtað.
Ferðamaður sem var nýlega á leið
um borgina Irkutsk í Síberíu sá þar
skilti sem á stóð að kjöt væri aðeins
selt til sykursýkissjúklinga. Kona frá
Moskvu sem ferðaðist um Azerbaijan
snemma á liðnu sumri sá þar auglýst í
einni iðnaðarborginni að kjöt fengist
aðeins út á sérstaka skömmtunar-
miða.
Hagtölur segja í raun alveg sömu
söguna. Fyrir nærri fimm árum lof-
aði Kosygin fyrrverandi forsætisráð-
herra því á tuttugasta og fimmta
þingi kommúnistaflokksins að kjöt-
og mjólkurframleiðsla mundi aukast
um 20% til 22% fyrir árið 1980.
Staðreyndin mun vera sú að aukning-
in mun vera tæplega 3%. Kemur
þetta til af tveggja eða þriggja ára
stöðnun í landbúnaðarframleiðslu
sem ekki eykst, síður en svo, i ár.
Hugsanlegt er talið að nokkuri
framboð á kjöti verði i vetur en á
næsta ári þykir hins vegar líklegt að
framboð á kjöti og mjólkurvörum
muni enn minnka svo jafnvel verður
um verulegan skort að ræða.
Níu fyrstu mánuði þessa árs varð
kjötframleiðslan 3,5% minni en á
sama tíma árið áður. Þá var fram-
leiðslan engan veginn neitt hærri en
árið 1978. Á sama tima hefur ibúum
Sovétríkjanna fjölgað. í borgunum
hefur aukningin orðið um 9% á
liðnum fimm árum. Borgarbúar
verða alfarið að treysta á malvörur úr
verzlununum. Því er þó ekki svo illa
farið með sveitafólkið.
Nokkurn veginn sömu sögu er að
segja af öðrum matvælategundum.
Fiskur er mikilvæg eggjahvítufæða í
Sovétríkjunum. Fiskveiðar hafa
staðið i stað síðan 1976 en gert hafði
verið ráð fyrir að þær ykjust um
30%.
Afleiðingin af þessu er sú að þó svo
enginn sé hungraður í Sovétríkjunum
þá verður fólk enn að borða aðallega
mjög kolvetnainnihaldsríkan mat
eins og brauð, sykur, kartöflur og
þess háttar. Framboð er enn of litið á
kjöti, mjólk, ávöxtum og grænmeti.
Ávextir og grænmeti eru aðeins til í
nægu magni í suðurhluta Sovétríkj-
anna. Þar fara þúsundir tonna til
spillis vegna skorts á flutningatækj-
um, réttri meðhöndlun eða hæfu
geymsluhúsnæði. Á meðan er skortur
á ávöxtum og grænmeti í hinum
norðlægari stórborgum.
Samkvæmt haglölum er kjötneyzla
í Sovétríkjunum 57 kilógrömm ááriá
hvern íbúa. Þessi lala inniheldur þó
mikið af fitu og beinum. Sovézkir
næringarfræðingar segja að æskileg
kjötneyzla sé 80 kílógrömm á ári á
ibúa.
Þó að fregnir berist stundum af ,
biðröðum eftir brauði á afskekktum
stöðum þá er brauð ein af fáum mat-
vörutegundum sem yfirleitt má fá án
þess að lenda i biðröð. í sjálfu sér má
segja að þetta sé góður árangur hjá
þjóð sem þekkt hefur hungursneyð
bæði af manna völdum og af náltúr-
unnar völdum nokkrum sinnum á
þessari öld.
Nokkrar framfarir hafa vissulega
orðið á framleiðslu kjöts og mjólkur-
vara sérstaklega á árunum 1965 til
1975. Ekki hefur þó tekizt að halda í
við aukna eftirspurn. Vandamálið er
ekki aðeins að ná nægilegum árangri
í landbúnaðinum. Vandinn liggur
lika i erfiðleikum í að ná samræmi á
milli framboðs og eflirspurnar á
markaðnum.
Verðlag hefur verið hið sama í
rúblum talið síðan snemma á sjöunda
áratugnum. Tvær rúblur fyrir kílóið
af nautakjöti, nokkuð minna fyrir
svínakjöt en kjúklingar eru nokkru
dýrari. Kaupmátturinn í rúblum tal-
inn hefur aukizt að meðaltali um 3%
á ári á þessum tíma og hefur valdið
auknum kaupmætti. Vegna skorts á
ýmsum aðlaðandi neyzluvörum hefur
þessi aukni kaupmáttur mjög koniið
út i aukinni eftirspurn eftir kjöti.
Á hinum opna bændamarkaði í
Moskvu selst kjötkilóið á allt að átla
rúblur og aldrei minna en finim rúbl-
ur.
Þrátt fyrir stöðugt opinbert .verð á
kjöti hafa greiðslur til bænda hækk-
að á tímabilinu. Þetta hefur valdið sí-
auknum niðurgreiðslum á kjötinu. Á
liðnum áruni hafa orðið miklar
hækkanir á ýmiss konar innfiuttum
lúxusvörum. Hins vegar virðisl svo
sem sovézk stjórnvöld ætli enn um
sinn að halda dauðahaldi í goðsögn-
ina um stöðugt verðlag á brýnustu
lífsnauðsynjum.
Sovézkum ráðamönnum er nefni-
lega vel Ijóst að hækkun á matvöru-
verði var ein af meginorsökunum
fyrir því að til óróans og verkfallanna
kom í Póllandi i sumar og í haust.
Sjálfir þurfa sovézkir ráðamenn
ekki að hafa áhyggjur af biðröðum
fyrir sjálfa sig og fjölskyldur sínar.
Fyrir þá eru sérstakar búðir sem selja
úrvals kjöt og aðrar vörur. Síðan fara
gæði sérbúðanna eftir þvi hve menn
eru háttsettir i ríkiskerfinu eða
flokknum.