Dagblaðið - 08.11.1980, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980.
13
N
ssins
unum í dag voru aðeins um 2700 „báta-
fólk” hinir voru víetnamskir flótta-
menn sem komið höfðu úr búðum í
Thailandi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar
búðir eru á Galang eyju. í lok heims-
styrjaldarinnar voru þarna búðir fyrir
japanska stríðsfanga og voru þarna um
112 þúsund stríðsfangar í eitt ár í lok
styrjaldarinnar. Þá var reist á eyjunni
sögunarmylla sem enn er í gangi.
Þetta var mjög skemmtileg og
lærdómsrík reynsla sem maður öðlaðist
i þessu starfi og samskipti við Indó-
nesíumenn, bæði frá indónesíska
Rauða krossinum og stjórnvöld, voru
hin beztu. Þarna i búðunum var stór
hópur sjálfboðaliða frá Rauða krossin-
um sem sá um skráningu, bréfasend-
ingar og margt fleira. Einnig var þarna
um að ræða samvinnu við fólk frá
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna og fulltrúa frá hinum ýmsu
hjálparstofnunum sem þarna voru við
störf.”
Yfirstjórnandi alls
starfs Rauða krossins
Síðari hluta starfstímans tók Magnús
jafnframt við störfum yfirstjórnanda
alls starfs Rauða krossins á þessu land-
svæði af dönskum manni sem setið
hafði í Djakarta. Síðustu dagana var
Magnús síðan i Djakarta til að ganga
frá ýmsum málum áður en hann hélt til
Singapore til fundar við konu sína eins
og sagt var frá í blaðinu í fyrradag.
Þessi yfirlitsmynd sýnir flóttamannabúðirnar é
Galang. Ljósm. Magnús Hallgrímsson.
SINGAPORE
BATAMIT)
$ .^^Tnflpinan9
GALANG
INDONESIA
Götumynd fró fIsklmannaþorpi ó eyjunni Bintan.
Eins og sjá má aru húsakynnl þaríendra akki upp
á marga fiska og sagja má afl flóttafóNcið hafi
búið við batri aðstsaður an innfaaddir. Auk starfs-
ins ( flóttamannabúðunum vaitti Rauði krosskin
fóikinu á eyjunum margvfsiaga aöstoð baeði (
forml laeknishjáipar og á anrtan hátt.
/
Alþýöuleikhúsið:
KÓNGSDÓTTIRIN SEM
KUNNIEKKI AÐTALA
eftir Christma Andersson
Þýöandi, leikstjóri: Þórunn Siguröardóttir
Leikmynd, brúður og búningar: Guðrún Aufl-
unsdóttir
Það eru geðsleg leikrit handa litl-
um börnum sem fundist hafa í Finn-
landi, eftir Christinu Andersson, og
nú eru leikin hvert af öðru í Reykja-
vík: Hlynur og svanurinn sem Leik-
félag Reykjavíkur sýnir í skólum og
Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala
og Alþýðuleikhúsið frumsýndi í
Lindarbæ á sunnudag.
Kóngsdótturinni er nánar lýst svo
að það sé „leikrit með fjórum leikur-
um, brúðum, dreka og dúskum, fyrir
heyrandi og heyrnarlausa”. Og það
er að vísu alveg rétt lýsing: leikurinn
er að verulegu leyti þögull, fer fram
með látbragði, bendingum og hreinu
og beinu merkjamáli. Þessi leikmáti
er engin formsgrilla heldur stafar
með eðlilegu móti af efni leiksins sem
lýsir því hvernig fundið er mál handa
daufdumbu barni. Málið er efnað úr
söng steinsins, þögn vindsins, hreyf-
ingu líkamans og sótt i greipar dreka.
Eins og líka er ljóst af Hlyni og svan-
inum fær Christina Andersson skáld-
legar hugmyndir til leikja sinna. Og
hún fer með þá af næmleik og nær-
gætni við áhorfendur sína, leikir
hennar eru með sinu einfalda móti
•.hreinn og tær skáldskapur.
Kóngsdóttirin í leiknum kann ekki
að tala. Og kóngur faðir hennar
lætur eins og vera berboð ganga út
um ríki sitt að hver sem gefi dóttur
sinni mál skuli hreppa hana sjálfa að
launum. Vilfreð unga hetja vinnur
kóngsdóttur og rikið eins og vera ber
i ævintýri. En umfram allt er það
ljóst að með málinu hefur kóngsdótt-
ir eignast sjálfa sig. Þarna var hnytti-
lega farið með hefðbundin sögulok
ævintýris.
Alþýðuleikhúsið fer smekklega og
notalega með leikinn við leiðsögn
Þórunnar Sigurðardóttur. Leikmynd
og sér í lagi brúður og grey drekinn
grimmi og vondi, verk Guðrúnar
Auðunsdóttur, fannst mér alveg
bráðvel af hendi leyst. Fyrir full-
orðinna smekk kann leikurinn að
þykja ivið hægfara, ívið langdreginn,
frásögnin í allra skilmerkilegasta lagi.
En ekki sá ég betur en börnin í saln-
um nytu hennar ríkulega, einkum
sjálfsagt hin yngslu, kannski beinlínis
af því hvað hún er Ijós og auðnumin.
Það eitt að efna sér i lagi til leiksýn-
ingar við hæfi heyrnarskertra og
heyrnarlausra barna hygg ég að sé
þakkar og æru vert. En líka er verl að
taka skýrt fram að börn sem einskis
hafa misst njóta leiksins ekki síður.
í hlutverkunum eru Sólveig Hall-
dórsdóttir: kóngsdóttirin, Anna
Einarsdóttir og Helga Thorberg: Vil-
freð og Alfreð, dálítið slysfengir
kappar, og Ragnheiður E. Arnar-
dóttir sem er sögukona, tré og sitt-
hvað fleira, ný leikkona að ég held,
og kemur fjarska vel fyrir í sýning-
unni.
(Jr „Kóngsdótturinni sem kunni ekki að tala” I meðförum Alþýðuleikhússins, —
f.v. Anna S. Einarsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Helga Thorberg.
Hérna eru jarðskjálftar, fellibyljir
og vetrarveflur allt í einul