Dagblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980. 7. helgarskákmótið í Vestmannaeyjum: Helgi varð hlutskarpastur Það var mál manna að 7. helgar- skákmódð í Vestmannaeyjum hafi verið öllum til sóma sem að því stóðu. Allar móttökur Vestmann- eyinga voru höfðinglegar og skoðunarferðin sem farin var um eyj- una verður eflaust mörgum aðkomu- manninum lengi í fersku minni. Skák- salurinn var einnig með besta móti. Teflt var í björtum og rúmgóðum sal í svokölluðu Safnahúsi, þar sem byggðasafnið er að finna. Á þeim fáu árum, sem liðin eru siðan húsið var tekið í notkun, hefur salur þessi verið lítið sem ekkert notaður, en betri sal til skákiðkana er vart hægt að hugsa sér. Þótti sumum furðu sæta, hvað þeir fengu fáa vinninga á mótinu miðað við aðstæður. Helgi Ólafsson tefldi af miklum krafti og verðskuldaði sigurinn. Sveinn Tómasson, forseti bæjar- stjórnar í Vestmannaeyjum, hafði orð á því í setningarræðu, að heima- menn þættust eiga a.m.k. hluta úr Helga, því hann var búsettur í Eyjum á sínum unglingsárum. Var því vel við hæfi að hann skyldi hreppa efsta sætið. Staða efstu manna varð annars þessi: 1. Helgi Ólafsson 5 1/2 v. 2. —3. Ingvar Ásmundsson og Benedikt Jónasson 5 v. 4.—8. Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Sævar Bjarnason, Ásgeir Þ. Árnason og Jón L. Árnason 4 1/2 v. 9.—15. Kári Sólmundarson, Guð- mundur Búason, Gunnar Gunnars- son, Sturla Pétursson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, Elvar Guðmundsson og Ólafur Hermannsson 4 v. 16.—21. Hilmar Karlsson, Óli Valdimarsson, Benóný Benediktsson, Guðmundur Halldórsson, Sigmund- ur Andrésson (eldri) og Páll Árnason 3 1/2 v. Keppendur voru alls 54. Fyrir síðustu umferð voru Helgi, Margeir og Jóhann efstir og jafnir með 4 1/2 v. Helgi tefldi við Margeir og vann einkar sannfærandi sigur, eins og við fáum að sjá hér á eftir. Jóhann lenti aftur á móti i kröggum gegn Ingvari Ásmundssyni, sem nú tefldi á sínu fyrsta helgarmóti. Fór svo að Ingvar jók stöðugt þrýsting- inn uns svo var komið að Jóhann þoldi ekki þungann. Við slit mótsins mátti greina ýmsa strauma milli þeira Jóhanns og Ingvars. Jóhanni munu víst ekki hafa fallið allt of vel í geð þau ummæli Ingvars eftir skákina, að hann væri góður i barnasálfræðinni. Auk Ingvars voru þrír með fjóra vinninga fyrir síðustu umferð, Bendikt Jónasson, Guðmundur Búa- son og Kári Sólmundarson. Benedikt sigraði Guðmund af öryggi, en Kári tapaði sinni skák. Engu að síður náði hann því að verða efstur heima- manna. Besta árangri kvenna náði Sigur- laug Friðþjófsdóttir, sem hlaut 4 v. Er það frábær árangur í svo sterku móti og besti árangur sem þátttak- andi af „veikara — sterkara kyninu” hefur náð á helgarmótunum, eins og Jóhann Þórir mótsstjóri orðaði það. Ingimundur Sigurmundsson, frá Sel- fossi, varð hlutskarpastur unglinga. En þá er það úrslitaskákin á mótinu. Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Margeir Pétursson Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 dxc4 5. a4 Bf5 6. c3 c6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 Rbd7 Algengara er að hróka stutt. Mar- geir þekkir textaleikinn hins vegar vel, hefur m.a. beitt honum gegn Gligoric. 9. Rh4 Skarpara framhald heldur en 9. Db3, eða 9. De2. 9. — Bg4 10. f3 Bh5 Til greina kemur strax 10. — Rd5, þótt hvítur hafi liðlegra tafl eftir 11. fxg4 Dxh4 12. Df3. 11. g4 Rd5?! 11. — Bg6 er betra. 12. Rg2 Bg6 13. Db3 Db6 14. Re2! Smellinn leikur. Hvítur víkur ridd- aranum undan og undirbýr að brjót- ast fram á miðborðinu með leikvinn- ingi. 14. — a5 (?) 15. e4 Rf6 16. Be3 0-0 17. h4! Svartur er kominn í mjög erfiða aðstöðu. Mun lakara er 17. d5? Rc5 og svartur má vel við una. 17. —h5 Ef 17. — h6, þá 18. g5 og eftir opn- un h-línunnar er stutt í mátið. 18. g5 Re8 19. Rgf4 Hinar mörgu hótanir hvíts eru svörtum ofviða. Ef 19. — Bh7, þá 20. g6! og vinnur. 19. — Dc7 20. Rxg6 fxg6 21. Bxe6 + Kh7 22. f4 Hd8 23. f5 gxf5 24. exf5 c5 25. Bf4! Opnar leið drottningarinnar yfir á kóngsvænginn. 25. — Rd6 26. Df3! og svartur gafst upp. Hugsanleg lok væru 26. — g6 27. fxg6+ Kxg6 28. Rg3 Hxf4 29. Dxh5 + Kg7 30. Dh6 mát. - /%■. JÓNLÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK &=-■ - 19 BRIDGEt FRETTIR ^mmmmmmmmmm^^^^^mmmmmm Minningarmót um Einar Þorfinnsson var spilað í Selfossbíói laugardaginn 18. okt. 28 pör tóku þátt í mótinu, sem var spilað með barometerfyrir- komulagi. Keppnisstjóri var Hermann Lárusson. í upphafi mótsins afhenti Þorfinnur Karlsson, en hann er bróðursonur Einars heitsins, Bridgefélagi Selfoss alla verðlaunagripi sem Einar hafði unnið á sinum langa og glæsilega spila- ferli. í safni þessu eru margir glæsilegir gripir, en þó ber hæst gripinn sem Einar vann árið 1950, þegar hann var i Evrópusveit sem spilaði á heims- meistaramóti í Bermuda. Sveitin lenti þar í öðru sæti. Þaö er mikill heiður fyrir Bridge- félag Selfoss að Einar skuli hafa ánafnað því þetta glæsilega safn sitt, en Einar var fæddur i Tryggvaskála. Þar var faöir hans veitingamaður. Ekki er að efa að þetta verður til að örva bridgespilara á Selfossi til enn meiri afreka en hingað til. En lítum þá á úrslit mótsins. stlg 1. Guflm. P. Amars.-Svcrrfr Ármannss. 149 2. -3. Georg Svcrrlss.-Rúnar Magntus, 117 2.-3. Stef&n Pglss.-Aðalslelnn Jörgenscn 117 4. Gutlm. Hermannsson-Stevar Þorbjörnsson 112 5. Þorflnnur Karlsson-Jón Hilmarsson 109 Allir þessir spilarar eru af Stór- Reykjavíkursvæðinu. Um árangur Selfyssinga er það að segja, að þeir stóðu sig með miklum ágætum, þótt ekki lentu þeir í efstu sætunum að þessu sinni. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvar verðlaunasafnið verður geymt en vonandi tekst að koma því á einhvern stað þar sem almenningur getur skoðað það. Haustmót BS Haustmeistaramót B S 1980, sveitakeppni, hófst 23. okt. sl. 12 sveitir taka þátt í mótinu og er spilað i tveim riðlum, sex sveitir i hvorum riðli. Þegar riðlakeppninni lýkur spila þær sveitir sem urðu nr. 1 — 2 í hvorum riðli um 1. til 4. sæti.Sveitir sem verða nr. 3 -4 spila um 5.-8. sæti og þær sem verða nr. 5-6 spila um 9,- 12. sæti. Það mun vera æði langt siðan annar eins fjöldi hefur verið i B S. Það verður ekki annað sagt en að nú er bjart framundan hjá Bridgefélagi Selfoss. Á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 er spilað á Tryggvagötu 8. Þar er einkum ætlast til að nýliðar mæti og æfi sig. Einnig eru vanir spilarar eindregið hvattir til að mæta. 16. október 1980 lauk haustmóti i sveitakeppni. Crslit urðu þessi: Sllg 1. Svell Halldórs Magnússonar 126 Auk han.s spiluflu í sveitinni Sigfús Þórflarson, Vil- hjálmur Þ. Pálsson, Haraldur Gestsson, Tage R. Olesen og Slgurður Slghvatsson. 2. Sveit Gunnars Þórðarsonar 119 3. Sveit Steingcrðar Steingrimsd. 81 4. Sveit Þórðar Sigurðssonar 74 Að loknum 2 umferðum í meistara- keppni í sveitakeppni er staðan þessi. A-riðill stig 1. Sveit Björns Jónssonar 34 2. Sveit Halldórs Magnússonar 27 3. Sveit Gunnars Þórðarsonar 26 B-riðill Siír 1.-2. Sveit Steingerðar S. 40 1.-2. Sveit Málningarþj. Páls Árnas. 40 3. Sveit Auðuns H. 29 Bridgefélag Barðstrendinga- félagsins 2. umferð í hraðsveitarkeppninni var spiluð mánudaginn 10. nóvember í Domus Medica og er staða sex efstu sveita nú þannig: Stig 1. Óli Valdemarsson 945 2. Ágústa Jónsdóttir 913 3. Vlöar Guðmundsson 894 4. Ragnar Björnsson 873 5. Gunnlaugur Þorsteinsson 869 6. Vikar Daviðsson 867 Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Þegar 6 umferðir eru búnar (13 sveitir) er staða efstu sveita þannig: 1. Kristófer Magnússon 97 2. Aöalsteinn Jörgensen 78 3. Sævar Magnússon 74 4. Ólafur Valgeirsson 72 5. Ólafur Gíslason 69 Bridgefélag Stykkishólms Nú er lokið hausttvímennings- keppni félagsins. Röð efstu para var þessi: Slig Eggert Sigurösson-Emil Guðbjörnsson 94 Már Hinriksson-Viggó Þorvarðarson 92 Erlar Kristjánsson-Sigfús Sigurðsson 89 Halldór Jónasson-íslelfur Jónsson 89 Einar Steinþórsson-Jón Guömundsson 85 Heildarúrslit fimm kvölda urðu þessi: Sllg 1. Guðni Friðriksson-Halldór S. Magnússon 493 2. Ellert Kristinsson-Kristinn Friðriksson 466 3. Erlar Kristjánsson-Sigfús Sigurðsson 461 4. Eggert Sigurösson-Emil Guðbjörnsson 445 5. Kjartan Guðmundsson-Leifur Jóhannesson *44 6. Már Hinriksson-Viggó Þorvarðarson 432 Miðlungur var432stig. Nýlega hófst námskeið i bridge í Stykkishólmi á vegum Bridgeskólans Ásinn. Þátttaka í námskeiðinu er mjög góð eða á þriðja tug manna. Er því vonazt til þess að námskeiðahaldið hafi lífgandi áhrif á bridgelíf í Stykkis- hólmi. Bridgefélag Kópavogs Eftir tvær umferðir í hraðsveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: 1# Jón Andrésson Stig 1382 2. Rúnar Magnússon 1376 3. Jón Þórvaröarson 1354 4. Grimur Thorarensen 1351 5. Sverrir Þórisson 1345 6. Ármann J. Lárusson 1344 Meðalskor 1296 stig. Bridgedeild Skagfirðinga Fimm kvölda tvímenningskeppni hófst þriðjudaginn 4. nóv. Spilað var í tveimur riðlum með þátttöku 20 para, hæstu skor eftir fyrsta kvöldið höfðu: 1. Hallvarður Guðlaugsson-Páll Sigurjónsson 128 2. Sigmar Jónsson-Sigrún Pétursd. 120 3. BJami Pétursson-Ragnar Bjömsson 118 4. Björn Eggertson-Karl Adolfsson 118 5. Ásla Björk Sveinsd.-Hlldur Helgadóltir 114 6. Daniel Jónsson-Ólafur Jónsson 114 Joe Kaufman Hvcrnlg við verðuin til, hvernig likami okkar vex og starfar, hvcrnig við lærum og hvers við þörfnumst til að halda heilsu staklinga er viðburðarík og spennandi, því að bæði eru föst i neti andstæðra til- finninga. Henni lýkur með þvi að ástin vaknar í brjóstum þeirra og sigrar allar hindranir. 'Ó ^ Iraélfui Therlieiur umor. Svona erum við Þýðing örnólfur Thorlacius rektor Setberg hefur sent frá sér nýja útgáfu af bókinni Svona erum við i þýðingu Örnólfs Thorlacius rektors. Börnin vilja margt vita um sjálf sig og spyrja oft um fleira en foreldrar þeirra geta svarað. Þessari bók er ætlað að hjálpa bæði börnum og fullorðnum um rétt og fullnægjandi svör. Skipulegt og auðskilið mál, ásamt smellnum og vel gerðum teikningum sýnir hvernig við erum, hvernig við vöxum, hvernig liffærin starfa og hvers við þörfnumst til að halda heilsu. SETBERG Ástin vaknar eftir Anne Mather Setberg hefur sent frá sér skáldsöguna Ástin vaknar eftir Anne Mather, höfund bókarinnar Hamingja og ást sem kom út fyrir nokkru. Þýðandi er Guðrún Guðmundsdóttir. Helena og Dominic eru höfuðpersónur þessarar sögu. Baráttan milli þessara tveggja óliku ein- .. .■). W w."" 'v 'B“ " "|1"" "" Heiðarbýlið — eftir Jón Trausta, fyrra bindi Bókaklúbbur AB hefur sent frá sér i nýrri útgáfu skáldsöguna Heiðarbýlið eftir Jón Trausta. fyrra bindi. Heiðarbýl- ið er eins og kunnugt er framhald Höllu. sem kom út hjá Bókaklúbbi AB fyrr á þessu ári. Hin frjálslega og vel gefna Halla hefur verið táldregin af prestinum og til þess að bjarga þessum veikgeðja klerki og hamla gegn sinni eigin niðurlægingu játast hún smámenninu Ólafi. Þau flytjast á heiðarbýlið og hefja þar strið sitt, annars vegar við hörku náttúruafl- anna, hins vegar við illmælgi og mein- fýsi fólksins. Halla og Heiðarbýlið gerist á sjöunda áratug 19. aldar, um þær mundir þegar mikil harðindi gengu yfir á þeim slóðum þar sem sagan gerist. Saga Höllu er eng- in skemmtisaga, en vinsældir sinar hlaut hún strax, þegar hún kom fyrst út 1907—11. og heldur þeim enn, umfram allt fyrir hinar sönnu og lifandi lýsingar. Siðara bindi Heiðarbýlisins kemur út hjá Bókaklúbbnum á næsta ári. Bókin er 285 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.