Dagblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 24
«k Hjólin byrjuð að snúast við Hrauneyjaf oss eftir að samningar tókust og verkfall varafboðað: BB „ERUM MJOG HRESS- IR MEB ÚTKOMUNA” segir Sigurður Óskarsson f ramkvæmdastjóri Rangæings Hjólin eru byrjuð að snúast við Hrauneyjafossvirkjun. Nýir Tungna- ársamningar um kaup og kjör voru undirritaðir um kl. 10 í gærkvöldi og verkfall afboðað. f morgun streymdu menn til vinnu sinnar á virkjunar- svæðinu. „Við erum mjög hressir með út- komuna,” sagði SigurðurÓskarsson, framkvæmdastjóri verkalýðsfélags- ins Rangæings, í morgun. ,Ég tel að við höfum fengið viðun- andi lausn á sérvandamálum varð- andi okurverð á orku með yfirlýsingu sem barst okkur frá Gunnari Thor- oddsen forsætisráðherra. Þar heitir ríkisstjórnin þvi að „stuðla að fram- kvæmd hitaveitu fyrir Rauðalæk, Helhi, Hvolsvöll og nágrenni svo fljótt sem verða má og mun taka fjár- magn í þvi skyni upp i lánsfjáráætlun fyrir 1981”. Þetta er svar sem við get- um sætt okkur við,” sagði Sigurður Óskarsson. Nýi samningurinn gildir frá undir- ritunardegi en jafnframt gaf Lands- virkjun út yfirlýsingu, undirritaða af Páli Ólafssyni og Guðjóni Tómas- syni, um að fyrirtækið tæki að sér að greiða hækkun kaups vegna samn- ingsins frá 27. október til 20. nóvem- ber. Ein aðalkrafa verkalýðsfélag- anna var að samningurinn væri aftur- virkur, þ.e. tæki gildi frá undir- skriftardegi aðalkjarasamnings ASÍ/VSÍ, 27. október. Náði sú krafa fram að ganga. Allir kauptaxtar hækka um 11,2% í Tunganársamningnum og að sögn Sigurðar Óskarssonar fengust í gegn „verulegar tilfærslur varðandi eld- hússtarfsfólk og líka leiðrétting á ferðalaunum verkamanna til og frá vinnustað.” -ARH Halló — halló! Þau voru með á nótunum, þéssi skólasystkini í Armúlaskóla, Ólafur hann/hún hefur ekki séð áður. Vitlaust? Ja, ekki vitlausara en að segja upp með og Hrafnhildur. Takmark dagsins er að hver maður segi halló við tíu manns sem hendur eða ég skýt! DB-mynd: SÞS. IDAG SEGJA ALUR HALLO! í dag, 21. nóvember, er hinn alþjóð- legi Halló-dagur.Og það sem meira er, þetta er sjöunda árið sem Hallódag- urinn er. Það voru upphaflega tveir amerískir bræður, Michael og Brian McCormack sem ákváðu að 21. nóv- ember skyldi verða hinn alþjóðlegi Hallódagur. Það er lítill vandi að vera með, þú segir aðeins halló við tíu manns sem þú hefur aldrei áður talað við og þar með hefur þú eflt friðinn í heiminum, segja bræðurnir. Árið 1973 skrifaði Michael 1.360 bréf á sjö tungumálum og sendi út um allan heim til að biðja fólk að vera með í Hallódeginum. í fyrra sendubræð- urnir 4000 bréf á 40 tungumáium og þátttakan hefur aldrei verið meiri. Margir hafa sent þeim bræðrum bréf til að þakka fyrir þessa góðu hugmynd þeirra. Núna er fyrsta árið sem þeir senda íslendingum bréf til að biðja þá að taka þátt í Hallódeginum og að sjálfsögðu vænta þeir góðrar þátttöku. Með þessu vilja bræðurnir að allir verði vinir, aðeins með því að segja eitt orð, HALLÓ. -ELA Hlutaf járaukningin hjá Flugleiðum: EIMSKIP HELDUR FAST í SÍN 20% HLUTAFJÁR —eins og fleiri hluthafar munu gera, segir Sigurður Helgason forstjóri „Eimskip ætlar að fullu að nota forkaupsrétt sinn að auknu hlutafé í Flugleiðum, og það munu ýmsir aðrir hluthafar gera eins og þeir hafa rétt til,” sagði Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiða við blaðamann DB í morgun. „Þetta er allt í fullu sam- ræmi við þær'viðræður sem Flug- leiðir hafa átt við samgönguráðherra og fleiri ráðamenn í sumar. Ráðherr- ann taldi í upphafi eðlilegt að hlut- hafar legðu fram viðbótarfé.” Sigurður sagði að hann teldi þetta góða þróun, sýndi styrk hjá félaginu og bjartsýni manna um það að félagið myndi yfirstiga alla erfiðleika. „Starfsmönnum hefur verið boðið að kaupa hlutabréf samtals fyrir 200 milljónir. Þar sem starfs-' menn eru um þúsund að tölu var í upphafi gert ráð fyrir að hver og einn gæti skrifað sig fyrir 200 þúsund kr. hlut. Margir nota ekki þann rétt og þá geta aðrir starfsmenn keypt þá hluti,” sagði Sigurður. Til viðbótar má geta þess að hlutur Eimskips í Flugleiðum er nú milli 500 og 600 milljónir króna af 2,9 milljarða króna hlutafé. Jafngildir það um 20% eignarhluta. -A.St. frjélst, áháð dagblnð FÖSTUDAGUR 21. NÓV. 1980. Varaformaður Alþýðubandalagsins: Þröstur gegn Kjartani Talið er víst að Þröstur Ólafsson hagfræðingur, aðstoðarmaður Ragnars Arnalds fjármálaráðherra, verði mót- frambjóðandi Kjartans Ólafssonar rit- stjóra Þjóðviljans í embætti varafor- manns Alþýðubandalagsins. Kosið verður um formann og varafor- mann flokksins á landsfundinum á morgun. Að framboði Þrastar standa einkum stjórnarmenn í Alþýðubandalaginu i Reykjavík og fara þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Ingólfur Ingólfsson, fremstir í þeim flokki. Það var á þriðjudagskvöldið, á fámennum undir- búningsfundi, að nafn Þrastar kom fyrst upp og hafa áðurnefndir menn unnið stíft að því síðan að fá þingfull- trúa til liðs við framboð gegn Kjartani, skv. upplýsingum DB. - ÓV Laumuspil á landsf undi — Landsfundur Alþýðubandaiagsins lokaður á morgun ogsunnudag Athygli vakti á Landsfundi Alþýðubandalagsins sem hófst í gær, að fram kom tillaga frá Lúðvík Jóseps- syni um fundarsköp. Þar var meðal annars kveðið á um að fundurinn skyldi vera lokaður á morgun, laug- ardag, og sunnudag. Landsfundurinn var hins vegar opinn fréttamönnum i gærkvöldi og verður opinn í dag. Minna má á að flokksþing Alþýðuflokksins, sem haldið var nýlega, var opið fréttamönnum allan tímann. Aðstaða fréttamanna er þvi stórlega skert til fréttaöflunar af landsfundi stjórnmálaflokksins. Þau málefni sem fjalla á um með leynd á morgun eru tillögur um stjórn flokksins og fulltrúa á miðstjórn og síðan kosningar í stjórn og miðstjórn. Á sunnudag kemur síðan fram álit nefnda og afgreiðsla mála. -JH. BLAÐAMENN SAMÞYKKTU Blaðamenn samþykktu í gær nýgerð- an kjarasamning við útgefendur með 43 atkvæðum gegn 27. Þrír seðlar voru auðir og einn ógildur. Samþykktin var gerð á tveggja tíma löngum félagsfundi. Fóru fram ítar- legar umræður um samningana og sýndist sitt hverjum, eins og sjá má af úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Hefur því verið aflýst verkfalli sem Blaða- mannafélag íslands hafði boðað á þremur dagblöðum, Vikunni og Úrvali. -ÓV LUKKUDAGAR: 21. NÓVFMBER 2933 Sharp vasatölva CL 8145. Vinningshafar hringi í sima 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.