Dagblaðið - 02.12.1980, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980.
3
Sorphreinsunarmaður á Akureyri
hringdi:
Allir húseigendur á Akureyri eru
vinsamlegast beðnir um að moka
snjó frá sorpílátum sínum eða færa
þau. Vagnarnir þurfa að komast að
til þess að húseigendur losni við
ruslið.
Við sorphreinsunarmenn biðjum
einnig húseigendur um að láta ekki í
ruslapokana glerbrot, járnarusl,
brotnar spýtur og fleira sem getur
skorið þá i sundur.
Við minnum húseigendur á að
sláturúrgang má ekki láta í pokana.
Það er þess vegna sem þeir eru alltaf
að rifna. Pokar sem mold er mokað í
verða heidur ekki teknir. Húseig-
endur verða að nota vel ruslapokana
sem þeir fá.
Við sorphreinsunarmenn á Akur-
eyri erum óhressir yfir því hvernig
vegheflar bæjaríns eru notaðir til að
ýta snjóruðningnum fyrir allar leiðir
»
Akureyringar eru beðnir um að moka
vel frá sorpílátum sínum til þess að
sorphreinsunarmenn eigi hægara um
vik.
sem við þurfum að nota til að sækja svo langt að við verðum að skilja Við biðjum alla húseigendur að
sorp. Sums staðar getur þetta gengið sorpeftir. bregðast vel við þessari athugasemd.
Húseigendurá Akureyri!
SORPHREINSUNARMAÐUR ER MED AT-
HUGASEMDIR TIL YKKAR UM RUSUD
VAR AÐ RÆÐA VITLAUS LOG
—en ekki af lahlut sjómanna
Vegna lesendabréfs frá háseta á Ás-
birni RE-SO hafði Ólafur Bjömsson
varaþingmaður samband við blaðið:
„Þetta hefur spunnizt út af fyrir-
sögn á forsiðufrétt í DB þríðjudaginn
25. nóv. um aflahluti.
Það sem ég var að tala um í um-
ræddrí ræðu var hvað vitlaus lög geta
kostað útgerðina. Hefði ég hins vegar
verið að rasða laun sjómanna veit ég
vel að þau hefðu þurft ýmsar
skýringar með.
Varðandi Ásbjörn RE-50 var hann
þann 15. sept. búinn að fara 16 túra
og hafði aflað fyrir 707 milljónir.
Meðalhásetahlutur í 10 daga túr er
566 þúsund. Fiskverð hefur hækkað
1. marz um 4%, 1. júní um 11,7% og
I. október um 8%. Ég var að tala um
hvaða útgjöldum þessi lög valda, tók
skýrt fram að væri notað fiskverð
eins og það væri i dag og miðaði við
12 daga túr. Þar með stenzt það vel
að Ásbjörn RE-50 sé langt fyrir ofan
meðallag.
Til viðbótar vil ég benda á það að
togarar sunnanlands eru með a.m.k.
Grein sem
DBætti
aðbirta
Björgvin Kristjánsson, Bolungarvík,
hríngdi:
Margrét R. Bjarnason skrifaði
grein í Morgunblaðið 8. nóvember sl.
um Gervasoni-málið og mannréttindi
yfir höfuð. Greinin var svo góð að
mig langar til að eignast hana.
Nú kaupi ég Dagblaðið en ekki
Morgunblaðið. Væri ekki hægt að fá
þessa grein birta í Dagblaðinu?
Raddir
lesenda
þriðjungi minni þorskafla en t.d. tog- veldur miklu um heildarverðmæti og Ég var að ræða um vitlaus lög en
arar á Vestfjörðum. Þorskaflinn þar með aflahlut. ekki aflahlut sjómanna.”
Ateiknaöar hannyrðavörur
f
«
Með gömlu góðu fslenzku
mynstrunum allt frá 18. öld.
s
Utsölustaðir:
Íris, Selfossi — Eddý, Hveragerði — Hof,
IngóHsstræti Rvik — RYA búðin, Lækjar-
götu Rvik. — Ellen., Kárastig Rvik, Þyrí,
Keflavik
Umboðsmenn fyrir Vestfirði,
Norðuriand og Austurland:
TÓMAS STEINGRÍMSSON
HEILDVERZLUN - AKUREYRI
Puntuhandklæði
dúkar — vöggusett
— koddaver — púð-
ar og veggmyndir í
miklu úrvali.
Eigum við að bjóða
pólitíska flóttamenn
velkomna til landsins?
Kristrún B. Jónsdóttir gluggaskreytir:
Ég veit það ekki, við þurfum að athuga
vel hvert einstakt mál sem kemur upp
áður en við tökum ákvörðun.
Spurning
dagsins
Krístján Hall skrífstofumaður: Nei,
vegna þess að þá bjóðum við þeirri
hættu heim að fleiri kæmu á eftir.
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, húsmóðir
á Núpi við Dýrafjörð: Það hef ég ekki
hugmynd um, ég hef enga skoðun á
því.
Dagmör Matthiasdóttir nemi: Ég er
eiginlega alveg hlutlaus, hef enga skoð-
un á þvi.
Sigfús Sigfússon verzlunarmaður: Nei,
alls ekki.
Guðmundur Guðjónsson: Er það ekki
allt i iagi?