Dagblaðið - 02.12.1980, Page 5

Dagblaðið - 02.12.1980, Page 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBLR 1980. 5 Afleiðingar féðurbætisskattsins koma íljds: Nautgripirtíl slátrunar hálf- dauðir úr fóðurskorti margfalt verr en áður Afleiðingar fóðurbætisskattsins koma nú mjög í Ijós við stórgripaslátr- un úti um landið. Bændur hafa verið og eru að fækka mjólkurkúm og kjöt af þeim kúm sem slátrað hefur verið í haust hefur farið síversnandi og er nú mjög áberandi rýrara en á undanförn- um árum. Er þetta bein afleiðing af því að bændur kaúpa ekki fóðurbæti handa þeim skepnum sem þeir ætla sér að farga. „Það er ekkert óeðlilegt við þetta,” sagði Jón Thorarensen í sláturhúsi Kaupfélagsins Þórs á Hellu. „Það OfsarokáEskifirði: Þakplötur fjúka — rúður brotna og gömul f iskskemma liðast f sundur Um klukkan níu i gærmorgun fór að hvessa á Eskifirði og var vind- styrkurinn 12—14 stig að sögn Ragnars Ágústssonar skipstjóra á Fjallfossi. Fjallfoss kom til Eski- fjarðar í fyrrakvöld til þess aðlesta fjögur þúsund tunnur af saltsild sem fer á Rússlandsmarkað. Var jafnhvasst og munar það miklu heldur en þegar vindur er hviðóttur. Umtalsverðir skaðar hafa ekki orðið af völdum vindsins að öðru leyti en því að átta til tíu þakplötur hafa fok- ið af frystiklefum hraðfrystihússins. Gömul Fiskskemma sem lengi hefur staðið til að rífa liðaðist í sundur i veðurofsanum. Einnig hafa rúður brotnað í íbúðarhúsumen aðeins ytra glerið. Fólk fer til vinnu sinnar á bíl- ,um en þeir hafa skemmzt talsvert vegna þess að á þá hefur fokið bæði grjót og járnplötur. Jörð er nú alauð að kalla. Síðdegis í gær var veður að ganga niður. Símasambandslaust var við Seyðisfjörð og Hornafjörð. Lestun saltsíldarinnar átti að ljúka klukkan átta í gærkvöldi en Ragnar skipstjóri á Fjallfossi sagðist ekki myndu fara frá Eskifirði fyrr en veðrið hefði gengið niður. -Regína Thor/ abj. Vörumarkaðurínn á Seltjarnarnesi: „LEITUM TIL DÓMSTÓLA” —segir lögf ræðingur Vörumarkaðarins íReykjavík „Páll Agnar Pálsson las fyrir mig á föstudaginn bréf er hann var að fara að póstleggja. Þar kemur fram að ekki er ætlunin að hættavið nafnið Vöru- markaðurinn á Seltjarnarnesi. Því er ekki um annað að ræða en það að við leitum til dómstólanna,” sagði Hall- grímur Geirsson lögfræðingur. Hallgrímur er lögfræðingur Ebenezers Ásgeirssonar í Vöru- markaðinum í Reykjavík. Nýlega létu Þóroddur Skaptason og fleiri skrá einkaleyfi sitt á nafninu Vöru- markaðurinn á Seltjarnarnesi. Þetta telja Ebenezer og lögmaður hans and- stætt lögum. Einkaleyfi sé fyrir nafn- inu Vörumarkaðurinn og hafi Ebenezer það. Þvi vár Þóroddi og lögfræðingi hans, Páli A. Pálssyni, gefinn frestur til þess að fella niður nafnið. Við því var ekki orðið. „Það sem núna stendur fyrir dyrum er að kanna hvort þetta mál stenzt í lögbannskröfu. Ef svo er ekki verður að leita til venjulegra dómstóla. Lögbannið er hins vegar fógetagerð sem tekur styttri tíma,” sagði Hall- grímur um næstu viðbrögð í málinu.DS Gölluðu f lugvélabensíni blandað við bflabensín? Nýlega kom til landsins olíuskip hlaðið flugvélabensíni. í ljós kom við rannsókn á bensininu að það var gallað og stóðst ekki þær kröfur sem gerðar eru til flugvélabensins. Áður hafði olíuskipið, sem er leiguskip, verið að flytja jurtaolíu og höfðu tankar skipsins ekki verið nægilega vel skol- aðir áður en flugvélabensínið var lestað. Hafði því jurtaolía blandazt flugvélabensíninu. Nú velta forráðamenn olíufélagsins því fyrir sér hvað gera eigi við bensín- farminn. Er sú lausn talin heppilegust að blanda flugvélabensíninu við bíla- bensín og selja íslenzkum bifreiðaeig- endum. Áður þarf að ganga frá ýmsum atriðum, t.d. er enn óuppgert það tjón sem olíufélagið hefur orðið fyrir en farmurinn er tryggður. Ef ökumenn verða varir við óvenju mikinn kraft í bílum sínum næstu vik- urnar þá er þetta skýringin: Bíllinn gengur fyrir fiugvélaberisíni og jurta- olíu. svarar engan veginn kostnaði að gefa skepnunum fóðurbæti og þá koma áhrif skattsins áberandi í ljós þegar slátrað er. Kýrkjötið flokkast margfalt verr en áður hefur þekkzt.” Jón sagði að lítil svínaslátrun væri hjá þeim en hvað svín varðaði giltu önnur lögmál en með kýrkjötið. Svína- kjötsverð ákvarðast af framboði og eftirspurn að miklu leyti og svínarækt verður ekki haldið uppi án fóðurbætis- ins. Kemur því verð hans inn í svína- kjötsverðið. Því er hins vegar ekki til að dreifa varðandi kýrkjötið. Kaupmaður í Reykjavík kvað það mjög alvarlegt mál að skattur á fóður- bæti hefði svo mjög áhrif á gæði nauta- kjöts sem nú er raunin. Illa væri það kerfi rotið sem kæmi í veg fyrir að á boðstólum neytenda væri kjöt af sæmi- lega öldum gripum. Enn væru þeir margir sem vildu þá greiða heldur meira fyrir bitann en að eiga aðeins kost á skepnum hálfdauðum úr hor, og það á dýru verði samt. Ýmsu fleira sagði kaupmaðurinn að fóðurbætisskatturinn hefði áorkað. Nú væri t.d. með engu móti hægt að fá kalkúna eins og verið hefði. Þeir sem þá áttu slátruðu þeim þegar skattinum var slengt á, stofninn var drepinn því með 200% fóðurbætisskatti í ríkissjóð borgar slík ræktun sig ekki. • A.St. Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 - Sími 15105 Creda Creda tauþurrkarar 2 stærðir. Yfir 20 ára farsæl reynsla enskur antik-arinn Flöktandi rafloginn eykur hlýju ■á heimilinu Fást hjá: Rafha Austurveri, sími 84445 — Rafbúðinni Álfaskeiði 31, Hafnar- firði, sími 53020, og hjá okkur. sími sölumanns 18785 RAFTÆKJAVERZLUN ISLANDS HF. ÆGISGÖTU 7 - SÍMAR 17975 - 17976HHHH - KMU

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.