Dagblaðið - 02.12.1980, Page 14

Dagblaðið - 02.12.1980, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. íþróttir íþróttir Iþróttir íþréttir íþróttir i Stjórn KSl — Knattspyrnusambands íslands — 'Kjörin var ý 35. ársþingi sam- bandsins á sunnudag. Fremri ^öalstjórn frá vinstri: Hilmar Viggósson, Helgi Danielsson. sumarliöason, Ellert B. Schram, formaður, Árni Þorgrímsson, QrÍðÍ6lnnÍðn,óSrnd<IfrRÍfi ™ röð frá vinstri: varastjórn, Gur 'gur ’ p f v»- jai nason, Helgi Þorvaldsson, Steinn Halldórsson, Kris J6nassonogRafnYlja|ta,ln DB-myr Allison stjóri Crystal Palace Það er margt skrítið í kýrhausnum. Lundúnaliðið Crystal Palace hefur ráðið Malcolm Allison, hinn umdelida þjálfara, sem framkvæmdastjóra félagsins með Walley, sem tók við af Terry Venables fyrir rúmum mánuði. Venables yfirgaf þá hið sökkvandi skip Palace og gerðist stjóri hjá QPR. Malcolm Allison, sem fyrir sjö vikum var rekinn frá Man. City, þekkir vel til hjá Palace. Var þar stjórl fyrir nokkrum árum. Tók við liðinu í 1. deild en meðan hann rfkti féll Palace niður í 3. deild. Allison var þá látinn hætta störfum. Allison, sem var mjög kunnur leikmaður með West Ham hér á árum áður, byrjaði sem fram- kvæmdastjóri Plymouth 1964. Náði þar góðum árangri og var ráðinn til Man. City. Náði þar frá- bærum árángri. Man. City var stórlið undir stjórn hans. Tilboð frá Crystal Palace freistaði hans og hann yfirgaf City. Fór til Palace — þaðan aftur til Plymouth, síðan Man. City öðru sinni og nú lokast hringurinn hjá Crystal Palace á ný. Furðulegt. -hsím. TrevorWhymark til Grimsby Grimsby Town, sem leikur i 2. deild, keypti i gær leikmanninn kunna, Trevor Whymark, frá Van- couver Whltecaps i Ameríku. Greiddi 80 þúsund sterlingspund fyrir leikmanninn, sem er mesta upp- hæð, sem Grimsby hefur greitl fyrir leikmann. Trevor Whymark var mjög kunnur leikmaður með Ipswich Town fyrir nokkrum árum. Mjög mark- heppinn framherji og lék i enska landsliðinu. Hann byrjar strax að leika með Grimsby. Cardlff City hefur mjög reynt að fá fyrirliða Wales, Terry Yorath, til sín að undanförnu. Bauð 200 þúsund sterlingspund í kappann en Tottenham sagðl nei, I gær hækkaði Cardiff boðið í 250 þúsund steriingspund en Lundúnaliðið neitaði aftur. Yorath hefur ekki komizt í aðallið Tottenham að undan- förnu. Missti sæti sitt vegna meiðsla og hefur ekki tekizt að vinna það aftur þrátt fyrir góða leiki með varaliðinu og i landsliði Wales. Yorath var fyrirliði Wales i HM-leiknum á Laugardalsvelli í júní og slas- aðist þá í samstuði við Atla Eðvaldsson. Það var upphafið að slysaferli Yorath. Meiðslin hafa tekið sig upp hvað eftir annað. Yorath lék hér áður með Leeds og um tíma vildi Leeds kaupa hann á ný til sin. Þeir Yorath og Allan Clark, stjóri Leeds, léku þar lengi saman. Ekki tókust þó samningar milli Tottenham og Leeds. Miðherji Roma skoraði þrennu Miðherji Roma, Roberto Pruzzo, hélt liði sínu á toppi 1. deildarinnar í knattspyrnunni á ífaliu með þvi að skora þrjú mörk gegn Udinese á sunnudag. Roma vann 3-1. Leikmenn liðanna á Ítalíu léku með svört sorgarbönd uni handlegginn til minningar um þá, sem fórust í jarðskjálftunum miklu á ítaliu. Leik Napoli og Brecia var frestað en leikmenn liðanna unnu við björgunarstörf á Suður-ítaliu. Úrslit í leikjunum urðu þessi: Ascoli-Como 2—1 Catanzaro-Juventus 0—0 Inter-Milano-Bologna 1—0 Perugia-Cagliari 1—1 Pistoiese-Avellino 2—1 Roma-Udinese 3—1 Torino-Fiorentina 1 —1 Staða efstu liða. Roma 9 5 2 2 12—9 12 Inter 9 5 13 17—8 11 Fiorentina 9 2 6 1 7—6 10 Cagliari 9 3 4 2 9—9 10 Barcelona vann Real Madrid Urslit i 1. deildinni í knattspyrnun-; a ýpáni urðu á sunnudae- Salamanca-Zaragoza 3—1 Barcelona-Real Madrid 2—1 Hercules-Valladolid 1—1 Betis-Almeria 2—0 Sociedad-Bilbao 4—1 Valencia-Espanol , 3—1 Atl. Madrid-Gijon 0—0 Leik Osasuna og Murcia var frestað vegna snjó- komu. Staða efstu liða er nú þannig. Atl. Madrid 13 8 4 1 23—14 20 Valcncia 13 9 1 3 25—16 19 Sevilla 13 8 1 4 16—16 17 Sociedad 13 7 2 4 23—15 16 Barcclona 13 8 0 5 20—17 16 Real Madrid 13 7 1 5 25—13 15 lM_____________________ Guðsteinn Ingimarsson sést á þessum myndum brjótast framhjá Jóni Steingrims- syni i leiknum i gær. Báðir leikmenn áttu góðan leik i Höllinni en þáttur Guðsteins var mikill undir lokin — rétt eins og gegn KR. DB-myndir S. Brad Miley í banastuði dugði skammt gegn UMFN —Njarðvíkingar unnu sinn níunda leik í röð í úrvalsdeildinni íkörfu er þeir lögðu Val „Vá, maður þetta var erfiður leik- ur,” sagði stórskytta þeirra Njarðvík- inga, Danny Shouse, er hann og lið hans höfðu lagt Valsmenn, með Brad Miley í banastuði í broddi fylkingar, að velli 87-84 í Höllinni í gærkvöld. Njarðvíkingar eru því enn ósigraðir í úrvalsdeildinni og erfitt er að ímynda sér að nokkurt lið megni að bylta þeim í vetur. „Valsmennirnir voru virkilega erfiðir í kvöld og þetta var að mínu mati miklu erfiðari leikur en gegn KR fyrir viku. Strákarnir hjá okkur voru eitthvað daprir um tíma en ég held að mér hafi tekizt að rífa þá upp úr deyfð- inni. Öruggur með sigur í mótinu? Nei, ég held varla enn en þetta var skref í áttina,” sagði Danny Shouse og brosti breitt. Leikurinn í gærkvöld var vægast sagt æsispennandi nema e.t.v. allra síðustu mínútuna. Þá náðu Njarðvikingar 5 stiga forskoti, 85-80, og það dugði þeim út leiktímann. Annars héldu menn að Suðurnesjaliðið myndi hrein- lega kafsigla Hlíðarendapiltana þvi í upphafi var staðan 10-0 og síðan 18-4 UMFN í vil, Shouse fór á kostum i upphafi og skoraði 8 af 10 fyrstu stigum UMFN. En Valsmenn eru seigir og létu ekki deigan síga þrátt fyrir að bæði Ríkharður og Kristján næðu sér engan veginn á strik í leiknum. Reyndar lét Ríkharður skapið hlaupa með sig i gönur og sýndi Ðanny Shouse „Ijótan fingur” að því er virtist að ástæðulausu í s.h. En Jón Steingríms- son og Þórir Magg. komu inn á og stóðu sig vel í þeirra stað þó svo Þórir hitti verr en oft áður. Jón var hins vegar eitilharður í vörninni en helzt til ragurvið að skjóta. Valsmenn náðu fljótlega að vinna upp hið mikla forskot UMFN og kom- ust í fyrsta sinn yfir, 33-32, með tveim- ur vítaskotum Brad Miley. Síðan skipt- ust liðin á um að halda forystunni allt fram að hléi en þegar flautað var hafði Njarðvík betur, 49-48. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu 8 stigin og komust í 56-49. Sama sagan endurtók sig síðan hins vegar og Njarð- víkingar náðu að komast að hlið þeirra. Síðan eilífur darraðardans allt fram á lokamínútu. Liðin leiddu til skiptis með 1-2 stigum og spennan i Höllinni var mikil á meðal hinna 600 áhorfenda, sem margir hverjir komu úr Njarðvík. Þóri Magnússyni urðu á örlagarík mis- tök er staðan var 85-80 fyrir Njarðvík og um ein mínúta eftir. Hann komst einn upp og ætlaði að „húkka” ofan i körfuna. Skotið var hins vegar alger- lega misheppnað og glumdi í körfu- spjaldinu. Njarðvík náði knettinum en missti hann strax aftur. Jón Steingrímsson skoraði og munurinn var 3 stig, 82-85. Hefði Þórir skorað er ekki víst að úrslitin hefðu orðið eins. Shouse skoraði tvö stig úr vítaskotum rétt á eftir og tryggði sigurinn. Það skipti litlu þótt Kristján Ágústsson ætti lokakörfuna í leiknum — sigur Njarð- víkur örugglega í höfn. Danny Shouse bar af i liði Njarðvik- ur en þeir Gunnar, svo og Guðsteinn, sem tók við sér í lokin eins og gegn KR, áttu og góðan leik. Aðrir leikmenn liðsins voru lítt áberandi en Valur átti góða byrjun. Bezti maður vallarins var hins vegar Brad Miley hjá Val. Hann skoraði reyndar ekki nein ósköp — 23 stig, en fráköstin sem hann tók voru óhemjumörg. Er ekki að efa að þetta er langbezti leikur hans með Val til þessa. Jóhannes Magnússon kom vel frá leiknum svo og Torfi, sem gerði þó óvenjulegar skyssur. Rikharður og Kristján voru ólíkir sjálfum sér i gær og slíkt er þungt á metunum hjá Vai. Stigin: Valur: Brad Miley 23, Jóhannes Magnússon 14, Torfi Magnússön 14, Kristján Ágústsson 11, Ríkharður Hrafnkelsson 10, Þórir Magnússón 10, Jón Steingrímsson 2. Njarðvík: Danny Shouse 41, Gunnar Þorvarðarson 16, Guðsteinn Ingimars- son 12, Valur Ingimundarson 6, Júlíus Valgeirsson 6, Jónas Jóhannesson 6. Dómarar voru Þráinn Skúlason og Jón Otti Ólafsson og dæmdu þokka- lega. Báðum urðu á slæm mistök en. dómarar eru mannlegir eins og aðrir. að komast í Rætt við ungu leikmemina íVíkingsiiðinu, Guðmund Guðmundsson og Heimi Karlsson, sem leika sinn fyrsta Evrópuleik á morgun Heimir Karlsson, jafnvigur á hand- knattleik og knattspyrnu. ■ ■íamtiðin er DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. gþróttir gþróttir iþróttir Iþróttir „Það er okkur íhagaðleika í Halharfirðr’ —segir þjálfari Hauka, Viðar Símonarson. Haukar leika við Nettelstedt í Evrópukeppni bikarhafa annað kvöld „Það er engum blöðum um það að fletta að i liði Nettelstedt er vaiinn maður i hverju rúmi,” sagði hinn þrautreyndi þjálfari Haukanna, Viðar Símónarson, er hann var spurður álits á andstæðingum Hauka í Evrópuleik bikarhafa á miðvikudagskvöld í Hafnarfirði. „Ég þekki sjálfur vel til tveggja leikmanna liðsins, Júgóslav- anna Lazarevic og Miljak, og veit því af eigin reynslu að þar fara sterkir leik- menn. Miljak er einn markahæstu manna v-þýzku 1. deildarinnar nú i haust. Lazarevic er meira fyrir liðs- heildina, en um leið afar sterkur „fintari”. Aðalmarkvörð liðsins, Wöller, þekkjum við frá landsleikjun- um gegn V-Þjóðverjum fyrir skemmstu.” Auk þessara landsliðs- manna eru fjórir A-landsliðsmenn innan vébanda Nettelstedt svo og einn rúmenskur unglingalandsliðsmaður. Hvernig hefur þú hagað þínum undirbúningi fyrir lcikinn hér heima? ,,Ég hafði fijótlega, eftir að ljóst var hverjum við drógumst gegn, samband við Axel Axelsson og hann gat frætt mig á ýmsu varðandi liðið enda þaul- vanur úr v-þýzku 1. deildlnni sjálfur. Þá fékk ég einnig upplýsingar frá Björgvin Björgvinssyni svo og Geir Hallsteinssyni. Það er ætlunin að reyna að leika stífa pressuvörn gegn þeim og láta bakkarana taka á móti framarlega á vellinum. Klippa út hornamennina og hugsanlega taka tvo leikmenn hjá þeim úr umferð ef ástæða þykir til. Það er langalgengast að leikin sé 6—0 vörn i Þýzkalandi og því eigum við von á að Nú en ég vil undirstrika það, að það þarf mikið átak til að komast inn í lið eins og Víkingsliðið og til jafn- aldra minna þá er aðeins eitt ráð til: Það er að æfa samvizkusamlega og taka á fullu á æfingum. Við erum með frábæran þjálfara — þann bezta sem hingað hefur komið og tel ég að við munum búa að starfi hans allan okkar feril — en i liðið fer enginn nema hann sé betri en sá næsti,” sagði Guðmundur að lokum. „Handknattleikur krefst líkams- styrks og eins að menn séu ákaf[“;a vel líkamlega bidjíáóir. Égleí að við "figu strákarnir í Víking séum ekki ennþá fyllilega undir það leika stórt hb'f- ' . oUU'r ro... ..„iverk í liðinu. Við erum .vynslulitlir en þá ber að líta á það, að reynslan kemur ekki nema menn fái að spila — og það er ákaflega erfitt að hanga á bekknum svona lengi,” sagði Heimir Karlsson, hinn efnilegi leikmaður í meistaraflokki Víkings. Heimir hefur orðið að sáetta sig við að verma varamannabekk Víkings eins og nokkrir félaga hans. Það hefur verið gagnrýni á, að ungu mennirnir í Víking hafi fremur Iítið fengið að spila. En þó ungu strákarnir í Víking hafi lítið fengið að reyna sig í meistaraflokki, þá urðu. Heimir og félagar fslandsmeistarar í 2. flokki í fyrra og fyrir skömmu sigruðu þeir FH, sem álitið er ejga mjög efnilegt lið með Kristján Ara- pressuvörn geti komið þeim í opna skjöldu. Það er annars dálitið erfitt að reyna að spá svona fyrirfram hvernig leika skal gegn þeim — það verður bara að ráðast af því hvernig leikurinn fer af stað og þróast.” Árangur Haukanna hefur verið slakur i 1. deildinni í vetur. Áttu von á þvi að liðið nái að rífa sig upp úr deyfð- inni og standa i Þjóðverjunum? „Vissulega höfum við verið afar lélegir, það sem af er íslandsmótinu, en það eru skýringar á því. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með liðið í heildina því það er enginn vari á að mun meira býr i þessum mannskap en hann hefur náð að sýna. Markvarzlan hefur verið i ágætu íagi hjá okkur í vetur en vörnin harla baráttulítil. Sókn- arleikurinn hefur verið stirður og ég kenni þar um fyrst og fremst skorti á útsjónarsemi hjá mörgum leikmanna. Þessi skortur kann að reynast okkur hættulegur gegn Nettelstedt. Ég er ekki hræddur um að líkamsstyrkur leik- manna liðanna sé svo verulega brá- brugðinn en þeir eru vafalítið út- smognari en við. Þá er bara að reyna að mæ.ta því með réttum aðferðum”. Eru einhverjir leikmenn, sem, að þinu mati, hafa komið betur út en aðrir i vetur? ,,Ég vil nú ekki beint orða það þannig, en þvi verður ekki neitað að yngri mennirnir og þá einkum og sér í lagi þeir Lárus Karl og Sigurður hafa komið vel út. Sigurður hefur þó verið verulega óheppinn í sínum færum en Lárus Karl hefur tekið út geysilega „Ég var á bekknum í allan fyrra- vetur og lærði vissulega mikið af því. Það er ákveðin reynsla að fylgjast með liðinu og eins tók maður þátt i undirbúningi leikja. Ekki þar fyrir — ég tel sjálfur, að í fyrra hafi ég ekki verið tilbúinn til að fara í liðið — ég hefði einfaldlega ekki verið nógu góður. En biðin hefur fyllilega verið þess virði þó hefði ég auðvitað ekki viljað verma bekkinn mikið lengur,” sagði hornamaðurinn snjalli, Guð- mundur Guðmundsson. Guðmundur er aðeins 19 ára gam- all en hefur þegar vakið mikla athygli í vetur með íslandsmeisturum Vik- ings í 1. deild. Hann l«^"r sinn fyrsta F'fíopuieTkj þegar hann ásamt félögum sínum mætir ungverska lið- inu Tatabanya í Evrón"1"- meistaraliða í La"" ,—iveppni kyöld -ugardalshöll annað „Við erum staðráðnir í að gera okkar bezta þó við leggjum megin- áherzlu á íslandsmótið. Þar má ekkert út af bregða. Ef við til að mynda töpum leik, þá eru Þróttarar aðeins einu stigi áeftir okkur.” í haust var uppi sá orðrómur að Guðmundur færi til Danmerkur til náms um áramótin. „Svo verður ekki, en það stóð til að ég færi. Ég reikna þó með að fara til Danmerkur næsta sumar í tölvufræði við ETB- skólann, sem er sjálfstæð stofnun í tengslum við Hafnarháskóla.” son í fararbroddi 16-1*! því '’jírí nja Viking. „Ég dreg enga dul á það, að við fáum of K*:* « .1, , - »"o að spreyta okkur *' A. , _.. nanmg neitaði eg til »u mynda i fyrra að fara inn á á móti HK. Víkingur hafði leitt með 10 til 12 mörkum allan leikinn en þegar hálf önnur mínúta var eftir, þá ætlaði Bogdan að setja mig inn á. Mér fannst of lítill tínii til stefnu og neit- aði. Með þessu vildi ég undirstrika, að gefa ætti okkur aukið tækifæri en vissulega er ég þess meðvitandi, að það er mjög erfitt að komast inn í meistaralið. En út af fyrir sig er það reynsla að sitja á bekknum og fylgj- ast með liðirtp og eins taka þátt i undirbúningi leikja, En ef þetta verður svona næsta vetur, þá hugsa ég að einhverjir okkar ungu strák- anna muni líta annað, þar sem við fáum að leika meira — það er ekki nema eðlilegt þar sem við erum jú bara áhugamenn. Við æfum til að spila.” Takmarkaður miðafjöldi — forsala íHaukahúsinu fram að leiknum Forsala aðgöngumiða á leik Hauka I framboð miða er mjög takmarkað þar og Nettelstedt, sem fram fer í íþrótta- sem húsið í Hafnarfirði rúmar aðeins húsinu við Strandgötu i Hafnarfirði rúmlega 1000 manns með góðu móti. annað kvöld kl. 20.30 er í Haukahúsinu Þeir sem ætla sér á leikinn æltu því að frá kl. 9 á morgnana til kl. 22 á hafa hraðann á og tryggja sér miða i kvöldin. Athygli er vakin á því að j tíma. Haukunum til góða að leika þar? „Já, tvimælalaust. Það er enginn vafi á því að við eigum eftir að hagnast á þvi. Við höfum alltaf haft góða áhangendur, sem hafa látið vel í sér heyra. Þeir eru í nánari snertingu við leikinn en ef leikið væri í Laugardals- höllinni. Áhorfendur á leiknum hafa hreint ekki svo litla þýðingu og ég von- ast til að með þeirra stuðningi náum við að velgja Nettelstedt rækilega undir uggum.” ^Úrslit Tveir leikir úr 1. umferð enska FA- bikarkeppninnar voru háðir í gær. Úrslit. Carlisle-Workington 4-1 Maidstone-Kettering 3-1 Carlisle á heimaleik við Walsall í 2. umferð en Maidstone leikur í Gilling- ham. í 3. umferð hefja liðin úr 1. og 2. deild keppni. Júgóslavneski landsliðsmaðurinn kunni, Milan Lazarevic, sem lcikur með Nettelstedt. mikinn þroska á skömmum tíma. Nú, Sigurður Aðalsteinsson hefur verið að koma sterkur upp að undanförnu og hann veitir hornamönnunum þarfa samkeppni. Eins og ég minntist á fyrr hefur markvarzlan verið góð hjá okkur í vetur en aðrir þættir liðsins hafa í heild verið slakir. Það er hart að þurfa að segja svo en engu að síður blákaldur sannleikur.” Falla Haukarnir i vetur? i „Einhvern veginn hef ég aldrei get- að ímynda mér Hauka, sem 2. deild- arfélag. Éghef ckki trú á öðru en við ná- um að bjarga okkur, þó svo staðan sé óneitanlega svört um þessar mundir. Reyndar tel ég að ölfliðin í 1. deildinni, að Víkingi og Þrótti undanskildum, séu í fallhættu ennþá. Reyndar er staða Víkings á toppnum sterkari en ég tel j styrkleika liðsins gefa tilefni til. : Víkingur er ekki það yfirburðalið í deildinni sem taflan gefur til kynna. Þróttur hefur komið mér langsamlega mest á óvart með getu sinni og Valsmenn um leið með getuleysi. Hreint ótrúlegt á3 sjá hvernig liðinu hefur hrakað á aðeins einu ári. Hvað okkur Haukana varðar tel ég að við megum taka okkur verulega saman í andlitinu ef ekki á illa að fara. Ég veit að við getum það og trúi ekki öðru en það takist að tryggja stöðu liðsins.” Ef við vikjum örlitið aftur að lcikn- um gegn Nettelstedt, sem fram fer í Hafnarfirði. Telurðu það koma Guðmundur Guðmundsson skorar gegn Fram i 1. deildtnm i vetur

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.