Dagblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980. nAr.Bi.Anin fimmti inagi ir a df.sf.mrfr i9«n Iþróttir þróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Átti ekki von á svo góðum leik — sagði fararstjóri Tatabanya, Alf red Antalóczy, eftir Evrópuleikinn í gærkvöld „Þetla var sérstaklega góður lcikur — ekta Evrópuleikur. Eg átti alls ekki von á því, að leikurinn yrði svo| góður sem raun ber vitni,” sagði fararstjóri Tatabanya, Alfred Antal-i óczy, eftir leik Víkings og Tatabanya íl Evrópukeppni meistaraliða i Laugar- dalshöll í gærkvöld. ,,Víkingsliðið kom mér alls ekki á óvart. Ég reiknaði með því mjög sterku. Það hefur náð frábærum árangri tvö síðustu árin. Beztu leik-l menn Víkings voru að minu mati fyrirliðinn Páll Björgvinsson, sem stjórnaði spili liðs síns mjög vel, og leikmaður nr. 10 — Þorbergur Aðal- steinsson. Það var svo sem allt í lagi með áhorfendur. Þeir studdu lið sitt vel en við erum ekki vanir þvi, að það sé verið að fleygja ýmsu lauslegu i leik- menn. Um síðari leikinn? Ég vona að lið mitt sigri með meira en einu marki í Tatabanya og ég vona, að leikur liðanna þá verði eins góður og þau sýndu nú,” sagðij Antalóczy að lokum. Alveg í skýjunum ,,Ég er alveg í skýjunum — mjög^ ánægður með leikinn og úrslitin. Sigur liðsheildarinnar. Það er ekki á hverjum degi, sem íslenzkt lið sigrar svo sterka mótherja. Ungverjarnir! eru góðir, það fer ekki milli mála. Stuðningur áhorfenda var alveg frá- bær. Víkingsliðið á þeim mikið aðí þakka — og á leikvellinum gaf aldrei nokkur maður neitt eftir,” sagði Páll Björgvinsson, fyrirliði Víkings, eftir Evrópuleikinn. Allt það bezta „Þetta er bezti leikur í handknatt- leik, sem ég hef séð lengi. Bauð upp á allt, sem góður handknattleikur býður upp á. Liðsheild Víkings er alveg einstök,” sagði Jón Erlends- son, stjórnarmður í HSI. Verulega gaman „Það var verulega gaman að taka þátt í þessum leik. Góður handbolti, góðir dómarar, góðir áhorfendur — já, allt gott,” sagði Árni Indriðason,- landsliðskappinn kunni í Víking , eftir leikinn. Sá bezti „Þetta er bezti handknattleikur, sem ég hef séð,” sagði Sigurður Jóns- son, fyrrum formaður HSÍ. „Stór dagur fyrir Viking-liðið lék frábæran handknattleik. Ég hef ekki séð öllu betri leik,” sagði Bjöm dómari Kristjánsson. -hsím. 49. tbl. 42 árg. 4. des. 1980 Verö kr. 1800 (18.00 nýkr.) Markvörðurinn hcimsfrægi, Béla Bartalos, kemur engum vörnum við, þegar ungi Víkingurinn, Guðmundur Guðmundsson, skorar annað mark Víkings í Evrópuleiknum. DB-mynd S. Leikur f heimsklassa er Víkingur vann Tatabanya — íslandsmeistararnir unnu Ungverjalandsmeistarana 21-20 f Evrópukeppninni íslandsmeistarar Víkings í handknatt- leiknum unnu mikið afrek í gærkvöldi á fjölum Laugardalshallarínnar. Sigruðu meistaralið Ungverjalands, Tatabanya, verðskuldað 21-20 i einum bezta leik, sem þar hefur sézt. Stemming á þriðja þúsund áhorfenda var hreint með ólikindum og á leikvellinum börðust leikmenn Víkings sem einn maður. Sigur liðsheiidarinnar í skemmtilegum, léttum handknatttleik beggja liða og sigur Víkings var i minnsta lagi. Nokkur harðupphlaupum mistókust, þar sem leikmenn Víkings voru einir gegn Béla Bartalos, einum frægasta merkverði heims. Hann lék í heimsliðinu á dögunum og í gærkvöld sýndi hann hvers vegna. Frá- bær markvörður — og leikmenn Víkings hristu nokkrum sinnum höfuðin, þegar hann varði frá þeim á linu. Eins marks sigur er að vísu ekki mikiðfararnestií siðari leikinn í Tatabanya eftir hálfan mánuð. En lið Víkings hefur þó vissa möguleika til að komast i þriðju umferðinni. Kristján Sigmundsson getur varið svo miklu betur en hanngerði i gærkvöld og Kristján i stuði gæti skipí sköpum í Ungverjalandi. En það er eitt við þessa leiki austantjalds. Þar dæma yfirleitt austantjaldsdómarar. Oftast hlutdrægir. Dönsku dómararnir i gær, Rodil og Ohlson, drógu ekki hlut heimaiiðsins. Voru sjálfum sér samkvæmir — snjallir dómarar — og áttu sinn mikla þátt i þvi hve leikur liðanna var góður. íkingur lék frábæran vamarleik gegn atabanya, það svo að ungversku leik- mennirnir áttu í hinum mestu erfiðleikum að koma skotunum í gegn. Opna vörnina nema helzt í hornum og þar voru tveir snillingar, Kontra og Basti. Skoruðu meira en helming marka Tatabanya. Það var erfitt fyrir Víkingsmarkverðina að koma 'vörnum við, þegar þeir svifu inn úr horn- unum, langt inn í teiginn. Beztu menn ung- verska landsliðsins. Víkingar léku vörnina framarlega og Páll Björgvinsson fremstur. Geysierfitt hlutverk, sem hann skilaði mjög vel. Steinar Birgisson, Þorbergur Aðalsteinsson og Árni Indriðason klettar I vörninni fyrir aftan hann. Steinar komst með snerpu sinni og krafti oft inn í sendingar Ungverj- anna en hins vegar mistókst honum að mestu aðrekaendahnútinná hraðupphlaup- in eftir að hafa geystst upp völlinn. En menn leika líka ekki gegn Bartalos mark- verði á hverjum degi. í heild var Steinar einn alsterkasti leikmaður Víkings, þó Bartalos gerði honum stundum lífið leitt. Sóknarleikur Víkings, þegar litið er framhjá hraðupphlaupunum, var hins vegar í heild oft mjög góður. Sá bezti, sem Víkingsliðið hefur sýnt á leiktímabilinu. Það er afrek að senda knöttinn 21 sinni í mark Bartalos. Páll lék inn bezta leik í langan tíma. Stjórnandinn, sem hreif menn til dáða. Skoraði falleg mörk og línu- sendingar hans á Árna snjallar. Þorbergur var einnig frábær — stöðugur ógnvaldur með hraða sínum og skotkrafti. Skoraði flest mörkin í leiknum. En það er varla rétt að vera að gera hlut eins leikmanns öðrum meiri. Þetta var Ieikur liðsheildarinnar eins og bezt gerist. Ungu mennirnir Guð- mundur Guðmundsson, Heimir Karlsson, Gunnar Gunnarsson og Eggert mark- vörður Guðmundsson komust vel frá sínum hlut í Ieiknum. Skemmtilegt lið Ungverjalandsmeistarar Tatabanya hafa skemmtilegu liði á að skipa með nokkra afburðamenn. Hornamennirnir snjallastir ásamt markverðinum og í heildafaráhuga- vert lið—einhvern skemmtilegasta leik handbolta — einhvern skemmtilegasta leik, sem þjóð sýnir á því sviði. Yfirleitt hafa Ungverjar reynzt okkur Islendingum ákaf- lega erfiðir gegnum árin og því var sigur Víkings á Tatabanya mjög uppörvandi. Hefði svo hæglega getað orðið nokkrum mörkum meiri en það er alls ekki öll nótt úti, að islandsmeistararnir komist í 4. um- ferð. Víkingur byrjaði vel íslandsmeistararnir byrjuðu mjög vel í leiknum. Strax á fyrstu mínútu skoraði Þorbergur með þrumuskoti. Ungverjar þreifuðu fyrir sér i sókninni en skyndilega komust varnarmenn Víkings inn í send- ingu. Guðmundur brunaði upp og skoraði. 2-0 eftir rúmar tvær mínútur og stemmningin varð gífurleg. Basti skoraði fyrsta mark Ungverja á 3 mín. en Þor- bergur svaraði nær samstundis 3-1. Tvö hraðupphlaup Víkings misheppnuðust og Kontra skoraði annað mark Ungverja. Páll kom Víking í 4-2 eftir 6 mín. Á þessum fyrstu mínútum hafði Kristján Sigmunds- son varið þrjú skot—og Víkingur komst í 5-2, þegar Árni skoraði úr víti, sem Guðmundur fiskaði. 5-2 og rúmar átta mín. af leik. Stórkostleg byrjun Víkinga. En Tatabanya minnkaði muninn í 5-4 — fyrst víti — en Páll skoraði sjötta mark Víkings. Þá varði Kristján víti Katona við gríðarlegan fögnuð. En heppnin var ekki með Víking á næstu mínútum. Stangirnar nötruðu þrívegis eftir hörkuskot Víkinga. Ungverjarnir nýttu hins vegar sín færi. Skoruðu næstu fjögur mörk. Breyttu stöð- unni úr 6-4 fyrir Víking í 8-6 fyrir Tata- banya eftir 21 mín. En Víkingar jöfnuðu fljótt. Fyrst skoraði Þorbergur, síðan Árni af línu eftir frábæra sendingu Páls 8-8 og jafnt var síðan á öllum tölum að 11-11, sem var staðan í hálfleik. Ungverjarnir skoruðu á undan. Steinar fékk tækifæri til að breyta því. Komst einn upp en Bartalos varði. Lokin Víkings Vikingar byrjuðu með knöttinn í síðari hálfleik og eftir örfáar sekúndur hafði Þor- bergur skorað. 12-11 og Víkingur fékk möguleika til að komast tveimur mörkum yfir. Steinar, þessi stórkostlegi varnar- maður, komst inn í sendingu. Einn upp — Bartalos varði. Basti jafnaði og svo skor- aði Steinar sitt fyrsta mark með hörku- skoti. Þau áttu eftir að verða fleiri.Leikur- inn í miklu jafnvægi. Allar jafnteflistölur upp í 18-18 og Þorbergur, Árni og Steinar skoruðu mörk Vikings. Tólf mínútur til leiksloka og svo komst Víkingur tveimur mörkum yfir 20-18. Steinar skoraði bæði og tíu mínútur eftir. Ungverjar minnkuðu muninn í eitt mark en Páll kom Víking aftur tveimur mörkum yfir. Lokakafla leiksins — siðustu sjö mínúturnar voru leikmenn Tatabanya lengstum með knött- inn. Reyndu að tefja sem mest og það kom mér nokkuð á óvart, að dönsku dómar- arnir skyldu ekki dæma á þá leiktöf. Hinn frábæri Kontra átti síðasta orðið í leiknum. Eins marks sigur Víkings var staðreynd. Mörk Vikings skoruðu Þorbergur 7, Árni 5/2, Páll 4, Steinar 4 og Guðmundur I. Mörk Tatabanya. Basti 6/1 Gubányi 6, Kontra 5, Babos 2 og Katona 1/1. Víkingur fékk tvö vitaköst. Tatabanya þrjú—eitt varið. Tveim Víkingum var vik- ið af velli, Páli og Þorbergi. Ungverjar voru út af í sex mín. Katona tvívegis og Kontra. -hsím. Lítill sigur Tékka á Tyrkjum í 3. riðli HM Tékkum tókst aðeins að sigra Tyrki 2-0 í HM-leik þjóðanna i 3. riðli í Prag í gær. Zdenek Nehoda skoraði bæði mörkin á tveimur mínútum. Það fyrra eftir 13. min. eftir aukaspyrnu Panenka. Strax á eftir lék hann í gegn og skoraði. 8000 áhorfendur bjuggust þá við stórsigri. Svo varð þó ekki á ísuðum vellinum. Tyrkir áttu aðeins eitt skot á mark í fyrri hálfleik en i þeim síðari komu þeir meira inn í myndina án þess þó að ógna Tékkum. Leikmenn Tékka voru oft kærulausir í þessum fyrsta sigri sínum i riðlinum. Snjó- koma var lokamínúturnar. Janecka átti þá stangarskot. Staðan í riðlinum er nú þannig: Wales 3 3 0 0 9—0 6 Sovétríkin 2 2 0 0 7—1 4 Tékkóslóvakía 2 10 1 2—1 2 ísland 4 1 0 3 4—12 2 Tyrkland 3 0 0 3 1—9 0 Þorbergur skorar — hörkuskot. Steinar vippar knettinum yfir Bartalos og skorar úr harðupphlaupi. Dómprófastur Ólafur Skúlason var heiðursgestur Vikings á lciknum. Hér heilsar hann fyrirliða landsliðsins, Ólafi Jónssyni. Páll, Eggert og Guðmundur fylgjast með. Árni, Þorbergur fjær. DB-myndir S. erum m kommr meú fufft hús afjób■ WUHUSIO Laugavegi 178 — Sími 86780 (næsta hús við Sjónvarpið)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.