Dagblaðið - 06.12.1980, Síða 4

Dagblaðið - 06.12.1980, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980. HVERNIG VERÐUR SAM- VIZKAN Á JÓLANÓTT? —þegar Gervasoni dúsir ífrönsku fangelsi 0998—2698 og 5723—9302 skrifa: Enn hefst þörf umræða um Gervasoni, Frakkann sem stóð upp í hárinu á frönskum stiórnvöldum og biðst nú hælis á Islandi, landi hreinleikans og hlutleysisins (sic!) Það er hreint ótrúlegt hve margir leggjast svo lágt að láta birta eftir sig bréf með slagorðum eins ogt „Það eru slæpingjar og raggeitur sem ekki vilja gegna herþjónustu” (lesenda- bréf Dagblaðsins 2.12. ’80 frá 3969- 8455). Hversu sjúkur á sál mun við- komandi vera, sem telur það til þors og dugnaðar að vilja láta þjálfa sig til hermennsku til þess að limlesta og drepa aðra menn. Síðan hvenær hefur eyðilegging og manndráp, á- vextir haturs og mannvonzku, verið talin til dyggða og manndóms? Við íslcndingar höfum iafnan viljað úlhrópa meðal erlendra þjóða hversu mannleg, kærlciksrik og gestrisin „fjölskylda” viðséum. Hér er enginn islenskur her, hrein nátt- úra, hreint loft, hver þekkir ekki þetta blaður. En þegar hingað kemur erlendur maður sem gjarnan vill kenna sig við og verða hluti af þessari „fjölskyldu”, þá flettum við ofan af okkur og sýnum ekkert nema hatur og illsku í hans garð. Og ekki erum við meiri hraustmenni en það að við vörpum igðinni ytlr .; þr'ðja •iðila Dah' vw >’m \,. '■ |j| að vísa Gervasoni úr landi. 3969—8455. vildir þú láta þjálfa uuidrápum, og myt.dii þt. jja það til afreka og vera dæmi uin hvuiKui oðlingur og dugnaðarforkur þú sért? Og sýndu nú að þú sért ekki blauðari en svo að þú þorir að standa fyrir máli þinu á þessum síðum! Ætlar þú að halda jólin, hátíð friðar og kærleika, há- tíðleg? Ef svo er, hvernig mun samvizka þín vera á aðfangadags- kvöld, þegar þú hefur gerzt samsærismaður með hæstvirtum dómsmálaráðherra, Friðjóni Þórðar- syni, og mönnum hans, í að reka landlausan mann út á gaddinn og verða þess valdandi að hann þurfi jafnvel að dúsa í frönsku fangelsi, þessa sömu jólanótt? Hvor mun hraustari, bleyðan, sem húkir hér á Fróni og þorði ekki að taka við einni sál af ótta við Stóra bróður í austri og vestri eða Gervasoni sem var sannur sinni sannfæringu og hefur barizt þrot- lausri baráttu fyrir hugsjónum sínum, friði og mannkærleik í heilan áratug innan og utan rimla? Sér er nú hver iireystin!!!! Hefðir þú viljað vera í sporum bandarískra ungmenna, sem send voru út í opinn dauðann i Víetnam? Hefðir þú talið sjálfan þig stórkost- lega hetju eftir að hafa myrt nokkur ungbörn og mæður þeirra og feður af þeirri einu ástæðu að einhverjir herrar í Pentagon hefðu skipað þér það? Ef svo er ættirðu frekar heima innan veggja hótelsins við sundin blá. I bréft þínu virðist þú vera á þeirri skoðun að hermennska sé álíka og að vera í hjálpræðishernum eða unglingavinnunni. Ég ætla að vona að þú sért ekki að heyra hér í fyrsta skipti um tilgang herja. Herir eru tæki, viljalaus samansöfnuður Á þessari. mynd er það reyndar lugreglan sem tvístrar mótmælagöngu I París en bréfritarar segja að franski herinn sé einnig notaður til slíkra verka. óbreyttra borgara, sem notaðir eru til að berja á óvinum stjórnarinnar. Og eins og t.d. í Frakklandi eru þeir ekki aðeins notaðir I stríði gegn óvinaherj- um, heldur líka til að halda „röð og reglu”. T.d. er franski herinn notað- ur til að berja á fólki í mótmælagöng- um, með kylfum, táragasi og vopnum og þarf víst ekki að útskýra fyrir þér framkvæmd þess verks. En líklega telur þú það dæmi um iðjusemi og dugnað. Franski herinn barðist líka í Alsir og Víetnam. Ef þú vilt mátt þú lesa þér til „gagns og gamans” um „hreystiverk og dugnað” ameríska hersins í bókinni „Og svo fór ég að skjóta” (Mark Lane, MM kiljur), og munt þú örugglega hafa gaman af, því þar eru sagðar sögur af riddara- legri hreysti og vasklegri framgöngu bandaríska hersins við að bjarga Víetnömum undan áþján komm- únismans. Leitt að þú skyldir ekki fá að vera með til að sýna dugnað þinn. Hér Ijúkum við nú í bili vinur vænn, en nú skulu þú og þinir líkar ekki ver^ að slæpast heldur grípa til fjöðurstafsins og sýna íslenzku þjóðinni í eitt skipti fyrir öll hversu hættulegur maður Gervasoni er öryggi íslenzka ríkisins. Eitt aðlokum: Sofðu vel i nótt. Raddir lesenda KRISTJAN MAR UNNARSSON Að eignast gervison „Stuðningsmaður” sendi okkur þessa vísu: Brostin er min veika von varð úlfaldi tilúrmý. Glöð vilja eignast gervison Guðrún Helga. og ASÍ. Jólakort innanbæjar óþarfi Ragna Gunnarsdóttir, Fífuhvamms- vegi 11, Kóp., hringdi: Við ættum að spara okkur það að senda jólakort innanbæjar, til fólks, sem við eins getum hringt í. í staðinn ættum við að gefa peningana, sem sparast til sveltandi þjóða. Gervasoni veldur vargöld „Friðmey” hringdi: Hvernig er hinum friðelskandi Gervasoni stætt á að stuðla að vargöld á íslandi? Það er komin NÝ PLATA HJÁ SAMHJÁLP Fíladelfíukórinn undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar, Ágústa Ingimarsdóttir og hli6msv^Áð^ Attar ^rfsi*5 hífllD^Í*™ Platan fœst r f afgreiðslu Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Opið 1 —6. Ný metsö/uplata Á sunnudagskvöldið, þann 7. des. klukkan 20, verður Samhjálparsam- koma í Rladolfíu Hátúni 2. Þar syngur kórinn lög af plötunni og Ágústa Ingimarsdóttir syngur einsöng. Einnig verða ávörp og al- mennur söngur. Stjórnandi samkom- unnar verður Óli Ágústsson, og eru allir hjartanlega velkomnir. Samhjá/p.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.