Dagblaðið - 06.12.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980.
Hunangs- og sírópskökur
tilheyra jólunum
Hægur vandi er að gefa ímyndunar-
aflinu lausan tauminn þegar skreyting
á jólakökunum fer fram. Það er
sannarlega jólalegt að lima (með
sykurbráð) gamaldags jólaglansmynd-
Deigið á að fletjast út i ca. 1/2 cm þykkt.
eina klst. Þá er mun auðveldara að
fletja deigið út. Það á að rúlla því út í
ca 1/2 cm þykkt. Stingið út myndir
með formunum ykkar (slik form fást
i búsáhaldabúðum.) Kökurnar eru
bakaðar við ca'. 200°C í um það bil 15
mín. — Kökurnar eru síðan skreyttar
að vild. Ef á að nota þær til þess að
hengja þær á jólatréð verður að gera
gat í hverja köku áður en þær eru
bakaðar.
-A.Bj.
nuiiui iiai ci u siuiignai ui incu iuyuua-
formum.
Heiniilisbókhald vikuna:
Mat-og dryklqarvcjrixr, hremlætísvörur og þ.h.:
Sunnud Mánud Þridjud Midvikud Fbnmtud Föstud Laugard
c*
-
Samt Samt Samt Samt Samt Samt Samt
Önnur útgjold:
Sunnud Mánud Þriöjud Miðvikud FLmmtud Föstud Laugard
Somt , Samt , Samt Samt Samt Samt Samt.
Góðráð
viðjóla-
baksturinn
. . . Smákökumar verða stökkar og
góðar ef þær eru látnar kólna vel
áður en þær eru látnar í
kökudósina. . .
. . . Látið ekki smjörpappír í.smá-
kökudósirnar, — þá geta kökurnar
orðið linar. . .
. . . Ef erfitt reynist að hnoða
brúnkökudeiginu saman getur það
stafað af því að deigið hafi verið of
heitt þegar pottaskan var látin út í
eða þá að sírópsblandan hefur
soðið. . .
. . . ef hunangskökur verða of
harðar má láta þær í dós með hálfu,
sundurskornu epli. Þær taka í sig
rakann frá eplinu og verða linar og
finar. ,.
• • • Ef feitin í djúpsteikingarpottin-
um verður of heit við kleinubakstur
má láta hálfa, sundurskorna hráa
kartöflu út í feitina. Það kælir feitina
aðeins. . .
Hunangs-og sírópskökur tilheyra
jólunum ekki síður en jólaljós og
grenigreinar. Hér eru tvær hunangs-
kökuuppskriftir, skúffukaka og
hjörtu og myndakökur úr síróp-
deigi.
Hunangsskúffukaka
500 g hunang
250gsykur(3dl)
2egg
1/2 tsk. engifer
rifinn börkur af einni appelsínu
1/2 kg hveiti
1 dl rjómi
1 tsk. kanill
1 tsk. hjartarsalt
Hitið hunangið í potti. Látið
mesta hitann rjúka af því og hrærið
sykri, eggjum og rjóma saman við.
Blandið kryddinu og öðru sem í
kökuna á að fara saman við hveitið
sem síðan er hrært saman við
hunangið. Deigið látið í smurðaofn-
skúffuna og bakað í ca I klst. viðj
170°C. Skerið kökuna í litla bita sem
síðan er hægt að skreyta að vild, t.d.
með sykurbráð og glansmyndum af
jólasveinum og englum. Þá má einnig
penslp kökustykkin á meðan þau eru;
enn heit með hunangi sem hrært er út'
með ofurlitlu vatni. Einnig má
skreyta kökuna með möndlustykkj-l
um.
Hunangshjörtu
450g hunang
225 g dökkur púöursykur (2 3/4 dl)
100 g smjör eða smjörlíki
2 tsk. engifer
3 tsk. kanill
1 tsk. natron
750 g hveiti
Sykurbráðin
Flórsykri er hrært saman við
þeytta eggjahvítu með nokkrum
dropum af sítrónusafa og einum
dropa af ediki. Sykurbráðina má lita
með matarlit ef vill.
Hunangið er brætt í potti með
púðursykri og smjörinu. Látið það
síðan rjúka aðeins. Blandið kryddinu
og natroni saman við hveitið og síðan
er hunangsmassanum hellt út í og
deigið hnoðað. Látið deigið kólna vel
áður en það er flatt út í ca 1/2 cm
þykkt. Stingið út stór eða smá hjörtu
sem eru bökuð við 200°C hita í ca 20
mín.
Hjörtunerusíðanskreytt aðvild.
Myndakökur
100 g dökkur púöursykur (11/2 dl)
250 g síróp (2 dl)
lSOgsmjörl.
2 tsk. engifer
2 tsk. kardemommur
2 tsk. kanill
2 tsk. natron
1 egg
550 g hveiti
Sykurbráð til skrauts.
Bræðið púðursykurinn, síróp og
smjörl. í potti. Látið kólna. Blandið
kryddinu og natróninu í hveitið og
bætið út í sykurinn með egginu.
Hnoðið deigið vel saman og látið
bíða á köldum stað í minnsta kosti
Baka á sirópshjörtun við ca 200°C
hita f um það bil 20 mfn.
DB-mynd Bjarnleifur.