Dagblaðið - 02.01.1981, Side 1
i
f
i
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981.
,13
<
i
[vaðerásevðinmhi
Sjónvarp næstuviku
• ••
Sjónvarp
Laugardagur
3. janúar
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni
18.30 Lassie. Tólfti og næstsíðasti
þáttur. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.'
19.45 Fréttaógrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Löður." Þetta er síðasti þáttur-
inn að sinni, og er hann tvöfalt
lengri en venjulega. Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
21.25 Götóttu skórnir. Bresk dans-
mynd í léttum dúr, byggð á hinu
þekkta Grimms-ævintýri, um
prinessurnar sem voru svo dans-
fíknar, að þær slitu upp til agna
nýjum skóm á hverri nóttu. Þýð-
andi Rannveig Tryggvadóttir.
22.15 Greifafrúin. (Die marquise
von O). Þýsk-frönsk bíómynd frá
1976, byggð á skáldsögu eftir
Heinrich von Kleist. Leikstjóri
Eric Rohmer. Aðalhlutverk Edith
Clever, Bruno Ganz, Peter Lúhr
og Edda Seippel. Sagan hefst árið
1799. Rússneskur her ryðst með
ránum og rupli inn í Ítalíu. Greifa-
frúin af O. . . dvelst í virki, þar
sem faðir hennar er herstjóri, og
því ná Rússarnir á sitt vald eftir
harða baráttu. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
23.50 Dagskrárlok.
Sunnudagur
4. janúar
16.00 Sunnudagshugvekja.
16.10 Húsið á sléttunni. Tíundi þátt-
ur. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
17.10 Leitin mikla. Tíundi þáttur.
Afrísk trúarbrögð. Þýðandi Björn
Björnsson prófessor. Þulur Sigur-
jón Fjeldsted.
18.00 Stundin okkar. Aðalefni
þáttarins verður upprifjun efnis
sem var í Stundinni okkar á ný-
liðnu ári. Einnig rekja nemendur
úr Kennaraháskóla Islands sögu
jólasveinsins í máli og myndum,
og fastir liðir verða í þættinum.
Umsjónarmaður Bryndís Schram.
Stjórn upptöku Tage Ammen-
drup.
18.50 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirogveður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.45 Vindar. Þorsteinn frá Hamri
les kvæði sitt.
20.55 Gosið og uppbyggingin í Vest-
mannaeyjum. íslensk heimilda-
mynd um eldgosið í Heimaey árið
1973, eyðilegginguna, baráttu
manna við hraUnflóðið og endur-
reisn staðarins. Myndina tók
Heiðar Marteinsson. Jón Her-
mannsson annaðist vinnslu.
Magnús Bjarnfreðsson samdi
handrit og er einnig þulur.
21.20 Landnemarnir. Bandarískur
myndaflokkur. Sjöundi þáttur.
Efni sjötta þáttar: Englendingur-
inn Oliver Seecombe fær John
Skimmerhorn til að fara til Texas,
þar sem hann á að kaupa naut-
gripi og ráða kúreka. Rekstrar-
stjóri Skimmerhorns er hörkutólið
Poteet. Flokkurinn lendir í marg-
víslegum raunum á leiðinni frá
Texas til Colorado. Þýðandi Bogi
Arnar Finnbogason.
22.55 Dagskrárlok.
Mánudagur
5. janúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tommi og Jenni.
20.40 Áfengisvandamálið. Joseph
P. Pirro starfar að fræðslumálum
á Freeport-sjúkrahúsinu í Banda-
ríkjunum, þar sem margir
íslendingar hafa leitað sér lækn-
inga við áfengissýki. Pirro var á
ferð hér á íslandi í sumar og gerði
íslenska sjónvarpið þá þrjá stutta
þætti með honum. Fyrsti þáttur.
Annar þáttur verður sýndur
þriðjudaginn 6. janúar og þriðji
miðvikudaginn 7. janúar.
20.55 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
21.25 Sól er ætíð gull á sunnudegi.
Austur-þýzkt sjónvarpsleikrit.
Höfundur handrits og leikstjóri
Rainer Bár. Aðalhlutverk Anne-
gret Siegmund, Horst Drinda og
Michéle Marian. Blaðamaður
finnur dagbók lítillar stúlku, þar
sem lýst er ferð hennar og föður
hennar til baðstrandar. Blaða-
maðurinn vill vita nánari deili á
£
Prinsessurnar i ævintýrinu dönsuðu allar nætur.
GÖTÓTTU SKÓRNIR—sjónvavp kl. 21,25 á laugardag:
Dansað allar nætur
Götóttu skórnir er brezk dans-
mynd 1 léttum dúr, byggð á hinu
þekkta Grimms-ævintýri um
prinsessurnar sem voru svo dansfikn-
ar að þær slitu upp til agna nýjum
skóm á hverri nóttu. Þetta ævintýri
byrjar eins og öll góð ævintýri á
,,Einu sinni var” kóngur sem átti tólf
dætur. Á hverjum morgni voru
skórnir þeirra alveg uppurnir, kóngsi
skilur hvorki upp né niður í því
hvernig á þessu geti staðið og fær
mann til að njósna um prinsessurnar.
Þegar allir eru gengnir til náða um
kvöldið fara prinsessurnar á kreik og
búa sig á dansleik. Þær fara niður að
vatni sem konungshöllin er við og þar
bíða þeirra tólf bátar. Á þeim fara
þær síðan yfir vatnið. Hinum megin
er önnur konungshöll og þar er
dansað alla nóttina. Að morgni er
síðan laumast aftur til baka. Að öllu
þessu kemst njósnari konungs og
segir kóngi en allt fær góðan endi
eins og í öllum góðum ævintýrum.
Þýðandi er Rannveig Tryggvadóttir.
-GSE.
Sjónvarp mánudaginn S. janúar ki. 22.45: Greenpeaca við Ísland: Kvikmynd
sem Greenpeace menn hafa látíð gera um ferðir Rainbow Warrior á íslands-
mið.
stúlkunni og rekur slóð þeirra
feðginanna. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
22.45 Ákvörðunarstaður: ísland.
Greenpeace-menn hafa látið gera
þessa kvikmynd um ferðir
Rainbow Warriors á íslandsmið
og viðureign áhafnarinnar við ís-
lendinga. I myndinni er kveðinn
heldur harður dómur yfir ís-
lendingum, sem þykja stundum
virða lítils skynsamleg friðunar-
sjónarmið og gildandi alþjóða-
reglur. Þýðandi Ingi Karl
Jóhannsson. Þulur Gylfi Pálsson.
23.35 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
6. janúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tommiog Jenni.
20.40 Áfengisvandamálið. Annar
þáttur.
20.50 Lifið á jörðinni. Ellefti þáttur.
í veiðihug. Safaríkt grasið á slétt
unum freistáði dýranna. En þar
var svo sannarlega „höggormur í
paradís”. Rándýr af ýmsu tagi
hafa góða lyst á grasbítum og
veiða þá hvert með sinni aðferð.
Þýðandi Öskar Ingimarsson.
Þulur Guðmundur Ingi Kristjáns-
son.
21.50 Óvænl endalok. Sakamála-
myndaflokkur. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
22.15 Erum við að útrýma hvala-
stofnunum við íslands? Umræðu-
þáttur. Stjórnandi Gunnar G.
Schram.
23.05 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
7. janúar
18.00 Herramenn. Herra Kjáni.
Þýðandi Þrándur Throddsen. Les-
ari Guðni Kolbeinsson.
18.10 Börn i mannkynssögunni.
Ungi læknirinn. Þýðandi Ólöf
Pétursdóttir.
18.30 Vetrargaman. Brezkur
fræðslumyndaflokkur um vetrarí-
þróttir. Siðari þáttur um skíði.
Þýðandi Eirikur Haraldsson.
18.55 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Nýjasta tækni og visindi.
Umsjónarmaður örnólfur
Thorlacius.
21.05 Vændisborg. (Strumpet City).
írskur framhaldsmyndaflokkur í
sjö þáttum, byggður á skáldsögu
eftir James 'Plunkett. Aðalhlut-
verk Cyril Cusack, Frank Grimes,
David Kelly, Donald McCann og
Peter O’Toole. Fyrsti þáttur. Sag-
an gerist í Dyfíinni á árunum
1907-1914. í borginni búa
auðmenn, sem njóta lífsins lysti-
semda; einnig fátæklingar og þeir
eru margfalt fleiri. Þetta er saga
mikilla umbrotatíma í írskri stétt-
arbaráttu. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir.
22.00 Útvarp í hálfa öld. 20.
desember 1938 hófust reglulegar
útsendingar Ríkisútvarpsins. í
þessari dagskrá er skyggnst um í
Ríkisútvarpinu og rætt við
nokkra menn, sem unnu við fyrstu
útsendinguna fyrir 50 árum.
Umsjónartnaður Magnús Bjarn-
freðsson. Áður á dagskrá 20.
desember sl.
22.55 Dagskrárlok.
Föstudagur
9. janúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Á döfinni.
20.50 Skonrok(k) Þorgeir Ást-
valdsson kynnir vinsæl dægurlög.
21.20 Fréttaspegill. Þáttur um
innlend og erlend málefni á
líðandi stund. Umsjónarmenn
Bogi Ágústsson og Guðjón
Einarsson.
22.25 Hafa skal holl ráð. (Daughter
of the Mind). Bandarísk sjón-
varpsmynd frá árinu 1969. Aðal-
hlutverk Ray Milland, Gene
Tierney og Don Murray. Frægur
vísindamaður fær boð um það frá
framliðinni dóttur sinni, sem lést á
barnsaldri, að hætta að hanna
vígvélar. Þýðandi Jón O. Edwald.
23.35 Dagskrárlok.
Laugardagur
10. janúar
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Lassie. Lokaþáttur. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.