Dagblaðið - 16.01.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 16.01.1981, Blaðsíða 23
31 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1981 C Útvarp Sjónvarp I Blaðamaður ræðir við úrsmiðinn SAGA AF ÚRSMIÐ - sjónvarp kl. 22,00: llla þokkaður eftir- litsmaður er myrtur —Ungur piltur grunaður um morðið Bíómyndin í kvöld er frönsk frá árinu 1972, byggð á sögu eftir Georges Simenon. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þann veg að lögreglan kemur til úr- smiðs nokkurs og tjáir honum að bill- inn hans hafi fundizt yfirgefinn. Úr- smiðinn grunar strax að sonur sinn sé í vanda staddur enda kemur það á daginn að hann er horfinn og talinn hafa drepið illa þokkaðan eftirlits- mann í verksmiðju nokkurri. Myndin fjallar síðan um leitina að stráknum og vinstúlku hans sem flúði með hon- um. Úrsmiðurinn er ein aðalpersóna myndarinnar en myndin byggist að miklu leyti á samtölum hans við lög- regluna. Fléttast inn í það hugleiðing- ar um réttarfar, réttlæti, lögregluna og franskt réttarkerfi en höfundur sögunnar, Georges Simenon hefur einmitt fjallað mikið um þá hlið sakamála í hinum fjölmörgu saka- málasögum sínum, t.d. þá áleitnu spurningu hvort morð geti i einhverj- um tilvikum verið réttlætanleg. Myndin er tekin i Lion og nágrenni og gerist að mestu Ieyti þar. Þrált fyrir að myndin sé eins frönsk og Eiffel-turninn er Georges Simenon ekki Frakki heldur Belgi. Með aðal- hlutverkin fara Philippe Noiret og Jean Rochefort en leikstjóri er Bert- rand Tavernier. Þórður Örn Sigurðsson er þýðandi myndarinnar. r KMU FRÉTTASPEGILL—sjónvarp kl. 21,15: Opnunartími verzlana og fiskverðsákvöröun —Væntanleg ríkísstjóm Ronalds Reagans í erlenda hlutanum í Fréttaspegli í kvöld verður kann- að hvernig ákvörðun um fiskverð verður til. Svara við þeirri spumingu verður m.a. leitað inni á fundi hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins. Þá verður fjallað um opnunartima verzlana í Reykjavík og þær breyting- ar sem rætt hefur verið um að gera á reglugerð um opnunartímann en þau mál voru rædd í borgarstjórn í gær. Af erlendum vettvangi verður fjall- að um væntanlega ríkisstjórn Ron- alds Reagans sem tekur við völdum í næstu viku. Ýmis önnur mál verða einnig tekin fyrir í erlenda hlutanum en er DB ræddi við Ögmund Jónas- son umsjónarmann Fréttaspegils var enn ekki búið að ganga endanlega frá því hvað það yrði. -KMU í erlenda hluta' Fréttaspegils verður m.a. fjallað um væntanlega ríkis- stjórn Ronalds Reagans. Nýlega gaf séra Tómas Sveinsson saman í hjónaband í Háteigskirkju Hrafnhildi Sveinsdóttur og Sturlaug Sturlaugsson. Heimili þeirra er að Viðimel 52 Reykjavík. Ljósmynd Mats-Laugavegi 178. Nýlega gaf séra Siguröur Haukur Guðjónsson saman i hjónaband í Lang- holtskirkju Eddu Arinbjarnardóttur og Jón Snorrason. Heimili þeirra er að Högnastöðum, Helgustaðahreppi. Ljósmynd Mats - Laugavegi 178. 27. september sl. gaf séra Ólafur Skúla- son saman í hjónaband í Bústaðakirkju Sigríði Ólafsdóttur og Höskuld H. Ólafsson. Heimili þeirra er fyrst um sinn að Heiðargerði 17 Reykjavik. Ljósmynd Mats-Laugavegi 178. 11. október sl. gaf séra Ólafur Skúla- son saman í hjónaband i Bústaðakirkju Sólrúnu Bragadóttur og Bergþór Páls- son. Heimili þeirra er að Kleifarvegi 14 Reykjavík. Ljósmynd Mats- Laugavegi 178 30. ágúst sl. gaf séra Kristján Róberts- son saman í hjónaband i Frikirkjunni i Reykjavík Auði Leifsdóttur og Guð- mund Gunnlaugsson. Heimili þeirra er að Njarðargötu 31 Reykjavík. Ljósmynd Mats- Laugavegi 178. 15. nóvember sl. gaf séra Jón Arni Sigurðsson saman i hjónaband i Grindavíkurkirkju Ólöfu Bjarna- dóttur og Ásmund Guðnason. Heimili þeirra er að Hafnargötu 2 Grindavik. Ljósmynd Mats - Laugavegi 178. Veiðimenn — veiðifélög Tilboðóskast í leigu á vatnasvæði Hvolsár og Staðarhólsár i Saurbæ Dalasýslu árið 1981. Tilboð sendisl til lormanns félagsins séra Ingibergs J. Hannessonar. Hvoli 371 Dala- sýslu. sem jafnframi veitir nánari upplvsingar ásamt Krist jáni Sæmundssyni. Símstöðinni Neðri-Brunná. Dalasýslu. Skilafresturá tilboðum er til 20. lebrúar nk. Réttur áskilinn til að taka hvaða lilboði sem er eða hafna öllum. Stjórnin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.