Dagblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981. Útgefandi: Dagblaðið hf. '' . . _____ Framkvaamdastjóri: Sveinn R. EyjöMsaon. Rítstjörí: Jónas Kristjánsson. Aðstoöanitstjóri: Haukur Halgason. Fréttastjöri: Ómar Valdimarsson. Skrif stofustjöri ritstjömar Jóhannes ReykdpL Íþróttir HaHur Simonarson. Menning: Aðabteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrfmur Pálsson. Hönnuru Hilmar Karisson. Blaðamann: Anna BJanUson, Atli Rúnar Hattdórsson, Atíi Stainarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stafánadóttk, EHn Abartsdóttir, Qisli Svan Elnarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huid Hákonardóttk, KrjAtján Már Ungarsson, Siguröur Sverrisson. • Ljósmyndir. Bjarnlelfur Bjamlaifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Siguröur Þorri Sigurössorí og Svainn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Óiafur Eyjólfsson. Qjaldkari: Þráinn Þoriaifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs son. DreHingarstjóri: Valgaröur H. Svelnsdóttir. Ritstjóm: Slöumúla 12. Afgraiösla, áskriftaðsiM, dUQTýsingar og skrifstofur Þverholti 11. s'ar Í7Ö22 C Aöalsimi blaösins e 2(10Hnur). Mistök ímanntali Manntalið um helgina tókst stór- slysalaust. Flestir voru heima og svöruðu undanbragðalítið, þegar teljarar komu á vettvang. Reiknað er með, að um næstu helgi verði búið að ná sambandi við mikinn hluta hinna, sem eftir eru. Þetta er vel sloppið, þar sem stjórnendur manntalsins höfðu af óhóflegum góðvilja tekið meiri áhættu en eðlilegt er. Þeir höfðu hleypt óviðkomandi aðilum inn í manntalið með spurningar, sem tæplega eru á verksviði manntals. Um þetta er hægt að fjalla nú, þar sem manntalinu er að verulegu leyti lokið. Gagnrýni ætti ekki lengur að spilla söfnun nauðsynlegra upplýsinga. En hún ætti að koma til íhugunar, næst þegar manntalsmenn vilja taka áhættu. Ekki er hægt að segja, að aukaspurningar manntalsins hafi verið tiltölulega nærgöngular. íslendingar eru vanir að svara í skoðanakönnunum mun persónulegri spurningum um pólitískar skoðanir og afstöðu til viðkvæmra mála. Menn hafa til dæmis almennt tekið vel spurningum Dagblaðsins um afstöðu til áfengismála, jafnréttis- mála, varnar- og utanríkismála. íslendingar hafa reynzt furðanlega fúsir til að tjá sig, þegar eftir hefur verið leitað. Eigi að siður kom í ljós, að sumir tóku manntalinu illa og voru andvígir sumum spurningum þess. Lesendadálkar dagblaðanna fylltust af margs konar gagnrýni, misjafnlega grundaðri eins og gengur. Kom- ust þar færri að en vildu. Ljóst er, að manntalsmönnum tókst að reita sumt fólk til reiði. Það er að vísu fámennur minnihluti, en hávær og áhrifamikill. Og niðurstaðan er auðvitað sú, að töluverð afföll eru á svörum við sumum spurninganna. Skekkjur læðast að á ýmsa vegu. Ekki er hægt að gera ráð fyrir, að hóparnir, sem neita að svara ákveð- inni spurningu eða svara henni viljandi út í hött, séu eins og hópurinn, sem svarar henni af beztu getu. Hin skekkjan er þó enn alvarlegri, sem er kerfís- bundin í ömurlegri aðferðafræði manntalsmanna. Þeir spyrja um staðreyndir sem væru þær skoðanir. Þeir rugla saman vísindalegum mælingum og félagsvísinda- legum könnunum. Lengd ferða til vinnu og tími til heimilisstarfa eru mælanlegir hlutir. Betri upplýsingar um slík atriði fást með mælingum á strangvísindalegan hátt hjá tiltölulega litlu úrtaki manna, heldur en með skoðana- könnun. Manntalsmenn hafa látið blekkjast af glýju hins 100% úrtaks. En svörin mæla ekki raunveruleika, heldur hvað fólk ímyndar sér, að það hafí varið miklum tíma til ferða á vinnustað og til heimilisstarfa af mjög svo ýmsu tagi. Augljóst er, hvernig jafnréttisráð, umferðarráð og alls konar ráð freistast í fátækt sinni til að hengja áhugamál sín á aðila, sem hefur fé til að framkvæma 100% skoðanakönnun meðal landsmanna, það er að segja manntalið. Hitt verður að draga í efa, að hagnýtar upplýsingar fáist með því að troða fávíslegum spurningum í manntalið. Að minnsta kosti verður skoplegt að sjá lærðar greinar um meðaltíma íslenzkra karlmanna við heimilisstörf! Sökin hlýtur að liggja hjá manntalsmönnum sjálfum. Þeir eiga að búa yfír þekkingu til að hafna spurningum, sem leiða til marklítilla svara, og spurningum, sem eru til þess fallnar að reita hluta þjóðarinnar til reiði. Kjamorkustríð: Almenn andspyma eina vonin Engum verður talið hughvarf með ógnunum. Með því að vekja hjá fólki ótta sannfærir maður engan. Vissu- lega er hægt að hræða fólk til að gera eitthvað eða láta vera en óttinn einn veldur ekki skoðanaskiptum. Fæstir menn vilja deyja. Lífsvilj- inn veldur þvi að maður stígur ekki út um gluggann á fjórðu hæð. Ef þú ætlar niður ferðu niður stigann. En það er ekki ótti við dauðann sem veldur því að þú ferð niður stigann heldur skynsemi — menn læra af reynslunni, eða til dæmis af for- eldrum, að rétt er að nota stigann en ekki giuggann til að komast niður á jafnsiéttu af fjórðu hæð. Lífsviljinn er það meginmarkmið sem veldur því að þú ferð niður stigann. Lifsviljinn og skynsemin leggjast á eitt um að velja réttu leiðina. Ógnanir kjarnorkustyrjaldar koma engum til að verða vígbúnaðarand- stæðingur. Vígbúnaðarkapp nú- timans jafngildir samt sem áður skrefínu út um giuggann á fjórðu hæð. Þeir sem gera sér grein fyrir því að vígbúnaðarkapphiaupið leiðir óhjákvæmilega til gagnkvæmrar gjöreyðingar velja aöra leið í átt til friðar og mannsæmandi lífs. Maður sórfróflur um vígbúnað talar Frank Barnaby heitir maður er veitir forstöðu stofnun í Svíþjóð sem nefnist Alþjóðlega friðarrannsókna- stofnunin í Stokkhólmi og er þekkt undir nafninu SIPRI (Stockholm International Peace Research Insti- tute). Þetta er ein virtasta stofnun sinnar tegundar í heiminum, orðlögð fyrir hlutlægni (óhlutdrægni og áreiðanleika) í dómum um flest sem lýtur að hernaðar- og vígbúnaðar- málum. Fyrir nokkrum dögum hélt Frank Barnaby ræðu á alþjóðlegri friðar- ráðstefnu í Helsinki í Finnlandi. Hann hafði þar ýmislegt að segja varðandi kjarnorkuvígbúnað í heiminum. Sökum þess að margir ísiendingar hafa í því viðviki enn ekki lært að greina milli leiðarinnar út um giuggann og hinnar niður stigann ætla ég að skýra hér frá helstu atriöum i ræðu Barnabys (sumum orðrétt, innan gæsalappa): ,,í vopnabúrum heimsins eru nú tugþúsundir kjarnorkuvopna, líklega yfir 60.000 talsins. Sprengikraftur þessara vopna jafngildir 1250.000 Hiroshima-sprengjum eða 400 kílóum sprengiefnis (TNT) á hvert mannsbarn á jörðinni. ímyndunar- Kjailarinn Jón Ásgeir Sigurðsson K0RTURINN Fátt hefur verið meira rætt að undanförnu en orkuskorturinn. Orkuskömmtun er veruleg, nálgast um 140 MW og raforkuframleiðsla hefur verið mikil með dísiioliu. Auðvitað er eðlilegt að menn Ieiti orsakanna fyrir þessu ástandi og reyni jafnframt að gera sér grein fyrir leiðum til úrbóta. Ekki eru allir á einu máli um hvað valdi, eins og gengur. Mest hefur verið bent á litla úr- komu sl. haust, sem engin leið hafi verið að sjá fyrir. Sumir telja óheppni i framkvæmdastjórn vatns- virkjana valda miklu og nú fyrir nokkrum dögum ritaði prófessor nokkur við háskólann grein, þar sem hann taidi orkuskortinn afieiðingu mistaka í ákvarðanatöku um virkjanir. Prófessorinn taldi orku- skortinn nú sök stjórnmála- mannanna. Vafalaust gera allir einhver mistök á sínu æviskeiði og þeim mun stærri sem ákvarðanir þeirra hafa meiri áhrif. Ekki dettur mér í hug að draga stjórnmálamenn i annan dilk en aðra. Hins vegar hygg ég að, orsakir vandans séu margvíslegar. Alla vega hefur aldrei þótt mikil kúnst að vera vitur eftir á. Orsakir í stuttri blaðagrein er ekki unnt að ræða orsakir orkuskortsins ítarlega. Ég vil þó drepa á nokkra þætti, sem koma i hugann. 1. Lélegt vatnsár og óheppilegt veðurfar. 2. Leki úr Sigölduióni. 3. Bjartsýni í álagsaukningu. 4. Minni framleiðsla við Kröflu en áætlað var. Eins og menn rekur minni til var vetúrinn 1978-79 gripið til verulegrar raforkuskömmtunar, eða líklega um 50 MW. Kjallarinn GuðmundurG. Þórarinsson Lélegt vatnsár í fréttatilkynningu Lands- virkjunar frá í febrúar 1980 segir: „Síðustu fimm ár hefur vetrar- rennslið við Búrfell þ.e. mánuðina okt.-april verið undir meðallagi áranna 1950—1979. Þá hefur sumar- rennslið, þ.e. mánuðina maí-sept. verið undir meðallagi síðustu þrjú árin.” Síðan segir: „Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni reyndist síðasta ár eitt hið kaldasta, sem mælzt hefur á þessari öld og rennsli af vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár reyndist það minnsta, sem mælzt hefur.” Hér er átt við árið 1979. Sé linurit Landsvirkjunar yfir vatnshæð í Þórisvatni athugað, sést að í september 1980 er vatnjhæðin 3—3,5 m hærri en í sept. 1979 og nokkru hærri en í sept. 1978. Af þessu verður að ráða, að í september í haust hafi ástand vatns- miðlunar verið nokkuð gott. Yfírborð Þórisvatns lækkar síðan nærfellt 3 m í október 1980 og vekur það menn til nokkurrar umhugsunar. Október var að vísu óvenjukaldur og haustrigningar brugðust. í lok desember er yfirborðið orðið um 1 m lægra en hin lága staða í árslok 1979. Óvenju- mikil ísmyndun við Búrfell "•kur síðan óvenjumikið vatn í ísskolun. Lekiúr Sigöldulóni Lekinn úr Sigöldulóni er auðvitað dlfinnanlegt vandamál. Prófessorinn sem ritaði í Vísi segir reyndar að þar sé ekki við neinn að sakast þótt ísland leki. Ekki skal ég leggja dóm á það, en auðvitað er það verðugt verk- efni fyrir íslenzka verkfræðinga að velta fyrir sér hversu við skuli brugðizt. Ég hefi reyndar þá skoðun að ekki sé við neinn sérstakan fremur að sakast þótt eldar geisi við Kröflu. Jarðelda af því tagi er jafnvel enn erfiðara að sjá fyrir en leka í íslenzkum jarðlögum. Bjartsýni í álagsaukningu Veturinn 1979—1980 var hér veruleg orkuskömmtun. Ég verð að játa, að mér leizt illa á alla þá aukningu raforkunotkunar, sem menn höfðu á prjónunum á árinu 1980. Meöan orkuskömmtun var í aðsigi var verið að áforma mikla aukningu álags. Sem dæmi má nefna: 1. Annar ofn málblendi- verksmiðju30MW 2. Stækkunálverksmiðju20MW 3. Aukin rafhitun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.