Dagblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981. d Erlent Erlent Erlent Erlent 9 Ekkert lát á hörmungum f lóttafólks frá Víetnam: SJORÆNINGJAR UPPIVOÐSLU- SAMARIEN NOKKRU SINNI — Bátafólkið svonefnda verður fyrir stöðugum árásum sjóræningja misþyrmt og öllu fémætu stolið Konum er nauðgað, körlum Árásir sjóræningja á vietnamskt bátafólk á Thailandsflóa virðast vera að aukast og verða ennþá grófari, eftir skýrslu Sameinuðu þjóðanna um málið að dæma, en hún er byggð á miklum fjölda frásagna víet- namskra flóttamanna í flóttamanna- búðum í Thailandi. Margir flóttamenn sem komið hafa til Songkhla í Thailandi hafa sagt frá árásum sem bátar þeirra hafi orðið fyrir, stundum fleiri en einni sama daginn. Sjóræningjarnir ræna öllu gulli, peningum ogverðmæti, nauðga konum og ungum stúlkum og mis- þyrma karlmönnunum. Etienne Paridant, einn af yfir- mönnum hjálparstarfs Rauða kross- ins, sagði í Kuala Lumpur snemma í síðasta mánuði að meira en helm- ingur þeirra báta sem legði upp frá Víetnam með flóttafólk yrði fyrir árásum sjóræningja. Af næstum 350 bátum sem kæmu til strandar Malasíu á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs urðu um 250 fyrir árás vopnaðra ræningja. Til- kynnt var um meira en 30 morð og nauöganir áttu sér stað i meira en fjórðungi tilfellanna. Paridant sagði að varnir á hafinu væru öldungis ófullnægjandi og hann hvatti til þess að meira yrði gert til að tryggja flóttafólkinu vernd. Varðskip sem flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna lét í té til að vernda flóttafólkið á Thailandsflóa fyrir sjóræningjum hefur komið að litlum notum að því er einn af starfsmönnum flótta- mannabúðanna i Songkhla segir. Flóttamannahjálpin hefur bjargað mörgum konum og ungum stúlkum úr höndum sjóræningja á eyjunni Kra sem er lítil óbyggð eyja um 80 km fyrir norðan Songkhla. Starfsmenn flóttamannahjálparinnar fara reglu- lega til eyjarinnar Kra til að sækja fórnarlömb sjóræningja. Einn sjálfboðaliðanna sagði að sumar stúlknanna hefðu sjóræningj- arnir selt sem vændiskonur. ,,Það sorglega er að eftir stuttan tíma virðast sumar stúlkurnar hafa sætt sig viðslíkt líf,” sagði hann. Búðirnar 1 Songkhla, sem eru hinar Margt flóttafólkið er rænt aleigu sinni á leiðinni yfir hafið. sinn hefðu tveir sjóræningjar komið flóttamanni sem hafði lofað þeim gulli ef þeir flyttu fjölskyldu hans í land. Þegar hann gat ekki innt greiðsluna af hendi kröfðust þeir þess að fá átján ára gamla dóttur hans upp í skuldina. Þeir eru nú í haldi hjá iögreglunni. Þau fórnarlömb sjóræningjanna sem kæra árásir til yfirvalda verða að vera í búðunum þar til málinu er lokið og það þýðir lengri bið eftir að þau geti flutzt til þriðja lands. í Malasíu hefur fram til þessa aðeins eitt mál þessarar tegundar verið höfðað. Það var gegn átta thai- lenzkum sjómönnum fyrir vopnað ^ rán. Málaferlin stóðu í sexmánuði og voru allir sýknaðir vegna formgalla í rannsókn ákæruvaldsins. Eina huggun flóttamannanna siðasta hálfa mánuðinn er sú að veðrið hefur verið mjög gott og norð- austlæg vindátt þannig að bátarnir hafa ekki verið nema tvo til fjóra daga á leiðinní yfir hafið og það hefur dregið verulega úr árásarhætt- unni. Það hefur þó ekki orðið til þess að draga úr athafnasemi sjóræningj- anna því góða veðrið hefur aukizt um allan helming. Meira en 500 flótta- menn komu til Songkhla-búðanna i janúarmánuði síðastliðnum og búizt er við að fjöldi flóttafólksins í búð- unum verði orðinn yfir átta búsund um mitt ár. (reuteri Mörg barnanna i flóttamannabúðunum hafa séö á eftir mæðrum sinum I hendur sjóræningjunum. Af um 350 flóttabátum á ellefu fyrstu mánuðum slðasta árs urðu yflr 250 fyrir árásum sjóræningja. einu I Súður-Thailandi, hafa að geyma meira en 5.500 flóttamenn með sérstakri barnamiðstöð fyrir meira en 100 börn og mörg þeirra horfðu á eftir mæðrum sínum í hendur sjóræningjunum. Fjórtán ára gamalli stúlku í búðun- um var bjargað eftir að hún hafði verið með öðrum konum á eyjunni Kra í fjóra daga. Þarna er líka sjö mánaða gamall drengur sem missti móður sína til sjóræningjanna. Stúlkan fyrrnefnda fór frá Víetnam með fleira flóttafólki fyrir tveimur eða þremur mánuðum. Strax fyrsta daginn á hafinu réðust sjóræningjar á bátinn. Þeir fylgdu bátnum eftir I meira en viku, nauðguöu konum og stúlkum. Sumar þeirra voru síðan teknar og fluttar til eyjarinnar Kra. Starfsmenn flóttamannabúðanna segja að ofbeldi sjóræningjanna sé nú meira en þegar straumur flótta- fólksins frá Víetnam byrjaði fyrir alvöru árið 1978. „Þeir bera ekki minnstu virðingu fyrir mannlegu lífi,” sagði einn þeirra. Fram aö þessu hafa aðeins sjö mál verið höfðuð á hendur sjóræningjum vegna árásar á flóttafólk. Marga mánuði tók að ljúka sumum málun- um vegna margvíslegra tafa i með- ferö þeirra. Starfsmenn flóttamanna- búðanna 1 Songkhla sögðu að eitt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.