Dagblaðið - 06.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.02.1981, Blaðsíða 1
ÓSÝNILEGIR ANDSTÆÐINGAR — sjónvarp sunnudag kl. 17,05: Uppgötvanir Pasteur leiddu til geril- sneyðingar matvæla Ósýnilegir andstæðingar nefnist leikinn heimildamyndaflokkur sen. hóf göngu sína sl. sunnudag og fjall- ar um menn sem á síðustu öld grund- ■'ölluðu nútíma læknisfræði með uppgötvunum sínum. Samtals verða þættirnir sex að tölu og verður númer tvö sýndur á sunnudag. Hann fjallar um starf þeirra Louis Pasteur og Robert Koch en þeir voru báðir brautryðjendur á sviði sýkla- fræðinnar. Pasteur var efnafræðing- ur og starfaði við franskan víniðnað. í starfi sínu komst hann að því að gerjun væri verk lifandi örvera en ekki ólífrænt efnahvarf. Aldrei tókst honum þó að sanna kenningar sinar fullkomlega heldur fylgdi Robert Koch þeim eftir. Koch tókst að sanna að sýklar valda sjúkdómum með því að einangra miltisbrandsýkil, rækta hann og sprauta honum síðan í aðra lífveru sem smitaðist af miltisbrandi. Gerilsneyðing eða pasteurization á ensku er aðferð sem notuð er við að útiloka gerla frá því að eyðileggja matvæli, aðallega mjólkurafurðir. Eins og enska nafnið bendir til er að- ferðin þekkt vegna uppgötvana Pasteur. í fyrsta þætti var sagt frá ung- verskum fæðingalækni, Semmelweis að nafni. Harm gerði uppgötvanir sem leiddu til þess að bamsfararsótt Nútima læknisfræði byggir á uppgötvunum manna sem uppi voru á siðustu öld. var útrýmt. Hann komst að þvi að sýklar gátu borizt á milli manna, jafnvel í loftinu, og sýkt þá þannig. Kenningar hans fengu hins vegar mikla mótspymu og fengu ekki viðurkenningu fyrr en eftir dauða hans. Jón O. Edwald er þýðandi mynda- flokksins. -KMU Laugardagur 7. febrúar 16.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Leyndardómurinn. Breskur myndaflokkur í sex þáttum fyrir1 unglinga. Annar þáttur. Efni fyrsta þáttar: í ensku sveitaþorpi er gömul kirkja. Kvöld nokkurt er organistinn að æfa sig og verður þá var grunsamlegra mannaferða. Presturinn, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, tekur að sér að komast að því, eftir hverju menn geta verið að sælast í kirkjunni. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Spitalalff. Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Söngvakeppni Sjónvarpsins. Annar þáttur undanúrslita. Kynnt verða sex lög. Tíu manna hljóm- sveit leikur undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar. Söngvarar Björg- vin Halldórsson, Haukur Morthens, Helga Möller, Jðhann Helgason, Pálmi Gunnarsson og Ragnhildur Gísladóttir. Kynnir •Egill Ólafsson. Umsjón og stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.40 Æðarvarp við ísafjarðardjúp. Bresk heimildamynd úr Survival- myndaflokknum um dúntekju og fuglalíf við ísafjarðardjúp. Þýð- andi Jón O. Edwald. Þulur Katrín Árnadóttir. 22.05 Börn á flótta (Flight of the Doves). Bandarisk bíómynd frá árinu 1971. Leikstjóri Ralph Nel- son. Aðalhlutverk Ron Moody og Dorothy McGuire. Systkinin Finnur og Derval eiga illa ævi hjá stjúpa sínum á Englandi. Þau strjúka því að heiman og ráðgera að fara til ömmu sinnar á írlandi. Þýðandi Björn Baldursson. 23.35 Dagskrárlok. Sunnudagur 8. f ebrúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Val- geir Ástráðsson, prestur í Selja- sókn, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsið á sléttunni. Vorferð — fyrri hluti. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 17.05 Ósýnilegur andstæðingur. Leikinn heimildarmyndaflokkur í sex þáttum um menn, sem á síð- ustu öld grundvölluðu nútíma- læknísfræði með uppgötvunum sínum. Annar þáttur er um Louis Pasteur og Robert Koch. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.00 Stundin okkar. Slegið er upp grimuballi i sjónvarpssal, dansað og farið í leiki. Börn úr Laugar- nesskóla og Hólabrekkuskóla skemmta. Sýnd verður teiknisaga eftir Jón Axfjörð um Tomma og snæálfána. Herra Fráleitur fer á kreik og Binni er hrókur alls fagn- aðar að vanda. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 18.50 Skiðaæfingar. Fimmti þáttur endursýndur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Leðurblakan. Óperetta í þrem- ur þáttum eftir Meilhac og Halevy við tónlist eftir Johann Strauss. Fyrsti þáttur. Flytjendur Lucia Popp, Erich Kunz, Brigitte Fass- bánder, Josef Hopferwieser, Walter Berry, Edita Gruberova, Karin Goettling, Helmut Lohner, Karl Caslavsky, hljómsveit og ballettflokkur Ríkisóperunnar í Vínarborg. Hljómsveitarstjóri Theodor Guschlbauer. Annar og þriðji þáttur óperettunnar verða fluttir mánudaginn 9. febrúar kl. 21.15. Þýðandi Óskar Ingimars- son. (Evróvision — Austurríska sjónvarpið). 21.45 Landnemarnir. Tólfti og síðasti þáttur. Efni ellefta þáttar: Smábændum í héraðinu vegnar vel um hríð, en verða hart úti þegar uppskerubrestur verður. Þeim er engin miskunn sýnd, er þeir geta ekki staðið í skilum með afborganir bankalána. Charlotte kemst að þvi, hve illri meðferð Mexíkanar sæta og berst dyggilega fyrir málstað þeirra. Þýðandi Bogi Árnar Finnbogason. ■00.05 Dagskráriok. Mánudagur 9. febrúar 19.45 Frétfaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sponni og Sparði. Nýr teikni- myndaflokkur í þrettán þáttum frá tékkneska sjónvarpinu um kanínurnar Sponna og Sparða sem búa í hatti töframanns. Fyrsti þáttur. Þýðandi og sögumaður Guðni Kolbeinsson. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Jón B. Stefánsson. 21.15 Leðurblakan. Óperetta í þremur þáttum eftir Meilhac og Halevy við tónlist eftir Johann Strauss. Annar og þriðji þáttur. Flytjendur Lucia Popp, Erich Kunz, Brigitte Fassbánder, Josef Hopferwieser, Walter Berry, Edita Gruberova, Karin Goettl- ing, Helmut Lohner, Karl Caslavsky, hljómsveit og ballett- flokkur Ríkisóperunnar í Vínar- borg. Hljómsveitarstjóri Theodor Guschlbauer. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. (Evróvision — Austur- riska sjónvarpið). 23.20 Dagskrárlok. Þriðjudagur 10. febrúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sponni og Sparði. Annar þáttur. Þýðandi og sögumaður Guðni Kolbeinsson. 20.40 Styrjöldln á austurvíg- stöðvunum. Annar hluti. Víg- Brezka heimildamyndin um innrásina I Tékkóslóvakfu 1968 sem sýnd var 15. desember sl. verður aftur ó dagskró sjónvarps nk. þriðjudag. £ völlurinn. Hersveitir Hitlers geyst- ust inn í Rússland og mættu lítilli mótstöðu í fyrstu. En síðan gekk í garð harðasti vetur í manna minnum, Rússar sóttu í sig veðrið og þá tók að síga á ógæfuhliðina fyrir Þjóðverjum. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.30 Óvænt endalok. Listaverkið. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 Innrásin. Leikin, bresk heimildamynd um innrás sovéska hersins í Tékkóslóvakíu árið 1968. Handrit David Boulton. Leik- stjóri Leslie Woodhead. Aðalhlut- verk Paul Chapman, Julian Glov- er, Paul Hardwick og Ray McAnally. Myndin er byggð á frá- sögn Zdenek Mlynars, sem var rit- ari miðstjórnar tékkneska kommúnistaflokksins og náinn samstarfsmaður Dubceks, þegar innrásin var gerð. Þýðandi Jón O. Edwald. Áður á dagskrá 15. desember 1980. 23.50 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11.febrúar 18.00 Herramenn. Herra Skjálfti. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Lesari Guðni Kolbeinsson. 18.10 Börn i mannkynssögunni. Fyrstu alþýðuskólarnir. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 18.30 Vetrargaman. Curling og ishokkl. Þýðandi Eirikur Haralds- son. Á miðvikudag varður sýnd ný fróttamynd um óstand móla I El Salvador en Ronald Reagan hefur lýst þvl yfir að hann muni efla her- foringjastjórn landslns I baróttunni gegn liðssveitum vinstri manna. 18.55 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Vaka. Fjallað um listasöfn og hlutverk þeirra. Umsjónarmaöur Magdalena Schram. Stjórn upp- töku Kristín Pálsdóttir. 21.05 Vændisborg. Sjötti þáttur. Efni fimmta þáttar: Fitz er boðin verkstjórastaða í verksmiðjunni vegna áhrifa frú Bradshaw, en hann er jafnframt hvattur til að ganga úr verkalýðsfélaginu. Sr. O’Connor gengur illa að sætta sig ( við framkomu yfirmanns sins.1 Mulhall losnar úr fangelsinu og hefur vinnu á ný, en verður fyrir slysi og missir fætuma. Þýðandii Dóra Hafsteinsdóttir. 21.55 Ný fréttamynd frá El Salva- dor. Tilraunir Carters til að koma á hófsömu stjómarfari í E1 Salvador fóru út um þúfur, og nú hefur Ronald Reagan lýst yfir því að hann muni efla stjórnina gegn liðssveitum vinstri manna. Þýðandi og þulur Sonja Diego. 22.15 Vinnuslys. Hin síðari tveggja mynda um vinnuslys, orsakir þeirra og afleiðingar. Rætt er við fólk, sem slasast hefur á vinnustað, öryggismálastjóra, trúnaðarlækni, lögfræðing, verk- stjóra og trúnaðarmenn á vinnustöðum. Umsjónarmaður Haukur Már Haraldsson. Stjórn upptöku Valdimar Leifsson. Aður á dagskrá 13. maí 1979. 22.45 Dagskrárlok. Föstudagur 13. febrúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýslngar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. .20.50 Fréttaspegill. Þáttur um

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.