Dagblaðið - 06.02.1981, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. FEBRUAR 1981.
Tónleikar
Leiklist
FÖSTUDAGUR
ALÞVÐULEIKHtlSIÐ: Kona. kl. 20.30.
LEIKFÉLAG REVKJAVlKUR: Ofvitinn. kl. 20.30.
ÞJÓÐLEIKHUSIÐ: Kúnnusteypirinn pólitfski. Icl.,
20.
LAUGARDAGUR
ALÞVÐULEIKHCSIÐ: Kóngsdóttirin sem kunni
ekki að tala kl. 15. Stjórnleysingi ferst af slysförum. kl.
20.30.
KÓPAVOGSLEIKHtJSIÐ: Þorlákur þreytti. kl.
20.30.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Rommi. kl. 20.30.
Grettir (I Austurbæjarbiói). kl. 23.30.
ÞJÓÐLEIKHtJSIÐ: Oliver Twist. kl. 15. Dags hriðar
spor kl. 20.
Hvaö er á seyðium helgina?
Leikhúsin um helgina:
Þrjár sýningar eftir
á Könnusteypinum
Sýningum tekur nú óðum að
fækka á Könnusteypinum pólitiska
eftir Holberg. Alls verða þær tuttugu
talsins. Sú sautjánda er í kvöld, næst-
síðasta á sunnudagskvöld og loks
síðasta sýning á laugardaginn eftir
viku.
í þessu verki greinir frá
könnusteypinum og draumóra-
manninum Hermann von Bremen.
Hann er mjög pólitískt sinnaður og
hefur lausn á öllum vandamálum
stjórnmálanna, — að eigin áliti.
Hermann er heldur ekkert að fara
dult með skoðanir sínar. Hann lendir
i því einn daginn að hrekkjalómar
dubba hann upp sem stjórnmála-
mann og leyfa honum aö spreyta sig.
Það eru Bessi Bjarnason, Guðrún
Þ. Stephensen og Þórhallur Sigurðs-
son sem fara með aðalhlutverkin í
Könnusteypinum.
Dags hríðar spor
gengur vel
Leikrit Valgarðs Egilssonar, Dags
hríðar spor, var fyrir nokkru flutt af
Litla sviði Þjóðleikhúsisns á aðal-
sviðið. Tuttugasta sýning leikritsins
verður á laugardagskvöldið. Að sögn
Árna Ibsen blaðafulltrúa Ieikhússins
er aðsókn góð og verður verkið á
fjölunum enn um' sinn.
-ÁT-
Bessi Bjarnason í hlutverki Her-
manns könnusteypis og áhugamanns
um pólitík.
DB-mynd: Gunnar Örn.
— á sýninguna Plútus eftir Aristofanes
Háskólatónleikar
Þriöju Háskólatónleikar vetrarins verða í Félags-
stofnun stúdenta viö Hringbraut laugardaginn 7.
febrúar 1981 kl. 17.00. Flytjendur eru Manuela
Wiesler flautuleikari og Julian Dawson-Lyell pianó-
leikari.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
heldur tónleika
Nú á sunnudaginn mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar
halda tónleika i (þróttahúsinu í Hafnarfirði og hefjast
þeir kl. 16.1 lúðrasveitinni eru um 40 hljóðfæraleikar-
ar. ungir sem aldnir. efnisskráin verður fjölbreytt að
vanda. Stjórnandi verður Hans P. Fransson sem hefur
stjórnað lúðrasveitinni i um 16 ár. Kynnir verður
Steinþór Einarsson. Styrktarmeðlimir og aðrir velunn-
arar eru hvattir til aö mæta.
Tónleikar á Akureyri
SUNNUDAGUR
ALÞVÐULEIKHOSIÐ: Kóngsdóltirin sem líunni
ekki að tala. kl. 15. PældTði og hljómlcikar
Utangarðsmanna, kl. 20.
BREIÐHOLTSLEIKHUSIÐ: Plútus li Fellaskólal.
kl. 20.30.
„Við erum harðánægð með að-
sókn og undirtektir. Fólk hefur tekið
þessu framtaki vel,” sagði Jakob S.
Jónsson, einn forráðamanna Breið-
holtsleikhússins, í samtali við blaða-
mann DB. Sjötta sýning leikhússins á
Plútusi eftir Aristofanes verður í
Fellaskóla á sunnudagskvöldið.
„Við höfum ákveðið að bjóða alls
kyns hópum og félagasamtökum
hópafslátt á sýningar hér eftir,”
sagði Jakob. „Ekki aðeins starfs-
mannafélögum og slíkum heldur ‘
einnig húsfélögum, saumaklúbbum
og alls kyns samtökum í þeim dúr.
Um afsláttarmiðana er hægt að
sækja í miðasölu Breiðholtsleikhúss-
ins, ísíma 73838.” -ÁT
Kvikmyndasýningar um helgina:
FJALAKÖTTURINN BÝÐUR A-
SKRIFT Á 4 NÆSTU NIYNDIR
Fjórðu áskriftartónlcikar Tónlistarfélags Akureyrar
verða í Borgarbiói laugardaginn 7. febrúarkl. 17.00.
Pianóleikarinn Martin Berkofsky leikur ftmm
sóilötur cftir Beethoven, þar á meðalTunglskinssónöt-
una svonefndu. Þctta cru fjórðu tónleikar listamanns-
ins á Akureyri en auk þcss lcikur bann á Sauðárkróki
sunnudaginn S. fcbrúar kl. 16.00. Berkofsky cr nú bú-
settur i Paris og hefur haldið marga tónlcika undan-
farið. bæði í Vínarborg, Búdapest. i Englandi og vlðar.
Sl. haust lék hann konsert fyrir tvö pianó og hljóm-
sveit eftir Max Ðruch ásamt Önnu Málfriði Sigurðar-
dóttur i Trier í Þýzkalandi. Margir sjónvarpsáhorf
endur muna sjálfsagt cftir þætti um Berkofsky sem is-
lenzka sjónvarpið lét gera og var sýndur i desember-
byrjun sl.
Manin Berkofsky kemur hingaöá vegum Tónlistar-
skóla Akurcyrar og heidur námskeið fyrir pianónem
endur og kennara skólans dagana 9,— 14. febrúar.
Á Akureyri verður sala aðgöngumiða í Bókabúð-
inni Huld og við innganginn.
Fjalakötturinn, kvikmynda-
klúbbur framhaldsskólanna, býður
nú til sölu sérstök kynningarskírteini
á fjórar næstu sýningarnar. Kostar
það fimmtíu krónur. Þeir sem kaupa
þessi kynningarskírteini geta siðan
framlengt þau með því að greiða
þrjátíu krónur til viðbótar á þær
sextán myndir sem eftir eru.
Þær kvikmyndir sem kynningar-
skírteinið gildir á eru Spegill, rússnesk
mynd frá árinu 1974; Alphaborg,
frönsk gerð 1965; Lolita, brezk-
bandarísk mynd frá 1962 og nýjasta
mynd Francois Truffaut, Græna
herbergið, sem gerð var í Frakklandi
árið 1978. Leikstjóri Spegils er
Andrei Tarkovsky. Jean-Luc
Goddard stýrir Alphaborg og Stanley
Kubrick leikstýrir Lolitu.
Spegill verður sýnd á laugardag og
sunnudag og hinar næstu þrjár helgar
á eftir. Sýningar Fjalakattarins eru í
Tjarnarbíói. Fastir sýningartímar
klúbbsins eru á laugardögum kl.
13.00, á sunnudögum kl. 19.00 og
22.00. Þá eru jafnframt sýningar á
fimmtudögum kl. 20.00.
-ÁT-
—sú fyrsta verður sýnd nú um helgina
(Jr kvikmyndinni Spegill eftir Andrei Tarkovsky. Hún er sú fyrsta fjögurra
mynda sem Fjalakötturinn býður fóiki upp á á sérstöku kynningarverði.
m
Úr sýningu Breiðholtsleikhússins á Plútusi. Sýningar fara fram i Fellasköla.
Strætisvagnar númer 12 og 13 stanza þar skammt frá.
Leikhúsin um helgina:
BREIÐHOLTSLEIK-
HÚSID BÝÐUR UPP
Á HÓPAFSLÁTT