Dagblaðið - 09.02.1981, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1981.
1
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
r
Eins dauði erannars brauð...
Upplag bandarískra blaða og
tímaríta stórjókst við dauða
Johns Lennon
Myndir birtust af John og Yoko á forsiðum allra helztu timarita f Bandarfkjunum
og raunar mun viðar um heiminn.
„Dauði manns sem söng og lék á
gítar skyggir á fréttir sem okkur
berast í kvöld frá Póllandi, íran og
Washington.” Þannig hóf Walter
Cronkite kvöldfréttir sínar hjá CBS
sjónvarpsstöðinni þann 9. desember.
Hann átti vitaskuld við morðið á
John Lennon. Fréttastjórar ABC og
NBC byrjuðu lestur á sama hátt.
Dauði Bítils skipti meira máli þá
stundina en lausn gísladeilunnar eða
óttinn við innrás Sovétmanna í Pól-
land.
Dögum saman var dauði Lennons
aðalefnið i dagblöðum, tímaritum og|
sérstökum útvarps- og sjónvarpsþátt-
um. Sviplegt andlát heimsþekktrar
rokkstjörnu skipti meira máli en
styrjaldir, diplómatiskt samkrull og
efnahagskreppur. Blaðsölustaðir
slógu aðeins einni frétt upp — for-
síðufréttinni í Time, Newsweek,
People, New York, Us, Village
Voice, Soho News, Boston Phoenix,
Cash Box, Record World, Rolling
Stone, Paris Match og ótal öðrum
blöðum. En þessi blöð stóðu ekki
lengi við í hillunum. Lesendurnir
keyptu heilu upplögin á mettíma.
New York magasínið með morðið á
Lennon sem aðalfrétt var prentað í
sextíu þúsund eintökum. Upplagið
hafði ekki áður verið stærra, en það
seldist samt upp. Newsweek og Time
uUy
létu prenta eitt hundrað þúsund
blöðum meira en venjulega til
dreifingar á blaðsölustaði. Time seld-
ist í yfir fimm hundruð þúsund ein-
tökum. Þetta var þriðja stærsta upp-
lag blaðsins um langt árabil. Það
seldist meira er greint var frá afsögn
Richards Nixon árið 1974 og sjálfs-
morðunum í Jonestown fjórum árum
síðar. „
People tímaritið var að fara í
prentun er tilkynnt var um dauða
Lennons. Forsíðugrein um Tanyu
Roberts, nýjustu leikkonuna í sjón-
varpsþáttunum um Charlie’s Angels,
var kippt út og ellefu blaðsíðna grein
í minningu Lennons var samin í
snatri. Þetta tölublað seldist í yfir 2,6
milljónum eintaka, sem var met.
Mörg dagblöð kvöddu út auka-
vaktir til að skrifa sérstakar útgáfur
um líf og starf Johns Lennon. Sun-
day Times í London setti 21 mann í
verkið. Þar á meðal var einn sem
hraðaði sér með Concorde þotu til
Bandaríkjanna til að taka myndir af
Dakota blokkinni og syrgjendum sem
stóðu þar fyrir utan og víðar. Þetta
lið útbjó á mettíma 64 blaðsíðna
aukaútgáfu um Bítilinn. Slikt hafði
aðeins einu sinni áður verið gert í
átján ára sögu blaðsins; þegar Elisa-
beth Englandsdrottning hélt upp á 25
ára drottningarafmæli sitt árið 1977.
Sun Times í Chicago seldist í 740
þúsund eintökum vegna upplýsinga
um Lennon. Examiner í San Fran-
cisco varði fimm fyrstu blaðsíðunum
þann 9. desember til að fjalla um
Lennon. Salan varð 185 þúsund blöð
— þrjátíu þúsundum meira en á
venjulegum degi.
ABC, NBC og CBS sjónvarps-
stöðvamar gerðu sérstaka þætti um
líf Lennons. Radio One útvarpsstöð-
in hjá BBC spilaði nær eingöngu
Bítlalög dögum saman eftir morðið,
eins og reyndar fjöldi útvarpsstöðva í
Bandaríkjunum. Útvarpsstöð í
Boston, sem alla jafna sendir ein-
göngu út sígilda tónlist, minntist
Bítilsins með syrpu af Bítlalögum í
útsetningu fyrir sinfóniuhljómsveit.
ABC sjónvarpsstöðin lauk fréttatíma
sínum á aðfangadagskvöld með því
að leika lagið Happy Xmas (War Is
Over) og sýna um leið svipmyndir úr
lífi Lennons og Jóhannes Pál páfa
blessandi manngrúa, á meðan bylt-
ingarmaðurinn fallni söng: „And so
this is Christmas. I hope you have
fun . . .”
Dauði Johns Lennon hafði alls
kyns áhrif á líf margra. Paul Goresh
ljósmyndari náði mynd af Lennon
þar sem hann áritaði plötuna Double
Fantasy fyrir Mark David Chapman,
fáeinum klukkustundum fyrir
morðið. Goresh fék meira en eitt
hundrað þúsund dollara fyrir birt-
ingarrétt myndarinnar um allan heim.
í nokkrum tilfellum skutu æsiblöð yfir
markið. New York Post birti á for-
síðu mynd af líkinu, sem tekin var í
líkhúsi borgarinnar. National En-
quirer birti sömu mynd í lit. Tímarit-
ið Us, sem alla jafna kostar 75 cent í
lausasölu, var selt á 2,50 dollara er
það birti sérstakan „Lennon-kálf”.
Þar voru meðal annars siðustu mynd-
irnar sem teknar voru af John og
Yoko, eða svo töldu ritstjórar blaðs-
ins að minnsta kosti. Skömmu síðar
kom í ljós að ljósmyndari frá Rolling
Stone tímaritinu hafði einmitt verið
með Lennon-hjónunum í stúdíóinu
fyrr á morðdaginn og tekið þar fjölda
ljósmynda. Þar á meðal var mynd af
John nöktum þar sem hann faðmaði
konu sína, alklædda, að sér. Hún var
notuð á forsíðu minningarútgáfu
tímaritsins sem var prentað í 1,8
milljón eintökum. Upplag Rolling
Stone hafði ekki áður orðið stærra.
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og
víðar áttu góöa daga fyrst eftir
morðið á Lennon. Fólk gleypti í sig
fréttir af honum, — en þó eru viss
takmörk fyrir öUu. Sunnudaginn
eftir morðið var tíu mínútna þögn í
minningu Lennons að ósk konu hans.
Sjónvarpsstöðin WCBS hætti að
ATIONAL
senda út beina lýsingu frá fótbolta-
leik Philadelphia Eagles gegn St.
Louis Cardinals. í staðinn voru sjón-
varpsvélar frá stöðinni látnar snúast
fram og aftur um manngrúann sem
minntist stjörnunnar sinnar í þögn í
Central Park. Hundruð reiðra sjón-
varpsáhorfenda hringdu í ofboði i
stöðina og kvörtuðu hástöfum yfir
þessari dæmalausu ósvífni.
(ÚrTlME)
Ljósmyndarinn, sem náði mynd af Lennon þar sem hann áritaði plötuna Double
Fantasy fyrir Mark Chapman, fékk meira en eitt hundrað þúsund dollara fyrir
birtingarrétt myndarinnar.
Smurbrauðstofan
BJORNINNi
Njákgðtu 49 — Stmi 15105 j
Rakarastofan Klapparstig
Sími12725
Hárgreiðslustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
VANTAR FRAMRUÐU?
fTT
isetninga
BfLRÚÐAN
Ath. hvort viQ getum aðstoðað.
Isetningar á staðnum.
SKÚLAGÚTU 26
SÍMAR 25755 0G 25780
40‘
•NQUIRER
,(*, J0. IMO 3ÖSW.Í LARGtST CIRCULATION Of ANY PAP£R IN AMERICA
10 Top Psychics'
Predictions for 1981
tie Four Key . igredients in All appy Morriages poje 20 **í
ritish Stor of iouse Calls': m in Love - With Americo poge 32 + ■* it ■» v
our Bones D0 redict Weother page 45 dr Ár dr ,
ow to Save ioney on Steok pege 29 £ £ *
our Home Can Sake You Sick
page 31 ...THE LAST PICTURE
1111 A osoce*oi iccl-.i:>$)'Jct:r>4.«>:»ccn iiss ir. r«?c->e c: tno sbör.kiny Tþ..í iost piroio öf »b« foroou* 6 Nr« Ycrk C::ý <Mcrgo« cs »h« wc-'ic critves, ov«r his tl* wr» tc.xon hoors tefctp fús þíjríy wcs r.rsmot
New York Post og National Enquirer birtu forsiðumyndir af Ifki Johns Lennon
og var myndin tekin i likhúsi New York-borgar. ,