Dagblaðið - 09.02.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 09.02.1981, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1981. Yndisleg stund —þótt rœðuna vantaði Séra Garðar Svavarsson, fyrrum sóknarprestur í Laugarnessókn, var ástsæll af sóknarbörnum sínum, enda hjartahlýr og einstaklega ljúfur maður og ágætur ræðumaður. Það var því auðsótt mál þegar kirkjurækinn maður í sókninni kom eitt sinn til séra Garðars og bað hann leyfis að mega taka messugjörð á segulband. Þannig stæði á að kona sin væri lasin og treysti sér ekki til kirkju. Þau hefðu hins vegar nýlega eignast frábærlega næmt pearlrecorder upptökutæki. Langaði sig til að prófa það i kirkjunni og leyfa síðan konunni að hlusta á messuna, sem hún gat ekki sótt. Góðfúslegu leyfi fylgdi beiðni sóknarprestsins um að fá tækið lánað síðar til þess að geta hlustað á messuna og lagt mat á ræðuna, eins og áheyrandi. Fór allt eins og ætlað var. Tókst upptakan með ágætum og kom sóknarbarnið þegar messukvöldið meðtækiðtilprests. Forvitinn um það hvernig presti likaði tækið, spurði eigandinn strax daginn eftir hversu gengið hefði. Hældi prestur tækinu á hvert reipi en bað um að fá að hafa það aðeins lengur. Ástæðuna fór hann ekkert í launkofa með: ,,Ég átti yndislega, friðsæla stund. Ég naut þess að hlusta á kórinn og organleikinn. Ég fór hins vegar á mis við ræðuna og vaknaði ekki fyrren við útgönguversið.” Ekki ástæða tilað leita langt Lítið land ísland og oft erfitt að snúa sér við án þess að rekast á ættingja sína. Það mátti Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi for- sætisráðherra, reyna á dögunum. Honum var falið að kanna hver raunverulegur samdráttur hefði orðið í gosdrykkjasölu og hvort fullyrðing- ar gosdrykkjaframleiðenda þess efnis væru réttar. Þórður átti ekki í vandræðum með að hafa upp á þeim manni sem mest átti að vita um málið — það var bróðir hans, Lýður Friðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Kókakólaverksmiðjunni. Niður- staðan varð sú að fullyrðingar gos- drykkjaframleiðenda stæðust. Og hafi þeir bræður lent í ein- hverjum vandræðum með lögfræði- legar túlkanir á hinum ýmsu hliðum málsins þá þurftu þeir ekki að leita langt eftir ráðgjöf: pabbi þeirra er dómsmálaráðherra, Friðjón Þórðar-' son. Atvinnuleysis- tímar Það eru erfiðir tímar framundan í ,atvinnumálum hér á landi. Sumir hafa þegar fengið smjörþefinn af því, til dæmis hann Siggi sem vann til skamms tima hjá verzlunarfyrirtæki hér í borg. Eigandinn kom til hans einn daginn og sagðist verða að reka hann vegna samdráttar. — Reka! sagði Siggi. Ég hélt að þrælar væru seldir. Björgvin Halldórsson hlaut listamannalaun í ár: NÚ VERÐUR MAMMA ÁNÆGÐ Björn Thoroddsen: Til Bandaríkjanna að lœra jazzgítarleik — verður í ströngu námi í eitt ár „Hvað segirðu! Fékk ég lista- mannalaun?” sagði Björgvin Halldórsson steinhissa, er blaða- maður DB bað hann um yfirlýsingu vegna þeirra á föstudaginn. „Nú verður mamma ánægð,” bætti hann síðan glottleitur við. „Hún sér vonandi núna að það er ekki einskis metið sem ég er búinn að vera að gera í öll þessi ár. Ég held að ég geti ekkert sagt fleira í bili. Þessi frétt kemur svo óvænt.” Það hefur verið fastur liður hjá úthlutunarnefnd listamannalauna að hafa einn rokktónlistarmann með á skrá sinni á ári hverju. í fyrra hlaut Magnús Kjartansson launin. Svo vel hittist á að Björgvin og Magnús voru einmitt að búa sig undir æfingu með hljómsveitinni Brimkló er þeim voru færð tíðindin af launum þess fyrrnefnda. — Þeir sátu við að borða kjúkling er blaða- mann bar að garði. Magnús krafði Björgvin þegar í stað borgunar á kjúklingnum, „sem ég borgaði fyrir þig af því að ég hélt að þú ættir ekki eyri,” sagði launahafinn fráfarandi og bætti við: „Viðstefnum aðsjálf- sögðu að því að halda laununum innan Brimklóarí framtíðinni.” -ÁT- Björgvin Halldórsson, sem fékk listamannalaun sjálfum sér gjörsamlega að óvörum, og Magnús Kjartansson sem stóð I sömu sporum fyrir ári. Þeir leika báðir með hljómsveitinni Brimkló og stefna að þvl að halda laununum innan hennar. DB-mynd: Bjarnleifur. Einar Jónsson alþjóðadómari ífegurðarsamkeppnum: Fer í maí til Englands á Evrðpukeppnina — 24. skiptið sem hann dæmir í þeirri keppni „Þetta er eins árs skóli sem ég fékk inni í. Fjórar annir með vikufríi á milli auk tveggja vikna jólaleyfis. Kennsla frá níu á morgnana til sex á kvöldin og síðan æfingar á kvöldin að tímunum loknum,” sagði Björn Thoroddsen gítarleikari í samtali við blaðamann Dagblaðsins. Á Fólk-síðunni á laugardag var greint frá því að Björn væri hættur í hljómsveitinni Tívolí. Ástæðan er sú að hann hyggst stunda nám i Guitar Institute of Technology i Hollywood næsta árið. „Þessi skóli er frekar lítill og erfitt að komast inn í hann,” sagði Björn. ,,Ég hef sennilega verið svona ein- staklega heppinn, eða þá að forráða- mennina hefur langað til að sjá alvöru eskimóa. Kennslan þarna er í miklum jazz-anda og fyrirlesararnir margir hverjir heimsþekktir. Lee Rittenor, Larry Carlton og Joe Pass eru meðal þeirra.” Til að komast að í Guitar Institute of Technology þurfti Björn að þreyta inntökupróf. Hann fór þó ekki utan til þess, heldur sendi skólanum kassettu með leik sínum. Að ári loknu útskrifast hann síðan sem at- vinnumaður í rafmagnsgítarleik á bandarískan mælikvarða. Það próf veitir honum væntanlega réttindi til kennslu og auðveldar jafnframt að fá vinnu í stúdíóum. „Stúdíóvinna er einmitt parturaf náminu,” sagði Björn. „Hver veit nema maður geti fengið að spila með einhverjum af öllum þessum þekkt- ustu jazzleikurum í Bandaríkjunum. „Ég var að fá boð um að koma tií Englands í maí og vera dómari í Evrópukeppninni. Ég hef setið á öllum keppnum síðan 1957. Núna fer Evrópukeppnin í fyrsta skipti fram í Englandi, en hún verður haldin í Birmingham. Ungfrú ísland, 1980, Elisabet Traustadóttir, fer með mér og tekur þátt í keppninni,” sagði Einar Jónsson alþjóðadómari í fegurðarsamkeppnum og einn aðal- maður fegurðarsamkeppna sem haldnar hafa verið hér á landi í yfir tuttugu ár. „Keppnin fer fram í lok maí og stendur fram í miðjan júní,” sagði Einar ennfremur. „Alls taka 22 lönd þátt í þessari keppni og ég er nú að vona að ég eigi aðalstúlkuna. Elisa- bet Traustadóttir mun einnig taka þátt í keppninni Miss Universe sem fer fram í júní. Hins vegar hefur ekki ennþá verið ákveðið hvar hún fer fram,” sagði Einar. Fleiri keppnir verða haldnar á þessu ári eins og áður og má þar nefna Miss International, Miss Young International, Miss Scandinavia og Miss World. Allar þessar keppnir fara fram í haust. „Ég hef lítið frétt af því hvenær fegurðarsamkeppnin fer fram á þessu ári hérlendis en á von á að það skýrist fljótlega. Ætli sömu aðilar taki þetta ekki að sér aftur í eitthvað breyttri mynd,” sagði Einar Jónsson alþjóðadómari fegurðarsamkeppna og starfsmaður í Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis. -ELA. Einar Jónsson sinnir slnum daglegu störfum I Sparisjóði Reykjavikur og ná- grennis á daginn. En þess á milli bregður hann sér I sparifötin og dœmir fallegustu stúlkurnar viðs vegar um heim. — Að ofan: Elísabet Traustadóttir, ungfrú Island 1980, fer til Englands I mai og tekur þátt í keppninni um Miss Evrópu. DB-myndir: Ragnar Th. Björn Thoroddsen. — Verð kannski sendur heim hálfvitlaus... og þó. DB-mynd. Þeir búa einmitt margir þarna í ná- grenninu.” En óttast hann ekki að verða búinn að fá viðbjóð á hljóðfærinu og tónlist eftir nær stanzlaust nám í heilt ár? „Ég verð kannski sendur heim hálfvitlaus,” sagði Björn. „Og þó. Fyrst maður er búinn að þola við svona lengi hlýtur að vera allt í lagi. — Það eru liðin tiu ár, síðan ég byrjaði fyrst að spila á gítar, en ekki nema þrjú ár síðan ég fór að leika af einhverri alvöru. Það er ekki nema um það bil ár síðan ég fór að fikta við jazzinn. Samvinna með mönnum eins og Guðmundi Steingrímssyni, Guð- mundi Ingólfssyni og fleirum olli því að ég fékk ólæknandi dellu fyrir jazzi. Það var einmitt sú della, sem fékk mig til að sækja um skóla- vistina. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.