Dagblaðið - 09.02.1981, Side 14

Dagblaðið - 09.02.1981, Side 14
ÚTSALA á skíðagöllum og öðrum fatnaði. Opið 10-12 á laugardögum. Skrifstofustarf Viljum ráða hið fyrsta skrifstofumann til bókhalds- og endurskoðunarstarfa á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Starfsreynsla æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf óskast skilað fyrir 14. febrúar nk. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7. 105 Reykjavík. Glœsibœ, Álfheimum 74. Sími 33830. RITARI Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun og starf í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. 'Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist utanríkis- ráðuneytinu, Hverfisgötu ll 5, Reykjavík, fyrir 20. febrúar 1981. ,, ..... Utanrikisraðuneytið. * ★★★★★★★★★★★ ■BORGARj^ DiOiO í BÖRNIN (The Children) * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Ný amerísk geysispennandi og hrollvekj- andi mynd um börn sem verða fyrir geislavirkni frá kjarnorkuveri. Þessi mynd er alveg ný af nálinni og sýnd nú um þessar mundir á áttatíu stöðum sam- tímis í New York, við metaðsókn. Leikarar: Marlin Shakar Gil Rogers Gale Garnett íslenzkur texti Sýndkl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 16 ára. % I* * * * * * * * * * * * * * * * * ★★★★★★★★★★★ ★ IJAUblAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. FEBRUAR 1981 Við Strýtu 1 Hlfðarfjalli er þjónustuhús þar sem afdrep er fyrir skiðamenn. Þar er stjórnstðð skiðamóta og innandyra er rek- in Iftil verzlun sem býður upp á pylsu (að sjálfsðgðu er hægt að fá kokkteilsósu með pylsunni eins og öðrum pylsum i höfuð- staó Norðurlands) og ropvatn. t Strompnum i baksýn er brekka fyrir þá sem lengra eru komnir i þjálfuninni. DB-myndir: - ARH. Hugmyndir uppi um að Akureyringar bjóði til unglingameistaranióts Norðurlanda íalpagreinum 1983: BÆÐIBYRJENDUR OG KEPPNISMENN FINNA BREKKUR VID HÆFI — ískíðaparadís Akureyringa í Hlíðarf jalli Hugmyndir eru uppi um að efna til unglingameistaramóts Norðurlanda i skíðaíþróttum í Hlíðarfjalli við Akur- eyri á árinu 1983. Hliðarfjail fékk viðurkenningu Alþjóða skiðasam- bandsins 1979 sem keppnisstaður í alpagreinum og þar fór i fyrsta skipti fram alþjóðlegt skíðamót I marz 1980. í ljós kom að á svæðinu þurfti að gera ýmsar lagfæringar og úrbætur til að hægt verði að efna á ný til alþjóða- keppni. Helztu breytingarnar eru að auka afköst og lengja Stromplyftu þannig að hún nái upp í rásmörk á skíðamótum, lagfæra símakerfi og endurbæta flóðlýsingu við Stromp- brekku og bæta aðstöðu keppenda við Skíðastaði, hótelið I Hlíðarfjalli. Fréttamönnum var boðið aö kynna sér aðstöðu skíöamanna i Hlíðarfjalli i fegursta vetrarveðri norðanlands á laugardaginn. Fólk á öllum aldri var þá að fjölmenna I fjallið til skíðaiðkunar. Allir finna brekkur þar við hæfi, byrj- endur jafnt sem keppnisfólk og allt þar á milli. Langflestir skíðamennirnir i fjallinu fara á skiði sér til hressingar og heilsubótar og nota aðallega stólalyft- una og skíðaleiðir niður frá henni. Vandamál er að afköst stólalyftunnar eru litil. aðeins 580 manns á klukku- stund, sem nægir hvergi til að full- nægja þörfinni. Eitt brýnasta málið er þvi að auka fiutningsgetu ly ftunnar eða að byggja aðra slika á svæðinu. Áformað er að taka núverandi Stromp- lyftu og flytja neðar i fjallið, í Hjalla- brekku samsiða stólalyftunni. Þar yrði hún 600-700 metra löng og gæti fiutt minnst 700 manns á klukkustund. Viö Stromp yrði reist ný lyfta, 700 metra löng, sem gæti flutt 700 manns á klukkustund. Meö þessum fram- kvæmdum yrði fiutningsgetan á lyftu- svæðinu meira en tvöfölduð. Þá er áformaö að fióðlýsa Hjallabrekku þannig að lyftan þar geti verið i gangi á kvöldin. í ráði er að reisa hús við skiða- hótelið þar sem yrði skíðageymsla, af- drep fyrir fólk að borða nestið sitt og geymslu- og viögerðaraðstaða fyrir vélabúnað, troðarana og fieira. Verk- fræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsens á Akureyri gerði í nóvember 1980 áætlun um kostnað við allar þessar framkvæmdir. Er kostnaður áætlaður um 3 milljónir króna (300 millj. gkróna). Þar af kostar skiðalyfta rif- lega 1 milljón að aöflutningsgjöldum meðtöldum. Að þessum framkvæmdum loknum. hvenær sem það svo verður, verður Hlíðarfjallið orðið „mjög frambæri- legt á alþjóðlegum vettvangi” eins og þeir orða það norðanmennirnir. Hlíðarfjallið er mikið sótt af skóla- fólki viðs vegar af landinu. Um helgar er mikil aðsókn í gistiherbergin í skíða- hótelinu, einkum eru það Sunnlend- ingar sem kaupa sérstakar skíðaferðir hjá Ferðaskrifstofunni Úrvali í Reykja- vik og halda til I hótelinu. Búizt er við vaxandi aðsókn i þær ferðir. í hótelinu er veitingasala, setustofa með sjónvarpi og gufubað fyrir þá sem vilja mýkja vöðvana eftir skiðaleiki dagsins. Allar brekkur í fjallinu eru troðnar með þar til gerðum tækjum. Um helgar eru líka merktar brautir fyrir göngumenn. í Hlíðarfjalli er lika skíðaskóli, bæði er hægt að læra í einka- eða hóptímum. Námskeið hefjast á mánudögum og standa til föstudags. -ARH. ■ Krakkar kepptu i stórsvigi á vegum KA á laugardaginn. Sumir keppenda voru ekki háir i loftinu. Og f öllum brekkum voru skfðaiðkendur á fuUri ferð, eins og til dæmis þessi strákur sem hér sést.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.