Dagblaðið - 10.03.1981, Side 2

Dagblaðið - 10.03.1981, Side 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. tkTsýninK á Rauöa lorninu 1977. Bréfrilari óllast hernaðarmáll Sovétrikjanna. Sjónvarpsmyndin Sprengjumar falla: Nauðsynleg hrollvekja — sem hlýtur að leiða af sér umræðu í I jósi dvalar ameríska hersins hérlendis Sjónvarpspáll skrifar: Mig langar til að þakka sjónvarpinu fyrir að sýna sl. mánudagskvöld brezka heimildar- mynd sem hét Sprengjurnar falla. Þetta var mjög hrollvekjandi mynd, en nauðsynleg til að vekja fólk til umhugsunar um, hversu ægilegt vopn er þarna á ferðinni. Við sáum verksummerki kjarn- orkusprengjunnar sem Bandaríkja- menn vörpuðu á Japan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, sem fáir hafa sennilega gert sérgrein fyrir. Þessi mál hljóta að koma til umræðu hér á landi í ljósi dvalar bandaríska hersins hér. Við getum ekki annað en treyst yfirlýsingum erlendra aðila varlega þegar til þess- ara hluta kemur, því enginn er annars bróðir í leik. Sjónvarpið mætti gjarnan endur- sýna þessa mynd fljótlega. Hver mun varpa sprengjum á hvern? Útþenslustefna Sovétríkjanna —öllum heiminum stendur stuggur af herstyrk þeirra Siggi flug, 7877—8083, skrifar: í sjónvarpinu um daginn var flutt- ur þáttur um hættu sem okkur stafar af atómsprengju eða vetnissprengju ef þessum ófögnuðu yrði varpað á land okkar. Þætti þessum stýrði Ómar Ragnarsson af mikilli prýði. Fékk hann með sér Ágúst Valfells, sem mun vera sá maður sem mest hefur látið þessi óhugnanlegu mál til sín taka, þ.e. hvaða vörnum verði við komið ef til kjarnorkustyrjaldar stórveldanna skyldi draga. Verður að segja sem er að útlit fyrir okkur íslendinga ef til átaka stórveldanna skyldi koma er ekki sem bezt. Lítið sem ekkert til varna, litlar eða engar birgðir o.s.frv. Það verður ekki rætt um þessi mál V án þess að spyrja sjálfan sig hver mun varpa sprengju á hvern. Ég sjálfur álít að ísland sé mjög lélegt skotmark þar sem hér er ekki um árásarstöðvar að ræða, heldur varnarstöð gegn árás óvinveittrar þjóðar. Sbr. varnar- samning íslands og Bandaríkjanna, sem hafa tekið aðsér varnir landsins. Varnarsamningurinn var fyrst og fremst gerður við Bandaríkin vegna þess að við íslendingar erum svo miklir aumingjar að við eigum ekki einu sinni landvarnarlið og gæti því fámennur hópur manna sem t.d. leyndist i þessum rannsóknarskipum Rússa tekið höfuðborgina herskildi svona eina morgunstund, líkt og Bretar gerðu hérna um árið. Varnarsamningurinn var gerður vegna hins uggvænlega ástands i heiminum þá og ástandið hefur sannarlega ekki batnað undanfarið. Okkur tókst að vísu að standa nokkuð uppi í hárinu á Bretum í þorskastríðinu, en Bretar gátu auðvitað sýnt okkur meiri hörku. Það var einungis vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir að beita vopn- lausa smáþjóð ofbeldi sem hefði orðið þeim til ævarandi skammar og til mikils álitshnekkis um ókomin ár. Þetta má að nokkru leyti rekja til sjentilmennsku Breta, sem þó ekki alltaf hafa sýnt öðrum löndum linkind í nýlendustefnu sinni. Það eru til einfeldningar t Alþýðu- bandalaginu, eða menn sem láta aðra halda að þeir séu svona miklir einfeldningar að hlutleysi okkar íslendinga muni duga ef til átaka kæmi í heiminum. Það er hins vegar alveg ljóst að Rússar myndu ekki sýna okkur neina linkind, þótt um lítið, óvarið og vopnlaust land væri að ræða, þar kæmu þarfir þeirra í hernaðaráökum fyrst og fremst til greina og atóm- sprengju eða öðrum ófagnaði yrði tafarlaust varpað á landið hvort sem hér væri bandarískur her eða ekki, enda þótt aðeins 1/4 landsins sé byggilegur. Það þarf ekki ýkja glöggskyggnan mann sem litur á kort af heimsbyggð- inni, sérstaklega Evrópu, til þess að sjá að Rússar eru nokkuð mikið inni- lokaðir frá sambandi við t.d. Atlantshafið og svo Kyrrahafið. Þeir hafa að vísu aðgang að Altantshafinu um Murmansk, en þeir hafa þröngan aðgang að Miðjarðarhafinu og um Eystrasalt að Atlantshafinu. Þetta er frá þeirra sjónarmiði alls ekki gott. En því ekki að semja um hlutina í stað þess að leggja hvert landið á fætur öðru undir rússneska stór- veldið. Það er ekki hægt að gleyma örlögum Eistlands, Lettlands og Lithauen og hluta af Finnlandi og nú síðast Afganistan, þegar rætt er um og athuguð útþenslustefna USSR. En við hvað eru Rússar hræddir? Ekki voru þeir hræddir við Eystrasalts- löndin eða Afganistan, né heldur Finnland. Ef svo hefði verið þá er hernaðarmáttur þeirra miklu minni en þeir láta og varla annað en á pappirnum. Ensvoerekki. USSR er næst stærsta herveldi heims og öllum heiminum stendur stuggur af herstyrk þeirra og út- þenslustefnu. „íslendingar", sofum ekki á verðinum, heldur höldum vöku okkar, áður en það er orðið of seint. Fylkjum okkur I hóp þeirra þjóða sem við eigum samleið með en látum mongólskar þjóðir lönd og leið. Mér datt þetta (svona) í hug Sjónvarpið sýndi sl. mánudagskvöld áhrifamikla mynd um kjarnorkusprengjuna. Skrifum um klæða- burð Vigdísar og Margrétar mótmælt —alger skortur á háttvísi að skrifa um slíkt í f jölmiðlum Eyja Pálína Þorleifsdóttir skrifar: Mig langar. til þess að lýsa megnustu óánægju minni og allra minna vinnufélaga, bæði karlkyns og kvenkyns, yfir ósmekklegum skrifum Önnu Bjarnason í Dagblaðinu 2. marz sl. Þar er hún að bera saman klæðaburð Vigdísar og Margrétar drottningar og hárgreiðslu og segir að okkar „drottning” eins og hún tók til orða, hafi verið mikið betur klædd og hárgreiðsla hennar fallegri. Þetta ersvofrámunalegaósmekklegt og ruddalegt og alger skortur á hátt- vísi að vera að skrifa um slikt i fjölmiðlum. Metast eins og börn oft gera, hvor væri fallegri. Með allri virðingu fyrir Vigdísi, forseta okkar, er Margrét Danadrottning mjög elskuleg í allri framkomu og einkar glæsileg. Og voru þær báðar með á- gætum. Ég skil ekki í ritstjóra Dagblaðsins að láta prenta slík skrif. Raddir lesenda N

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.