Dagblaðið - 10.03.1981, Page 7

Dagblaðið - 10.03.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. §> G Erlent Erlent Erlent Flugræningjar pakistönsku þotunnar slepptu f lugfreyju í gærkvöldi: ÁSTANDK) um bord í ÞOTUNNI MJðG SLÆMT — margir illa á sig komnir andlega. Taugar farþeganna að bresta. Hefja átti samningaviðræður í morgun Ástandið um borð i pakistönsku farþegaþotunni sem nú er á flugvell- inum í Damaskus er sagt mjög slæmt. Fólkið er illa á sig komið andlega eftir þrengingar þær sem það hefur mátt þola. Nú er komið á aðra viku frá þvi að þotunni var rænt í innan- landsflugi i Pakistan, þann 2. þessa mánaðar. Beðið er eftir að nýjar samninga- viðræður hefjist milli sýrlenzkra yfir- valda og flugræningjanna. Þeir eru þrír og vel vopnum búnir. Þeir eru með tvær vélbyssur, handsprengjur og skammbyssur. Þeir hafa þegar drepið einn gísl, en um borð í þot- unni, sem er af gerðinni Boeing 720, eru yfir eitt hundrað farþegar. Þotan kom til Damaskus i Sýrlandi eftir sjö daga vist á flugvellinum i Kabúl í Afganistan. í gærkvöldi slepptu flugræningjarnir flugfreyju úr gíslingunni. Flugfreyjan sagði vist- ina um borð mjög slæma og að gisl- arnir myndu deyja ef ekki yrði gengið að kröfum flugræningjanna. Sýrlenzkar öryggissveitir hafa um- kringt flugvélina á Damaskusflug- velli. Fyrri samningaumleitanir hafa reynzt árangurslausar en fyrirhugað var að hefja viðræður á nýjan leik í morgun. Farið hefur verið með mat um borð í flugvélina en hún hefur ekki verið fyllt eldsneyli. Stjórn Pakistans hefur lýst því yfir að hún styðji allar aðgerðir, sem sýr- lenzk yfirvöld grípi til.Forseii Pakist- ans, MohammaH 7ia-UI-Haq sagði í gærkvöldi í viðtali við brezku sjón- varpsstöðina ITN, að sumir farþeg- anna hefðu fengið taugaáfall og aðrir væru nærri því. Ástandið versnaði stöðugt. Flugræningjarnir fara fram á að Pakistanstjórn leysi úr haldi lél iga ir Al-Zulfikar-hreyfingunni, sem að þeirra sögn er hreyfing til hjálpar hinum snauðu. Pakistanstjórn segir aftur á móti að hreyfingin sé vopnuð sveit stjórnarandstæðinga, fylgis- manna Zulfikar-Ali Bhuttos, for- sætisráðherra sem liflátinn var fyrir nokkrum árunt. Pakistanforseti hefur lýst sig reiðu- búinn að láta lausa 15 af þeim 92, sent flugræningjarnir hafa farið fram á. Sýrlenzkum blaðamönnum og Ijós- myndurum var leyft að komast að flugvélinni í gær í fylgd nteð sýr- lenzkum öryggisvörðum. Sjá mátti einn flugræningjann í glugga vélar- innar gera sigurtákn með fingrunum. Flugfreyjan sem sleppt var úr haldi i gær, Mirzana Sharif 22 ára gömul, sagði að sýrlenzk yfirvöld yrðu að gera allt hvað þau gætu til þess að semja við ræningjana, scm ella sprengdu þotuna i loft upp. Flugrán hefur tæpast vakið aðra eins athygli og nú frá þvi að vestur-þýzkri Lufthansa þotu af gerðinni Boeing 737 var rænt árið 1977. Flugræningjarnir myrtu þá flugstjóra þotunnar, en öryggissveitir björgtiðu síðan gislunum og skutu flugræningjana. Myndin af Lufthansaþotunni var tekin i Mogadisliu í Dubai. Um borð i þotu pakistanska flugfélagsins nú eru sagðir 129 manns að meðtalinni sjö manna áhöfn. Þetta er haft eftir flugfreyjunni, sem losnaði i gær. Flugfélagið segir hins vegar að 111 farþegar séu um borð, m.a. 3 Bandaríkjamenn, 11 Sviar, 11 Afganir, Alsírbúi og Kanadamaður. Verðmætt málverk kom íleitirnar Mikið listaverk eftir franska málar- ann Camille Corot, sem talið hefur verið glatað, er komið í leitirnar. Lista- verkið fannst hangandi uppi á vegg hjá ameriskum safnara sem hafði ekki hug- mynd um hvað hékk á veggnum hjá honum. Myndin er af ungri konu sem situr í garði. Myndin er máluð skömmu eftir 1860 og er þekkt bæði undir nöfnunum „hugleiðslan” og „unga hugsandi stúlkan”. Myndin verður seld á upp- boði 28. marznk. Vel gerð eftirmynd var talin frum- gerðin allt til hið rétta uppgötvaðist árið 1965. Frumgerðin var því talin glötuð, þar til safnarinn fór með verkið á safn til sölu. Eftir miklar rannsóknir var kveðið upp úr með það, að þarna væri frumgerðin komin. Bretland: Opinberir starfsmenn halda áfram í verkfalli Opinberir starfsmenn í Brellandi halda áfram verkfalli sínu. Talsmenn samtaka þeirra lýstu því yfir í gær, að áfram yrði haldið á sömu braut þar til launahækkanir nást. Verkfallið hefur haft talsverð áhrif á líf manna i Bret- landi, m.a. hefur samgöngukerfi farið úr skorðum. Klaus Grabowsky haföi ekki fyrr sett sig niöur á bekk ákærða en móðir stúlkunn- ar sem hann haföi kyrkt stóö upp og skaut hann. Meriannc Bachmeicr, 30 ára gömul, taldi sig ciga skuld aö gjalda Grabowsky, 35 ára gömluni slátrara. Hann endaði líf sitt með sex kúlur i skrokknum. Taldi sig hafa ærna ástæðu til morðs: Drap morðingja 7 ára dótt- ur sinnar íréttarsal íLubeck Blóðpollurinn á gólfinu er á þeini slað þar sem Klaus Grabowsky hné niður, skotinn til bana. Morðingi hans taldi sig hafa ærna ástæðu. Grabowsky var ákærður fyrir morð á sjö ára dóttur Merianne Bacmeier frá LUbeck í Þýzkalandi. Hinn 5. mai í fyrra hafði hann kyrkt hana með nælonsokki. Þegar hann kom fyrir rétt í Löbeck I fyrri viku og hafði rétt setzt á bekk ákærða stóð Merianne upp, beindi að honum lítilli skammbyssu og skaut hann sex skotum. Færið var aðeins þrir metrar og Klaus Grabowsky var þegar örendur. Merianne sleppti byssunni, sem datt í gólfið. Hún sýndi engan mót- þróa þegar réttarverðir fluttu hana úr salnum. Það eina sem heyrðist voru hróp eiginmanns hennar: „Hún hefurgert það”! Talsmaður réttarins hefur upplýst að Merianne verði ákærð fyrir morð. Klaus Grabowsky hefði tvivegis verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot gegn börnum. Eftir seinni dóminn sætti hann sérstakri hormónameð- ferð. !3* ^* S' S' 2 2 § S 2 2 » SS_ » í* ^.g* a C 29* 5^3. ? I £ ö- O: 5* | s ! § 3s **' * 5 2 >7* ft' 2*. € 2* g* & a* 5 S' ^ n § CD <fi < 3 (D _ aé m = “ z f J Z lf I H 3 = | 3 1.1" 1 2 2 • • ifl 'ji <0 5 II | 1 5 3 3 SL 3 V (D V) cn I 5 F S —* 5 S " 3 S. o s S5 ^ § § F*. & > £ z 1 ■■■* ö* X I T1 o M JJ II <r | 8 w wm 3 P O L Sf 2 - m Z TT ^ (D *■ « I (D _ IS 0) £ | 3* 3.2 33 (fi (D Sf

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.