Dagblaðið - 10.03.1981, Page 8

Dagblaðið - 10.03.1981, Page 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 198) <f Erlent Erlent Erlent Erlent Franco hefði snúið sér við ígröfinni —ef hann hefði séð til Juan Carlos konungs þegar þjóðvarð- liðamir reyndu að bylta stjóm landsins Gamli' fasistahershöfðinginn og einvaldurinn Francisco Franco myndi sennilega hafa snúið sér við í gröf sinni hefði hann séð til Juan Carlos Spánarkonungs fyrir hálfum mánuði er stjórnarbyltingartilraunin var gerð. Er Franco tilnefndi hinn 31 árs hafði tilnefnt sem eftirmann sinn. Hægrisinnar eru svekktir yfir því að Juan Carlos skyldi ekki sýna Franco gamla svolítið þakklæti og styðja byltinguna. Flestir Spánverjar eru þó himinlifandi yfir konunginum. Vegna skjótra viðbragða hans nú er byltingartilraunin var gerð stendur að komast að niðurstöðu varðandi það hvað skyldi til bragðs taka. En Juan Carlos sat ekki með hendur í kjöltu. Hann hringdi strax til allra yfirmanna í herdeildum landsins og bað þá um liðsinni. Næst kallaði hann saman ráðuneytisstjóra og skipaði þá í bráðabirgðastjóm. Flestir valdamestu liðsforingjarnir fylgdu konungi — og það er sjálfsagt meginástæðan til þess að byltingartil- raunin mistókst. Það er og lítill vafi á því að margir meðal hægrisinna í hernum fylgdu honum — ekki vegna þess að þeir vildu standa vörð um lýðræðið í landinu heldur vegna þess að Franco gamli hafði valið Juan Carlos sem eftirmann sinn. Fullvíst er að ella hefðu ekki jafnmargir liðsfor- ingjar stutt hina íhaldssömu stjóm og alls ekki sósíalistastjórn. Þó 46 ár séu nú liðin frá því að borgarastyrjöld geisaði i landinu þarf Spánn þingbundið konungdæmi. En ef farið er ofan í saumana kemur þó í ljós að hann hefur þó nokkurt póli- tískt vald. Sagt er að Juan Carlos hafi áður en Franco lézt komið að máli við vin sinn Adolfo Suarez og óskað eftir því að hann tæki að sér forsætisráð- Mikill fögnuður varð fyrir utan þinghúsið I Madrid þegar Ijóst var að stjórnarbyltingartilraun þjóðvarðliðanna hafði farið út um þúfur. Juan Carlos þykir einkar laginn við að auglýsa sig og Sophiu drottningu. herraembætti er fram liðu stundir. Er svo Franco lézt settist Suarez í for- sætisráðherrastólinn. Hann kom einnig á fót ihaldssömum stjórnmála- flokki í landinu, UCD, sem varð brátt stærsti flokkur landsins. Síðan Juan Carlos varð konungur er talið að hann hafi stjórnað á bak við tjöldin. Suarez hefur verið for- sætisráðherra lengst af og telja frétta- skýrendur að hann aðhafist ekki mikið fyrr en hann sé búinn að ráð- færa sig við Juan Carlos. En Juan Carlos býr líka yfir mikilli stjórn- málalegri þekkingu. Er Franco tók hinn 10 ára gamla landflótta prins upp á arma sína 1948 var lífsferill hans næstum ráðinn. Prinsinn var settur í skóla og var einnig virkur þátttakandi í hreyfingu Francosinna ,,E1 Movimiénto”. Franco skipulagði framtíð prinsins mjög vel. Juan Carlos fékk fyrsta flokks menntun í alla staði. Fyrst fór hann í herskóla, þar sem hann nam á öllum sviðum, var í land-, sjó- og flughernum. Er hann hafði lokið námi sínu þar hóf hann nám í háskólanum í Madrid. Hann hefur lokið námi þar i lögfræði, viðskiptafræði, stjórn- málafræði og heimspeki. Juan Carlos hefur einnig dvalið í hinum ýmsu ráðuneytum og fengið að kynnast allri starfsemi sem þar fer fram. Einnig er auðvelt að álykta sem svo að hann hafi lagt stund á fjöl- miðlun. Hann þykir einkar laginn að auglýsa sjálfan sig og drottningu sína, Sophiu. Á hverjum degi birtast fréttir af þeim konungshjónum í sjónvarpi (sem er í eigu ríkisins). Er þessum fréttum gefið gott pláss í dagskránni og ekki er það alltaf talið í samræmi við fréttagildi þeirra. Á undanförnum hálfa mánuði hefur hann þó verðskuldað athyglina að því er talið er. Milan del Bosch átti að verða hinn nýi Franco Spánar. gamla Juan Carlos de Borbon y Borbom sem eftirmann sinn 1969 hefur hann talið sig vera að tryggja viöhald fasismans i landinu. Þar skjátlaðist honum. Er Juan Carlos varð konungur landsins 1975 kom það nefnilega í ljós að hann var lýð- ræðissinni. Fyrir hálfum mánuði reyndu Franco-sinnar stjórnarbyltingu í landinu. Sá sem fyrst og fremst kom í veg fyrir að sú tilraun tækist var Juan Carlos koriungur, sem Franco sjálfur nú hið nýja konungdæmi traustum fótum á Spáni. Meira að segja sósíal- istar og kommúnistar lofa nú kon- ungdæmið. Juan Carlos er orðinn sannkallaður konungur fólksins. Það var fyrst og fremst hann sem sýndi viðbrögð er liðsforinginn Tejero hertók þingið og hershöföing- inn del Bosch lysti yfir neyðarástandi í Valencia. Stjórnin og þingmenn voru teknir sem gíslar. Herstjómin fundaði klukkutímum saman án þess ekki mikið til að sumir liðsforingjar sjái „rautt”. Það var fall lýðveldisins 1931, sem gerði Franco kleift að komast til valda fimm árum síðar. Alfonso konungur var ekki at- kvæðamikill einvaldsherra — og átti að lokum ekki annarra kosta völ en að hrökklast frá völdum. Þar með söng konungsveldið sitt síðasta vers. Juan Carlos fór sér hægt í byrjun. Spánverjar hafa smám saman sætt sig betur við ríkjandi stjórnkerfi. Það á sjáifsagt ekki sízt rætur sínar að rekja til þess að hann sýnist vera eina kjölfestan í hinu óstöðuga stjóm- málalífi landsins. Stjómir landsins hafa oft staðið höllum fæti. Samkvæmt stjórnarskránni er

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.