Dagblaðið - 10.03.1981, Side 10

Dagblaðið - 10.03.1981, Side 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. io‘ AÐ SEUA JÓLATRÉ TIL AD GETA HJÁLPAÐ NÁUNGANUM ciga sinn dýra köfunarútbúnað sjálfir. Þeir fá aðstöðu til þjálfunar og loft á kútana sína. Annaö borga þeir sjálfir. Ríkishftin vill sinn hlut refjalaust Vinna, vinna og aftur vinna. Þannig lýsti einn björgunarmaður starfinu fyrir blaðamanni DB. Hann verður tæplega sakaður um að taka of djúpt í árinni. A sama tíma og björgunarsveitirnar eru samningsbundnar við Almanna- varnir rikisins um þátttöku i björg- unarstarfi á þeirra vegum gengur mjög illa eða ekki að fá ríkishítina til að gefa eftir smáaura í aðflutn- ingsgjöld af nauðsynlegum tækj- um. Styrkurinn frá hinu opinbcra rýrnar stöðugl. Fastir tekjustofnat sveilanna eru ótryggir eða ekki til. Er þetta hægt? - ARH Björgunarsveitarmenn frá Hvols- velli björguðu i land 9 skipverjum af Heimaey VE 1 þegar skipið strandaði við suðurströndina óveðurskvöldið mikla 16. febrúar. Engum þótti ástæða til að gcta sér- staklega um hlut björgunarmanna við frásagnir af slysinu. Og þaö þótt þar væri verið að bjóða nátt- úruöflum birginn og bjarga manns- lífum — sem ekki verða metin til fjár. Björgunarsvcitarmenn gengu til verka, eins og alltaf í slíkum til- fellum, hlífðu hvorki sér né sinum tækjum og fóru ekki fram á neitt í staðinn. Það þykir sjálfsagt mál að hægt sé að grípa á hverjum tíma til fjölda þjálfaðra manna i björg- unarsveitum þegar eitlhvað bjátar á. Fáum eða cngum dettur í hug að bjóðast til að borga beinan út- lagðan kostnað björgunarmanna. Hins vegar stóð ekki á því að deilt væri af hörku um hve mikið og hverjir hefðu fengið í sinn hlut, ef tekizt hefði að afstýra strandi Hcimaeyjar. Það var gert að kjarna málsins! Ódrepandi áhugi heldur þeim gangandi Þegar slys ber að höndum eða náttúruhamfarir gera okkur lífið ieitt, þá þykir jafnsjálfsagt að heyra um félaga i björgunarsveitun- um vera komna af stað til hjálpar náunganum, rétt eins og lögreglu eða Almannavarnamenn. Menn gera sér bara sjaldan grein fyrir því að björgunarsveitarmenn eru þarna staddir af áhuga og hugsjón en hin- ir síðarnefndu eru gerðir út af ríkis- valdinu og eru að sinna eiginlegum störfum sínum. í hnotskurn horfir málið einfald- lega við þannig: Björgunarsveitirn- ar eru tilorönar og starfandi vegna ódrepandi áhuga fólksins sem í þeim er. Sveitarmenn leggja á sig mikið erfiöi við þjálfun og hjálpar- störf án þess nokkurn tíma að fá þóknun fyrir. Þvert á móti borga þeir með sér! Og þeim mun meira sem opinber aðstoð við starf þeirra rýrnar ár frá ári. Til að ná endum saman (svo hægt sé að sinna næstu útköllum Almannavarna og lög- reglu — fulltrúa hins opinbera) leggja menn á sig að selja merki, jólatré, flugelda og happdrættis- miða. í minni sveit hefði þetta verið kölluð kleppsvinna en svona er það samt. Spumingin er bara: Er hægt að láta þetta ganga áfram? Leiklist mikilvægari en mannslrf? Stundum er óskemmtilegt að verða vitni að þvi þegar menn meta um eigin mikilvægi og ágæti. Það væri til dæmis ófrjó umræða að nieta hvort mikilvægara væri að halda Flugbjörgunarsveitinni gang- andi eða Alþýðuleikhúsinu. Menn vildu ábyggilega hvorugt missa, og bæði leikhúsið og sveitin eiga sjálf- sagt í erfiðleikum með rekstur sinn. En Flugbjörgunarsveitarmenn velta stundum fyrir sér hvers vegna Alþýðuleikhúsið fékk 40 milljónir kr. I styrk á liðnu ári en þeir sjálfir aðeins I milljón. Eru þeir ónauð- synlegri sem nemur 39 milljónum? Eða er það talið mikilvægara að bjarga leiklistinni en mannslifum? Hvað sem þessum vangaveltum líður þá er það deginum Ijósara að ríkið styrkir starf björgunarsveit- anna skammarlega lítið. Enn skammarlegra er að þeir sem ganga til liðs við sveitirnar þurfa að borga fúlgur úr eigin vasa til að halda starfinu gangandi. Meginhluti bún- aðar mannanna er þeirra eigin eign: Skíði, viðleguútbúnaður, fatnaður, broddar, ísaxir, klifurbúnaður. Ótal vélsleðar og bílar í eigu félag- anna sjálfra eru notaðir í leitum sveitanna — á reikning eigendanna. Undantekning er jafnvel að þeim sé séö fyrir bensíni á farartækin! 12 kafarar í Slysavarnadcild Ingólfs Ríkið leggur á okkur drápsklyfjar með skattheimtu sinni: Þurfum að senda neyð- arkall til almennings — segir Arngrímur Hermannsson stjórnarmaður íFlugbjörgunar- sveitinni „Við höfum alltaf brugðizt við hart þegar almenningur sendir neyðarkall en nú er svo komið að við sjálfir þurfum að senda neyðarkall til almennings. Fjármálaástandið hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Sveitin á sem stendur rétt nægilegt fjármagn til að kosta eina minnihátt- ar leit,” sagði Arngrímur Hermanns- son, gjaldkeri Flugbjörgunarsveitar- innar. Stjórn sveitarinnar kom saman á fund í fyrri viku og ræddi alvarlegt fjárhagsástand hennar. Vonazt var eftir að styrkir hins opinbera yrðu mun meiri en raun bar vitni. Opinber framlög hækka ár frá ári lítillega í krónum talið en sé raungildi þeirra metið kemur i ljós að þau rýrna stöð- ugt. Borgin styrkti Flugbjörgunarsveit- ina með 800 þús. kr. árið 1979, 1 milljón árið 1980 og 1.5 milljón gkr. í ár. Rikisstyrkurinn var I milljón í fyrra en 2.5 millj. gkrónur í ár, inni- falið í tölunni er aukafjárveiting vegna kaupa á fjarskiptabúnaði. Lögum samkvæmt eiga allar björgunarsveitir að skipta um tal- stöðvarútbúnað sinn, sem kostar Flugbjörgunarsveitina eina 160— 200 þús. krónur að meðtöldum öllum að- flutningsgjöldum. Borgaryfirvöldum var skrifað bréf og farið fram á auka- fjárstuðning vegna þessa en með bréfi dagsettu 18. febrúar synjaði borgarstjórinn beiðninni fyrir hönd yfirvalda. Fjármálaútlitið er því dökkt, dekkra en menn þar hafa áður horfzt í augu við. í ráði er. að setja í gang happdrætti til að afla peninga í kassann. Rekstursreikningur Flug- björgunarsveitarinnar fyrir liðið ár hljóðar upp á tæplega 19 milljónir gkr. Rekstur bifreiða kostaði 3 millj. gkr. og rekstur húsnæðis 1.2 millj. gkróna. Það voru stærstu liðirnir en til viðbótar komu margir smærri kostnaðarliðir. A tekjuhlið er að finna eina milljón frá ríkinu og aðra frá Reykjavíkurborg, sem fyrr er getið. Auk þess gjöf Lionsklúbbsins Týs að verðmæti 2.8 milljónir gkr., gjöf Lionsklúbbsins Njarðar að verð- mæti 1.6 millj., stórgjafir frá Félagi ísl. atvinnuflugmanna, Félagi flugumferðarstjóra og fleirum. Hin frjálsu félagasamtök standasig þarna sýnilega margfalt betur en hið opin- k Arngrimur llermannsson. t.h., ou Guðmundur Oddgeirsson snjóbilstjóri \iö hil Flugbjörgunarsveitarinnar á æfinttu fvrir nokkrum dögum. Bíllinn er niódel '46 en stendur sig vel þó hálffertugur sé! DB-mynd ARH. bera, sá aðili er mest biður um aðstoð björgunarmanna. Flugbjörgunarsveitin fjölmennust Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er fjölmennasta sveitin í borginni. í Reykjavík eru á félagaskrá 230 manns. Sveitinni er skipt í hópa inn- byrðis í samræmi við mismunandi reynslu félaganna og þekkingu. Þannig er þar að finna bíladeild, snjóbíla- og vélsleðadeildir, skíða- deild, fjarskiptadeild, snjóflóða- deild, klifurdeild, fallhlífadeild og skyndihjálpardeild. Margir eru þátt- takendur í fleiri en einni deild. Flug- björgunarsveitir eru einnig starfandi á Akureyri, Hellu og í Varmahlíð. Á síðasta ári sinnti Reykjavíkursveitin tíu sinnum útköllum Almannavarna og/eða lögreglu, auk útkalla þar sem sveitin lagði til 60—80 þjálfaða leitar- menn í hvert sinn. Árið 1980 voru 102 skipulagðar fræðslu- og kynnis- ferðir á vegum sveitarinnar. Slíkar skipulagðar æfingar og þjálfun eru aðeins stundaðar af félögum í ör- fáum björgunarsveitum á landinu og greinir þær sveitir að því leyti frá öðrum sem hafa til umráða einhvern búnað en stunda ekki kerfisbundna þjálfun. Ríkið leggur á okkur drápsklyfjar „Almannavarnanefnd, fyrir hönd ríkisins, ætlast til þess að björgunar- sveitir gegni ákveðnu hlutverki í öryggiskerfi landsins,” sagði Arn- grímur Hermannsson. „Við höfum aldrei talið eftir okkur að gera það sem í okkar valdi stendur þegar eftir þvi er leitað. En nú er svo komið, ekki sízt vegna þess að ríkis- valdið leggur á okkar herðar dráps- klyfjar með skattheimtu sinni, að framtíðin er óviss. Mun meiri aðstoð hins opinbera verður til að koma ef við eigum að geta uppfyllt þær kröf- ur sem til okkar eru gerðar. Eitt lítið dæmi sýnir skeytingarleysi yfir- valda gagnvart okkar starfi. Al- mannavarnir og lögreglan kölluðu Flugbjörgunarsveitina út óveðurs- kvöldið mijcla i febrúar. Við vorum eins og féfagar í öðrum björgunar- sveitum við störf hingað og þangað um borgina og víðar við erfiðar og hættulegar aðstæður. Sendibílstjórar sem kallaðir voru út til vinnu af Al- mannavörnum sama kvöld fengu borgað fyrir sinn hlut, veið fengum ekki einu sinni kostnað við rekstur bílanna. Bensínkostnaðurinn einn hjá sveitinni í 5 klukkutíma þetta kvöld nam 1.500 krónum.” V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.