Dagblaðið - 10.03.1981, Page 11

Dagblaðið - 10.03.1981, Page 11
Eignuðust dýran vélsleða með miklum bamingi en: Midgafekki eftia króm eftir — sagði Gunnar Pétursson í Slysavarnadeild Ingólfs DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. Hafþór Jónsson: Mun aldrci ucrasl lalsmaóur þcss aö svcilirnar séu ríkisrcknar. DB-nivnd S. Starff björgunarsveitarmanna er: EINSTÖK ÁHUGA- MENNSKA — segir Haf þór Jónsson f ulltrúi Almannavarna ríkisins „Almannavamir hafa gert bind- andi samkomulag við landssambönd- in, sem björgunarsveitirnar eiga aðild að, um að aðilar taki að sér sérstök verkefni innan skipulags Almanna- varna,” sagði Hafþór Jónsson full- trúi hjá Almannavörnum ríkisins þegar hann var inntur eftir því hvaða hlutverk hinum ýmsu björgunarsveit um væru ætluð. Hafþór og Guðjón Petersen forstöðumaður Almanna- varna eiga sæti i sérstakri björgunar- málanefnd sem sett var á laggir í október 1979 ásamt fulltrúum Lands- sambands hjálparsveita skáta, Slysa- varnafélags íslands og Landssam- bands flugbjörgunarsveita. Nefnd- inni er ætlað að gæta sameiginlegra hagsmuna aðila og samræma störf þeirra. Samningurinn við björgunarsveit- irnar feiur í sér í grófum dráttum það að slysavarnafélagsmönnum er ætlað að þjálfa sig í og sinna fyrst og fremst björgunar- og ruðningsþjónustu, þ.e. björgun úr húsarústum. Hjálpar- sveitir skáta hafa einkum sjúkra- og slysahjálp á sinni könnu, en flug- björgunarsveitirnar sinna verndun og gæzlustörfum, ganga að nokkru til samstarfs við lögregluna. Gerist ekki talsmaður ríkisrekinna björgunar- sveita „Björgunarsveitir hérlendis eru eðlilega misjafnlega vel á vegi stadd- ar, bæði hvað þjálfun og tækjabúnað snertir,” sagði Hafþór Jónsson. ,,Við skulum þó ekki fara út i að setja mismunandi gæðastimpla á þær, einfaldlega vegna þess að við höfum ekki ákveðna viðmiðun til að styðjast við. Við höfunt ekki gert upp við okkur hvaða kröfur á að gera, hvenær björgunarsveit telst vel búin og þjálfuð og hvenær ekki. Starfið í íslenzkum björgunarsveitum er einstök áhugamennska og svo mikið get ég sagt að aldrei mun ég gerast talsmaður þess að sveitirnar verði ríkisreknar. Hins vegar er sjálfsagt að ríkisvaldið sinni þeim betur. Til dæmis er ekki réttlætanlegt að félag- arnir sjálfir beri kostnað af því að sinna störfum sínum í þágu almanna- heilla.” Nýtt fjarskiptakerfi um næstu áramót Fjarskiptin hafa löngum reynzt brotalöm í almannavarnakerfinu. Má minna á fjarskiptaerfiðleika sem komu upp við björgunarstörf á Mos- fellsheiði rétt fyrir jólin 1979, þegar þar hröpuðu þyrla og lítil flugvél. Mörg önnur dæmi eru um vandamál sem slæm fjarskipti ollu. Nýjar alþjóðlegar fjarskiptareglur eiga að taka gildi um næstu áramót. Gerð er krafa frá þeim tíma um SSB- viðskipti á millibylgju. í framhaldi af því tóku Almannavarnir og björgunarsveitirnar ákvörðun um að færa höfuðþunga fjarskiptanna yfir á metrabylgju. Þetta þýðir að björgunarsveitirnar verða að endur- nýja tækjakost sinn, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Og það kostar skildinginn. Hins vegar hefur tekizt að fá rikisvaldið til að gefa eftir tolla, söluskatt og aðflutningsgjöld að tækjunum. En bitinn er stór samt. Brýnt að þjálfa menn til björgunar úr húsa- rústum Hafþór Jónsson sagði að undan- farin 10 ár hefði starf Almannavarna miðast að grundvallarskipulagningu kerfis um land allt. Nú er því lokið að mestu og kominn tími til að stíga næsta skrefið: Að sinna fræðslu og þjálfun manna í hinum ýmsu nauð- synlegu þáttum almannavarna. Völ er á fjölmörgum færum starfskröft- um til að annast þjálfun og leiðbein- ingar enda hafa margir íslendingar sótt námskeið og skóla erlendis í þeim fræðum. Hafþór taldi að brýn- ast væri líklega að þjálfa sveitir til björgunar úr húsarústum, í svo- nefndri ruðningsþjónustu. Ekki sízt er það mikilvægt vegna þess að til þess þarf ef til vill að grípa ef harður jarðskjálfti riður yfir og hús hrynja af völdum hans. -ARH. Slysavarnadeild Ingólfs í Reykja- vik er deild innan Slysavarnafélags íslands. Innan hennar er flokkur manna sem þjálfaður er í leit á landi, en þar er líka hópur sem þjálfaður er í björgun á sjó, meðal annars kaf- arar. Á síðustu lOárum hafa Ingólfs- menn verið kallaðir alls 168 sinnum til leitar- eða björgunarstarfa. Frosk- menn í 35 skipti, sjóflokkur í 61 skipti, í 37 skipti í leit innanbæjar í Reykjavík og í 35 skipti i leit utan- bæjar. Á siðasta ári voru fiest útköll- in, alls 30. Á rekstrarreikningi Ingólfs fyrir árið 1980 má sjá að félagarnir hafa ekki sótt rekstrareyrinn í opinbera sjóði. Tekjur af merkjasölu, happ- drætti, og sölu jólatrjáa og gjöld félaganna sjálfra bera uppi megin- hluta rekstursTns. Merki, happdrætti og jólatré gáfu af sér tæplega 8 millj- ónir gkr„ en félagsgjöldin 2.2 millj- ónir. Af , útgjöldunum ber hæst rekstur bílanna, 2.4milljónir. En þetta segir ekki alla söguna, varla einu sinni hálfa söguna. Ingólfsmenn bera sjálfir, eins og félagar i öðrum björgunarsveitum, ótrúlega mikinn beinan útlagðan kostnað við störf sín. Það er kostn- aður sem hvergi kemur fram nema í þeirra eigin heimilisbókhaldi. Einhvern veginn veltist þetta áfram Ingólfsmenn sinntu tveimur útköll- um í gærdag, þegar þetta er skrifað. Annars vegar var leitað að týndum báti við Reykjanes, einnig týndist maður í Reykjavík. „Strangt til tekið höfum við ekki efni á að sinna útköllunum. Okkur skortir rekstrarfé, en einhvern veginn veltist þetta áfram,” sagði Gunnar Pétursson, einn lngólfsmanna. „Við höfum dregið heilmikið úr „Einhverjir kunna að velta fyrir sér hvers vegna menn leggja á sig allt það erfiði sem fylgir því að vera virk- ur félagi i björgunarsveit og fá ekkcrt fyrir sinn snúð annað en ánægjuna af því að geta gert gagn. Áhugi á sporti og úliveru hefur sitt að segja. Þetta er ágætl tómstundastarf fyrir útilifs- menn en um leið krefjandi. Og vafa- laust er einhver hugsjón með í spilinu lika,” sagði Tryggvi Páll Friðriksson formaður Landssambands hjálpar- sveita skáta. Innan landssambandsins eru 13 björgunarsveitir víðs vegar um landið. Að sögn Tryggva Páls er sú stærsta i Reykjavík, bezt búna sveit Tryggvi Páll Friðriksson: „Kkki yfir okkur ánægðir með sliiðning hins opinbera en hann er þó viðlcilni.” DB-mynd: Sig. Þorri. umfangi æfinga utan Reykjavíkur einfaldlega vegna þess hve dýrar þær eru. Þegar Reykjavíkurlögreglan kallar okkur út vegna óveðurs og ófærðar eru peningarnir fljótir að hverfa. Þá eru bílar sveitarinnar notaðir aðallega á reikning hennar og einkabílar á okkar eigin kostnað. Engar fastar reglur eru um hvort við fáum bensín á tækin í slíkum tilvik- um, i einstaka tilfellum tekst að fá bensín, annað ekki. Sveitin eignaðist 2ja belta vélsleða með miklum barningi og eins árs stríði við stjórnvöld til að gefa eftir aðflutningsgjöld. Árangurinn var enginn og við tókum vaxtaauka- lán fyrir sleðanum, Ekki ein króna fékkst gefin eftir af hálfu ríkisins.” Hvað þyrfti ríkið að borga atvinnuköf- urum? Einstaklingar innan sveitarinnar, þar á meðal Gunnar sjálfur, eiga 8— 10 vélsleða sem notaðir eru jöfnum höndum við leitir. Og þá borga félag- arnir (bensín)brúsann. Menn eru lika kallaðir út í leit á vinnutíma og bera sjálfir vinnutapið. í einstaka tilfell- um greiðir atvinnurekandinn vinnu- tap en hitt er algengara. Ótalinn er kostnaður ntanna í köfunarhópnum. Köfunarútbúnaður er geysidýr og hann kaupa menn sjálfir. Þegar Ingólfsmenn hafa verið kallaðir út í leit i höfnum kostar það sveitina bíl, bát, 2—3 kafara og nokkra menn að auki. Allt á kostnað björgunar- sveitarinnar. Hvað skyldi slík leit kosta ríkið ef það þyrfti að greiða fyrir hana samkvæmt taxta atvinnu- kafara? „Að telja upp allt þetta er ekki einhver barlómur og kvein,” sagði Gunnar Pétursson. sinnar tegundar i landinu. Aðrar sveitir eru í Hafnarfirði, Kópavogi, Vestmannaeyjum, Akureyri, Garða- bæ, Njarðvík, Blönduósi, ísafirði, Aðaldal, Fljótsdalshéraði, Hvera- gerði, auk Björgunarhundasveitar- innar! Reykjavíkursveitin er elzta svcitin, hún á fimmtugsafmæli á næsta ári. Og að likindum kemst sveitin á þessu ári í eigið húsnæði við Snorrabraut, þar sem í byggingu er stórhýsi skamn'tl frá Skátabúðinni. Á neðstu hæð nýbyggingarinnar er ætlunin að hjálparsveitin fái 400 fm húsnæði. Þar verður einnig Skátabúðin til húsa i framtiðinni. Á hæðunum fyrir ofan verður aðsetur Bandalags isl. skáta og Skátasambands Reykjavíkur, auk l.andssambands hjálparsveila skáta. Sannkölluð skátahöll. Ríkishítin hirðir sinn hlut Starfsemi hjálparsveitarinnar i Reykjavík byggist á sjálfboðaliða- starfi eingöngu. Margvíslegan búnað eiga félagarnir sjálfir og leggja til endurgjaldslaust í leitir og björgunar- störf. Sveitin leggur til bíla, fjar- skiptabúnað, Ijós, sjúkragögn og fleira. Félagarnir eiga flesta vélsleð- ana, ómissandi tæki að vetrarlagi, og borga m.a. sjálfir bensínið á þá í björgunarferðum! Vélsleðar kosta frá 30—50 þús. krónur, þar af eru aðflutningsgjöld 60—65%. Og auð- vitað hirðir ríkishítin vegaskatt af Gunnar Pétursson: Höldum starfinu gangandi með vinnu, vinnu og aftur vinnu. DB-mynd: EinarÓlason. ,Það er bara svo svekkjandi að standa í þessu og verða vitni að skiln- ingsleysi sem opinberir aðilar sýna okkar starfi. Við höldum starfinu ekki gangandi nema með vinnu, vinnu og aftur vinnu. Og þá má ekki gleyma vinnunni sem felst í fjársöfn- unum, merkjasölu o.s.frv. til að ná endum saman. Nýliðum í sveitinni kemur á óvart hve þeir þurfa að leggja mikið á sig. Þjálfunin sjálf verður of oft að víkja fyrir starfinu við að afla fjármuna svo að þessu sé haldið gangandi. Við verðum varir við að menn gera sér alrangar hugmyndir um starfsemina, halda jafnvel að sveitin sé að meira eða minna leyti á framfæri hins opin- bera! ” -ARH. bcnsíninu sem sleðarnir brenna, þó svo að þeir séu notaðir alls staðar annars staðar en á þjóðvegum lands- ins! Björgunarsveitirnar sjálfar Itafa læpast efni á að eignast vélsleða enda eru þeir mjög dýrir. Fulltrúar rikis- valdsins hafa ekki reynzt fáanlegir til að gefa sveitunum eftir aðflutnings- gjöldin. Hins vegar styrkti rikið hjálparstarf skátanna með 5 milljón- urn kr. í fyrra og með 8 millj. gkr. i ár. Auk þess gaf rikið eflir tolla á fjarskiptatækjum sern sveitirnar keypiu. Bæjarfékigin styrkja lika skátasveitirnar en misjafnlega mikið eftir stöðum. Reykjavíkurborg veitti hálfa aðra milljón kr. i beinan fjár- styrk í fyrra, auk framkvæmdastyrks vegna byggingarinnar við Snorra- braut. Þá hefur sveitin til umráða kjallarann í Ármúlaskóla. Ekki fyllilega ánægðir en viðleitni þó Því fer fjarri að opinberu styrkirnir greiði koslnað við rekstur hjálpar- sveita skáta. Tryggvi Páll áætlaði að rekstur stærri sveitanna niyndi kosta minnst 300 þúsund á yfirstandandi ári. Ríkisstykurinn i ár (80 þús. eða 8 millj. gkr.) nægir til dæmis hvergi til að borga hensínið á farkosti sveit- anna. „Við erum auðvitað ekki yfir okkur ánægðir með stuðning hins opinbera en hann er þó viðleitni,” sagði Tryggvi Páll Friðriksson. -AKH. Hvers vegna leggja menn allt þetta erfiði á sig?: Vafalaust er hugsjón með í spilinu líka — svarar Tryggvi Páll Friðriksson f ormaður Landssambands hjálparsveita skáta

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.