Dagblaðið - 10.03.1981, Page 12

Dagblaðið - 10.03.1981, Page 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. 12 frfálst, úháð dágblað Útgeffandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjófffsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamonn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gbli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porri Sigurðsson og Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleífsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgrelösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. Aðalsfrni blaðsins er 27022 (10 línur). Verðbótaskerðing 1. júní? Hver verður verðbólgan í ár? Auðvitað er of snemmt að fullyrða um það, en hætt er við, að hún gæti orðið yfir 50 prósent rétt einu sinni, hvað sem liður háttstemmdum ummælum ráð- herra um þessar mundir. Ef taka ætti orð sumra ráðherranna bókstaflega, mætti ætla, að nú þegar hafí verðbólgu- draugurinn verið kveðinn niður. Líklega er rétt athugað hjá Tómasi Árnasyni viðskiptaráðherra, að verðbólguhraðinn gæti nú fyrstu mánuði ársins samsvarað 35 prósent verðbólgu á ári. En þessi hraði mun eftir öllum sólarmerkjum að dæma aukast, þegar kemur fram yfir mitt ár. Því segja framsóknarmenn nú, að fara þurfi að skipuleggja nýjar aðgerðir, eigi verðbólgan í ár að verða um 40 prósent, eins og ríkisstjórnin segist stefna að. Þessi afstaða er í samræmi við yfirlýsingar sömu manna um áramótin og afstöðu þjóðarinnar, sem kom fram í skoðanakönnun Dagblaðsins. Menn eru flestir á því máli, að aðgerðirnar um áramótin hafí verið ,,skref i rétta átt”, en heldur ekki meira. Með efnahagsaðgerðunum um áramótin tókst ríkis- stjórninni að koma líklegum verðbólguhraða ársins úr 70—80 prósent niður í rúm 50 prósent. Staðan er enn þessi, og því næsta spaugilegt að fylgjast með sjálfslofi ráðherra um þessar mundir. Áð óbreyttu stefnir í, að verðbólgan verði ámóta í ár og síðustu ár þrátt fyrir sjö prósent skerðingu á verðbótum 1. marz. Eftir því sem næst verður komizt taka hugmyndir framsóknarmanna um næstu aðgerðir til þess, að skerða skuli verðbótahækkunina 1. júní. Stjórnarliðum hefur tekizt glettilega vel að fá al- menning til að sætta sig við verðbótaskerðingu 1. marz. Kenningin um „jöfn skipti” hefur haft mikil áhrif. Ríkisstjórnin náði samkomulagi við alþýðusam- bandsmenn um, hvernig þeirri skattalækkun skyldi hagað, sem átti að bæta hinum tekjulægstu upp skerðingu verðbóta. Sumir sögðu, að ríkisstjórnin hefði bara verið búin að hækka skattana nægilega mikið til þess að geta síðan lækkað þá agnarögn. En alþýðusambandsmenn litu á skattalækkunina og sögðu „harlagott”. Sparifjáreigendur fengu góða búbót, þegar styttur. var binditími á verðtryggðum innlánum. Hús- byggjendur kunna að hafa eitthvert gagn af lengingu lána, sem nú stendur fyrir dyrum. En sú vaxtalækkun, sem átti einnig að bæta almenningi skerðingu verðbóta, varð ,,núll og nix”. Vextir fara fremur hækkandi í reynd. Ekki er víst að ríkisstjórninni mundi ganga jafnvel að fá almenning til að samþykkja áframhaldandi krukk í kaupið 1. júní, næst þegar hækkun á að verða á verðbótum. Það verður nefnilega erfitt að finna eitthvað til að rétta almenningi í staðinn, svo að unnt verði að tala um ,,jöfn skipti”. Ragnari Arnalds fjármálaráðherra mun þó ekki fínnast neitt vera aflögu í sjóðum ríkisins, svo að lækka megi skatta. Tómas Árnason mun eiga erfitt með að berjast fyrir vaxtalækkun, þegar verðbólgan herðir ferðina. Því má búast við talsverðum átökum í stjórnar- liðinu undir lok þingsins, þegar taka þarf afstöðu til nýrrar verðbótaskerðingar 1. júní. r Umbætur gegn öfgum Undanfarið hefur farið fram nokk- ur umræða hér í Kjallaranum um málefni stúdenta, að nokkru leyti í tilefni af grein minni 17. febrúar um þriðja aflið i háskólanum. Af hálfu „vinstri” manna skrifaði Einar Páll Svavarsson þjóðfélagsfræðinemi grein 25. febrúar, og Kristinn Ander- sen verkfræðinemi skrifaði af sjónar- hóli Vöku 2. mars. Þvi miður gætii talsverðs misskilnings hjá báðum þessum mönnum, sem ég tel mér skylt að leiðrétta. Auk þess tel ég rétt að skýra örlitlu nánar stefnu Um- bótasinnaðra stúdenta en unnt var i fyrstu atrennu í stuttri blaðagrein. Er Einar Páll róttækni? Grein Einars Páls, sem hann nefnir ,,Eru stúdentar „miðjumoð”, Kjart- an?”, er rituð af sæmilegri hófsemi, sem er allt of sjaldgæft meðal „vinstri” manna í Háskóla íslands. Því miður er málflutningur Einars Páls ekki að sama skapi rismikill. Það er fjarri mér að væna róttækl- V .............— inginn um vísvitandi útúrsnúning, en þá verður að gera ráð fyrir því, að hann hafi misskilið grein mína herfi- Kjallarinn Kjartan Ottósson -lega og ekki áttað sig á þræðinum i henni. Skal nú reynt að bæta úr þess- um misskilningi hans. Mér er engin launung á því, að ég tel „frjálshyggjuna” hættulegasta andstæðing lýðræðissinnaðrar félagshyggju um þessar mundir, því gagnstætt vinstri róttækninni er hún nú i uppgangi. Þessa skoðun mína taldi ég koma skýrt fram í grein minni. í upphafi orða minna þar um frjálshyggjuna segir svo undir yfir- skriftinni „„Miðjumoðið” og „frjálshyggjan””: „Félagshyggja í víðri merkingu er að minni hyggju ákaflega rík í stúdentum. Þeir eru, eins og frjálshyggjupostular mundu orða það, miklir „miðjumoðsmenn” í sér.” (Undirstrikun hér). Svo ég skýri þessi einföldu orð litil- lega fyrir Einari Páli, þá er ég þarna að lýsa þeirri persónulegu skoðun minni, að stúdentar muni vera miklir félagshyggjumenn i sér. Til að hnykkja á því, hve félagshyggjan er „frjálshyggjumönnum” fjarlæg, minni ég á, að frjálshyggjupostul- Getur blaðamað- ur hvatt til lög- brots í skjóli siðareglna? Upp hefur komið deilumál, þar sem ásteytingarsteinninn er sá, hvort tveimur blaðamönnum beri að til- greina heimildarmann eða heimildar- menn fyrir frétt sem þeir skrifuðu. Geri blaðamennirnir þetta, kann afleiðingin að verða sú, að einn eða fleiri opinberir starfsmenn verði sakaðir um brot á lögum, sem kveða á um þagmælsku opinberra starfs- manna í vissum tilvikum. Verði blaðamennirnir dæmdir til þessa kann svo að fara að útséð væri um talsvert margar leiðir, sem dagblöð hafa hingað til notað til fréttaöfl- unar. Mál það, sem Rannsóknarlögregla ríkisins hefur höfðað á hendur tveim- ur blaðamönnum Dagblaðsins, hefur vakið mikla athygli og fengið tals- verða umfjöllun. í fjölmiðlum og þá einkum í Dagblaðinu, útvarpinu og sjónvarpinu. Slíkt er ekki óeðlilegt þar sem trúnaðarsamband milli bfaðamanns og heimildarmanns hefur verið eitt af helgustu véum frjálsrar blaðamennsku. Ég er blaðamaður og starfaði tals- vert á dagblaði og tímaritum áður en ég hóf eigin tímaritaútgáfu, þannig að ég eins og aðrir blaðamenn bíð spenntur eftir lyktum málsins, en ég hef sitthvað að athuga við frétta- flutning málsins. Þegar deilt er þarf það ekki alltaf að vera annar aðilinn, sem hefur rétt fyrir sér og enn síður er hægt að segja, að annar málstaður- inn sé hinum æðri eða göfugri. Mönnum hefur orðið tiðrætt um starf blaðamanna, hversu háleitt það starf er og óspart er vitnað til lýðræðis, stjórnarskrár og prentfrels- is, frjálsrar blaðamennsku, hags- muna almennings og þ.h. Stundum hefur manni virst að verið sé að færa blaðamenn í píslarvættisbúning. Ég hef ekki heyrt að neinu marki minnst á öryggishagsmuni ríkisins og Kjallarinn Sigurður Sigurðarson þá þjóðarinnar, rétt fólks á trúnaði stjórnvalda við hvern einstakling, þá krðfu, sem oft er höfð uppi, að fjölmiðlar skýri satt og rétt frá og byggi ekki fréttaþjónustu sína á óförum eða meinum annarra, né heldur hef ég heyrt minnst á nauðsyn þess að opinberir starfsmenn haldi trúnað við lög og skýri ekki frá öðru en því sem ljóst er að skýra megi frá. Að hvetja til lögbrots í íslenskum lögum er það refsivert athæfi að hvetja til lögbrots. Ég get ekki ímyndað mér að nokkurs staðar fyrirfinnist ákvæði í lögum, sem undanþiggi einn einasta mann eða aðila frá refsingu fyrir það að hvetja tilafbrots. í lögum er kveðið á um að opinber starfsmaður skuli gæta þagmælsku um viss atriði samkvæmt fyrirmæl- um yfirmanns eða eðli máls. Það er því lögbrot ef opinber starfsmaður rýfur þagnarskyldu og þá skapast refsiábyrgð. Blaðamenn telja það grundvallar- reglu að vilji heimildarmaður halda nafni sínu leyndu í frétt, þá skuli það virt. Það er ansi líklegt að lítið yrði um fréttir ef nafnleynd væri óheimil. Aftur á móti eru ástæður fyrir nafn- leynd margar og mismunandi. Heim- ildarmaður getur gefið upplýsingar, en kosið að halda nafni sínu leyndu vegna aðstæðna á vinnustað, sem fréttin e.t.v. fjallar um, fjölskyldu- tengsla, eigin hagsmuna eða annarra ástæðna. Nafnleyndin getur einnig skapast af því að heimildarmaðurinn hefur rofið trúnað sinn við sína yfir- boðara, blaðrað, þegar hann hefði átt að vinna sína vinnu og gæta þag- mælsku. Heimildarmaður í slíku til- felli gæti hvort heldur verið læknir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.