Dagblaðið - 10.03.1981, Side 14

Dagblaðið - 10.03.1981, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. 15 I Iþróttir 0 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Manfred Kaltz. FyrirsiguríHMfá V-Þjóðverjar 20 þús. pund á hvern leikmann V-Þjóðvcrjar eru miklir skipuleggjarar og vilja hafa allt i röðu og reglu. Þeir eru forsjálir með af- brigðum og metnaðarfyllri en flestar þjóðir heims. Gott dæmi um þetta er að fyrir skömmu tókst sam- komulag á milli leikmanna v-þýzka landsiiðsins og þýzka knattspyrnusambandsins um bónusgreiðslur vegna Heimsmeistarakeppninnar á Spáni 1982. Fari svo að V-Þjóðverjar sigri i keppninni fá leikmenn hver um sig sem nemur 20.000 sterlingspundum. Komist þeir í úrslitakeppnina fær hver leikmaður 1.000 pund fyrir hvem leik, sem hann tekur þátt í í undankeppninni. Það þýða 8.000 pund ef leikmenn leika alla leikina. Þegar V-Þjóðverjar urðu heims- meistarar 1974 fékk hver leikmaður í 22-manna hópnum 17.500 pund fyrir sigurinn. Versta tap V-Þjóð- verja í rúm 20 ár Þegar V-Þjóðverjar töpuðu 1—4 fyrir Bras.líu- mönnum i keppninni um gullbikarinn i Montevideo var það ekki aðeins Ijótur skellur heldur um leið stærsta tap þýzka landsliðsins i 23 ár eða síðan Þjóð- verjar töpuðu 3—6 fyrir Frökkum i leiknum um 3. sætið á HM i Svíþjóð 1958. Tapið gegn Brasiliu- mönnum sveið þó enn sárar þvi Þjóðvcrjarnir leiddu 1—0 i hálfleik. V-þýzka landsliðið svolgraði 1200 flöskuraf bjór! — síðustu þrjá dagana á meðan keppnin um gullbikarinn stóð yfiríMontevideo Afhroð V-Þjóðveja í keppninni um gullbikarinn í Montevideo um áramótin hefur vakið margar spum- ingar og eðlilega eru menn ekki á eitt sáttir. Stað- reyndin er hins vegar sú að V-Þjóðverjar lögðu enga sérstaka áherzlu á þessa keppni og fóru t.d. án tveggja af sinum beztu mönnum, Uli Stielike og Bernd Schuster. Mörkin tvö frá Argentínu siðustu 5 minútur leiksins gegn þeim komu Þjóðverjunum hins vegar úr jafnvægi. Þeir leiddu 1—0 og sigurinn virtist í sjónmáii er Argentinumennirnir svöruðu fyrir sig með leifturhraða. Tapið hafði slæm áhrif á leikmenn Þjóðverja. Það hafði það i för með sér að leikurinn gegn Brasi- liu hafði enga þýðingu og glöggt mátti greina það á leikmönnum. Svo rammt kvað að kæruleysinu að haft er fyrir satt að þýzki hópurinn hafi svolgrað í sig 1200 flöskur af bjór siðustu þrjá daga dvalarinn- ar eða heila 50 kassa, takk fyrir. Kvöldið fyrir leik- inn við Brasiliu sluppu þeir Rummenigge, Kaltz, Múller og Briegel út af hótelinu og fóru út að skemmta sér þrátt fyrir blátt bann landsliðseinvalds- ins, Jupp Derwall, þar um. Vakti þessi hegðan landsliðsmannanna mikla reiði almennings i' Þýzka- landi, en þeir sluppu þó við bann af hálfu þýzka knattspyrnusambandsins. Mörgum finnst framkoma leikmannanna bera vott um ábyrgðar- leysi og vist er að þeir komast ekki upp með slikt öðru sinni án þess að fá ráðningu. Dregið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar; Lánið leikur enn- þá við Tottenham — mætir Úlf unum eða Middlesbrough í undanúrslitum Heppnin er tryggur fylgifiskur Tott- enham Hotspur, Lundúnaliðsins fræga, i ensku bikarkeppninni. í gær var dregið i undanúrslit keppninnar og Tottenham dróst þar á móti annað- hvort Middlesbrough eða Wolver- hampton. Fær þvi annaðhvort það lið- anna i undanúrslitum, sem nú eru talin veikust af þeim, sem eftir eru. Tottenham er eina liðið, sem öruggt er með sæti í undanúrslitum og leik- menn liðsins fá sennilega úr því skorið i kvöld hvaða lið verður mótherji þeirra. 1 kvöld leika nefnilega Úlfarnir og Middlesbrough öðru sinni og verður leikurinn í Wolverhampton. Úlfarnir eru vissulega sigurstranglegri í þeirri viðureign — voru lengstum betra liðið i Middlesbrough sl. laugardag. Erfiðara er að spá í hvaða lið leika í hinum leiknum í undanúrslitum þó margt bendi til þess, að það verði Ips- wich og Man. City. Nottingham Forest og Everton hafa vissulega möguleika en minni eftir að hafa ekki náð nema jafn- tefli á heimavelli á laugardag. Dráttur- inn í undanúrslit hljóðaði sem sagt Man. City/Everton — Ipswich/Nott- ingham Forest. Ipswich og Nottingham Forest gerðu jafntefli 3—3 á laugardag í æsispenn- andi leik. Þau leika aftur í kvöld á Portman Road í Ipswich. Möguleikar heimaliðsins ættu að vera þar öllu meiri. Engan veginn þó hægt að spá öruggum sigri Anglíu-liðsins. Notting- ham Forest hefur sterku liði á að skipa og gefur ekki eftir baráttulaust. Man. City og Everton leika á mið- vikudag á Maine Road. Gerðu jafntefii 2—2 á Goodison Park í Liverpool, einnig i mjög tvisýnum og skemmtileg- |um leik. Vissulega eru möguleikar Man. City meiri en Everton getur á góðum degi leikið mjög vel. Það hefur verið liða óheppnast í bikarkeppninni. Alltaf fengið mótherja úr 1. deild. Fyrst Arsenal, þá Liverpool og South- ampton. Sigraði þessi þrjú sterku lið en á nú undir högg að sækja gegn Man. City. Everton hefur því ekki leikið nema gegn liöum úr 1. deild og ef liðið kemst í úrslit keppninnar — likur á því auðvitað ekki miklar — þá vinnur það sama afrek og Man. Utd. 1948. Það ár komst Manchester-liðið í úrslit og lék við 1. deildarlið í öllum umferðum. Sigraði hið snjalla lið Blackpool í fræg- um úrslitaleik 4—2, einum bezta úr- slitaleik ensku bikarkeppninnar. Þar voru landsliðsmenn í fiestum sætum hjá báðum liðum. Síðan 1948 hefur iþað ekki skeð að úrslitalið bikarsins hafi eingöngu leikið við 1. deildarlið á leið sinni til Wembley, og í úrslitaleikn- um. Blackpool var þá í hópi beztu liða Englands og með frægustu leikmenn enska landsliðsins eins og Stanley Matthews, Stanley Mortensen og Harry Johnston. Man. Utd. hafði þá fjölmarga lands- liðsmenn í sínum hópi — fyrsta liðið, sem Matt Busby byggði upp hjá United. Fyrsti sigur hans en þeir áttu eftir að verða margir meðan hann ríkti þar sem framkvæmdastjóri. Hann á nú sæti í stjóm félagsins. Hefur verið aðlaður — Sir Matt Busby. En eins og staðan er í bikarkeppninni nú er mikil óvissa á öllum vígstöðvum nema hvað Tottenham áhrærir. Margir ;hafa verið að gera því skóna að það sé Tottenham-ár í bikarkeppninni. Við höfum reyndar vikið að því áður hér í opnunni. Tottenham hefur átt miklu gengi að fagna, þegar ártalið endar á einum. Sigraði í deildakeppninni 1951 og aftur 1961. Sigraði í bikarkeppninni 1901, 1921, 1961 og í deildabikarnum 1971. Hefur einnig sigrað í bikarkeppn- inni 1962 og 1967 og í deildabikarnum 1973. Þá var dregið í undanúrslit skozku bikarkeppninnar. Celtic og Dundee Utd. leika á Hampden Park en Rangers — Morton eða Clydebank á Parkhead. Leikirnir verða háðir 11. apríl. Bikarkeppni unglinga íalpagreinum: Sigurvegararpir f rá Reykjavík og Isafiröi Bikarkeppni Skíðasambands Islands í alpagreinum i yngri flokkunum var háð á ísafirði um helgina. Úrslit urðu þessi: Stórsvig drengja 13—14 ára. 1. Atli Einarsson, ísaf., 2. Árni G. Árnason, Húsavík, i3. Guðjón Ólafsson, ísafirði, Stórsvig stúlkna 13—15 ára. 1. TinnaTraustad., Rvík, 2. Dýrleif Guðmundsd., Rvík 3. Helga Stefánsd., Rvík. Stórsvig drengja 15—16 ára. 1. Friðgeir Halldórsson, ísaf. 119.38 120.31 124.74 133.16 134.11 137.24 143.94 2. Erling Ingvarsson, Rvík. 144.48 3. Sveinn Aðalgeirsson, Húsav. 145.87 Keppni í stórsviginu var á laugardag en í svigkeppni laugardagsins urðu þessi úrslit. Drengir 13—14 ára. 1. Þór Ómar Jónsson, Rvík. 106.91 HALLUR ? SÍMONARSON,.. 2. Gunnar Valdimarsson, Rvík. 107.14 3. Rúnar Jónatansson, ísaf. 107.70 Stúlkur 13—15 ára. 1. Tinna Traustadóttir, Rvík 99.92 2. Hólmdís Jónsdóttir, Húsav. 105.34 3. Sigríður Gunnlaugsd., ísaf. 107.20 Drengir 15—16 ára. 1. Friðgeir Halldórsson, ísaf. 101.53 2. Tryggvi Þorsteinsson, Rvík, 104.28 3. örnólfur Valdimarss. Rvík. 105.28 í alpatvikeppni drengja^l3—14 ára sigraði Þór Ómar Jónsson, Reykjavík. Tinna Traustadóttir, Reykjavík, í stúlknaflokki og Friðgeir Halldórsson, Stórsvigsmóts Ármanns var háð i Bláfjöllum á sunnudag. Keppt var I tveimur flokkum, karla og kvenna. 1 karlafiokki sigraði Árni Þór Árnason, Ármanni, á 82.05 sek. (41.06 — 40.99). Karl Frfmannsson, Akureyri, varð annar á 83.12 (42.04 — 41.08) og Einar Ólafsson, Ármanni, varð þriðji á 83.77 sek. (41.97 — 41.80) 1 kvennaflokki hafði Guðrún Björnsdóttir, Víking, | talsverða yfirburði. Sigraði á 95.66 sek. (48.46 — 47.20). Björk Harðardóttir, Ármanni, varð önnur á 98.09 (49.69 — 48.20) og Inga Hildur Traustadóttir, Ármanni, þriðja á 99.08 (50.05 — 49.03). Myndin að ofan er af Árna Þór i keppninni. MISSA SPANVERJAR HM-KEPPNINA1982? - Ef miðherji Barcelona, Quini, verður myrtur eru horfur á því Ránið á miðherja spænska knatt- spyrnufélagsins Barcelona er enn mjög i sviðsljósinu. Menn óttast nú um lif hans og fari svo að hann verði myrtur eru allar Ifkur á því að Spánverjar verði sviptir heimsmeistarakeppninni i knatt- spyrnu, sem fara á fram 1982. Keppnin í staðinn færð til Vestur-Þýzkalands, Frestavarð Eyjaleiknum Leik Þórs og KR f bikarkeppni Handknattleikssambands íslands, sem vera átti í Vestmannaeyjum i gær, var frestað. Ófært til Eyja, þegar leið á daginn. Reynt verður aftur i kvöld ef veður verður skaplegt, sem litlar likur virðast þó á. sem er varaland fyrir HM, eins og 1978, þegar Argentína hélt keppnina. | Þaðeru nú um lOdagar síðan Quini hvarf eftir leik Barcelona. Var rænt þegar hann var á leið heim til sín. Stjórn Barcelona hefur fallizt á að greiða fjárhæð sem ræningjarnir hafa farið fram á. Ekkert hafði enn gerzt í sambandi við það mál siðast þegar fréttist. Um leið og stjórn FIFA, alþjóða- knattspyrnusambandsins, frétti af rán- inu setti hún sig í samband við stjórn spánska sambandsins.. Tilkynnti að gerðar yrðu miklar kröfur um öryggi leikmanna ef HM færi fram á Spáni — og gaf í skyn að Spánn yrði sviptur keppninni ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir Quini. Mikil taugaspenna að senda hina hálaunuðu knattspyrnu- menn heimsins til Spánar. Þar spilar ilíka inn í hertaka spánska þingsins á jdögunum. -hsím. Erling æf ir hjá Celtic Einn af efnilegustu knattspyrnu- mönnum KR, Erling Aðalsteinsson, heldur siðar i vikunni til Glasgow á Skotlandi. Mun dvelja þar i nokkrar vikur við æfingar hjá Celtic. Sennilega fram að Reykjavikurmótinu. Erling hefur leikið i meistaraflokki vesturbæjarliðsins. Afar leikinn leik- maður — og einnig snjall hlaupari. Einkum i 800 metrunum. -hsim. Magnús Gíslason: Ertt og annað úr Frakklandsför Hrakfarir handknattleiksmanna okkar i nýafstaðinni B-keppni í Frakk- landi hafa verið mörgum íhugunarefni. Vilja menn kenna þar um naumt skömmtuðu fjármagni til íþróttar- innar, samfara áhugaleysi þeirra sem yfir fjárhirzlum þjóðarinnar ráða. Um það má víst deila. Hitt er víst að stærstu fjölmiðlarnir í landinu létu sitt ekki eftir liggja, frekar en áður, að afla sem fljótast og gleggst frétta og frá- sagna af keppninni. Athyglin beindist vitanlega aö frammistöðu okkar liðs, þótt ýmislegt annað flyti með sem frétt- næmt þótti. Dagblöðin fimm, svo og útvarpið, ræktu því svo sannarlega skyldur sínar við lesendur og hlust- endur, sem kostaði drjúgan skilding. Ræktarsemi þeirra við handknattieiks- íþróttina verður því ekki vefengd. Væru aðrir sem hlut eiga að máli jafn- rausnarlegir stæði handknattleikurinn í miklum blóma fjárhagslega. Þröngt mega sáttir sigja Yfirleitt hafa íþróttasamtökin kunnað að meta áhuga fjölmiðla okkar á alþjóðlegum keppnum. Náin sam- vinna og samflot landsliðsforustunnar og fréttamanna í slíkum ferðalögum lýsa því bezt. Til dæmis sparaði það islenzkum fréttamönnum drjúgan skilding að geta ferðazt endurgjalds- laust með landsliðinu langar vegalengd- ir á milli borga í Frakklandi núna i B- keppninni. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að ekki voru sæti fyrir alla i hópferðavagninum. Einn til tveir urðu að standa eða sitja krepptir á töskum, sem hálffylltu ganginn á milli sætarað- anna. Frakkarnir virtust, í þessum efn- um sem ýmsum öðrum, ekki taka öll atriði með i áætlunina. Menn þurfa talsverðan farangur í langa útivist og enda þótt fréttamenn hefðu ekki iþyngt landsliðinu var billinn í minnsta lagi. Rétt er að taka fram að það kom ekki jávallt í okkar hlut að standa j„heiðursvörðinn”, heldur lét sjálfur formaður HSÍ, Júlíus, Hafstein, það ekki á sig fá að standa upp á annan endann í meira en klukkustund í einni ferðinni. Skyldi nokkur annar for- maður handknattleikssambands í heim- inum vikja úr sæti fyrir aðskotadýrum eins og fréttamönnum. Ég held varla. Þessir tveir ungu leikmenn vöktu mikla Njarðvikingurinn (sá til vinstri) heitir athygli i leik Njarðvíkur og ÍR i úrslitum 5. flokksins i körfuknattieik á sunnudag. Þeir voru báðir afar áberandi í leik liða sinna þrátt fyrir að vera minnstu mennirnir á vellinum. Helgi Arnarson en iR-ingurinn sem sækir að honum er Sigurður Einarsson. Hann er sonur hins góðkunna þjálfara Einars Ólafssonar. -SSv./DB-myndir Einar Ólason. Fréttamenn þurfa að að hafa farartæki út af fyrir sig Ekki er því að leyna, og ekkert undarlegt við það, að þrengslin í bíln- um sköpuðu dálítinn urg meðal leik- manna, sérstaklega eftir að illa fór að ganga i keppninni. „Getið þið ekki tekið lest?” vorum við spurðir, en það var ekki svo auðvelt nema með miklum útúrkrókum. Einnig kom upp sú staða, vegna talsímaörðugleika til íslands, að jandsliðið varð að bíða um 10—15 mín. ieftir einum fréttamanninum sem varð !naums tíma vegna að koma frásögn sinni af leiknum til síns blaðs áður en llagt var af stað í um tveggja tíma ferða- lag, frá Grenoble til Lyon, en sú borg var dvalarstaður íslenzka hópsins fyrri hluta ferðarinnar. Biðinni var ekki vel tekið. Minnstu munaði að viðkomandi jfréttamaður yrði strandaglópur, með ófyrirsjáaniegum erfiðleikum og leið- indum sem það hefði valdið. öll rök hníga því í þá átt að fréttamenn verði að hafa farartæki út af fyrir sig í slík- um ferðum, sem er vitanlega mikill kostnaðarauki en veitir þeim meira öryggi og frjálsari hendur. Reyndar var gerð heiðarleg tiiraun í þá veru af hálfu Ingólfs Hannessonar, formanns sam- taka íþróttafréttamanna, og Veltis, í ljósi þess að sænskir starfsbræður, 40 íþróttir talsins, fengu sænskar bifreiðir til af- nota endurgjaldslaust í Frakklandi, en launuðu það með því að geta þess hverrar tegundar þær væru. Reykjavík svarar ekki — en Selfoss og Suður- . nes Þeir sem ekki þekkja til halda að slíkar ferðir sem B-keppnin séu léttar skemmtiferðir fyrir íþróttaskrifara. Það er hinn mesti misskilningur — sér- staklega þegar um löng ferðalög er að ræða á milli keppnisstaða. Mörg Ijón verða á veginum, sem geta leikið menn grátt. Rangar upplýsingar um talnanotkun ollu t.d. miklum erfiðleik- um við að ná simasambandi við höfuð- borgarsvæðið, lengi vel. Selfoss og Suðurnes svöruðu, hvernig sem reynt var að ná í Reykjavík. í nauðum stadd- ir, suður í Lyon, báðum við svarendur um að koma boðum til blaða og út- varps hvar við dveldum svo að þau gætu hringt til okkar. Máttum við beita öllum okkar sannfæringarkrafti til að fá þetta fólk til að trúa því að ekki væj-i um símagabb að ræða. Dugði það í öll- um tilvikum — nema á Suðurnesjum — menn eru svo varkárir þar — eða spé- hræddir. En svona í leiðinni er skylt að koma á framfæri þökkum til Ragnhildar — vonandi rétt munað nafn — og Soffíu á Selfossi, sem ekki brugðust, hvorki blöðunum né útvarpinu, jafnnvel þótt sú síðarnefnda fengi hringingu á grun- samlegum tíma, eða á meðan útsending á þættinum Eftir hádegið stóð yfir, þar sem menn eru stundum gamansamir. Húnlétþaðekkiásig fá þótt Hermann Gunnarsson, sem oft kemur fram þættinum, bæði hana að hringja í út- varpið og koma á framfæri við frétta- stofuna símanúmeri suður í Frakk- landi. Ástæðan fyrir öllum þessum vandræðum var aðeins sú, að sleppa átti tölunni 9 úr svæðisnúmerinu hér á jlandi. Þaðvarallurgaldurinn. Glæsilegar íþróttahallir Aðstaða fréttamanna í B-keppninni jvar ekki alveg í samræmi við glæsileika • íþróttahallanna í Frakklandi en af þeim geta þeir verið stoltir. Upplýsingaþjón- ustan var t.d. mun lakari og seinvirkari en í HM 1970. Ekki voru heldur haldnir reglulegir blaðamannafundir eftir leiki eins og í HM 1974 í A-Þýzkalandi, þar sem þjálfarar og fyrirliðar svöruðu spurningum fréttamanna. Slíkt hefði lífgað upp á þögult og spennuþrungið andrúmsloft og veitt gleggri svör við ýmsu því sem fréttamenn fýsti að vita. Að vísu var fitjað upp á því meðal islenzku fréttamanna að fá slika fundi með fararstjórn og fyrirliða svo að þeir gætu gert hreint fyrir sínum dyrum, svaraðöllum í einu, í stað þessaðsvara sömu spurningunni, fyrir einn í einu undir vegg eða úti í horni, eftir því hvar hver gat króað þá af. Um þetta náðist ekki samstaða á þeim forsendum að þá yrðu fréttirnar um of eintóna. íslenzkt veðurfar í Frakklandi Af gömlum vana taka íslendingar ávallt eftir veðurfarinu hvar sem þeir eiga leið um. Veðrið í Suður-Frakk- landi hafði verið fremur gott miðað við árstíma mánuðinn áður en B-keppnin ■ hófst. En ekki var að sökum að spyrja. Jafnskjótt og landinn sté fæti á franska grund varð jörð alhvít í tvo daga. Eftir það elti rigningin hópinn. Ekki er því hægt að kenna slælega frammistöðu okkar landsliðs óliku veðurfari og hér heima. Nú og maturinn er mannsins megin, segir máltækið. Hvaðlandsliðið lagði sér til munns veit ég ekki. Frétta- menn áttu aftur á móti í miklum fæðu- erfiðleikum. Annaðhvort voru þjón- arnir á Novotelinu í Lyon svona slappir í frönsku eða matsveinarnir mjög léleg- ir fagmenn. Við fengum þrjár útgáfur af sömu steikinni, sem endaði með því að lauksúpan varð uppáhaldsréttur okkar flestra, ásamt franskbrauði. Súpan breyttist nefnilega aldrei. Vegna fjarlægðar og ókunnugleika á strætis- vagna- og neðanjarðarkerfum rann upp gullöld leigubifreiðarstjóra, sér- staklega í Lyon, á meðan við dvöldum þar, enda bjuggum við nánast úti í sveit. Leigubílar eru ódýrir þar en öku- mennirnir hræddu næstum úr okkur líftóruna með glannafengnum akstri. Seinustu fregnir þarna að sunnan herma að þeir séu nú í óða önn að endurnýja ökutæki sín og kaupi dýr- ustu gerðirnar, hvað svo sem satt er í þeim efnum. . . . í þessari grein hefur verið fjallað um það sem að fréttamennsku snýr úr B- keppninni, frekar í gamansömum tón en alvarlegum. Samt er ekki ætlunin að sleppa þvi að fara nokkrum orðum um keppnina sjálfa og frammistöðu íslenzka landsliðsins í alvöru. Það bíður næstu greinar. -emm. „EINS 0G AÐ HVERFA AFTUR UM SEXTÍU AR” segir Pétur Pétursson um f erð Feyenoord til Sof ia f síðustu viku „Við eigum að geta malað þessa Búlgari hérna heima, en þú veist hvem- ig knattspyrnan er. Það getur alveg eins farið svo að þeir vinni okkur aftur. Miðað við fyrri leikinn ættum við að vinna þetta létt en það er bara að biða og sjá,” sagði Pétur Pétursson, er við ræddum við hann i gær. „Ég held ég hafi aldrei komið á ömurlegri stað en til Sofiu, svei mér þá. Þetta er alveg eins og að fara 60 ár aftur í tímann. Hótelið hræðilegt og maturinn sömuleiðis. Engar almenni- |legar verzlanir, ég veit ekki hvernig fólk fer að sætta sig við þetta. Það bjargaði okkur hins vegar alveg að við vorum með mat að heiman og kokkur fylgir okkur t allar keppnisferðir svo viðgátum verið rólegir vegnaþess.” Hefurðu algerlega sloppið við meiðsli i þessum þremur leikjum að undanförnu? ,,Já, að langmestu leyti. Ég hef auð- vitað fengið spörk aftan í kálfana, en það er ekkert meira en maður er vanur. Hins vegar hef ég sloppið við öll frekari meiðsl en það er enn úthaldið sem háir mér nokkuð. Ég þarf enn góðan tíma til að ná upp fyrra úthaldi en það kemur fijótt þegar maður er kominn í leikæfingu”. Hvað með vonir um meistaratign? „Við getum alveg afskrifað það því AZ ’67 er méð langbezta liðið í deild- inni í ár. Þetta er eitt af þessum tímabil- um þar sem allt gengur upp hjá liðum — sama hvað reynt er. Þeir eru með geysilega beitta framlínu og vörnin er ennfremur ekki skipuð neinum aumingjum. Enda segir markatala liðs- ins alla þá sögu er segja þarf. Við ætl- um hins vegar að einbeita okkur að Evrópukeppni bikarhafa núna og svo því að tryggja okkur sæti í UEFA- keppninni næstaár,” sagði Pétur. SSv r Pétursson

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.