Dagblaðið - 10.03.1981, Síða 17

Dagblaðið - 10.03.1981, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. 17 FWMSTU EFUUM FRAMFARIR , FATIAÐRA swrsA vissrm míssa \AKA KLOFÍt-ií jjjgg j ■ : *»■■■««■ ■1.. ‘ :!Hi Gróskumikil veggblaðaflóra i anddyri Félagsstofnunar stúdenta. Áróðursblöð Vöku, Félags vinstrimanna og umbótasinna upp um alla veggi. Og mitt f öllu kosningafárinu blasti við grfðarstórt veggblað þar sem auglýst var eftir frakka. Gestur á sfðasta stúdentaballi týndi yflrhöfninni sinni f glaumnum. DB-mynd Sig. Þorri. Kosningabrambrölt svo undir tekur í Háskóla íslands Stúdentar í Háskólanum eru í miklum kosningaham þessa dagana. Þeir ganga að kjörborði á morgun og velja fulltrúa i Stúdentaráð og Há- skólaráð. Vinstri menn hafa í 10 ár notið meirihlutafylgis stúdenta en í kosningunum 1979 og 1980mjókkaði bilið milli þeirra og haegrimanna i Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta. í fyrra fengu vinstrimenn 757 atkvæði, 54.7%, og 7 menn í Stúdentaráð. Vaka hlaut 627 at- kvæði, 45.3%, og 6 menn kjörna. Vinstrimenn fengu 783 atkvæði en Vökumenn 626 atkvæði í háskóla- ráðskosningunum og sinn fulltrúann kjörinn hvorir. Kosningarnar í ár vekja sér- staklega athygli fyrir þær sakir að nú hafa stúdentar um þrjá framboðslista að velja. Auk vinstrimanna og hægrimanna er komið framboð hóps sem kallar sig umbótasinnaða stúdenta. Nýja framboðið er eðliiega óskrifað blað að mestu og ómögulegt að spá i hvaöa áhrif það kann aö hafa á kosningaúrslitin á morgun. Fyrsta spurningin er auðvitað sú hvort og hve mikið fylgi nýja framboðið safni að sér og því næst hvort umbóta- sinnar höggvi skörð í raðir vinstri — eða hægrímanna — eða beggja jafnt. Róður vökumanna og umbóta- sinna er að því leyti léttari að þeir eru i „stjórnarandstöðu” og geta leyft sér meirí galsa í kosningaslagnum af þeim sökum. Vinstrimenn eru hins vegar í varnaraðstöðu enda leita þeir eftir umboði stúdenta til meirihluta- stjórnareitt árenn. í kvöld kl. 20 er framboðsfundur í Hátiðarsal Háskólans þar sem odd- vitar framboðslistanna leiða saman hesta sina. Við sem heima sitjum getum kynnzt stúdentapólitíkinni dálítið með því að stilla útvarpstækin okkará212metra(miðbylgja). Og þá fáum við kosningafundinn heim í stofu. Úrslit kosninganna liggja svo fyrir annað kvöld. Fulltrúar allra framboðslista boða þá til samkomu í tilefni kosninganna. Vökumenn og umbótasinnar eru fyrirfram fullir bjartsýni og auglýsa hiklaust „sigur- hátíðir”. Vaka leggur Óðal undir sig en umbótasinnar verða i Sigtúni (uppi). Félag vinstri manna er hóg- værara og lætur sér nægja að auglýsa „kosningafagnað” á Hótel Borg. Húsnæði Háskólans ber það með sér að kosningar fara í hönd. Áróður í myndum og máli þekur ófáa fer- metra á veggjum og kosningablöð og flugrit liggja frammi. Þar er mikið skammazt yfir heimsku and- stæðingsins og miklu lofað upp í ermar. Sýnishorn af málflutningi umbótasinna: „Vinstri menn virðast setja efst á blaö pólitíska naflaskoðun, sem iitii tengsi hefur við þann veruleika, sem stúdentar lifa og hrærast í. Aðal- áhugamál Vöku virðist oft á tíðum vera það að afhjúpa kommúnistískt innræti vinstri manna með því að flytja tillögur um almenn þjóðmál eða utanríkismál, sem vitað er fyrir- fram að vinstri menn geta ekki fallizt á.” Og í vinstrimannablaði má lesa: „Undirlægjuháttur Vöku við fjár- veitingavaldið er sem fyrr með ólíkindum og skiljanlegur aöeins í ljósi afturhaldssamraskoðana þeirra, sem ferðinni ráða í Vöku.” „Stefnuskrá umbótasinna, sem réttnefnd væri Stefnuleysisyfir- lýsingin, er uppfull af almennu en innihaldslausu orðagjálfri um hag- kvæmni, aðhald, ábyrgð, framsýni og skynsemi, en þar fer minna fyrir skýrum stefnumarkandi atriðum.” Vökumenn skrifa í Stúdenta- blaðið: „Félag vinstrimanna sér einungis eina leið til þess að bæta úr þjónustu stofnunarinnar, sem sé þá að kreista út úr fjárveitingavaldinu stofnuninni til handa. Vaka telur það aftur á móti þjóna hagsmunum stúdenta best, að gert verði átak í rekstri Félags- stofnunar, þannig að með hag- kvæmari rekstri standi sem flest fyrirtæki hennar undir sér og fjár- hagsstaða stofnunarinnar verði traustari.” -ARH. Erfiður rekstur Vestmannaeyjaf erjunnar Herjólfs: 800 ÞÚSUND Á MÁNUDI í VEXTl 0G VAXTAVEXTI „Þrátt fyrir fögur fyrirheit í skála- ræðum hefur ekki verið gengið svo frá málum Herjólfs að hægt sé að una við. Fyrirtækið hefur séð um reksturinn en stofnlán fallið á ríkisábyrgðasjóð. Sú skuld var 1.185,6 milljón gkrónur i árs- lok ’79, en um síðustu áramót 2.257,6 milljón gkrónur. Vextir og vaxtavextir eru orðnir allhressilegir á mánuði, eða í kringum 80 milljónir gkrónur. Þetta getur auðvitað ekki gengiðtil lengdar, sérstaklega í ljósi þess aö við verðum senn hvað líður að fara að huga að endurnýjun og þá verður ekki fýsilegt að sitja uppi með milljarðaskuldir, ógreiddar og óumsamdar. ” Það var Guðmundur Karlsson, aiþingismaður Sjálfstæðisflokksins i Vestmannaeyjum, sem sagði þessi orð í samtali við blað flokks síns í Eyjum. Guðmundur segir í viðtaiinu að á Herjólf sé litið sem fióabát og fái skipið svonefndan flóabátastyrk. „Hitt er ljóst,” segir Guðmundur, „að til þess að rekstur Herjóífs hf. væri með sæmiiega skapiegu móti, hefði fyrir- tækið átt að sitja viö sama borð og Ríkisskip en styrkir til þess hafa numið nokkurn veginn jafnhárri upphæð og rekstrartekjurnar. Þannig hefur verið unnt að reka fyrirtækið vansalaust og greiðaniðurlán.” Þingmaðurinn segist hafa rætt málefni Herjólfs við bæði forsætis- ráðherra og formann fjárveitinga- nefndar og vonist hann til aö hægt verði að semja um skuldir Herjólfs á fyrri hluta þessa árs „og að þetta verði tekið inn í fjárlög næstu ára. Það flnnst mér sanngjarnt enda lít ég svo á að Herjólfur sé hluti þjóðvegakerfisins”. Rekstrarstyrkur Herjólfs í ár er 3,4 miiijónir (340 millj. gkr.) og er það 440 þúsund krónum lægra en farið hafði verið fram á með þeim rökstuðningi að gjöldin verði tæpum tveimur milljónum hærri en tekjurnar. Við bætist, segir Guðmundur Karlsson, að fyrir liggja gjaldfallnar lausaskuldir, aðallega vegna viðhalds, upp á 1,3 milljón krónur. -ÓV. Herjólfur I Vestmannaeyjahöfn: „Ekki fýsilegt að sitja uppi með milljarðaskuldir, ógreiddar og óumsamdar,” segir Guðmundur Karlsson alþingismaður. Níunda helgarskákmótið á Sauðárkróki um næstu helgi: FÆR HELGIENN AUKAVERDLAUNIN? Enn leiða helztu skákmenn landsins saman hesta sina á helgarskákmóti tímaritsins Skákar og Skáksambands ísalnds. Næsta helgarmót verður haldið á Sauðárkróki um næstu helgi og hefst á föstudag 13. marz en lýkur á sunnudag. Meðal væntanlegra þátttakenda verða Friðrik Ólafsson forseti FIDE, Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari, alþjóðlegu meistararnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason, Jóhanna Hjartar- son skákmeistari íslands, Ingvar Ásmundsson, Ásgeir Þ. Árnason, Elvar Guðmundsson, Benóný Bene- diktsson og fleiri. Eins og áður verða þrenn verðlaun í boði. Fyrstu verðlaun verða 3000 krónur, önnur verðlaun 2000 krónur og þriðju verðlaun 1000 krónur. Ungling- ar yngri en fjórtán ára keppa um vikudvöl á skákskólanum að Kirkjubæjarklaustri. Sá sem nær beztum árangri í hverjum fimm mótum, fær aukalega gamla milljón eða tíu þúsund nýkrónur. Helgi Ólafsson náði beztum árangri út úr fimm fyrstu mótunum, og á enn góða möguleika á að sigra í þess- ari lotu en mótið á Króknum um næstu helgi verðúr fjórða mótið í þessari lotu. -ÓV. Eldurábíla- verkstæði Síðdegis í gær kom upp eldur á bif- reiðaverkstæöi Kristins Guðnasonar h.f. við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Siökkvilið kom á staðinn eftir ör- skamma stund og réð niðurlögum eldsins. Tveir bilar, sem voru inni á verkstæðinu, skemmdust af völdum eldsins, annar sýnu meira. -DB-mynd S. 67cp STÆKKARI FRAMKALLIÐ OG STÆKKIÐ í LIT MEÐ BESELER 67CP. Höfum fengið mikið úrval af stækkunar- og framköllunar- vörum frá Beseler: □ Bcseler 67 CP stækkari □ Dicro67 lithaus. □ PMIL Analyser. □ Framköllunartankar □ Rafdrif fyrir framköllunartanka. □ Litfilterar fyrir stækkara. □ Beseler color calculator. □ Beseler framköllunarefni: Bæöi fyrir negativar og pósitivar fílmur. ILMUR QG VÉLAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. v J

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.