Dagblaðið - 10.03.1981, Side 20

Dagblaðið - 10.03.1981, Side 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. G Menning Menning Menning Menning Bók menntir 1 1.... Bókmenntir og bókmenning: A fhrak jarðar ^ - ..............-.--.—- Sven Hazel er að sögn útgáfunnar „mest seldi stríðsbókahöfundur á Englandi”, og kann svo að vera víðar, og hann mun vera víðlesnastur allra danskra samtíma-höfunda. Hér á landi eru rit hans gróin á markaðn- um, Herréttur er 12ta bók hans sem út kemur á 20 árum, og má raunar vera að þetta séu allar bækur Hazels. Af þeim hafa fjórar verið endur- prentaðar, ein þeirra tvívegis. Þær má að sínu leyti taka dl marks um ítök heimildastefnu, dokúmentar- isma i skemmtibókmenntum. AUténd mun hráefni þeirra eiga að vera eigin reynsla höfundarins, málaUða í þýska hernum í striðinu. Eftir allar siðprúðar reyfarahetjur, sannarleg dyggðablóð þó þeir séu grimmir og kaldrifjaðir, ötuUr að slást, þyki gott og skemmtUegt að sofa hjá, sem í reyfurum er einatt nokkuð syndsamlegt enn í dag, liggur við að léttir sé að koma inn í frá- sagnarheim Sven Hazels. Þar er nefnilega allt illt og bölvað. Sögur hans eru reyfarar, skemmtibækur. En það kann að vera hæpið að kalla þær spennu-sögur. Er Herréttur „spennandi” bók? Svo mikið er víst að hér vantar þá frumþætti sem mynda og miðla spennu í venjulegum reyfara, vottfestar hugmyndir sög- unnar sjálfrar um andstæður „ills” og „góðs” í hennar eigin heimi. Hér er ekki heldur nein „hetja”: stríðs- sveitin í sjónarmiðju sögunnar er skipuð ruddum og fúlmennum rétt eins og heimur hennar að öðru leyti. Einasta gildi í þessum heimi að komast undan honum, lifa ósköpin af, og þann eiginleika hafa stríðs- menn hennar vissulega tU að bera, jafnan fljótari en óvinurinn að skjóta, stinga, sprengja. Heimurinn sem martröð Það er líka allt og sumt. Stríðið er endanlegur veruleiki sögunnar, hvað tekur eða getur tekið við af því segir hún ekki. En lýsing hennar á heimin- um að baki víglínunni gefur síður en svo til kynna að neinu sé til hans kostandi, hann er að sínu leyti eins og heimur stríðsins. Enda er Herréttur ekki „spennandi” saga í neinni venjulegri merkingu þess orðs, og raunar hæpið að kalla frásögnina „sögu”. Herréttur greinist sundur í sjálfstæða þætti, sem hver og einn er sér um frásagnarefni og aðeins haldið saman af stríðssveitinni, þátttak- endum þeirra, sögumaður er sjónar- vitni og heimildarmaður atburða frekar en þátttakandi í reglulegri at- burðarás með upphafl og endi. Að vísu auðkennast þættirnir um- fram allt af siendurteknum efnisat- riðum og leiðarminnum i frásögn- inni. Efnið er stríð: ofbeldi, mis- þyrmingar, manndráp, og ofbeldis- lýsingin markmið frásögunnar, hins klúra og rustalega stílsháttar. Ánægja okkar sem lesum af sögunni, ef við höfum ánægju af henni, og Ijóst er af vinsældum Hazels að það hefur mikill fjöldi lesenda, stafar þá af sjálfu þessu frásagnarefni í smáat- riðum sínum og þessum rithætti orð fyrir orð. En á þetta sama ekki vel að merkja líka við mikinn fjölda ann- arra reyfara og spennusagna: liggur ekki gagn og gaman sem við höfum af sögum eins og Þrenningu eða Skugga úlfsins, og fyrr var getið, í ýtarlegum lýsingum þeirra á viðskipt- um hetju og bófa, skotbardögum og slagsmálum, unaði og endurlausn sem hetja finnur í faðmi ástmeyjar sinnar inn á milli átakanna? Hvað sem hinu siðferðislega, pólitíska, sögulega yftrskini frásagnanna liður. En um leið og siðferðislegu yfir- skini er svift af frásagnarefninu er lesanda meinað að lifa sig inn i hug og heim hetjunnar. Sjálft söguformið leysist upp og um leið tilkall frásög- unnar til þeirrar veruleikalíkingar. Hvað sem hráefni reynslunnar, efni- við veruleikans i bók eins og Herrétti líður er tómt mál að tala hér um „raunsæi”. Þess í stað er frásagnar- efni vígvallarins, skothríðar og sprenginga, sára og áverka, sundur- tættra mannslíkama og mannvirkja, skipað saman í súrrealíska fantasíu í þáttum eins og Nova Petrovsk, Rauði engillinn. Herbúðalífið er af- kárafarsi í Svikaranum, en lýsing fangavistar og flótta verður að losta- fenginni hrollvekju i þáttum eins og Herréttur, Aftaka, Flóttinn. Veruleikinn er vondur draumur, heimurinn martröð. höfund, sjálft seríusniðið á útgáfunni kemur að sínu leyti heim við útgáfu- hætti á markaði skemmtibókmennta. Þetta er „sönn frásögn af flótta júgó- slavneskrá fanga úr þrælabúðum nasista í Noregi”, eíns og segir á titil- blaði bókarinnar, byggð á segul- bandsupptökum á frásögnum þátt- takenda i sögunni ásamt skriflegum heimildum að sögn höfundar í for- mála fyrir bókinni. Eins og lygisaga I þessari frásögn er flest á þá leið sem vænta má í spennusögu — hvort sem menn vilja taka það til marks um að frásögninni sé hagað að hætti reyfara, eða þá hitt að veruleikinn frá flótta Miladins og nokkurra félaga hans á burt úr fangabúðunum og til Svíþjóðar. Og þar hreppir hann sigurlaunin, frelsi sitt og sænska Ijósku fyrir eiginkonu. Hann gerist járnsmiður eins og hann á kyn til. Og snýr í sögulokin í heimsókn á æsku- slóðirnar með konu og barn í sínum eigin bíl, velhaldinn þjóðfélagsþegn úr okkar eigin samtíð. Gildi sögu eins og þessarar liggur vafalaust í spennu sem hún miðlar lesandanum með sínum skýru og ein- földu andstæðum ills og góðs. Ann- ars vegar ómennsk ævi Miladins og þeirra félaga í fangavist Þjóðverja sem eru allir sem einn sannarlegt úr- hrak manna, ævi fanganna ein sam- felld misþyrming. Hins vegar alúð og góðvild norska bændafólksins sem hjálpar þeim á réttan veg til lífs og frelsis, leggur í verki sitt Ííf við þeirra. Miladin bregst líka sjálfur eins og hetja við hverri raun, heldur áfram skemmdarverkum í fangavistinni, banar með eigin hendi svikara í hópi flóttamanna. Sjálfur flóttinn um fjöll og öræfi í sögulokin mundi al- deilis sóma sér á bíó. En upplétting, unaðsbót sem lesandi hreppir við þetta ömurlega frásagnarefni hlýtur að stafa af vitund hans um að þetta gætu verið hans eigin örlög ef nógu illa hefði farið.Svona er heimurinn, ómengaður sannleikurinn um hann. Eins og í lygasögu, reyfara sem við svo nefnum. Illt er það allt í Þegar neyðin er stærst eru eilífar andstæður reyfara- og spennusög- unnar dregnar upp með einföldum hætti úr efnivið veruleikans sjálfs. Sven Hazel: HERRÉTTUR Guðmundur Baidursson þýddi. Ægisútgáfan, 246 bb. Asbjöm úksendai: ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST Skúli Jensson þýddi. Hörpuútgáfan, 194 bls. Stríðssagan: reyfarasaga með efni- við úr stríði, offast seinni heimsstyrj- öld, söguhetjan hermaður, skæruliði, stríðsfangi eða þvílíkt, er eiginlega sérstök grein spennusagna. Þetta eru vinsælar bókmenntir, vellátnar á bókamarkaði, og koma árlega út ein- hverjar bækur af þessu tagi til jól- anna hér hjá okkur. Það var vel að merkja með slíkum sögum sem Alistair MacLean hófst tU vegs, sögunum um byssurnar í Navarone og hetjurnar frá Navarone, alkunnar og ástsælar bæði á bók og bíó. Stríðið og reyfarinn Þegar stríðið er annarsvegar eru sannar frásagnir, endurminningar af einhverju tagi, eða sögur sem minnsta kosti gefa sig út fyrir að vera sannar, síst ótíðari en skáldsögur. Sama á við um ýmislegar pólitískar spennusögur á seinni árum sem oftast segja þá frá einhverjum raunveruleg- um njósnamálum úr fréttunum. Þar sem hér er eða á að vera um sann- sögulegar frásagnir að ræða má vel vera að þær fiöfði að einhverju marki til annarra lesenda en reglulegar skemmtisögur þótt svo þær fjalli líka um samtimasögu og pólitik. Það má vera. En að vísu er oftast deginum ljósara af slíkum sögum að þær hafa ekkert til að bera sem kalla má „sagnfræðilegt gildi”, auka engu, og síst neinu sem máli skiptir, við al- menna vitneskju um þá og þá sögu- legu viðburði sem frá er sagt hverju sinni. Sönnu nær að slikar bækur gangi út frá þekkingu lesandans og þar með áhuga á einhverjum þáttum styrj- aldar- eða samtímasögunnar sem gef- inni forsendu í frásögninni, oftast eða aUtaf algengasta viðhorfi, við- teknum skilningi á hinni sögulegu at- burðarás. Þjóðverjar og 'Rússar eru jafnan hinir allra mestu þrjótar i þessum og þvílíkum frásögnum, hinn góði málstaður fyrirfram gefinn hvort heldur er í heitu stríði eða köldu. Eins og sjálft frásagnarefnið er frásagnaraðferðin i slíkum sögum einatt alveg sambærileg við aðrar spennu- og skemmtibókmenntir: sögulausnin gefin fyrirfram, en markmið frásagnar að vekja eftir- væntingu um framrás atburða, hæfi- legan óhug lesenda af harðneskju og hrottaskap óvinarins, aðdáun á þrek- raunum hetjunnar uns hann vinnur sigur sinn að sögulokum. í seinni tið eru sannar frásagnir úr striðinu hér hjá okkur einatt norskar að uppruna, hvernig sem á því stendur. Svo er til að mynda um ýmsar sögur sem Skuggsjá í Hafnar- firði hefur gefið út i flokki sem nefn- ist „háspennusögur”. Þegar neyðin er stærst eftir Asbjörn öksenda) er líka norsk og virðist eiga að verða upphaf bókaflokks eftir þann rétt eins og ég og þú og eigi undan- komu sína í sögunni sumpart eigin snarræði og harðfengi, en ef til vill umfram allt heppni sinni að þakka. Hann er okkar maður í sögunni af því hvað hann er ofur-venjulegur maður. Stríðið hrekur Miladin úr smiðj- unni heima hjá föður sínum í serb- nesku þorpi, hann gerist skæruliði, Þjóðverjar handtaka hann og mis- þyrma hrottalega án þess að hann láti eitt eða neitt uppi við þá. Hann kemst með fífldjörfu bragði ómeiddur gegnum aftöku og upp úr fjöldagröf, handsamaður og fangelsaður á ný, en tekst að smeygja sér i fangahóp sem um síðir er fiuttur til þrælkunar í Noregi. Þar gerist sagan og greinir Frásögnin verður virk að því marki sem við trúum því að hún sésönn. Og þarf þess vegna ekki á að halda belli- brögðum langsóttra sálskýringa, æsingalegra áflogalýsinga og krass- andi kynlífs, til að gera okkur ljósan heim hetjunnar. Aftur á móti verða endurteknar lýsingar hennar á of- beldi, misþyrmingum, aftökum til að árétta fyrir lesanda ómennskt eðli hins illa. Eins og í svo mörgum stríðs- sögum öðrum er óvinurinn, nasistar, Þjóðverjar, kvislingar, persónugerv- ing mannlegrar grimmdar og glæpa, réttnefnt afhrak jarðarinnar. Skáldsögur Sven Hazels gerast aftur á móti meðal hins mannlega úr- hraks, ómennskur heimur striðsins þeirra eini og endanlegi veruleiki. Sven Hazel — „klúr og rustalegur stílsháttur”. hagi sér einatt í verki eftir frásagnar- formúlum reyfarans. Munurinn er einkum sá að í stað þeirrar spennu og hugaræsings sem reyfarar hafa ofast upp á að bjóða með sinni æsilegu og ólikindalegu atburðarás kemur hér kitlandi vitund lesandans um að satt og rétt sé sagt frá fólki og öllum at- burðum, að Miladin söguhetja sé í einu og öllu ofurvenjulegur piltur,

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.