Dagblaðið - 27.03.1981, Side 1
[vaðerásevðiumhe
Sjónvarp næstuvika • ••
Laugardagur
28. mars
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Jói og býflugurnar. Síðari
hluti franskrar teiknimyndar um
strákinn Jóa. Býfluga stingur
hann, svo að hann verður sjálfur á
stærð við flugu, og hann lendir í
ýmsum ævintýrum með býflugun-
um, vinum sínum. Þýðandi Olöf
Pétursdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Spítalalíf. Gamanmynda-
fiokkur. Þýðandi Ellert Sigur-
björnsson.
21.00 Jakob Magnússon. Jakob
Magnússon hljómlistarmaður
hefur um árabil verið búsettur í
Bandaríkjunum. Sjónvarpið hefur
gert hálftíma þátt, þar sem flutt er
efni eftir Jakob og ýmsa félaga
hans. Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
21.30 Meistaramót í töfrabrögðum.
Mynd frá alþjóðlegri keppni sjón-
hverfingameistara, sem haldin var
í Bruxelles. Til úrslita kepptu
töframenn frá Austurriki, Banda-
ríkjunum, Frakklandi, Hollandi,
Sovétríkjunum og Þýskalandi.
Þýðandi Björn Baldursson.
22.20 Bréf frá Frank. (Letters from
Frank). Nýleg, bandarísk sjón-
varpsmynd. Aðalhlutverk Art
Carney,. Maureen Stapleton og
Mike Farrell. Frank Miller hefur
verið gjaldkeri i 35 ár. Vegna
skipulagsbreytinga missir hann
starf sitt og fer á eftirlaun, þótt
hann telji sig enn í blóma lífsins.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
23.50 Dagskrárlok.
Sunnudagur
29. mars
18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Sig-
urður H. Guðmundsson, prestur i
Víðistaðasókn, flytur hugvekjuna.
18.10 Stundin okkar. Fylgst er með
starfi Guðna Kolbeinssonar við
þýðingar hjá Sjónvarpinu, sýnd
teiknisaga um geimveruna Tak, og
fluttur verður brúðuleikur um'
drekann, sem fékk tannpínu. Rætt
verður við Silju Aðalsteinsdóttur
um íslenskar barnabækur og sýnd-
ur fyrri hluti leikinnar myndar um
hestana frá Miklaengi. Einnig
verða Barbapabbi og Binni á sín-
um stað. Umsjónarmaður Bryndís
Schram. Stjóm upptöku Andrés
Indriðason.
19.00 Skíðaaefingar. Tólfti þáttur
endursýndur. Þýðandi Eiríkur
Haraldsson.
19.30 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirog veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.45 Leiftur úr listasögu. Mynd-
fræðsluþáttur. Umsjónarmaður
Björn Th. Björnsson.
21.10 Sveitaaðall. Sjöundi þáttur.
Efni sjötta þáttar: Linda og
Christian giftast og hann fer til
Frakklands til að aðstoða Spán-
verja, sem flúið hafa lar.d vegna
borgarastyrjaldarinnar. Linda fer
til hans, en hjónaband þeirra
hefur greinilega misheppnast.
Hún ætlar að snúa aftur heim til
Englands, en kemst ekki lengra en
til Parísar. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
22.00 Sjávarþorp. Á sínum tíma
ákvað Sjónvarpið að láta gera
heimildamynd um sjávarpláss,
sem gæti talist samnefnari hinna
mörgu fiskiþorpa á ströndinni,
þar sem afkoma fólks og örlög eru
bundin sjónum. Ólafsvík varð
fyrir valinu, og umsjón með gerð
myndarinnar fyrir hönd Sjón-
varpsins hafði Sigurður Sverrir
Pálsson. Áður á dagskrá 26.
desember 1975.
22.35 Dagskrárlok.
Mánudagur
30. mars
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Trýni. Danskur teiknimynda-
flokkur í sex þáttum. Fyrsti þátt-
ur. Trýni er dularfylllsta dýr í
heimi, og því er hvergi sagt frá
honum í dýrafræðinni. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen. Sögumaður
Ragnheiður Steindórsdóttir.
(Nordvision — Danska sjónvarp-
ið).
20.45 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
21.20 Dauði Elínar. Finnskt sjón-
varpsleikrit eftir Erkki Makinen.
Leikstjóri Marjatta Cronvall.
Aðalhlutverk Algot Böstman,
Kaija Pakarinen, Eeva-Maja
Haukinen og Kari Heiskanen.
Leikritið er byggt á finnsku kvæði
frá miðöldum og hefst árið 1439.
Klaus Kurki hefur bælt niður
bændauppreisn, og að launum
er honum boðin staða landstjóra.
Hann kvænist kornungri konu,
Elínu, og brátt kemur til árekstra
milli hennar og frillu Klaus,
Kristínar. Leikritið er ekki við
hæfi ungra barna. Þýðandi Kristín
Mántyla. (Nordvision — Finnska
sjónvarpið).
23.10 Dagskrárlok.
Sjónvarp á laugardagskvöld kl. 21.00 - Jakob Magnússon:
Svipmynd úr þættinum Jakob Magnússon.Þarna má meðal annarra sjá Ladda, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Gunnar
Ormslev, auk Jakobs sjálfs. Ljósm: Sjónvarpið.
Sungin og leikin níu lög
af plötunni Jack Magnet
„Við byrjuðum á þessum þætti
uppúr jólum og síðan kom ég til
landsins núna til að reka endahnútinn
á hann,” sagði Jakob Magnússon
tónlistarmaður, er blaðamaður DB
ræddi við hann fyrir um það bil
hálfum mánuði. — Þátturinn um
Jakob er á dagskrá sjónvarpsins
annað kvöld.
,,í þættinum eru notuð níu lög af
þeim tólf, sem verða á nýjustu
plötunni minni, Jack Magnet. Þarna
bregður fyrir myndum af mér
kornungum og öðrum, þar sem ég er
orðinn áttræður að aldri, sköllóttur
og hrukkóttur,” sagði Jakob.
„Þarna er þó ekki um neina ævisögu
að ræða. Hvert lag er sjálfstætt i út-
færslunni.”
Það er Egill Eðvarðsson sem
stjórnar upptöku þáttarins. Jakob
sagðist vera ánægður með útkomuna
og bætti því við að þegar músík og
húmor væru saman í sjónvarpsþætti
kæmist enginn með tærnar þar sem
Egill hefði hælana í stjórnanda-
stólnum.
Auk þeirra atriða, sem tekin voru
upp í sjónvarpssal hér á landi, er í
þættinum filmubútur, sem gerður var
í Los Angeles, þar sem Jakob er
búsettur.
-ÁT-
Dauði EKnar nefnist finnskt sjón-
varpslaikrit sem sýnt verður á
mánudagskvöld.
Þriðjudagur
31. mars
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sögur úr sirkus. Tékkneskur
teiknimyndaflokkur i þrettán þátt-
um. Fyrsti þáttur. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson. Sögumaður Júlíus
Brjánsson.
20.45 Litið á gamlar ljósmyndir.
Fimmti þáttur. Ljósmyndir til
ánægjuauka. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson. Þulur Hallmar Sigurðs-
son.
21.20 Úr læðingi. Breskur sakamála-
myndaflokkur. Fjórði þáttur.
Efni þriðja þáttar: Larry Voss
hefur sýnt Jill Foster banatilræði.
Sam Harvey finnur þrjú síma-
númer í handtösku hennar. Það
reynast númer Harris, félaga
hans, Walter Randells og Voss, en
Sjöundi þáttur Sveitaaðals ar á
dagskrá á sunnudag.
Danskar og tákkneskar teikni-
myndir leysa Sponna og Sparða af
hólmi. Tókknesku myndirnar, sem
fjalla um sirkuslff, verða sýndar á
þriðjudögum.
sá síðastnefndi er myrtur
1 skömmu eftir að Sam heimsækir
hann. Sam fer á spítalann að hitta
Jill ög kynnist þar Chris Daley,
vinkonu hennar, sem fyrir undar-
lega tilviljun tengist tilræðinu við
Jill Foster og morðinu á Larry
Voss. Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
<21.50 Atvinnumál fatlaðra. Um-
, ræðuþáttur. Stjórnandi Þórður
Ingvi Guðmundsson.
22.40 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
1. apríl
18.00 Barbapabbi. Endursýndur
þáttur úr Stundinni okkar frá síð-
astaliðnum sunnudegi.
18.05 Menn og dýr. Stutt, dönsk
kvikmynd. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir. (Nordvision —
Danska sjónvarpið).
18.10 Amma skemmtir sér. Telpu
leiðist heima hjá sér, fær peninga
að láni, sækir ömmu sína á hjúkr-
unarheimili og bregður sér með
hana í Tívolí. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. (Nordvision —
Danska sjónvarpið).
18.30 Maður norðursins. Þáttur um
dýravininn A1 Oeming í Norður-
Kanada. Þýðandi og þulur Ingi
Karl Jóhannesson.
18.55 Hlé.
19.45 Fréttaágripátáknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
örnótfur Thorlacius annast Nýj-
ustu tœkni og vísindi á miðviku-
dag.
20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Um-
sjónarmaður Örnólfur Thorla-
cius.
21.10 Malu, kona á krossgötum.
Brasilískur myndaflokkur í sex
þáttum. Annar þáttur. Þýðandi
Sonja Diego.
21.55 Tíminn og vatnið. Mynd-
skreytt ljóð eftir Stein Steinarr.
Baldvin Halldórsson leikari les.
! Ljósmyndir Páll Stefánsson. Tón-