Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 17 „Myndin var tekin á örfáum dögum i fyrrasumar,” saeði Önisr Ragnarsson um „Yfir og undir juiTu." -*Viö flugum inn í Kverkfjöll og vorúm þar í X-r nætur en fengum rigningu einn daginn Z. þrem.” Hann sagði að þeir hefðu verið óheppnir. „Þurrasti blettur á fslandi á að vera á þessum slóðum í skjóli við jökulinn. Þar rignir innan við 400 mm á ári, þrefalt minna en í Reykja- vik og tifalt minna en á Kviskerjum, sem eru hinum megin við jökulinn. Á Kviskerjum hefur stundum rignt meira á einum degi heldur en rignt hefur allt árið á þurra svæðinu við Kverkfjöllin. Og núna er jörð þar alauð í 900 metra hæð, — álika og Esjubrúnir,” sagði Ómar. Hann sagöi að hvergi væri eldur og ís i slíku návígi sem á þessu svæði. Eitt af stærstu hverasvæðum landsins, Hveradalur, er þarna i 1700 metra hæð fast við jökulinn. Þar hafa orðið eldgos. Enn ofar, í 1920 metra hæð, vex gróður hæst á f _1-4! _ isianui. „í KverkfjöUin er ekki hægt að komast á bíl nema frá Möðrudal og þá sömu leið til baka,” sagði Ómar. „Með þvi að brúa Jökulsá á FjöUum yj-öj '*>ðin greið í öskju og HerðubreiðarUnÚ”. Þar með hefði opnazt einstaklega fagur niT,1úvegur um hálendið norðan Vamajökuls.” -IHH. Landlð elds og isa — heltur hver og jökull i baksýn. Sjónvarp næstuviku • •• Sjónvarp Föstudagur 17. aprfl — föstudagurlnn langl — 19.45 Fréttaágrlp á táknmáli. 20.00 Fréttlr, veður og dagskrár- kynning. 20.20 Maðurinn sem svelk Barrabas. Leikrit eftir dr. Jakob Jónsson frá Hrauni. Leikurinn gerist í Jerúsa- lem og nágrenni dagana fyrir krossfestingu Krists. Leikstjóri Sigurður Karlsson. Persónur og leikendur: Barrabas, uppreisnar- maður: Þráinn Karlsson; Mikal, unnusta hans: Ragnheiður Stein- dórsdóttir; Efraim, uppreisnar- maður: Jón Hjartarson; Abidan, uppreisnarmaður: Arnar Jónsson; Kaífas, æðsti prestur: Karl Guð- mundsson; Eliel, trúnaðarmaður: Sigurður Skúlason; Pílatus (rödd): Sigurður Karlsson. Tónlist Elias Davíðsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. Áður á dagskrá 24. mars 1978. 20.50 Slnfónia nr. 4 i a-moli op. 63 eftir Jean Sibeiius. Sinfóníuhljóm- sveit finnska útvarpsins leikur. Stjórnandi Paavo Berglund. (Nordvision — Finnska sjónvarp- ið). 21.25 Lúter. Leikrit eftir John Os- borne. Leikstjóri Guy Green. Aðalhlutverk Stacey Keach, Pat- rick Magee og Hugh Griffith. Leikritið lýsir þvi, sem á daga Marteins Lúters drifur, frá því að hann gerist munkur og þar til hann kvænist og eignast son. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 18. aprfl 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Eggi. Bandarísk teiknimynd, gerð eftir gömium barnagælum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. Gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Yfir og undir jökul. Kvikmynd þessa hefur Sjónvarpið látið gera í myndafiokknum Náttúra íslands. Skyggnst er um í Kverkfjöllum, Íiar sem fiest fyrirbrigði jöklaríkis slands er að finna á litlu svæði, allt frá einstöku hverasvæði efst i fjöllunum niður i íshelhnn, sem jarðhitinn hefur myndað undir Kverkjökli. Á leiðinni til byggða er fiogið yfir Vatnajökul og Lang- jökul. Kvikmyndun Sigmundur Arthursson. Hljóð Marinó Ólafs- son. KHpping Ragnheiður Valdi- marsdóttir. Umsjón Ómar Ragn- arsson. 21.45 Ég, Sofla Loren (Sophia Loren: Her Own Story). Bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1980. Leikstjóri Mel Stuart. Aðalhlut- verk Sofia Loren, Armand Assante, John Gavin og Rip Torn. Sagan hefst árið 1933, þegar móðir Sofiu, Romilda Villani, kemur til Rómar á unga aldri i leit að frægð og frama. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 00.15 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. aprfl -páakadagur — 17.00 Páskamessa i sjónvarpssal. Séra Guðmundur Þorsteinsson, prestur í Árbæjarsókn, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Ár- bæjarsóknar syngur. Orgelleikari Geirlaugur Árnason. Stjórn upp- töku Karl Jeppesen. 18.00 Stundln okkar. Fylgst er með fermingarundirbúningi og ferm- ingu kaþólskra barna í Krists- LÚTER—sjónvarp föstudaginn langa kl. 21,25: Leikrítið er athyglis- vert en nokkuð þungt Marteinn Lúther i hópi annarra sfbótarmanna. Á föstudaginn langa verður fiutt leikrit eftir John Osborne um Martein Lúter. Flutningur þess hefst um kl. 21.25 og er það 105 minútna langt. Leikritið lýsir því sem á daga Lúters drífur frá því hann gerist munkur og þar til hann kvænist og verður faðir. Það hefst þegar Lúter er í klaustri og á í miklu sálarstríði. Hann efast um margt í kenningum kirkjunnar; syndaaflausnina, dýrUnga og fleira. Lúter er fylgt frá því hann er munkur, haldinn efa, sem síðar gerist háskólaprófessor og fer að láta til sín heyra. Og er hann festir greinar sinar á kirkjudyr er farið að reyna að þagga niður í honum. En þá er það of seint. Skriðan er farin af stað og afleiðingin verður klofnun kirkjunnar. Höfundurinn, John Osborne, er vel kunnur. Hann er fæddur árið 1929 í London. Sextán ára gömlum er honum vísað úr menntaskóla fyrir að gefa rektor „á’ann”. Hann hefur unnið sem leikari og blaðamaður en 1957 verður hann þekktur fyrir verkið Horfðu reiður um öxl er sýnt var i Þjóðleikhúsinu. Gunnar Eyjólfsson fór þar með hlutverk Jimmy Porter. Með aðalhlutverkin fara Stacy Keach, Patrick Magee og Hugh Griffith. Þýðandi er Dóra Hafsteins- dóttir og að sögn hennar er hér um nokkuð þungt leikrit að ræða sem þó er athygHsvert. -KMU. YFIR 0G UNDIR iCKUL—sjónvarp laugardag kl. 21,00: Kverkfjöll — hverasvsði og gróður í faðmi jökla í 1700 metra hæð .gitinBd ád io inniitqqsJÍ | ibnBÍ?! IpjIóI mnnjíWJIé'i itiyJ tr, i’fis | I____________

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.