Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 3
PASKASKEMMTIÞATTUR —sjónvarp aiman páskadag M. 21,50: LÉTT TÓNUSTAREFNI ÚR ÝMSUM ÁTTUM „Þetta er skemmtiþáttur, aðallega tónlist úr ýmsum áttum,” sagði Guðni Kolbeinsson, kynnir páska- skemmtiþáttar sjónvarpsins. ,,í þættinum koma fram ýmsir á- gætir skemmtikraftar,” sagði Guðni. „Rakarastofukvartettinn syngur tvö hugljúf lög, það eru félagar úr karlakómum Fóstbræðrum. Þá flytja Diabolus in Musica lagið Lífið i litum af nýjustu plötunni sinni. Þeim til aðstoðar er Lilja Hrönn Hauks- dóttir sem leikur sýningardömu því í textanum er deilt á auglýsingar sem mata okkur á formúlum fyrir hamingjusömu lífi. Og þrir dansarar úr íslenzka dansflokknum sýna tvö hressileg atriði, samin af Sveinbjörgu Alexanders við ameriska slagara. Laddi kemur i heimsókn og flytur, ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, lagið sem varð númer 584 í siðustu söngva- keppni og komst ekki (úrslit. „Ótrúlega gott lag,” sagði Guðni. Eftir það birtist Ómar Ragn- arsson og ræðir málin, „bæði daglegt mál og önnur”, en flytur loks óska- lag framtiðarinnar við undirleik Magnúsar Ingimarssonar. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur ariu úr Don Carlos (eftir Verdi) og lagið „Climb every mountain” við undirleik Láru Rafnsdóttur. „Það var reynt að gera sem flestum til hæfis, hvort sem það hefur tekizt eða ekki,” sagði Guðni Kolbeinsson. Stjórnandi þáttarins var Tage Ammendrup. -IHH. hjóna, Paraphernalia, lék á jass- hátíðinni í Bracknell 1979. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.05 Kornlfl er grænt. (The Corn Is Green). Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1979. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk Katharine sveit Laugarnesskóla undir stjórn Stefáns Þ. Stephensens. Flutt verður teiknisaga um Dolla dropa eftir Jónu Axfjörð. Fylgst verður með bðrnum i Myndlistaskólanum í Reykjavik, sem fást við leir- mótun. Nemendur úr Listdans- skóla Þjóðleikhússins dansa sumardans undir stjórn Ingi- bjargar Björnsdóttur. Talað verður við krakka á förnum vegi um sumarið. Barbapabbi verður á sínum stað og Binni kveður. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriða- son. 19.00 Lærifl að syngja. Söngkennsla við hæfi áhugafólks og byrjenda. Annar þáttur fjallar um raddbeit- ingu. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 19.25 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veflur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.40 Tónllstarmenn. Jón Stefáns- son kórstjóri. Egill Friðleifsson kynnir Jón og ræðir við hann og Kór Langholtskirkju syngur. Stjórn upptöku Tage Ammen- drup. 21.25 Karlotta Löwensköld og Anna Svárd. Nýr, sænskur myndaflokk- ur í fimm þáttum, byggður á tveimur sxáldsögum eftir Selmu Lagerlöf. Leikstjóri Bengt Bratt. Aðalhlutverk Ingrid Janbell, Lars Green, Sickan Carlsson, Gunnar Björnstrand, Gunnel Broström og Rune Tureson. Fyrsti þáttur. Ungur guðfræðingur, Karl Arthúr, gerist aðstoðarprestur sr. Forsiusar prófasts. Karlotta hefur alizt upp hjá prófastshjónunum, og brátt verða hún og ungi presturinn góðir vinir. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.25 Sama veröld. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað fötluðum þetta ár og látið gera þessa heimildamynd af þvi tilefni um kjör þeirra víða um veröld. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.43 Dagskrárlok. ÓDURINN UM AFA—sjónvarp annan páskadag kl. 20,55: BÓNDANUM BERST SÍFELLT BRÉF FRÁ VINIÁ MÖUNNI Hermannsson. Þulur Gylfi Páls- son. 21.25 Barbara Thompson. Barbara Thompson og eiginmaður hennar, Jon Hisemán, eru kunnir jass- leikarar á Englandi. I myndinni er m.a. sýnt, er kvartett þeirra Hepburn og Ian Saynor. Fröken Moffat hefur erft hús i litilli borg i Wales. Hún hefur i hyggju að reka skóla, en borgarbúar virðast líttt hrifnir af þeirri hugmynd. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.35 Dagskrárlok. Sunnudagur 26. aprfl 18.00 Sunnudagshttgvekja. Ingunn Gisladóttir hjúkrunarkona flytur hugvekjuna. 18.10 Stundia okkar. 1 þessum sið- asta þætti vetraríns leikur Lúðra- „Þetta er ljóð i lifandi myndum, tilraun til að yrkja ljóð á filmu i staðinn fyrir að nota blek á pappír,” sagði Eyvindur Erlendsson, „en heimildamynd er það alls ekki.” Hann sagði að fullorðinn bóndi uppi i sveit væri aðalpersóna mynd- arinnar „Bóndanum berast sifellt bréf frá gömlum félaga sem hljóp með homum i hlaupasveit KR i gamla daga og er nú tekinn upp á að skrifa honum eftir fjörutiu ára aðskilnað. Karlinn svarar aldrei bréfunum en þau eru lesin undir myndinni og þeg- ar líður að lokum hennar er orðið óljóst hvort röddin sem heyrist er. bréfritarans eða viðtakandans. Eins og segir einhvers staðar í myndinni: „Kannske er ég þú eða þú ég eða við báðir hvorugur. . . ” Myndin er i litum, tekin i Biskups- tungum og á veginum þaðan til Reykjavíkur á undanförnum þrem árum. Bóndinn er leikinn af Erlendi Gislasyni sem sjálfur er bóndi á þessum stöðum og reyndar faðir Eyvindar. Þetta er fyrsta kvikmynd Eyvind- ar Erlendssonar. Hann ' mun kunnastur sem leikstjórí en auk þess hefur hann lagt gjörva hönd á margt, samið þætti fyrir leiksvið og sjónvarp, haldið málverkasýningar einn og með öðrum, þýtt sigild leikrit úr rússnesku og á laugardaginn var flutti hann fyrirlestur um leiklist og trú á ráðstefnu þeirri sem Líf og land hélt í Norræna húsinu undir nafninu Maðurogtrú. -IHH. Erlendur Gislason, bóndi i Biskups- tungum, leikur rótgrólnn sveltamann i myndljóði sonar sins „Óflurinn um afa”, sem sýnt verður afl kvöldi annars páskadags. Ifyrsta smn a íslandi Tvíbolungur (Catamaran), hraðskreiðasti seglbátur sem hingað hefur komið. SÝNDURA BATASYNINGUNNI Verð kr. 33.000,- INGVAR HERBERTSSON HEILDVERZLUN - SÍMI 38934

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.