Dagblaðið - 24.04.1981, Qupperneq 3
Messur.
l.sstasötn
Sýningar
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981.
SIGRUN
JÓNSDÓTTIR
Sýninghelgarínnar:
PÚLIÐ MÁ ALLS EKKISIÁST
segir Eiríkur Smith sem opnaði sýningu að Kjarvalsstöðum á sumardaginn fyrsta
Það var ekki á Eiríki Smith listmál-
ara að sjá að hann væri i þann mund
að ganga i gegnum hinn mikla hreins-
unareld myndlistarmanna, einkasýn-
inguna, og það sina fyrstu í fimm ár.
Hann hringaði sig makindalega i stól
á kaffistofu Kjarvalsstaða, saug
pípustert og sleikti sólskinið. Þó voru
ekki nema tveir dagar til stefnu og
enn var eftir að mála veggi í sýningar-
salnum. 1 ofanálag viðurkenndi
Eiríkur að hann vissi ekki hve margar
myndir yrðu til sýnis, það yrði upp-
hengingin að skera úr um.'En sumar-
daginn fyrsta (i gær) áttí að opna
hvað sem tautaði og raulaði.
En þótt Eiríkur Smith mundi
örugglega teljast meöal hinna fleg-
matisku i lifínu þá hefur hann alla tið
unnið af mikilli seiglu og stefnufestu,
er i sifelldri sókn i þeirri gerð mál-
verks sem hann hefur komið sér
niður á. En hefur hann engar áhyggj-
ur af sýningum?
Engan skjálfta
yf ir sýningum
„Veistu það,” segir Eiríkur og
virðist eiginlega undrandi á sjálfum
sér, „ég hef eiginlega aldrei verið
með skjálfta yfir sýningarstússi, svo
lengi sem ég man eftir mér i þessum
bransa. Og nú er ég lika kominn yfir
það að hafa áhyggjur af gagnrýni.
Það er dáldið merltílegur áfangi.”
Um stund er listamaðurinn hulinn
reykskýi.
,,Það þýðir ekki að ég sé ekki
glaður ef einhverjir kunna aö meta
það sem ég er að gera. Hins vegar
hafa menn fullt leyfi til að láta sér
mislika min handverk. Það er alveg
þeirra mál og angrar mig ekki. Ætli
þettamundi ekki flokkast undir sjálfs
traust? Jú, auðvitað er ég sáttur við
Ein stór og mikil mynd, táknræn fyrir hinn nýja stil Eirfks.
(DB-myndir Sig. Þorri).
það sem ég er að gera þótt ég sé aldrei
fullkomlega ánægður með neina
mynd. Samt held ég öllum undan-
komuleiðum opnum. Ég vil ekki sitja
blýfastur og heilaþveginn á sömu hill-
unni, eins og i afstraktínu hér i gamla
daga.”
Landslagið kallaði
Eirikur dæsir og hristir höfuðið.
„Drottínn minn dýri, það var nú
ljóta ástandið á manni. Þegar ég
söðlaði um, úr afstrakti yfir í ein-
hvers konar raunsæi, þá fann ég að
ég var búinn að missa alla tíifinningu
fyrir dýpt í málverki. Þó vil ég ekki
áfellast afstraktið eins og það leggur
sig. Ég gætí ve) trúað að margar
myndir mínar I þeim dúr standi enn
fyrir sínu. En menn verða að vinna
að þv! heilshugar. Landslagið kallaði
alltaf á mig og þaö kemur lika fram I
afstraktverkunum. ”
Við minnum listamanninn á vel-
gengni hans undanfarin ár og þá
staðreynd að margar sýningar hans
hafa næstum því selst upp.
„Jú, auðvitað er ég ánægður.
Siðastliðin tiu ár eöa svo hef ég getað
lifað alveg á málverkinu. Upphaflega
lærði ég prentiðn þar sem ég hélt að
listamenn yrðu alltaf að vinna fyrir
sér með öðrum hættí en með list-
inni.”
Létt og leikandi
Vatnslitamyndir Eiriks hafa átt
sérstökum vinsældum að fagna og
það er eins og léttleiki þeirra og fin-
gerðir tónar hafi haft áhrif á oliumál-
verk listamannsins.
„Jahá,” segir hann og klórar sér i
kollinum. „Það er sennilega talsvert
til i þessu. Áður var maður með það á
heilanum aö hlaða nógu andskoti
miklum lit á strigann. Nú finnst mér
Eirikur Smith — „Held öllum undan-
komuleiðum opnum.”
að myndir eigi helst að vera léttar og
leikandi i útliti þótt þær hafi kannski
kostað mikið púl. Púlið má alls ekki
sjást. Þetta þýðir alls ekki að inntak-
ið þurfi að vera léttvægt.”
Eirikur og nokkrir aðrir listmálar-
'ar úr Hafnarfirði eru gjarnan spyrtir
saman undir samheitinu „Hafnar-
fjarðarraunsæið”. Finnst honum
þetta réttmætt?
„Þetta eru nú ýkjur. Ég lít t.d. alls
ekki á sjálfan mig sem harðan raun-
sæismálara. Ég hef nefnilega gaman
af vissum tviskinnungi, að tefla
saman raunsæinu og einhverjum
annarlegum fyrirbærum, svona tíl að
stinga á öllu saman. Ætli þetta sé
dulið vantraust á raunsæið? Það
skyldi þó aldrei vera.”
Og Eiriki Smith er skemmt yfir
þeim möguleika. -Al.
GALLERl LANGBRÓK, Amtmannsstíg 1: Edda
Jónsdóttir, ný grafík og teikningar. Opnar laugardag.
Opið 12— 18 alla daga.
ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74: Ný sýning á
verkum Ásgrims. Opið fimmtud., laugard. og þriðjud.
kl. 13.30-16.
GALLERÍ KIRKJUMUNIR; Kírkjustræti 10:
Sigrún Jónsdóttir, batík, kirkjumunir o.fl. Opið 9—18
virka daga, 9—16 um helgar.
HÖGGMYNDASAFN Ásmundar Sveinssonan Opið
þríðjud., fimmtud., laugard. ogsunnud. kl. 13.30—16.
Eirlkur Smith listmálarí er vtðkunnur fyrir myndir
sinar. Sýning hans stendur nú yfir að Kjarvalsstöðum.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- og fjölskyldu-
samkoma i safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10:301
árd. Altarisgönguathöfn fyrir fermingarbörn og
vandamenn þeirra i safnaöarheimilinu sunnudags-
kvöld kl. hálfniu. Sr. Guðmundur Þorteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 2.1
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa i Bústaða-
kirkju kl. 10.30 árd. Ferming og altarisganga.
Organisti Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2. Dr. Esra
Pétursson flytur stólræðu og leiðir umræður eftir
messu. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr.
Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11
i Safnaðarheimili við Bjarnhólastíg. Fermingarguðs-
þjónustur kl. 11 árd. og kl. 2 siðd. Sr. Þorbergui
Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 og kl. 2 eru fermingarmess-
ur og altarisgöngur úr Fella- og Hólasókn. Sr.
Hreinn Hjartarson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10 i
umsjá sr. Áma Bcrgs Sigurbjörnssonar.
FELLA- OG HOLAPRESTAKALL: Uugard.:
Bamasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnud.::
Bamasamkoma i Fellaskóla kl. 11 árd. Ferming og
altarisganga i Dómkirkjunni kl. 11 f.h. og kl. 2 e.h.
Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2. Organ-
leikarí Jón G. Þórarínsson. Almenn samkoma nk.
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal.
Hallgrímsklrkja: Messa kl. 11. Ferming. Sóknar-
prestar. Þriðjud. 28. april: Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kirkjuskóli bamanna
er á laugardag kl. 2 i gömlu kirkjunni.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigur-
bjömsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Bamaguðsþjónusta kl. 11 árd.
Sr. Arngrímur Jónsson. Guðsþjónusta kl. 2. Sr.
Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma i Kárs-
nesskólakl. 11 árd. Sr. Ámi Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Söngur, sögur, myndir. Veriö velkomin. Guösþjón-
ustan kl. 2 fellur niður. Sóknamefndin.
LAUGARNESPRESTAKALL: Laugard. 25. aprU:
Guðsþjónusta að Hátúni lOb, niundu hæð kl. 11
árd. Sunnud. 26. april: Barnaguösþjónusta kl. 11.
Messa kl. 14. Þríöjud. 28. april. Bænaguðsþjónusta
kl. 18. Sóknarprestur:
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjón-
usta kl. 2. Gisli Helgason leikur á flautu. Kirkju-
kaffi. Sr. Guðmundur óskar Ólafsson.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54
kl. 10.30. Bamaguösþjónusta i ölduselsskóla ld.
10.30. Guðsþjónusta að Seljabraut 54 kl. 2. Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. 11
árd. í Félagshcimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organ-
leikar Sigurður ísólfsson. Prestur dr. Einar Sigur-
björnsson prófessor.
Einar Þorlákssoa opnar sýningu i kjaHara Norræna
hússins i laugardaginn. Hér er eitt af eldri máiverkum
Einars:
SVNÍNG A ÍSAHRGII HÓVEMföR !).
Edda Jónsdóttir c
laugardag.
r sýningu f Gallerí Langbrók á
Edda opnar sýningu
Um helgina opnar Edda Jónsdóttir litla sýningu i
|Gallerí Langbrók við Amtmannsstíg i Reykjavík.
Sýningin samanstendur af collagc myndum og
klipptri og fléttaðri graflk.
i Edda stundaði nám viö báða myndlistarskólana i
Reykjavik og Rikisakademiuna i Amsterdam. Hún
hefur haldiö tvær einkasýnignar og tekiö þátt í fjöl-
mörgum sýningum viða um heim.
Sýningin veröur opin virka daga frá kl. 12—18 og
umhelgar frákl. 14—18. Sýningunni lýkur ll.maí.
Háskólafyrirlestur
Heimir Áskelsson, dósent i ensku, flytur opinberan
fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla
íslands laugardaginn 25. april 1981 kl. 15.00 i stofu
101 i Lögbergi.
Fyrírlesturínn nefnist „Um ensk-islenzka orða-
bók” og er hinn siðasti af fjórum fyrírlestrum sem
kennarar heimspekideildar flytja nú á vormisseri um
rannsóknir og fræði i dcildinni.
ÖOum cr heimill aögangur.
Málþing
Félag sálfræðinema við Háskóla íslands heldur mál-
þing laugardaginn 25. apríl kl. 14 i Norræna húsinu.
Umræðuefni þingsins verður Sjúkdómshugtakið:
Merking þess, notkun og takmarkanir i geðlæknis-
og sálarfræöi. Frummælendur eru dr. Eiríkur örn
Arnarson sálfræðingur, Jakob Jónasson geð-
læknir, Oddur Bjarnason læknir, dr. PáU Skúlason
prófcssor og Sigurjón Björnsson prófessor.
Að loknum erindum verða frjálsar umræöur.
Ungur myndnstarmaóar, Asgeir Einarsson,
slna fyrstu sýningu i Djápinu þessa dagana.
DJÚPIÐ, Hafnarstrcti (Horniðh Ásgeir Einarsson.
málverk og teikningar. Opiö 11 —23.30 alla daga.
GALLERÍ SUÐURGATA 7: Kanal 2,danskir mynd
listarmenn. Opnar laugardag. Opiö 16—20 virka
daga, 14—20 um helgar.
LISTMUNAHÚSIÐ, Lækjargötu 2: Engin sýning
um helgina.
ÁRBÆJARSAFN: Opið samkv. umtali. Slmi 84412
frá 9—10 alla virka daga.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ v. Suðurgötu: Opiö þriöjud.,
fimmtud. laugard. og sunnud. kl. 13.30—16. Boga-
salur: Sigurður Þorsteinsson gullsmiður. Opið apríl-
sept. á sama tima og safniö.
TORFAN, veitingahús: Messíana Tómasdóttir, leik-
myndir.
GALLERÍ GUÐMUNDAR; Bergstaðastræti 15:
iKristján Guðmundsson, ný málverk. Weissauer, ný
grafík. Opið 14—18 alla virka daga.
MOKKA-KAFFI, Skólavörðustíg: Gunnlaugur John-
son, teikningar. Opið 9—23.30, alla daga.
LISTASAFN Einars Jónssonar, Skólavörðuholti:
Opið miðvikud. og laugard. kl. 13.30—16.
LISTASAFN Íslands: Málverk, teikningar, skúlptúr
og grafík eftir innlenda og erlenda listamenn. Anddyri:
Grafíkgjafir til Listasafnsins.
LISTASAFN alþýðu, Grcnsásvegi 16: Textílfélagið,
félagssýning. Opin 14—22 alla daga til 26. april.
KJARVALSSTAÐIR: Vestursalun Myndlist nor-
rænna kvenna. Lýkur 26. apríl. Austursalur: Eiríkur
Smith, ný málverk. Opnaði fyrsta sumardag. Opið
14—22 alla daga (Sjá viðtal).
ÁSMUNDARSALUR v. Freyjugötu: Sýning á
kúbönskum Ijósmyndum, plakötum o.fl Opið 16—22.
KRISTJÁN SIGGEIRSSON, verzlun, Laugavegi 13:
Sigrún Gisladóttir, klippimyndir. Opið á venjul.vcrzl-
unartíma til 25. april.
STÚDENTAKJALLARINN v. Hringbraut:
Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir, vatnslitamyndir og olíu-
málverk. Opin alla daga kl. 11—23.30. Lýkur 30.
april.
NÝLISTARSAFNIÐ, Vatnsstíg 3b: Birgir Andrés-
son, ný verk. Opið 20—22 virka daga, 14—20 um
helgar. Lýkur 2. mai.
FRÍKIRKJUVEGUR 11: KetiU Larsen, stef frá
öðrum heimi. Lýkur 25. april. Opið 14—22 alla
daga.
EDEN, Hveragerðl: Magnús Guðnason, oliu-
málverk.
Sýning Textílfélagsins 1 Listasafni alþýðu hefur vakið
mikla athygtt. Hér er einn sýnenda, Steinunn Pálsdótt-
ir, ásamt einu verkL
NORRÆNA HÚSID: Einar Þorláksson, málverk.
Opnar laugardag kl. 15. Opin 14—22 alla daga.
STÚDÍÓ 5, Skólastræti: Ingi Hrafn, teikningar og
skúlptúrar. Opið virka daga kl. 16—22, 14—22 um
helgar. Lýkur 26. apríl.
EDDA JÓNSDÓTTIR
Fyrirlestrar