Dagblaðið - 24.04.1981, Síða 6

Dagblaðið - 24.04.1981, Síða 6
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRlL 1981. Hvað er á seyðium helgina? Ferðalög Útivistarferðir Sunnudagur 26. april kl. 13: Grænadyngja — Sog, létt ganga á Reykjanesskaga. Verð 50 kr., fritt fyrir böm með fullorðnum. Farið frá BSÍ, vestanverðu (i Hafnarf. við kirkjugaröinn). Vorferð til fjalla um næstu helgi. Tilkynningar Rangœingar, Skaftfeliingar Kór Rangæingafélagsins og Söngfélag Skaftfellinga fagna sumri sameiginlega með söng og dansi föstu- daginn 24. april kl. 21 i Domus Medica. „Listahátíðin litla" Starfi í grunnskólum Reykjavikur fer nú senn að ljúka, samhliða almenna náminu fer fram mikiö starf i félags- og tómstundastarfi meðal nemenda, einkum meðal eldri árganga grunnskólans. Einn mikilvægasti þáttur skólastarfs í dag er án efa hinn félagslegi þáttur starfsins þar sem nem- endur eru hafðir með í að skipuleggja og stjórna félagsstarfi í skólanum. Reynslan hefur sýnt að skóli með jákvætt viðhorf til hinna félagslegu þarfa nem- andans hefur átt auðveldara með aö ná til nemenda þegar kemur að aðaltilgangi sjálfs skólanámsins. Starfsemin er margþætt og of langt mál er að rekja einstaka þætti hennar en i stuttu máli má skipta starfínu í tvennt. Annars vegar er félagslegt starf, sem dæmi má nefna opið hús, spilakvöld, bekkjarkvöld, disk^tek, iþróttamót, foreldrakvöld, málfundi o.fl. Hins vegar er hefðbundið tómstunda- starf þar sem hver einstakur nemandi sinnir sínum hugöarefnum, svo sem ljósmyndavinnu, skák, kvik- myndagerð, borðtennis, útilífi, hljóðfærasmíði, tágavinnu, rafeindatækni, bifvélavirkjun o.fl. Nokkur undanfarin ár hefur einn þáttur komið til viðbótar en það er svokallað ,,opið félagsstarf”, það er starf barna og foreldra, sem dæmi má nefna ýmiss konar tómstundastarfsemi í hefðbundnu námskeiðs- formi, ennfremur ferðalög og vettvangsferðir af ýmsu tagi og siðast en ekki sizt sá siður í mörgum skólum borgarinnar að efna til jólaföndurdags i des- ember. v Æskulýðsráö Reykjavikur hefur í samvinnu við ýmsa aöila, auk skólanna sjálfra, efnt til ýmiss konar móta þrr sem nemendur grunnskóla borgar- innar koma saman og spreyta sig i starfi og leik. Ný- afstaðin er skólakeppni i skák og borðtennis þar sem þrjú til fjögur hundruö nemendur kepptu. Laugardaginn 25. april verður efnt til „lista- hátiðarinnar litlu” í grunnskólum borgarinnar en þar verður m.a. leiklistarmót skólanna sem haldið var í fyrsta sinn í fyrra, einnig fer fram sýning á Ijós- myndum i ljósmyndasamkeppni skólanna; siðast en ekki sízt verður efnt til kvikmyndahátiðar en þar munu nemendur úr kvikmyndaklúbbum skólanna sýna þær myndir sem þeir hafa unnið að í vetur. Hátiðin verður eins og áður sagði laugardaginn 25. apríl kl. 13.30 i Breiöholtsskóla. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Sovózk bóka- og frímerkjasýning 26. april lýkur sýningu sem nú stendur yfir i MÍR^ salnum, Lindargötu 48, 2. hæð, á bókum, auglýs- ingaspjöldum, frimerkjum og hljómplötum frá Sovétríkjunum. Sovézka utanríkisviðskiptasambandið „Mezduna- rodnaja kniga” (Alþjóðlegar bækur), skrifstofa við- skiptafulltrúa Sovétrikjanna á íslandi og félagið MÍR, Menningartengsl íslands og Ráðstjómarríkj- anna, standa fyrir þessari sýningu. Sýndar eru um eða yfir 200 bækur (bókatitlar) um hið margvis- legasta efni: skáldverk, tækni- og vísindarit, bækur um þjóðfélagsmál, sagnfræði, stjórnmál o.s.frv. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabf^ 14 - S 21 715. 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S. 31615, 86915 ^esta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt v á bílaleigubílum erlendis Langflestar eru bækurnar á ensku, en sýnishorn eru einnig af bókum islenzkra höfunda, sem gefnar hafa verið út i Sovétríkjunum á siðustu árum. Þá eru á sýningunni aOmörg auglýsingaspjöld (plaköt), um 70 hljómplötur af ýmsu tagi og mikill hluti frí- merkja, m.a. merki, sem gefin voru út i tilefni ólympiuleikanna á sl. ári. Sýningin er opin daglega kl. 14—19. Kvikmynda- sýningar eru flesta sýningardaga kl. 17 og þá sýndar ýmsar stuttar heimildar- og fræðslumyndir. Laugar- daginn 25. og sunnudaginn 26. april verður þess minnzt sérstaklega, að þá eru liðin rétt 20 ár siðan undirrítaður var samningur milli islenzkra og sovézkra stjómvalda um samvinnu þjóðanna á sviöi menningarmála og visinda. Aðgangur að bókasýningunni i MÍR-salnum er ókeypis. Sjö fð riddarakross Forseti íslands hefir nýlega sæmt eftirtalda islenzka ríkisborgara riddarakrossi hinnar islenzku fálka- orðu: Adolf J.E. Petersen verkstjóra fyrir félags- málastörf; EinVarö Hallvarðsson, fv. starfsmanna- stjóra Landsbanka íslands, fyrir embættisstörf; Elsu E. Guðjónsson safnvörð, fyrir rannsóknarstörf i textilfræðum; Gísla Andrésson hreppstjóra, Hálsi i Kjós, fyrir félagsmálastörf; Gisla Konráðsson, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa hf., fyrir störf að sjávarútvegsmálum; Sigurð Demetz Franzson söngkennara fyrir störf að tónlistarmál- um og frú Sigurveigu Sigurðardóttur, Selfossi, fyrir félagsmálastörf. Námskeið fyrir yfirmenn íslökkviliðum Á vegum Brunamálastofnunar rikisins verður dagana 4.-9. mai nk. haldið námskeið fyrir yfir- menn i slökkviliðum. Námskeiðið verður haldið á Akureyri, undir umsjón slökkviliðsstjórans á Akur-' eyri og brunamálastjóra ríkisins. . Mjög hefur verið vandað til námskeiðsins með fyrirlestrum og verklegum æflngum. Undirbúning hefur annazt sérstök fræðslunefnd á vegum stofn-l unarinnar. I nefndinni eiga sæti: Tómas Búi| Böðvarsson, slökkviiiðsstjóri á Akureyri, Rúnar Ðjarnason, slökkviliösstjóri í iTeykjavik, og Guð- mundur Jónsson, slökkviilðsmaður og formaður Landssambands slökkvOiðsmanna. MikUl áhugi er fyrir námskeiðinu sem verður full- setið. Iþróttir Reykjavíkurmótið íknattspyrnu 1981 Föstudagur 24. aprO FramvöUnr Fram — Fylkir, 19. ValsvöUur: Valur — Vikingur, 5. fl. A, kl. 13. Valur — Víkingur, 5. fl. B, kl. 14. BrelöholtsvöUur ÍR — Fram, 5. fl. A, kl. 13. lR —Fram, 5. fl. B, ld. 14.15. Sunnudagur 26. apríl MelavöUur Ármann — Þróttur, mfl., kl. 17. Cr leikritinu Getraunagróði. Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Birna Sigfúsdóttir og Sturla Þóróarson i hlutverkum sínum. TVEIR DAGAR EFT- IR AF HÚNAVÖKU Óöum liður nú aö lokum Húna- vöku, árlegri skemmti- og fræðslu- viku Ungmennasambands Austur- Húnvetninga. Vakan hófst á laugar- daginn fyrir páska og lýkur annað kvöld. Dagskráin í dag, föstudag, hefst með sýningu á kvikmyndinni Flóttinn til Aþenu í Blönduósbíói. í Hótel Blönduósi verður boðið upp á kalt borð í kvöld. Málsverðurinn hefst klukkan 18.30. Um kvöldið verður skemmtidagskrá Samkórs Vöku- manna. Nefnist hún Fögnum sumri. Meðal efnis má nefna að fram kemur blandaður kór, kvennakór, Jóhann M. Jóhannsson syngur einsöng, hljómsveitin R.O.P. kemur fram og flutt verður hugvekja í óbundnu máli um veturinn vorið, mannlífið og fleira. Dagskrá föstudagsins lýkur síðan með dansleik. Astro-tríóið frá Akureyri skemmtir. Á lokadegi Húnavökunnar sýnir Biönduósbió fjölskyldumyndina Funny People. Um kvöldið verður iokasýning Leikfélags Blönduóss á Getraunagróða, gamanleik eftir Philip King. Lokaatriðið verður síðan að sjálfsögðu lokadansleikur. Hljómsveitin R.O.P. sér um tónlist- ina. Hveragerði Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni í Hvera gerði. Uppl. ísíma 99—4628 eða 91—27022. Óiafsvík Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Ólafsvík. Uppl. í síma 93—6373 eða 91—27022. Hefíissandur Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni strax á Hellissandi. Uppl. ísíma 91—27022. fl\ BIAÐIÐ VUdngsvöllur Víkingur — Þróttur, 1. fl. kl. 19. KR-VÖLLUR KR — Ármann, 3. fl. A, kl. 19. ÞróttarvöUur Þróttur — Leiknir, 3. fl. A, kl. 19. Þróttur — Leiknir, 3. fl. B, kl. 20.15. ValksvöUur Valur — Víkingur, 3. fl. A, ld. 19. Valur — Víkingur, 3. fl. B, kl. 20.15. BrelðhoUtsvöUur ÍR — Fram, 3. fl. A, kl. 19. lR — Fram, 3. fl. B, kl. 20.15. Laugardagur 25. aprfl MelavöUur Valur — Vikingur, mfl., kl. 14. FeUavöUur Leiknir — Þróttur, 2. fl. A, kl. 14.51. Leiknir — Þróttur, 4. fl. A, kl. 13. ÁrmannsvöUur Ármann — KR, 4. fl. A, ld. 13.30. VikingsvöUur Víkingur — Valur, 4. fl. A, kl. 13. Víkingur — Valur, 4. fl. B, kl. 14.15. Framvöllur Fram — ÍR, 4. fl. A, kl. 13. Fram — ÍR, 4. fl. B, kl. 14.15. KR-vöUur KR — Ármann, 5. fl. A, kl. 13.30. ÞróttarvöUur Þróttur — Leiknir, 5. fl. A, kl. 13. Þróttur — Leiknir, 5. fl. B, kl. 14. Skemmtistaðir FÖSTUDAGUR ÁRTÚN: Gömlu dansarnir. GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi. Diskótek. HOLLYWOOD: Diskótek. HÓTEL BORG: Diskótek. HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Útsýnarkvöld. Stjörnu- salur: Matur framreiddur fyrir matargesti. Mimlsbar og Astrabar: Opnir. Snyrtilegur klæðnaður. KLÚBBURINN: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi. Diskótek á tveimur hæöum. LEIKHÚSKJALLARINN: Kabarett kl. 20.30. Sið- an vcrður leikin þægileg músik af plötum. ÓÐAL: Diskótek. SIGTÚN: Brimkló Jeikur fyrir dansi. Grýlumar koma fram. Diskótek. SNEKKJAN: Diskótek. ÞÓRSCAFÉ: Galdrakarlar leika fyrir dansi. Diskó- tek. LAUGARDAGUR GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi. Diskótek. HOLLYWOOD: Diskótek. HÓTEL BORG: Diskótek. HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Hljómsveit Ragnars Bjamasonar leikur fyrir dansi. Mímlsbar og Astra- bar: Opið. Stjörausalur: Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur klæðnaður. HREYFILSHÚSD): Gömlu dansarnir. KLÚBBURINN: Hljómsveltin Hafrót leikur fyrir dansi. Dlskótek á tveimur hæðum. LEIKHÚSKJALLARINN: Kabarett kl. 20.30. Síðan verður leikin þægileg músik af plötum. LINDARBÆR: Gömlu dansarnir. ÓÐAL: Diskótek. SIGTÚN: Brimkló leikur fyrir dansi. SNEKKJAN: Dansbandið. Diskótek. ÞÓRSCAFÉ: Galdrakarlar leika fyrir dansi. Diskó- tek. SUNNUDAGUR GLÆSIBÆR: Galdrakarlar leika fyrir dansi. HOLLYWOOD: Diskótek. HÓTEL BORG: Jón Sigurðsso i leikur fyrirdansi. Gömlu dansarnir. ÓÐAL: Diskótek. ÞÓRSCAFÉ: Þórskabarett, húsið opnað kl. 19. Matsölustaðir REYKJAVÍK ASKUR, Laugavegi 28 B. Símar 18385 og 29355: Opið kl. 9—24 aila daga. Vinveitingar frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnudögum. ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Sími 81344: Opið kl. 11-23.30. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1. viðÓðinstorg. Sími 25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10—23.30 á sunnu dögum. ESJUBERG, Hótel Esju. Suðurlandsbraut 2. Simi 82200: Opið kl. 7—22. Vinveitingar. HLtÐARENDI, Brautarholti 22 tgenuiA inn frá Nóa túni). Borðapantanir i sima 1169U.Opið 18—22.30. Vínveitingar. HOLLYWOOD, Ármúla 5. Borðapantanir í síma 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvöld vik unnar. Vínveitingar. HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Sími 13340: Opið kl. 11—23.30. Eldhúsinu lokað kl. 21. Léttar vinveil ingar. HÓTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Borðapantanir i sima 21011. Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. vin- veitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli. Borðapantanir i síma 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30 Imorgunmatur). 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar. Veitingabúð Hótels Loftleiða opin alla daga kl. 5—20. HÓTEL SAGA við Hagatorg. Borðapantanir i Stjörnusal (Grill) i sima 25033. Opið kl. 8-23.30. Matur framreiddur kl. 12—14.30 og 19—22.30. Vin- veitingar. Borðapantanir i Súlnasal i sima 20221. Mat- ur er framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 19—21. Vinveitingar. KAF.FIVAGNINN, Grandagarði 10. Símar 12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir miðnætti til kl. 23.30. Vinvcit ingar. KRÁIN við Hlemmtorg. Simi 24631. Opið alla daga kl. 9-22. LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Simi 31620. Opið 8—24. MATSTOFA AUSTURBÆJAR, Laugavegi 116. Simi 10312. Opið kl. 8—21 virka daga og 9—21 sunnudaga. NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir í sima 17759. Opiðalladaga kl. 11—23.30. NESSÝ, Auslurstræti 22. Sími 11340. Opið kl. II — 23.30 a|la daga. ÓÐAL við Austurvöll. Borðapantanir i sima 11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnudaga til fimmtu- daga, kl. 21 —03 föstudaga og laugardaga. RÁN, Skólavörðustíg 12, sími 10848. Opið kl. 11.30— 24.00. Vinveitingar. SKRÍNAN, Skólavörðustig 12. Simi 10848. Opið kl. 11.30— 23.30. Léttar vínveitingar. VESTURSLÓÐ, Hagamel 67. Simi 20745. Opið kl. 11— 23 virka daga og 11—23.30 á sunnudögum. Létt- ar vínveitingar. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti 20. Borðapantanir i síma 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vínveitingar. KÓPAVOGUR VERSALIR, Hamraborg 4. Sími 45688. Opið kl. 12— 23. Léttar vínveitingar. HAFNARFJÖRÐUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Sími 54424. Opið alla daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og vinveitingar. SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1—3. Borða pantanir i sima 52502. Skútan er opin 9—21 sunnu- daga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og laugar- daga. Matur er framreiddur i Snekkjunni á laugardög- umkl. 21-22.30. AKRANES STILLHOLT, Stillholti 2. Sími 93-2778. Opið kl. 9.30— 21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og sunnudaga. Léttar vinveitingareftir kl. 18. AKUREYRI BAUTINN og SMIÐJAN, Hafnarstræti 22. Simi 96- 21818. Bautinn er opinn alla daga kl. 9.30—21.30. Smiðjan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðviku- daga kl. 18.30—21.30. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11.30—14 og 18.30—21.30. Vínveit- ingar. HÓTEL KEA, Hafnarstræti 87-89. Sími 96 22200. Opið kl. 19—23.30. malur framreiddur til kl. 21.45. Vinveitingar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.