Dagblaðið - 22.05.1981, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. MAI 1981.
Tilefni heimsóknar okkar var að
forvitnazt um undirtektir vistmanna
við trimmkeppninni sem nú stendur
yfir. Okkur hafði verið tjáð að mikill
áhugi væri fyrir keppnninni enda
vistmenn Sólheima orðlagðir fyrir
íþróttaáhuga. Það kom fljótlega í
ljós að keppnisandi er mikill.
Forstöðukona Sólheima, Katrín
Guðmundsdóttir, sagði að á kvöldin
sætu vistmennirnir og hugleiddu við
hvaða grein þeir ættu að merkja stig.
Þeir tækju nefnilega þátt í öllú en
aðeins eitt stig fæst á dag.
„Það er mikill áhugi fyrir trimm-
keppninni hjá okkur,” sagði Katrin
„og flest allir hafa fengið stig alla
dagana. Þau ganga mikið, synda og
hjóla. Sundið er skylda hér, 40
minútur á dag, svo þar fá þau öll stig.
Hins vegar bæta þau við sig göng-
unni. Það eru þátttökukort í hverri
ibúð og þau passa vel upp á aö stigin
þeirraséu færðinn.”
Genguí
ungmennafólagið
Allir vistmenn Sólheima gengu í
Ungmennafélagið Hvöt í Grímsnesi í
fyrravor. Upp frá því var stofnuð sér
deild fyrir þroskahefta, sem lfklega er
einstakt hér á landi. Kvenfélag
sveitarinnar færði heimilinu 200
þúsund króna (gamlar krónur) fjár-
veitingu til að hefja starfið. Á síðasta
ári voru kosin íþróttamaöur og -kona
ársins á Sólheimum og fengu þau
bikara. Þá eiga Sólheimar mikla
sundgarpa sem oft hafa unnið til
verðlauna. Oft er keppt milli heimila
fyrir þroskahefta og nýlega fór fram
keppni milli Sólheima og öskju-
hlíðarskóla í boltaleiknum boccía.
„öskjuhlíðarskólinn sigraði okkur í
boccia vegna þess að við höfum nán-
ast enga aðstöðu til að æfa boccía
hér. En þeir þorðu ekki á móti okkur
í sundið — því þar hefðum við
sigrað,” sagði Katrín hreykin.
Heimilið 50 ára
Sólheimar i Grimsnesi hafa verið
starfandi í fimmtfu ár. Ung kona,
Sesselia Guðmundsdóttir, kom upp-
haflega með hugmynd að stofnun
þessa heimilis. Hún leitaði lengi að
heppilegum stað áður en hún fann
Sólheima. Sesselía hefur hitt á rétta
staðinn þvf notalegra umhverfi hefði
hún vart fundið. Sólheimar eru
sjálfseignarstofnun rekin á daggjöld-
um frá ríkinu. Þar eru nú 40 vist-
menn, flestir fullorðnir.
Þar er 27 og hálf staða ef allir
starfsmenn býlisins eru taldir með.
Sólheimar minna engan veginn á
stofnun eða hæli heldur á notalegt
heimili. „Það er mikill munur að hér
er enginn spitalasvipur,” sagði
Katrín er við spurðum hana hvernig
heimilisrekstri væri háttað. „Starfs-
fólk og vistmenn búa saman og borða
saman. Sjö lftil ibúðarhús eru á Sól-
heimum og i hverju húsi búa sex vist-
menn ásamt starfsmanni. Viö
reynum að fá hjón hingað, þá getur
konan starfað sem húsmóðir í húsinu
og gert það heimilislegt og maöurinn
í vinnustofunum. Húsmóðir f hverju
Norræn trimm-
landskeppni
fatlaðra
ELIN
ALBEBTSDÓTTIR
Vistmennirnir starfa á vinnustofum á daginn og þar er margt eigulegra
muna gerðra eftir þá. Þessi klifurkarl, sem Katrin forstöðukona sýnir
Sigurði Guðmundssyni, vakti td. mikla athygli á sýningu i ÁHtamýrar-
skóla.
Norræn landskeppni fatlaðra:
Ætla að gera hlut Islands sem
„Það er alveg sérstaklega skemmti-
legt að koma að Sólheimum,” var
sagt við mig áður en ég lagði leið
mina þangað í fyrradag. Það voru
sannarlega orð að sönnu. Um leið og
ekið er heim að Sólheimum finnur
maður hið góða andrúmsloft sem
einkennir staðinn. Mikill gestagangur
er að Sólheimum í Grímsnesi venju-
lega, svo var einnig í fyrradag. Er við
stigum út úr bílnum á hlaöinu, DB-
menn og Sigurður Guömundsson,
framkvæmdastjóri norrænu trimm-
’ keppninnar, barst á móti okkur
hressilegur söngur og gitarleikur. Á
grasflöt skammt frá sátu tuttugu
nemendur þroskaþjálfaskólans ásamt
vistmönnum Sólheima. Nemendurnir
voru gestir Sólheima þennan dag og
skemmtu þeir vistmönnum við
mikinn fögnuð.
Mikill áhugi fyrir
trimminu
norrænu trimmkeppninni
ínaðSóllieimuniíG
Fara f fþróttaskóla
Til að fá örlitla tilbreytingu i hvers-
dagslifið fá flestir vistmenn að
skreppa frá nokkrar vikur yftr
sumarmánuðina. 1 sumar fara 10
vistmenn að Stóru-Tjörnum í Þing-
eyjarsýslu í iþróttabúðir og 18 vist-
menn fara í íþróttaskóla Sigurðar
Guðmundssonar í Heiðarskóla í
Leirársveit. Þrír vistmenn fara í i
einu, þrjár vikur í senn.
„Þeim finnst ægilega spennandi að
fá að faruí íþróttaskóla í smátíma —
en þetia er ógurlega dýrt. Það er ekki
reiknað með svona lúxus í daggjöld-
unum. En ég reyni að fá aðra vist-
menn inn í staðinn, þennan tíma sem
aðrir eru f burtu, til aö þetta sé hægt.
Æi, það er alltaf hægt að bjarga hlut-
unum einhvern veginn. Lions-
hreyfingin hefur verið okkur innan
handar og ég vona að það geti orðið
einnig núna,” sagði Katrín forstöðu-
kona.
Haldið igöngu ásamt smíðakennaranum, Haiidóri Hafsteinssyni. „Ef ág drífþau ekki út að ganga eftir vinnu þá
drifa þau mig," sagði Halldór. Hann fær einnig stig fyrir að vera fylgdarmaður.
hafði hún starfað á Kópavogshæli, á
Skálatúni, í öskjuhlíðarskóla og á
Hrafnistu. „Mér finnst Sólheimar
skara fram úr öðrum stöðum að
mörgu leyti,” segir hún. „Mér finnst
mikiu betra samband vera á milli vist-
manna og starfsfólks þegar það býr
saman heldur en þegar sifelld vakta-
skipti eru. Ég held að það sé ekki
bara gott fyrir vistmennina heldur
verði starfsfólkið mun betra. Hérna
líkar mér mjög vel enda á umhverfið
svo vel við mig, indælt og notalegt.”
Katrin er mamma allra, það fór
ekki fram hjá gestsauganu. Er hún
gekk með okkur um staöinn leyndi
það sér ekki að vistmönnunum þykir
vænt um hana. Allir þurftu að sýna
henni hvað þeir væru að gera, hvað
þeir væru orðnir flinkir að synda,
að buxurnar þyrftu viðgerðar við og
margt, margt fleira.
Keypt ný húsgögn
Mörgum er það væntanlega í
fersku minni þegar jólakonsert var
haldinn til styrktar Sólheimum. Var
þá upphaflega ætlazt til að ágóðinn
rynni í lagfæringu á vinnustofum. í
heimsókn aðstandenda jólakonserts
að Sólheimum kom í ljós að ýmislegt
annað vantaði enn frekar. í samráði
við vistmennina voru þvi keyptir nýir
svefnbekkir, litasjónvörp, sófasett og
ýmislegt fleira til að gera heimilið
sem heimilislegast.
Þeir sem koma inn í samkomusal
staðarins hugsa eflaust sitt, því þó
hann geri sitt gagn er hann bókstaf-
lega að hrynja. í fyrstu var hann lfka
ætlaður sem hænsnakofi svo engan
Skal undra. Vonandi verður einhvern
tíma safnað fyrir nýjum samkomusal
að Sólheimum. Ef það yrði einhvers
staðar þakkað þá er það þar.
Heimsókn að Sólheimum er
ógleymanleg, það vita þeir sem
þangað hafa komið. Eftir þessa ferö
vitum viö lika að fyrir austan fjall býr
hópur manna sem vill gera hlut
íslands í trimmkeppni fatlaðra sem
mestan. -ELA.
„Kveikjum eld, kveikjum eld, song fnður hópur nemenda þroskaþjánaskólans sem voru / heimsókn að Sól-
heimum og vistmenn tóku hressilega undir.
húsi hefur ákveðnar reglur um
umgengni sem vistmenn eiga að fara
eftir.
Eru í vinnu-
stofum á daginn
Við gerum miklar kröfur til vist-
manna um umgengni og hegðun. Við
reynum að láta þau hjálpa sér svo
mikiö sem mögulegt er. í matsalnum
sækir til dæmis hver sinn mat á sinn
disk og skilar diskinum síðan aftur f
eldhúsið eftir matinn.”
Á daginn starfa vistmennirnir á
vinnustofum, við garðrækt eða
heimilisstörf. Á Sólheimum er smiða-
stofa þar sem við sáum marga fallega
hluti, vefstofa þar sem ljómandi gólf-
mottur verða til, brúðugerð þar sem
eru prjónaðar brúður og bangsar og
kertagerð. Vistmennirnir skiptast á
að vera á vinnustofunum til að fá sem
mesta fjölbreytni.
Tómstundalif er einnig stór þáttur
á heimilinu. „Við erum með sérstök
tómstundakvöld, diskótek, við
förum í leikhús og við setjum upp
okkar eigin leikrit,” segir Katrín.
Skara fram úr
að mörgu leyti
Katrín Guðmundsdóttir hefur
verið forstöðukona síöan 1979.Áður
Miklir sundgarpar eru á Sóiheimum og oft hafa þau unnið til verðlauna.
Vistmenn eru skyklaðir til að vera í lauginni 40 mínútur á dag og þar afla
þeirsór stiga i trimmkeppnina.