Dagblaðið - 05.06.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 05.06.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1981. (* 11 I Erlent Erlent Erlent Erlent Götumynd frá Beljing. DB-mynd: Magnús Karel. Pylsuvagnará götur Beijing Magnús K. Hannesson, fréttaritari DB skrifar: Kinverjar ætla á næstunni að setja upp pyisuvagna á fjölförnum stöðum I stærstu borgum landsins og bæta þannig úr skorti á steikarabúllum. Beijing dagblaðið segir frá því að í borginni, þar sem íbúar eru 8 milljónir, séu tvö þúsund veitingastaðir og aðeins 120 hraðréttastaðir, sem næstum eingöngu selja núðlur, kökur og soðnar bollur. Blaðið telur að með því að inn- leiða pylsu-með-öllu menninguna í Kina megi bæta stórlega þjónustuna við neytendur og matartímar verði verulega styttri. Frakkland: Samkomulag sósíalista og kommúnista Leiðtogar kommúnista og sósialista hafa komizt að samkomulagi um að mynda bandalag við þingkosningarnar siðar i mánuðinum. í sameiginlegri yfirlýsingu flokkanna sagði að sá fram- bjóðandi vinstri manna sem bezt stæði eftir fyrri umferðina yrði eini fram- bjóöandi þeirra í seinni umferðinni. Begln lofar að gefa Habib „riflegt” svigrúm: Sadait lætur til sín taka í eld- flaugadeilunni Anwar Sadat, forseti Egyptalands, hefur talið ísraelsmenn á það að gefa út yfirlýsingu um það opinber- lega að þeir muni veita Habib sendi- manni Bandarikjastjórnar „ríflegt” svigrúm til að finnalausn á eldflauga- deilu Sýrlendinga og ísraeismanna. Sadat og Begin áttu 90 minútna langan fund á Sínaiskaganum f gær og eftir fundinn lýsti Begin þvi yfir að Habib fengi „riflegan tima” til að leita samkomulagsleiða. Philip Habib, sendimaður Banda- ríkjastjórnar, er væntanlegur til Mið- austurlanda á nýjan leik i dag. Svo virðist sem Begin hafi neitað að verða viö þeirri ósk Sadats að f sra- elsmenn létu af árásum sinum á búðir Palestinumanna i Suður-Líbanon. Begin sagði þær árásir „aigjörlega nauðsynlegar til að vernda okkar eigin borgara.” Fundur þeirra Sadats og Begins i gær er tíundi fundur þeirra og sá fyrsti siðan ágreiningurinn um sjáif- stjórnarmál Paiestinumanna batt enda á þróun Camp David samkomu- lagsþjóðanna. 1 REUTER i Ný verkföll í Póllandi Eining, samband hinna óháðu verka- lýðsfélaga i Póllandi, hefur boðað til tveggja klukkustunda viðvörunarverk- falls í fjórum héruðum í norðurhluta landsins næstkomandi fimmtudag. Tilgangurinn með verkföllunum er að knýja stjórnvöld til að gefa upp nöfn þeirra sem báru ábyrgð á árás lögreglunnar á verkamenn i Bydgoszcz 19. marz síðastliðinn og refsa þeim. Ef af verkföllunum verður eru það fyrstu meiriháttar verkföllin í landinu síðan Jaruzelski forsætisráðherra fól þinginu að banna verkföll um tveggja mánaða skeið hinn 10. apríl síðast- liðinn. Begin og Sadat hittust í tíunda sinn í gær og lýstu þvl þá yfir aö áframhald yröi á við- ræóunum að loknum þingkosningum i ísrael 30. júní. Morðingi Marteins Láthers King fyrir érás i fangelsinu James Earl Ray, morðingi mannrétt- indatalsmannsins Marteins I útlier King, var særður mörgum hnífsUing- um i ríkisfangelsinu i Petros i Tennesseeígær. Ray, sem er 53 ára, var þegar í stað fluttur á sjúkrahús og var sagður á góðum batavegi að lokinni skurðað- gerð. Hann hafði særzt á hálsi, kviði og handlegg. John Parish, blaðafulltrúi Lamars Alexander, rfkisstjóra i Tennessee, sagði að tveir þeldökkir fangar hefðu verið yfirheyrðir vegna árásarinnar. James Earl Ray afplánar nú lífstiðar- fangelsi fyrir morðið á séra Marteini Lúther King. King var skotinn til bana í Memphis 4. apríl 1%8. Mörgum mánuðum siðar var Ray handtekinn í London. Hann játaði í fyrstu á sig morðið en á undan- förnum árum hefur hann lýst sig saklausanafþví. Sérstök rannsóknarnefnd fjallaði um mál hans árið 1977 og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Miklar hreinsanir innan Kommúnista- flokks Júgóslavfu —vegna óeirðanna í Kosovo-héraði Rektor og tveir aðstoðarmenn hans við háskólann í Pristina í Kosovo- héraði í Júgóslavfu hafa látið af embætti í áframhaldandi hreinsunum í héraðinu. Hreinsanir þessar koma í kjölfar óeirða þjóðernissinnaðra Albana í Kosovo. Menntamála- og innanríkisráðherrar Kosovo sögðu af sér i fyrradag þegar tilkynnt var að 440 mönnum hefði verið sparkað úr Kommúnistaflokki héraðsins, sem sakaður hafði verið um að bera ábyrgð á því að albönsk þjóð- ernisstefna skyldi verða svo áhrifamikil i héraðinu. Óeirðirnar hófust i háskólanum í marz þegar stúdentar flykktust út á götur til að mótmæla bágbornum lífs- kjörum og mismunun innan flokks- kerfisins. Mótmælin fengu fljótlega á sig þjóð- ernislegan blæ og breiddust út um hArnAiA hnr o»m h<rr nA ctíSrnm hlntH fólk af albönsku bergi brotið. Að minnsta kosti niu manns létu lífið áður en lát varð á óeirðunum. Kommúnistaflokkur Júgóslavíu leitast nú við að endurnýja áhrifavald stjórnarinnar og fiokksins og hreinsan- irnar og afsagnirnar f kjölfar þeirra eru liður í þeirri viðleitni. Embættismenn segjast þeirrar skoðunaraðPristina-háskólinn, sem er sá þriðji siærsti í Júgóslaviu, verði minnkaður. Kennslan i Pristina-há- skóla fer yfirleitt fram á albönsku og þeir stúdentar sem ljúka prófi þaðan eiga yfirleitt i erfiðleikum með aö fá stðrf utan Kosovo-héraðs, sem er van- þróaðasta og fátækasta hérað Júgó- slaviu. Veli Deva, nýi flokksleiðtoginn sem kom I stað Mahmut Bakalli sem var sparkað, sagði á flokksfundi að þó að „óvinurinn” hefði veriö sigraður i héraðinu þá hefði hann enn ekki verið umjraettur. 0RFÆRUKEPPNI Torfœrukeppnifer fram í nágrenni HELLU á Rangárvöllum LAUGARDAGINN 6. JÚNÍ KL. 14.00 Coca-Cola vélmennið kemur í heimsókn íhléinu. „ míiI Keppt í tveimur flokkum: ^l^Uny * 1 ■ Sérútbúnar bifreiðar 2. Almennar jeppabif reiðat GÓÐ SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ókeypis aögangur fyrir 12 ára og yngri. Malbikaöur vegur alla leiö. gj F.B.S. HELLU _ FERÐA.. Í!l MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI9 S 28133 f BENIDORM 9JUNI Þriggja vikna ferð til Benidorm á suð-austurströnd Spánar. Góð hótel og íbúðir, með eða án fæðis. Islenskt leiguflug alla leið í sólna og sjóinn Þriggjg vikna gfslöppun

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.