Dagblaðið - 05.06.1981, Side 2

Dagblaðið - 05.06.1981, Side 2
18 Sjónvarp næstu viku • •• 1973. Leikstjóri Peter Medak. Aðalhlutverk Tony Curtis, Kim, Novak og Michael Brandon. Gloria hefur árum saman starfað í dansflokki, en hún er orðin 36 ára og kann að missa vinnuna þá og þegar. Hún og skemmtikrafturinn Joey hafa aíliengi verið nánir vinir, en hann hefur ekki viljað ganga i hjónaband. Joey bregður sér til annarrar borgar. Á meðan kynnist Gloria kornungum manni, og með þeim tekst ástarsamband. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.33 Dagskrárlok. Laugardagur 13. júní 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður • Bjarni Felixson. 19.00 Einu slnnl var. Áttundi þáttur. Ólöf Pétursdóttir. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 19.30 Hlé. 19.43 Fréttaágrlp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.23 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Loður. Gamanmyndaflokkur. Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 íslenskar jurtir. Eyjjór Einars- son grasafræðingur sýnir nokkrar íslenskar jurtir í Grasagarði Reykjavikur í Laugardal. Fyrri þáttur. Umsjónarmaður Karl Jeppesen. Stoðgongillinn er tékkneskur lát bragðsleikur i gamansömum dúr, á dagskrá kl. 21.20 á laugardag 13. júní. 21.20 Staðgengillinn. Tékkneskur látbragðsleikur í gamansömum úr. Tónlist eftir Franz von Suppé. Það er komið að frumsýningu. Aöaldansarinn er forfallaður og staðgenglinum varla treystandi. Laugardaginn 13. júni sjáum við Heimavarnaliðið, brezka kvik- mynd frá árinu 1971. Hún fjallar um ævintýri heimavarnarsveitar í litlu þorpi í Englandi. 21.50 Heimavamaliðið (Dad’s Army). Bresk biómynd frá árinu 1971. Leikstjóri Norman Cohen. Aðalhlutverk Arthur Lowe, John Le Mesurier og John Laurie. Árið 1940 óttuðust Englendingar mjög innrás þýska hersins. Þá var sett á laggirnar heimavarnalið skipað mönnum, sem þóttu ekki tækir í herinn sökum aldurs eða heilsu- fars. Myndin lýsir ævintýrum heimavarnasveitar í litlu þorpi. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 23.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 14. júní 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Barbapabbi. Tveir þættir, annar endursýndur og hinn frum- sýndur. Þýðandi Ragna Ragnars. Sögumaöur Guðni Kolbeinsson. 18.20 Emil i Kattholti. Annar þáttur endursýndur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Ragn- heiður Steindórsdóttir. 18.45 Vatnagaman. Þriðji þáttur. Brimreið. Þýöandi Björn Baldurs- son. 19.10 Hlé. 19.43 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næslu viku. 20.45 Heimsborgin Aþena. Aþena var höfuðból forn-grískrar menn- ingar, og í þessari mynd er leik- konan Melina Mercouri leiðsögu- maður um hina sögufrægu borgr Þýðandi Jón O. Edwald. Sunnudaginn 14. júni sýnir sjónvarpið annan þátt norska : myndaf lokksins Á bláþræði er hefur göngu sina á hvitasunnudag. 21.40 A bláþræði. Norskur mynda- flokkur i fjórum þáttum, byggöur á skáldsögu eftir Nini Roll Ánker. Annar þáttur. Efni fyrsta þáttar: Sagan gerist á fjórða áratug aldar- innar og lýsir kjörum nokkurra saumakvenna. Jólaönnum er lokið á saumastofunni, og henni er lokað nokkrar vikur. Karna og Rakel reyna að stytta sér stundir á meðan. Þær hitta Edvin, vinnu- félaga sinn, og hann fylgir Rakel heim. Rakel býður vinkonum sínum í afmælisveislu og þegar henni lýkur laumast Edvin inn til Rakelar. Þýðandi Jón Gunnars- son. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 22.35 Dagskrárlok. Michelle Beecham syngur með jazzhljámsvelt Ciark Terry STÓRHUÓMSVEIT í SJÓNVARPSSAL—sunnudagskvöld kl. 21,15: Jazzhljómsveit Clark Terry —ásamt einleikara og söngkonu Jazzhljómsveit Clark Terry leikur i sjónvarpssal. Michelle Beecham syngur meö hljómsveitinni og Chris Woods leikur einleik á altsaxófón. Upptökunni stjórnaði Tage Ammen- drup. Trompetleikarinn Clark Terry, fæddur 14.12. 1920 i St. Louis, Missouri, hefur leikið með mörgum þekktum hljómsveitum. 1945-47 var hann með George Hudson i St. Louis, 1947 með Charlie Barnet og 1948-51 lék hann með Count Basie. Frægur varð hann þó ekki fyrr en hann fór að koma fram með hljóm- sveit Duke Ellington, á árunum 1951- 59, og var þá meðal fremstu einleik- ara hljómsveitarinnar. Hann hefur leikið inn á fjölda hljómplatna, ásamt öðrum og einn sér. Það var fyrst um sumarið 1961 aö hann stofnaði eigin hljómsveit ásamt vini sínum, Bob Brookmeyer. - FG DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1981. SÆJARINS ESTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar sýna EYEWITNESS Leikstjóri: Petor Yates Leikendur William Hurt, Sigoumey Weaver, Chrístopher Plummer. Sýningarstaflur Nýja Bíó. Ég er ekki frá þvi að Eyewitness sé ágætis þriller. Þetta hljómar kannski illa úr munni manns sem á að hafa vit fyrir fólki og benda þvi á það besta í bíóhúsum. Vissulega er Eyewitness ekki sérlega spennandi kvikmynd og kenni ég um of ákafri persónusköpun en samt sem áður er margt vel gert í myndinni. Steve Tesich og Peter Yates hafa áður gert ágæta mynd — Breaking Away — og Eyewitn- ess ber alla kosti þessara atvinnumanna með sér. í handriti Tesich er farið talsvert inn í aliar persónur og Yates kann þá list að gera hvers- dagslegustu hluti spennandi. William Hurt, James Woods og Sigourn Weaver sjá svo um þá kúnst að leika. Allt efnilegir ferskir leikarar. Ég hefði kosið að Eyewitness legði meira upp úr spennu, en eins og ég hef áður sagt skemmir of mikil persónusköpun þann möguleika. Samt sem áður tel ég myndina vera með betri þrillerum þessa árs. Svo skemmir ekkert fyrir að myndin er svo að segja glóðvolg og sennilega frumsýnd samtímis hér á landi og annars staðar í Evrópu. FAME Loikstjóri: Alan Parker. Leikendur Irene Cara. Sýningarstaður Gamla bió. Það er tímanna tákn að framleiðsla á dans- og söngvakvikmyndum hefur hafist að nýju. Fyrir fimmtán árum hefði slíkt talist óhugsandi, utan vellur á borð við „Sound of Music”. Nú á árum ládeyðu og frumleikaskorts virðist vænlegast til árangurs að gera músíköl. Fame hefur til að bera marga kosti gömlu músíkalanna, nægir að nefna mjög hraða frásögn, góða klippingu og kvikmyndatöku og síðast en ekki síst fína frammistöðu allra aðalleikara. Þrátt fyrir allt þetta vantar eitthvað í myndina. Fame hefur marga kosti gömlu músíkal- anna en vantar hina stórkostlegu kóreógrafíu og hið mikla sjónarspil dans og söngva sem einkenndi þær myndir. Fyrri hluti Fame er hraður og nokkuð mikið fyrir augað en seinnihlutinn dettur niður og þróast upp í lélegt melódrama. Kvikmyndaunnendur þekkja vel til leikstjórans Alan Parker og pvi efast ég ekki um að flestir geti tekið undir með mér að Fame er ekki kannski með hans bestu en sæmileg þó. 'gtfi NORTH DALLAS FORTY Leikstjórí: Ted Kotcheff. Leikendur Nick Nolte, Mac Davis, Bo Svenson, Charies Duming. Sýningarstaflur. Háskólabió. Hér er á ferðinni kvikmynd sem ábyggilega er ekki að allra skapi. í fyrsta lagi fjallar myndin um amerískan fótbolta sem flestir þekkja ekkert til; i öðru lagi er myndin um atvinnumennsku i iþróttum sem enginn veit neitt um hér á landi. Kannski er það vegna þess að ég er mjög spenntur fyrir ameriskum fótbolta og líkar ágætlega viö Nick Nolte að ég skemmti mér stórvel yfir North Dallas Forty. Myndin lýsir nöturlega heimi atvinnumanns i iþróttum, vel að merkja heimi amerísks fótbolta. Á köflum sýnir myndin svo sjúklegan íþróttaheim að manni blöskrar. Myndin endar svo á ákveðinni siðferðilegri niður- stöðu sem ég læt áhorfendum eftir að túlka. Ég á auðvelt með að mæla með þessari kvikmynd, kaflar í henni eru mér að skapi. Kana- díski leikstjórinn Ted Kotcheff hefur áður gert „fínar” myndir og er North Dallas Forty hans hátindur hingað til. Með myndum á borð við North Dallas Forty tekst Nick Nolte sennilega að afmá Redford stimpilinn og er það vel. Að lokum: ef ykkur fannst King Kong eitt- hvað ógnvekjandi, sjáið þá Bo Svenson í sínu hlutverki i North Dallas Forty'. Kvik myndir ÖRN ÞÓRISSON

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.