Dagblaðið - 05.06.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.06.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1981. 19 Hvað er á seyðium helgina? Tónleikar helgarinnar: Endurreist Musica Nova f lyt- ur verk sem tólf íslensk tón- skáld hafa gert í sameiningu Þrjú ung tónskáld sem munu láta að sér kveða á Skerplu 1981: Hjálmar H. Ragn- arsson, Áskell Másson, Karólina Eirlksdóttir. Guðsþjónustur i Rcykjavíkurprófastsdæmi um hvítasunnuna. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta í safnaðarhcimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Hátíöar- mcssa að Norðurbrún 1 kl. 2. Sr. Ámi Bergur Sigur- bjömsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Hátiöarmessa kl. 11 árd. i Breiöholtsskóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKjRKJA: Hvítasunnudagur: Hátiðar- guösþjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Annar hvitasunnudagur: Hljómleikar kl. 5 síðd. Tónkór Fljótsdalshéraös. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Hvitasunnudagur: Hátiöarguðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Hvítasunnudagur Kl. 11 hátiöar- messa. Sr. Hjalti Guömundsson . Kl. 2 hátiöar- messa. Sr. Þórir Stephensen. Fluttir verða hátiða- söngvar séra Bjama Þorsteinssonar og Dómkórinn syngur sem stólvers lag Þorkels Sigurbjömssonar viö sálminn „Englar hæstir, andar stærstir”. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Annar hvítasunnu- dagur: Kl. 11 hátíðarmessa. Sr. Þórir Stephensen. Dómkórinn syngur, organleikarí Marteinn H. Friðriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Guðsþjónusta á hvíta- sunnudag kl. 10. Sr. Þórir Stephensen. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. HAFNARBÚÐIR: Guösþjónusta á hvítasunnudag kl. 2. Sr. Hjalti Guðmundsson.. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 2 á hvita- sunnudag. Prestur sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Hvítasunnu- dagur: Hátíöarguðsþjónusta í safnaðarheimilinu aö Keilufelli 1 kl. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Hvitasunnudagur: Hátiöar- guðsþjónusta kl. 2. Organleikarí Jón G. Þóraríns- ‘son. Annar hvítasunnud.: Guösþjónusta i Grensás- deild Borgarspitalans kl. 10:30 árd. Almenn sam- koma n.k. fímmtudag kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátíöarmessa kl. 11, altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar ;Lárusson. Hátiöarmessa kl. 2. Sr. Karl Sigurbjöms- son. Annar i hvítasunnu: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þríðjud. 9. júni: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10:30. Beðið fyrír sjúkum. Landspital- inn: Hvitasunnudagur messa kl. 10. Sr. Karl Sigur- bjömsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hvitasunnudagur: Messa kl. 11. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. Annar í hvítasunnu: Messa kl. 11. Sr. Amgrímur Jónsson. BORGARSPÍTALINN: Messa á hvitasunnudag kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Guösþjónusta á Kópavogshæli kl. 4 siöd. Annar hvítasunnud: Hátiðarguðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Þorbjöm Hlynur Árnason guð- 'fræðingur predikar. Sr. Ámi Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátiðarguðsþjónusta kl. 2. Garöar Cortes og kór kirkjunnar flytja hátíðarsöngva Bjama Þorsteins- sonar. Einsöngur Ólöf K. Harðardóttir. Organ- leikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 6. júni: Guðsþjónusta að Hátúni lOb, niundu hæð kl. 11. Hvitasunnud.: Hátiðarguðsþjónusta kl. 11. Þriðjud. 9. júní: Bænaguðsþjónusta kl. 18. NESKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátiðarguðsþjón- usta kl. 11. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur óskar Ólafsson. Annar hvítasunnu- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Orgel og kór- stjórn Reynir Jónasson.Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta veröur i ölduselsskóla kl. 11. Athugiö breyttan guösþjónustustað. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Hátiöarguösþjónusta kl. 2 e.h. i Félagshcimilinu. Sr. Guðmundur óskar ólafsson. FRÍKIRKJAN i Hafnarfirði: Hvítasunnudagur: Hátiðarguösþjónusta kl. 14. Safnaðarstjórn. jYTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Hvítasunnudagur, hátiöarmessa kl. 11, kór Keflavíkurkirkju syngur, organisti Siguróli Geirsson, prestur sr. ólafur Oddur Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Hvítasunnudagur, hátiöarmessa kl. 14. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐARINS: Hátiöarmessa kl. 11 á hvítasunnudag. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hátiöarguösþjón- usta hvítasunnudag kl. 11. Athugiö breyttan messu- tima. Vonandi er fólk ekki búið að gleyma Musica Nova sem á sjöunda áratugnum gladdi alla áhugamenn um nýsköpun í tónlist en gerði hinum gramt i geði. Félagsskapurinn lagði upp laupana fyrir u.þ.b. tiu árum en er nú að fara i gang aftur með mikla tónlistarhátið sem nefnist Skerpla 1981. Verða fyrstu tónleikar hátlðarinn- ar annan i hvitasunnu kl. 16 að Kjar- valsstöðum og þeir síðustu í Háskóla- biói þann 21. júní nk. Markmið hins endurreista félags a þaö sama og fyrr, að kynna nýja tónlist, innlenda sem erlenda, og stuðla að auknum sam- skiptum islenskra tónskálda, hljóm- listarmanna og almennra áheyrenda. Það gefur augaleið að ýmislegt nýstárlegt verður á boðstólum þessa tónlistardaga. Fimm islensk verk verða frumflutt, hópverk, verk eftir Hjálmar Ragnarsson, Karólinu Eiríksdóttur, Snorra Sigfús Birgisson og Magnús Blöndal Jóhannsson. Einnig verða leikin verk eftír nokkrar helstu sprautur í nútimatón- list, Charles Ives, Anton Webern, Edgard Varése, Erik Satíe og Krzys- ztof Penderecki og tveir „nýlistar- menn” i tónlist, Bandarikjamennirn- ir Philip Corner og Malcolm Gold- stein, flytja tónsmíðar og gjörninga fyrir planó, fiðlu og ýmsa hljóðgef- andi hlutí i Norræna húsinu þann 18. júni. Fyrstu tónleikar hátíöarinnar eru jafnframt stofntónleikar Musica Nova og geta menn þá látíð skrá sig sem stofnfélaga. Eru þeir tónleikar hnýsilegir fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að þá verður flutt verk sem nefnist Árgerð ’81, er i tólf köflum og eftir tólf tónskáld, þ.á m. Askel Másson, Gunnar R. Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Pál P. Pálsson o.il. Hljóðfæraleikarar (það skiptið eru 17, þ.á m. Manuela Wiesler, Helga Ingólfsdóttir, Kristján Stephensen, Reynir Sigurösson o.fl. o.fl. Aðgangseyrir á einstaka tónleika er 50 krónur en 125 á alla tónleikana. - AI Hljómplatavikunnar: Portrett af Placido Domingo keppinauti Pavarottis um stórmeistaratitilinn meðal söngvara Placido Domingo i nýlegri uppfærslu á La Traviata ásamt Ileönu Cotrubas og Cornell MacNeil. A PortraH of Placido Domlngo Arfur úr Faust, Qlovanna d'Arco, Don Cario, Maflatofala, Manon Lascaut, Aida, Un Ballo In Maschara, Toaca EMI asd 4031 Dratflng: FALKINN í gamla daga geröi óperuáhugafólk allt hvað það gat til að etja saman helstu stórsöngvurum, sjálfsagt til að fá úr því skoriö hver væri „bestur”, rétt eins og i íþróttakeppnum. Sumir þessara söngvara létu ekki sitt eftir liggja, e.t.v. vegna þess að fleiri voru um hituna þá en nú og þeir vildu gjarnan auglýsa sig, aðrir þoldu enga samkeppni á tíndinum. Frægur er rigurinn milli þeirra Maríu Callas og Renötu Tebaldi, sem máttu helst ekki vera i sömu borginni, hvað þá í sama óperuhúsinu. Heföu þeir Luciano Pavarottí og spænski tenórinn Placido Domingo verið á hátíndi listarinnar fyrir þrjá- tíu árum er eins víst að einhverjir hefðu reynt að koma þeim i hár saman. Þetta hefur reyndar verið reynt hvað þá Pavarotti og Domingo snertir, en hvorugur þeirra hefur haft áhuga á slikum barnaskap. Þeir eru báðir afburða söngvarar, hver á sinn máta, og virða hvorn annan. Skapaður fyrir þotuöldina Ferill þeirra hefur einnig þróast með ólíkum hættí. Pavarottí hefur i seinni tíö gerst þátttakandi i mikilli fjölmiðlamaskínu, en Domingo er ekki eins harður á því sviði þótt hann hafi að visu sést syngja með Cliff Richard og i fótbolta með Kevin Keegan. Hann er hins vegar eins og skapaður fyrir þotuöldina, flýgur vítt og breitt um heiminn og syngur alls staðar þar sem óperuhús er að finna, oft á fjögurra eða fimm daga frestí hverja óperuvertíð. Þetta er gifurlegt áiag á einn söngvara en Domingo virðist þrifast vel á stressinu. Aldrei bilar flosmjúk röddin en á hinn bóg- inn hefur mönnum sýnst hann komast ódýrt frá leiknum f sumum óperum. Hver er svo munurinn á þessum tveim frægustu tenórsöngvurum nú- timans, Domingo og Pavarottí? Svo skemmtilega vill til að hægt er að gera beinan samanburö á þeim meö því að hlýða á nýjustu plötur þeirra, Verismo arias eftir Pavarotti (sem fjallað var um hér fyrir stuttu) og' Portrait of Placido Domingo sem er safnplata frá EMI. Þar syngja þeir nefnilega nokkrar sömu ariurnar, þ.á m. hina undurfögru „Dai campi, dai prati” úr Mefistofele eftir Bo'ito og ariurnar tvær úr Manon Lescaut eftir Puccini: „Tra voi belle” og „Donna non vidi mai”. Spánverjinn ítalskari en ítalinn Þá kemur i ljós að Spánverjinn Domingo er eiginlega ítalskari í túlk- un sinni, rödd hans er vörm og mjúk eins og flossilki, sindrandi af tilfmn- ingaiegri innlifun. Pavarotti er hins vegar skyldari hinum svokölluðu nor- rænu tenórum eins og Björling þvi rödd hans er afskaplega tær og silfruð og ef eitthvað er, er fram- burður hans heldur skýrari en Domingos. Pavarotti nýtur þess að vísu að plata hans er tekin upp í digi- tal-tækni fyrir nokkrum misserum en á plötu Domingos eru upptökur allt fráþvi 1971. Allt um það er safnplata Domingos hinn eigulegasti gripur og ber vitni fjölhæfni, innlifun og nærfærni hins spænska söngvara. Sama er hvar borið er niður, i tregablandinn söng Fásts úr samnefndri óperu Gounods, í gáska Des Grieux í Manon Lescaut („Tra voi, belle . . .”) eða kveöju- söng Cavaradossis úr Tosca, — alls staðar er Domingo i toppformi. Engin peð En hrifmest er kannski áðurnefnd túlkun hans á hlutverki Cavaradoss- is, arlurnar „Dammi i colori” og ,,E lucevan le stelle”, kveðjusöngurinn. Þær upptökur eru jafnframt frá þessu ári. Með Ðomingo á plötunni eru heldur engin peð, þ.á m. Lundúna- sinfónian, hljómsveit Parisaróper- unnar og Nýja fílharmónian ásamt með stjórnendum á borð við James Levine, Riccardo Muti, Carlo Maria GiuUni og Georges Prétre. Portrait of Placido Domingo kostar 162 krónur. - AI Sýningu Hafstelns Austmann afl KJarvalsstöðum . lýkur næstu helgl. Hér er listamaðurinn að verkl. ÁRBÆJARSAFN: Opið samkv. umtali. Sími 84412 milli 9 og 10 alla virka daga. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ v/Suðurgötu: Opiö þriðjud., fímmtud., laugard. & sunnud. kl. 13.30— 16. Bogasalur: Sigurður Þorsteinsson gullsmiður. Opiö fram 1 september á sama tima og safnið. ITORFAN, veltingahús: Leikmyndir eftir ýmsa laðila. GALLERÍ GUÐMUNDAR, Bergstaðastræti 15: Kristján Guömundsson, ný málverk, Rudolf Weiss- !auer, ný grafík. Opið 14—18 alla virka daga. MOKKA KAFFI, Skólavörðustig: Maria Hjalta- dóttir. Opiö 9—23.30 alla daga. LISTASAFN Einars Jónssonar, Skólavörðubolti: Opið miövikud. & laugard. kl. 13.30—16. t I Telknlagar danska háðfnglsins Storm P. hafa eflaust yljað mörgum um hjartarsetur en þser er að ' flnna I kjallara Norrsena hússins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.